Dagur - 02.10.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 02.10.1980, Blaðsíða 6
Um starfsemi Lionsklúbbs Akureyrar í samræmi við tilgang og hlutverk Lionshreyfingarinn- ar hefur klúbburinn látið flest í samfélagi sínu til sín taka nema stjórnmál. Einkum hef- ur starf hans beinst að líknar- og heilbrigðismálum og hvers konar stuðningi við þá, sem helst standa höllum fæti í mannlegu samfélagi. Meðal þeirra aðilja, sem stuðnings hafa notið, má nefna Ekkna- sjóð, Barnaverndarnefnd, Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar, Krabbameinsfélagið, Rauða krossinn, Styrktarfélag van- gefinna, Kristneshæli og Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Einkum hefur kröft- unum verið beitt til þess að sinna þörfum vangefinna á vistheimilinu Sólborg. Ár eftir ár hafa klúbbfélagar aflað fjár til þessa með margs konar sjálfboðavinnu og með því að leita til almennings, oftast með blóm til sölu, en einnig með skemmtanahaldi eins og þvísem nú er í boði. Vinsælast meðaL^ fólks er vafalaust blómasalan á konudaginn. En bingókvöldin hafa líka verið vel sótt og ekki síður þær samkomur sem hafa verið haldnar síðari hluta helgar- daga. Ástæða er til að þakka Ak- ureyringum hversu vel þeir hafa tekið fjáröflunaraðferð- um Lionsmanna, enda hafa þeir verið áhugasamir um þau líknarmál, sem klúbburinn hefur einkum viljað leggja lið. Vonum við að svo verði enn. Síðastliðið starfsár var meginviðfangsefnið eins og áður efling Sólborgar. Einnig var Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra og lamaðra, veittur styrkur, Flugbjörgunarsveitinni, og miklu fé var safnað fyrir Rauðu fjöðrina til hjálpar blindum. Um leið og við þökkum Akureyringum veittan stuðn- ing við allt þetta, hvetjum við þá til þess að koma enn til liðs vjð okkur sunnudaginn 12. okt. því þá er fyrirhugað fjöl- skyldubingó. Lionsklúbbur Akureyrar. Mengunarrannsóknir í Akureyrarpolli: Hvað var gert? Á árunum 1960-1970 komu fram raddir um að mikilla mengunar- áhrifa gætti í Akureyrarpolli og innsta hluta Eyjafjarðar. Tóku sumir svo djúpt í árinni að segja að Pollurinn væri líflaus orðinn og rotin leðja í botni hans. Árið 1969 var sett bann á neta- lagnir og fyrirdrátt í landhelgi bæj- arins, af heilbrigðisástæðum. Árið 1970 samþykkti bæjarstjórn Akur- eyrar að láta fara fram könnun á mengunarástandinu í sjó og vötn- um við Akureyri og var heilbrigð- isnefnd bæjarins falið að sjá um það verk. Vorið 1971 leitaði heil- brigðisnefndin svo til Náttúru- gripasafnsins á Akureyri og beidd- ist þess að það skipulegði rann- sóknirnar og sæi um framkvæmd þeirra. Þess þarf naumast að geta að Safnið var á margan hátt vanbúið undir slíkt verkefni og skorti flest sem til þurfti, svo sem tæki til söfnunar, upplýsingarit og þó fyrst og fremst reynslu, enda höfðu slík- ar rannsóknir aldrei verið gerðar fyrr hérlendis. Því er óhætt að segja að það tók verkefnið að sér með hálfum huga. Þetfa sama sumar (1971) veitti bæjarsjóð.ur nokkra fjárupphæð í þéssú skyni'og fyrir hana voru keypt tæki og bækur og gerðar nokkrar frumrannsóknir. Haft var samráð við ýmsa erlenda aðila, sem gert höfðu svipaðar rannsóknir, svo sem Öresund- vand-komiteen í Kaupmannahöfn, Norsk institutt for vannforskning í Oslo og Vattentest AB í Uppsala. Um tima stóð til að síðastnefnda Norðlensk list í Reykjavík: Gekk fyrir dómnefnd og fékk jákvæð svör Það er ekki á hverjum degi að listmálarar frá Akureyri sýni í Reykjavík, enda fengu þeir eitt sinn fremur óblíðar viðtökur í