Dagur - 02.10.1980, Blaðsíða 8
HMOÖIR
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Trausts-
yfirlýsing
Samkvæmt skoðanakönnun sem
Dagblaðið hefur gert nýtur ríkis-
stjórnin stuðnings 41% kjósenda.
Andvígir stjórninni voru tæplega
26% en óákveðnir voru 33% kjós-
enda í landinu. Ef aðeins er tekið
tillit til þeirra sem tóku afstöðu
verða niðurstöðurnar þær, að
rösklega 61% fylgja ríkisstjórninni
en andvígir henni eru tæplega
39%. Það hefur sýnt sig í skoð-
anakönnunum Dagblaðsins, að
þær fara ótrúlega nærri raunveru-
leikanum. Þessi könnun er gerð í
tiltölulega stöðugu ástandi og
kosningar ekki í nánd, að því er
best er vitað, þannig að taka verð-
ur allmikið mark á niðurstöðum
hennar.
En hvaða lærdóma má draga af
þessum niðurstöðum? Þær benda
ótvírætt til þess, að ríkisstjórnin
njóti trausts mikils meirihluta
kjósenda í landinu. Þrátt fyrir það,
að ekki hafi miðað vel í baráttunni
gegn verðbólgunni og mikið verk
sé óunnið á því sviði, treystir fólk
núverandi stjórn betur en öðrum
til að stjórna landinu. Fólk skilur
þá örðugleika sem við er að etja
og ríkísstjórninni verður ekki
kennt um. Fólk gerir sér grein fyrir
því, að ekki er hægt að leggja
raunhæft mat á viðleitni ríkis-
stjórnarinnar til að ráða fram úr
vandamálunum, sökum þess
hversu stuttan tíma hún hefur ver-
ið við völd, auk þess sem utanað-
komandi erfiðleikar hafa gert
henni erfitt fyrir.
Rétt eftir að ríkisstjórnin var
mynduð, nánar tiltekið í febrúar
s.l. gerði Dagblaðið skoðana-
könnun, þar sem fram kom að
hvorki meira né minna en rösk-
lega 70% kjósenda í landinu væru
henni fylgjandi. Þessi könnun var
gerð að undangengnu langvar-
andi stjórnleysi og stjórnarkreppu
og lýsti fyrst og fremst feginleik
fólks yfir því að búið væri að
mynda starfhæfa ríkisstjórn. Því
er ekki rétt að meta þessar kann-
anir þannig, að fylgi stjórnarinnar
meðal kjósenda hafi hrapað stór-
lega, þ.e. úr 70 í 41%, einfaldlega
vegna þess að ríkisstjórnin hafði
tæpast svona gífurlegt fylgi í upp-
hafi. Önnur sjónarmið réðu niður-
stöðum fyrri könnunarinnar að
hluta.
Á hitt er hins vegar að líta, að
margir kjósenda eru orðnir
óþreyjufullir að sjá árangur í bar-
áttunni gegn verðbólgunni og
glímunni við önnur vandamál í
þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin hefur
enn traust þjóðarinnar til góðra
verka, en árangur verður senn að
koma í Ijós í auknum mæli.
Æ
Halldórsson, Ásla Kröyer, Kjarlan Ólafsson, Egill Jónasson, Aðalsleinn Jóns-
son, Oddur Kristjánsson, Jóhann Konráðsson, Ilaraldur Sigurðsson. Júlíiis
Oddsson, Halldór Helgason, Árni Valur Viggósson, Inga Guðmundsdóltir og Jón
Kristinsson.
rit. Hins vegur niá ekki eingöngu
taka fyrir hreinræktuð kassa-
stykki. Það hlýtur að vera til eitt-
hvert jafnvægi. Styrkirnir sem
leikfélögin í landinu fá. eru
komnir frá skattborgurunum og
auðvitað vilja þeir fá eitthvað
fyrir sinn snúð.
Heldur vildi
ég saga borð
Tíminn leið — við Jóhann
skröfuðum saman og að lokum
var staðnæmst við leiklistargagn-
rýni í blöðum. Jóhann minnist
gagnrýni á leikrit er hann tók þátt
í . Gagnrýnandinn virtist hafa
komið í leikhúsið fyrirfram
ákveðinn í því að vera á móti
verkinu — hafði ekkert kynnt sért
það eða komið á æfingar, en það
sagði Jóhann vera nauðsynlegt.
„Gagnrýnandinn þarf að hafa
mjög yfirgripsmikia þekkingu og
fyrir þann rnann sem tekurstarfið
alvarlega er það erfitt. Hann
verður að vita hvað er verk höf-
undarins. Iivað er verk leikarans
oghvaðerverk leikstjórans. Þetta
er höfuðnauðsyn. Tæplega fengir
þú einhvern landkrabba til að
skrifa þætti uni sjávarútveg i
Dag?
