Dagur - 02.10.1980, Blaðsíða 16

Dagur - 02.10.1980, Blaðsíða 16
Hefur þú spurt á Húsavík? Við eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbygginga, jafnt áhöld sem efni. w byggingarvörur Husavík. Sími 06) 41444 HafnaraðstaAan stórbatnar á Grcnivik þcgar framkvæmdum lýkur. Mynd: á.þ. Reka niður stálþil Fyrír skömmu var hafist handa við að reka niður 60 m langt stálþil á Grenivík. Vonir standa til að vcrkinu geti lokið í nóv- ember. Þegar hægt verður að leggja bátum við þilið má segja að stórum áfanga í hafnarmál- um á Grenivík sé náð. Hafnar- garðurinn var lengdur í fyrra, höfnin dýpkuð í vor og nú er unnið viö stálþilið. Stefán Þórðarson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, sagði að hér væri um mikla hafnarbót að ræða. Nú verður t.d. hægt að leggja skip- um innan á garðinn, en þar er jafnan betra sjólag. Má segja að Grenvíkingar séu nú að verða til- búnir til að taka á móti togara, sem sjálfsagt kemur fyrr eða síðar. Nú eru gerðir út 3 stórir dekk- bátar frá Grenivík. Einnig eru gerðir út 5 litlir dekkbátar og margar trillur. Atvinna hefur verið mikil á Grenivík að undanförnu. PÓLK VARAÐ VIÐ HEIMASLÁTRUDU hann, en það er með öllu bannað að selja hann. I fréttatilkynningu frá heilbrigð- isfulltrúa segir m.a. að kjöt- stimplun sé vottorð dýralæknis um að uppfylltar hafi verið settar kröf- ur um heilbrigði sláturgrips og hreinlæti við slátrun og tryggir þannig neytendur gegn því að fá sýkta vöru. Sé kjötið óstimplað hafa neytendur enga tryggingu fyrir heilnæmi þess. „Heimaslátrun fer einnig oft fram við mjög lélegar aðstæður, t.d. í skítugum gripahúsum, og er því boðið heim hættu á mengun kjöts- ins. Neytendur eiga líka heimtingu á því að eftirmengun eigi sér ekki stað. Því er verslunum, kjötvinnslu- stöðvum og veitingastöðum óheimilt að saga óstimplað kjöt eða taka það til vinnslu fyrir fólk og óhreinka þannig vélar fyrirtækisins sem notaðar eru fyrir hinn almenna neytanda. Frystihúsum er einnig óheimilt að geyma afurðir sem ekki hafa hlotið heilbrigðisskoðun og stimplun." Loðnu dælt úr Grindvfkingi GK. Mynd: á.þ. Mikil loðna Á þriðjudagsmorgun voru komin rösklega 7 þúsund tonn af loðnu á land í Krossanesi, sem er hærra hlutfall af veiðinni en oftast áður. Þegar búið var að veiða 25 þúsund tonn höfðu 5 þúsund tonn borist til Krossa- nessverksmiðjunnar. Fyrsti loðnuaflinn barst til Krossaness 11. september. Vertíðin hófst fyrr á síðasta ári og þá var á sama tíma búið að landa um 10 þúsund tonnum hjá verksmiðjunni. Hráefnið er nú orðið mjög gott, fitan um 17,5%, en hefur minnkað nokkuð frá fyrstu förmunum. Fyrstu farmarnir voru hins vegar gamalt hráefni, sem skipin fengu á nokkuð löngum tíma. „Við höfum ekki orðið varir við óstimplað kjöt, en sá orðrómur hefur komist á kreik að það verði mcira uni hcimaslátrun i bænum en oft áður. Sérstaklega á þetta við uni þá sem stunda fjárbúskap í tóm- stundum. Þeir fá ekki fullt verð fyrir sitt fé. Ef skepnu er slátrað við ófullnægjandi aðstæður er hætta á að kjötið óhreinkist og komist í það allskonar saurgerlar. Einnig er sú hætta fyrir hendi að gripurinn sé sjúkur. Slíkir gripir eru teknir til hliðar og athugaðir af dýralækni þegar slátrað er í sláturhúsi" sagði Valdimar Brynjólfsson, heilbrigðis- fulltrúi í samtali við blaðið. „Þcgar slátrað er heima er engin trygging fyrir því að gripurinn sé heilbrigð- ur.“ Valdimar sagðist hafa staðfestan grun um að kjötiðnaðarmenn hefðu verið beðnir um að saga nið- ur kjöt sem hefur verið slátrað heima. Það getur enginn bannað manni að slátra eigin grip og eta Sauðárkrókur: Nýtl íþróttahús Einhvern næstu daga verða hafnar framkvæmdir við íþróttahús á Sauðárkróki. Áætl- aður kostnaður við þann áfanga sem á að byggja er 600 milljónir króna. Ef áætlun um byggingar- hraða stenst verður hægt að Bfl stolið Skömmu fyrir klukkan sex sl. laugardagsmorgun fann lög- reglan Volvo fólksbíl í Lönguhlíð. Þegar bíllinn fannst var hann þversum á götunni og stórskemmdur. Að sögn lögreglunnar hafði ökumaður m.a. ekið um Kletta- borgarveg. Þar var bílnum ekið á jarðfasta steina og ijósastaur. Billinn er mjög mikið skemmdur -—jafnvel ónýtur. Við rannsókn á bílnum kom í ljós að framrúðan var brotin og sömuleiðis baksýnisspegill inni i bílnum. Ef að likum lætur hefur þjófurinn kastast fram í sætinu og meitt sig á höfði. Allir þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir A 5005, sem er brúnsanseraður Volvo fólksbíll, eru beðnir um að láta lögregluna tafarlaust vita. taka húsið í notkun eftir rúm tvö ár. Ástvaldur Guðmundsson, sem sæti á í byggingarnefnd hússins, sagði í samtali við Dag að stærð hússins alls væri 15 þúsund rúm- metrar eða rúmir 2600 fermetrar. í þeim áfanga sem verið er að hefja og á að verða lokið eftir rúm tvö ár, verða byggðir tæpir 9 þúsund rúm- metrar sem jafngildir tæpum 1700 fermetrum. Eins og fyrr sagði er áætlaður kostnaður við fyrri áfanga um 600 milljónir, en á verðlagi 1. október er gert ráð fyrir að húsið fullbyggt muni kosta 980 milljónir. Nú er verið að semja við tvö fyr- irtæki á Sauðárkróki um vinnulið vegna framkvæmda við grunn hússins. Gert er ráð fyrir að búið verði að koma upp grunnveggjum, en ekki plötu, fyrir 15. nóvember. Strax á næsta ári er ráðgert að bjóða a.m.k. út uppsteypun húss- ins. I fyrri áfanganum verður byggður hálfur íþróttasalur, en þegar húsinu verður lokið geta Sauðárkróksbúar boðið upp á full- kominn keppnissal í handbolta. Á þessu stigi málsins er ekkert hægt að segja um hvenær lokið verður endanlega við húsið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.