höfuðborginni eins og frægt er orðið. Reykvískir gagnrýnendur bjuggu meira að segja til orðið „Akureyrarmaleri“ um lélegar myndir utan af landi. Hitt er svo aftur annað mál að gagnrýnin var ekki alltaf á rökum reist og er óþarfi að fara frekar í þá sálma á þessum vettvangi. Nú hefur það gerst að Akureyringur hefur hleypt heimdraganum og sýnt verk sín í höfuðborginni. Þetta er Örn íngi sem sýndi í út yfir 700 boðskort eftir lista sem FÍM notar. Á sama tíma og Örn Ingi sýndi í FIM salnum voru fjölmargar mál- verkasýningar í höfuðborginni. Alls voru 22 listamenn með sam- og einkasýningar svo Reykvíkingar hafa haft úr nógu að velja. Úlfur Ragnarsson sýndi á Mokka Öðruvísi sýningar- gestir Það er ekki fyrir hvern sem er að sýna í FIM salnum. Til þess að svo geti orðið þarf listamaðurinn að leggja verk sín fyrir dómnefnd fé- laga í FIM, sem sker út um það aftur? Jú, hann ætlar að íhuga málið, því auk þess sem hann fékk salinn vilja FIM félagar fá hann suður með gjörning, sem á að sýna á haustsýningu félagsins. Ég varð svolítið undrandi á sýn- ingargestum fyrir sunnan. Þeir eru töluvert opnari en ég á að venjast. Ég held að nær allir sem komu á sýninguna hafi rætt við mig. Þeir létu álit sitt í ljós og þökkuðu mér fyrir heimsóknina. — Vildir þú að norðlenskir sýn- ingargestir taki upp sunnlenska siði? Æ, ég veit það ekki. Ég held að við eigum i sjálfu sér ekkert ólært — skulum bara halda okkar sér- kennum. stofnunin sendi sérfræðinga hing- að, en af því varð þó ekki. Á grundvelli frumrannsóknanna 1971 var svo gerð áætlun um fram- hald mengunarrannsóknanna, sem áætlað var að stæðu í allt að fimm ára tímabil. Lögð var áhersla á að könnunin yrði alhliða og tæki til sem flestra þátta sjófræði, efna- fræði, gerlafræði og líffræði. Leitað var til ýmissa stofnana um fram- kvæmd vissra rannsóknaþátta, eða hluta af þeim. Þannig tók Rann- sóknastofa Norðurlands að sér efnagreiningar að hluta, ásamt rannsóknastofu Hafrannsókna- stofnunar í Reykjavík. Rann- sóknastofa Mjólkursamlags KEA tók að sér ræktun og talningar á gerlum, Liffræðistofnun Háskólans í Reykjavík tók að sér rannsókn á botndýrum og sjóplöntustofnun Sorbonne-háskóla í París tók að sér könnun á þörungagróðri. Auk þess tóku nokkrir einstaklingar að sér verkefni, svo sem Svend-Aage Malmberg (Hafrannsóknastofn- un), sem mældi strauma, Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur sem kannaði botndýr o.fl., Karl Gunn- arsson (Hafrannsóknastofnun) sem safnaði þörungum og Sigurður Hálls'son verkfræðingur, sem kannaði úrgangsefni frá iðjuverum fbænúm Af hálfu Náttúrugripasafnsins : hafa: fyrst og fremst hinir föstu starfsmenn þess unnið við rann- sóknirnar, einkum við sýnatökur, ýmiss konar úrvinnslu og skýrslu- gerð, ásamt fjölritun á skýrslum. Helgi Hallgrímsson hafði umsjón með rannsóknunum fyrsta árið (1971) og aftur á árunum 1977-1980, en Hörður Kristinsson annaðist þær í millitíðinni, árin 1972-1976, en það var hið eiginlega framkvæmdatímabil rannsókn- anna, enda var þeim að mestu lokið um 1975, eins og ráð var gert fyrir. Úrvinnsla og skýrslugerð fór hins vegar að mestu fram á árunum 1975-1980. Auk ofangreindra starfsmanna hafa þeir Hálfdán Björnsson og Sigurður B. Jóhannesson unnið við rannsókn- irnar á vegum safnsins. Hafnar- stjórinn á Akureyri lagði til bát við söfnun sýna. Frá upphafi rannsóknanna var við það miðað, að greint yrði frá niðurstöðum rannsóknanna í skýrslum sem síðan yrðu fjölritaðar á vegum safnsins. Hafa safninu nú borist sjö skýrslur sem únnar hafa verið þannig og gefnar út, og eru þær skráðar hér á eftir: 1. Skýrsla um frumathuganir á mengun í Eyjafjarðarbotni sumarið 1971, eftir Helga Hallgrímsson og Hörð Krist- insson. Fjölrit Náttúrugripas. nr. 1. (1971). 