„Jæja — þetta er orðið ansi
gott. Eg þarf að fara í vinnuna.
Hjá K.E.A. hef ég unnið í áratugi
og þeir hafa þolað mér þetta sí-
fellda leikstúss. Kassagerðin er
niinn vinnustaður og því get ég
trúað þér fyrir að það kom aldrei
til greina gerast alvinnumaður í
leiklist. Heldur vildi ég saga borð
í Kassagerðinni. Ég er nefnilega
hræddur um að ég hefði misst
áhugann ef ég hefði gerst at-
vinnumaður."
Og Jóhann Ögmundsson
kvaddi — en stakk upp í sig pip-
unni áður en hann fór niður stig-
ann.
■'lt
Júlíus Oddsson og Jóhann I Nitouche.
Allt annar
kroppur
Þegar saga leiklistar við Eyja-
fjörð — og víðar um land —
verður skráð niun sá vísi maður
sem það verk vinnur óhjákvæmi-
lega staðnæmast livað eftir annað
við nafn Jóhanns Ögmundssonar.
Jóhann, sem sté fyrst á fjalirnar í
Flatey á Skjálfanda á fjórða ára-
tugnum, hefur verið nátengdur
leiklistinni æ síðan. Jóhann kom
að vísu ekki til Akureyrar fyrr en
1943, en árið 1924 var hann hér í
heimsókn hjá afa og ömmu sem
bjuggu í Kjarna. Þá var Leikfélag
Akureyrar að sýna Fjalla Eyvind.
í þeirri heimsókn var ohann
stunginn leiklistarflugunni sem
hefur ekki látið hann í friði síðan.
„Ég man það eins og það hefði
gerst í gær þegar Guðrún
Indriðadóttir, sem lék Höllu, stóð
á fætur þegar Björn hreppstjóri
kom og kastaði barninu í fossinn
og hrópaði af tilfinningarhita:
DJÖFULL. Ég sat í dái — vissi
Jón Norðfjörð. „Þetta er einn
efnilcgasti lcikarinn sem ég hef
nokkurn tinia séð,“
segir Jóhann.
hvorki í þennan heim né annan.
Slík var túlkunin."
Jóhann horfði á ESSO fánann
er blakti á næstu lóð og sjálfsagt
hefur hugurinn skotist til baka
um ein 44 ár. En áfram með
minningarnar. Leikarinn, leik-
stjórinn og söngvarinn Jóhann
Ögmundsson var inntur eftir
bernskuárunum. „Ég er fæddur í
Hafnarfirði árið 1910, en þar
starfaði faðir minn sem smiður.
Tíu árum síðar fluttum við til
Reykjavíkur og þar lék allt í lyndi
þar til mamma lést árið 1927 og
heimilið leystist upp að miklu
leyti. Við systkinin dreifðumst
dálítið og ég var oft hjá afa og
ömmu í Kjarna við Akureyri. A
þessu tímabili missti ég heilsuna
og þurfti að vera á Kristnesi á
fyrstu árum hælisins. Faðir niinn
flutti norður á þessum árum og þá
verða þáttaskil í mínu lífi. Við
fluttumst út í Flatey á Skjálfanda
og þar mátti ég haga mér eins og
ég vildi meðan ég var að ná
heilsunni aftur. Og hana fékk ég.
Því til staðfestingar get ég sagt þér
að áður en við hjónin giftum
okkur, þann 2. júní 1935, fór ég
inneftir til Jónasar Rafnar og lét
hann skoða mig. Jónas sagði
þegar hann var búinn að skoða
mig að þetta væri bara allt annar
kroppur en ég hefði áður verið
með.“
íbúðarhús fyrir
9.600 krónur
Kona Jóhanns er Karólína Jó-
hannesdóttir frá Neðri Bæ í Flat-
ey. Faðir hennar var um skeið at-
vinnuveitandi viðmælanda okkar
og fékk Jóhann m.a. það verkefni
að gera manntal í eyjunni. Þetta
var skömmu eftir 1930 og þá kom
í ljós að íbúarnir voru 126. Og
hvernig var að búa í Flatey? Jó-
hann segir strax ákveðið að þar
hafi verið gott að búa. Fólkið var
duglegt og kátt og samheldnin
mikil. Þar lék Jóhann Grasa
Guddu og mikið var spilað og
sungið. Lítið var til af veraldleg-
um lystisemduni en fólk var
nægjusamt. Jóhann minnist þess
þegar hann gekk í hjónaband:
„Við áttum ekki til krónu. Ekkert
nema bjartsýnina. Árið 1939
byrjaði ég að byggja úti í Flatey
og þar tók ég mitt fyrsta banka-
lán. Ég fékk 2500 króna víxil í
sparisjóðnum í Flatey og ég gat
varla sofið fyrst í stað. Hvernig
átti ég blásnauður maðurinn að
borga 2500 krónur? En húsinu
Jóhann Ögmundsson
kom ég upp fyrir 9600 krónur.
Hafist var handa þann 1. sept-
ember — sama dag og heimstyrj-
öldin skall á — og við vorum flutt
inn fyrir jól.“
Það átti ekki fyrir Jóhanni og
Karólínu að liggja að búa lengi í
Flatey. María, tengdamóðir Jó-
hanns var hálfsystir Ingimundar
Árnasonar, söngstjóra á Akur-
eyri, og hefur hún sjálfsagt
stungið því að Ingimundi að
tengdasonurinn gæti sungið. Sjálf
hefur María vitað hverju góður
IIMI ■! I I
vinsdóttir fékk sinn skammt. Jó-
hann á öll lögin á segulbandi og
spilar hann þau gjarnan. „Þetta
var dásamlegur tírni," og Jóhann
andvarpar. Sama ár og Bláa káp-
an var sýnd tók Leikfélag Akur-
eyrar til meðferðar íslandsklukk-
una eftir Halldór Laxness. sem
var boðið norður til að horfa á
frunisýninguna. Margir góðir
leikarar tóku þátt í verkinu, en
Halldór hreifst sérstaklega af
Júlíusi Oddssyni, í hlutverki Jóns
Hreggviðssonar.
Starfið heldur
mér lifandi
Árið 1957 urðu þáttaskil í starfi
Jóhanns hjá Leikfélagi Akureyr-
ar. Hann varð formaður og líóf
uni svipað leyti að leikstýra verk-
um. Þegar rætt var við Jóhann í
fyrri viku var hann búinn að
stjórna alls 36 leikritum, og í
haust verður hann með annan
fótinn í Freyvangi en þar ætla
heimamenn að æfa Þrjá skálka og
auðvitað leikstýrir Jóhann. Því
má skjóta hér inn að hlutverk
hans hjá L.A. eru víst orðin ein 50
talsins.
„Mig minnir að ég hafi farið til
Reyðarfjarðar þegar ég fór í
fyrsta skipti út fyrir bæinn til að
leikstýra. Síðan hef ég farið t.d. til
Egilsstaða, til Hafnar í Horna-
firði, þrisvar til Isafjarðar, til
Stykkishólms og nokkrunr sinn-
uni til Dalvíkur svo einhverjir
staðir séu nefndir." Ég skal segja
þér að það þýðir ekkert annað en
að halda áfram meðan maður er
Leikarar í Bláu kápunni. Sitjandi f.v.: Sigtryggur Stefánsson, Jóhann Ög-
mundsson, Björg Baldvinsdóttir, Sigurður Stcingríinsson, Kagnhildur Stein-
grímsdóttir. Guðmundur Jóhannsson, Brynhildur Steingrímsdóttir, Sigríður
Pálína Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir. Efri röð f.v.: Ingvi Hjörleifsson, Stefán
ATVINNUMENNSKAN
■I KOM ALDREI TIL
Björg Baldvinsdóttir, Jóhann ögmundsson og Brynhildur Steingrímsdóttir i
Taktu það rólega. Þetta var revía sem fjallaði um lífið á Akureyri.
söngur líktist, því Jóhann minnist
þess að hún hafði einhverja þá
fallegustu rödd sem hann hefur
heyrt. Óróinn sem bjó í Jóhanni
— og e.t.v. orð frá Ingimundi —
varð til þess að þau hjónin fluttu
til Akureyrar 1943. Ekki fór Jó-
hann varhluta af stríðsgróðanum
ogverðbólgunni, því hann gat selt
húsið í Flatey fyrir 22 þúsund
krónur.
Kyrkti Björgu
Það var á fyrstu söngæfingunni
hjá Karlakórnum Geysi að Jó-
hann var beðinn um að taka þátt í
starfi Leikfélags Akureyrar. Á
þriðju æfingunni lét hann til
leiðast enda ekki djúpt á áhugan-
um. Það var Gunnar Magnússon,
þáverandi formaður L.A., sem
sagði við Jóhann: Heldurðu að
þú leikir ekki hjá okkur. Okkur
vantar Sankti-Pétur og þú passar
alveg í hann?
Jóhann púar i ákafa og minnist
karla og kvenna sem komu við
sögu á þessum árum — árunum
þegar fslendingar stukku inn í 20.
öldina og og kynntust fyrir alvöru
því fyrirbæri sem hefur þjáð þá æ
síðan — verðbólgunni. Jón
Norðfjörð kom strax á varir Jó-
hanns, en honum kynntist Jó-
hann á fyrstu æfingunni. Regína
Þórðardóttir og Björg Baldvins-
dóttir fylgdu fast á eftir. Þá síðar-
nefndu kyrkti Jóhann á hverri
sýningunni á fætur annarri i leik-
riti þar sem hann lék niorðingja.