2. Botndýr í Akureyrarpolli, e. Agnar Ingólfsson, Arnþór Garðarsson og Svein Ingvarsson. Fjölrit N. nr. 3. (1972). 3. Rannsóknir á Coligerlum, súrefni, nitrati og fosfati í Akureyrarpolli 1971-1974, e. Hörð Kristinsson. Fjölrit N. nr. 5. (1975). 4. Straummælingar við Oddeyrartanga í Eyjafirði, e. Svend-Aage Malmberg. Fjölrit N. nr. 7 (1978). 5. Könnun á botndýralífi i innanverðum Eyjafirði, e. Erling Hauksson. Fjölrit N.nr. 9(19.79). 6. Botnþörungar í innanverðum Eyja- firði, e. Karl Gunnarsson Fjölrit N. nr. 8(1979). 7. Könnun á fjörudýralífi í innanvcrðum EyjafirðL e, Erling Hauksson. Fjölrit N. nr. 10(1980). Samtals eru þessar skýrslur um lOOlesmálssíður, 85 myndasíðurog um 20 töflusíður eða á við meðal- bók. í þeim er að finna rnikinn fróðleik um eðli og efnasamsetn- ingu og þó fyrst og fremst um lífríki sjávarins í innfirðinum. Þessi fróð- leikur hefur ekki aðeins gildi fyrir sjálft verkefnið, rannsókn meng- unar, heldur hefur hann mikið al- mennt náttúrufræðilegt gildi. Þegar rannsóknirnar voru gerðar hafði enginn íslenzkur fjörður verið kannaður jafnvel, en nú hafa nokkrir firðir á SV-landi verið kannaðir sambærilega. Þúog FIM salnum, en hann er fyrsti málarinn frá Akureyri sem hefur gengið fyrir FIM dómnefnd og fengið jákvæð svör. Og hverjar voru svo viðtökurnar í höfuð- borginni? Hafði viðhorf fólks til listmálara frá Akureyri breyst frá því sem áður var? Léleg mæting fyrstu dagana Örn Ingi: Þú spyrt hvort við- horfið hafi breyst. Já, ég held að það hafi breyst af þvi að ég og fleiri fórum suður, en það ríkti engin eftirvænting fyrstu dagana fyrir mér. Örn skellihlær og bætir við: Það sýndi sig best á aðsókninni fyrstu sjö dagana að áhugi höfuðborgar- búa fyrir norðlenskri list var tak- markaður. Á áttunda og níunda degi komu fleiri en alla hina dag- ana til samans. í heila viku kom aðeins 150 manns, en það þykir lé- leg mæting hér á Akureyri ef ekki koma fleiri en 200 á fyrsta sýning- ardaginn. Þess má geta að ég sendi 6.DAGUR hvort beri að taka manninn alvar- léga. Erni var hleypt í gegnum nál- araugað og mun hann vera fyrsti Akureyringurinn sem fær inni í salnum. Hann er ekki félagi í FIM — sótti um inngöngu s.l. vor, en var hafnað enda höfðu þeir sem með inntökubeiðnina að gera ekki séð verk eftir Örn fyrr en um daginn. Ætlar Örn að sækja um inngöngu öm Ingi. Hvatning til lista- manna Um miðja sýningarviku seldi Örn Ingi Listasafni Islands eina mynd. Þetta, ásamt jákvæðri gagn- rýni í sunnanblöðum, varð til þess að auka aðsóknina til muna tvo síðustu dagana eins og fyrr var sagt. Og þess má einnig geta að yfir helmingur myndanna sem Örn Ingi seldi fór á síðasta degi sýningar- innar. „Ég varð mikið var við hlýhug og velvilja til okkar sem málum og búum utan Reykjavíkur. Það að Listasafnið keypti af mér mynd lít ég m.a. á sem hvatningu til lista- manna úti á landi. Þeir eiga ekki að vera hræddir við að koma til Reykjavíkur og sýna. Nei, við eig- um að fara og reyna að fá inni í bestu sölunum. Við breytum ekki viðhorfi fólks í Reykjavík til hins betra nema með því að fara og sýna fyrir sunnan.“ Með þessari hvatningu Arnar Inga til kollega sinna utan Reykja- víkur þökkum við honum fyrir spjallið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.