Félagar í Leikfélagi Akureyrar
voru stórhuga hér á árum áður.
Þeir sýndu þrjú, fjögur leikrit á
hverjum vetri og af óperum má
nefna Meyjarskemmuna sem var
sett upp 1954 og Ágúst Kvaran
stýrði. Bláa kápan var flutt 1960
leikstjóri var Ragnheiður Stein-
grímsdóttir og Jónas Jónasson
setti upp Nitouche árið 1964.
„Það leikrit hefur eflaust slegið
aðsóknarmet." í Bláu kápunni
reyndi á raddböndin — Jóhann
söng ein 14 lög og Björg Bald-
GREINA
Munkarnir á Möðruvöllum.
Jóhann i gcrvi priorsins.
„Þetta cr eitt sterkasta
hlutverkið sem
ég hef leikið.“
ungur. Leikstarf heldur manni
lifandi. Ég vinn þarna með ungu
fólki og það er gaman.“
Hvað einkennir þetta fólk sem
af litlum efnum er að setja upp
leikrit í félagsheimilim? „Það er
dugnaðuririn og áhuginn. Ósér-
plægni." Og við megum ekki
gleyma hæfileikafólkinu sem er í
sveitum og þorpum þessa lands.“
Jóhann minnist þess að hann er
búinn að setja Gullna hliðið upp
á Dalvík og á ísafirði, en einnig
hefur hann tvisvar leikið I því.
„Ég þekkti Davíð Stefánsson ög
við ræddum oft saman og ein-
hvern veginn finnst mér að
Gullna hliðið sé það leikrit sem
ég hef haft mesta ánægju af.
Veistu, ég held að hún amma mín
hefði trúað því sem gerist í leik-
ritinu. Þjóðtrúin átti svo sterk ítök
í þessu ganila fólki.“
Leikhús er
tveir staðir
Erfiðleikar Leikfélags Akur-
eyrar hafa víst ekki farið fram hjá
neinum. Erfiðleikar Karlakórsins
Geysis hafa ekki farið jafn hátt,
en eru að vissu marki hinir sömu.
Kórinn er í andaslitrununi og
ieikfélagið ætlar ekki að starfa
sem atvinnuleikhús í bráð. „Það
er þarft verk en hættulegt að ræða
um það opinberlega hvaða
ástæður liggja hér til grundvallar.
Fólk hefur alltof mikið að gera og
vill ekki bæta á sig — hitt er svo
aftur annað mál að almenningur
vann meira hér áður fyrr og var
fús til að taka á sig ólaunuð störf.
Áhuginn var meiri. Það get ég
fullyrt að það var meiri gróska í
söng- og leiklistarlífi áður. En nú
virðist vera að hefjast fremur
ömurlegur kafli á þessum vett-
vangi. Við megum ekki kenna t.d.
sjónvarpinu um félagslega deyfð
— það er alltof ódýr lausn. Og ég
get sagt þér dæmi. í sumar fór ég
og hlustaði á Pavarotti syngja
fyrir sunnan. Það var ógleyman-
legt. Og það var ekki fullt hús, en
kvöldið eftir var einhver rokk-
hljómsveit og þá komust færri að
en vildu."
„Hjá áhugahópnum er meira
hugsað um að það að fólkið vilji
sjá leikritið. Svo ég finni nú að
einhverju — þá finnst mér, eink-
anlega hjá atvinnuleikhúsunum,
að oft sé tekinn svolítið skakkur
póll i hæðina. Sjáðu til. Leikhúsið
er tveir staðir. Það er senan og
það er salurinn. Ef við sem erum
uppi á senunni gerum þetta bara
fyrir okkur, en látum okkur ekk-
ert varða um fólkið frammi í sal
þá erum við á hættulegri braut.
Ég á mikið af leikritum með al-
gjörum drauniahlutverkum. En
ég veit líka fyrirfram að það vill
enginn maður horfa á þessi leik-
„Svo þú vil heyra eitthvað
um leiklist? Já, ég skal segja
þér eitt besta dœmið um
áhugaleikhús. Það var
skömmu fyrir aldamót að
fólk í Kaupvangssveit tók
sig til og fór að œfa leikrit
eftir Ara Jónsson bónda á
Þverá. Leikritið hét Aftur-
haldsmaðurinn. Þetta verk
var svo sýnt víða í nágrenn-
inu og allur hagnaður rann
til brúarsmíði yfir Þverá, en
hún var mikiíl þröskuldur
milli Staðarbyggðar og
Kaupvangssveitar. Þetta er
áhugamennskan eins og hún
getur mest orðið.“ Sögu-
maður tekur sér hvild og
blœs út úr sér reykjarmekki
til móður sinnar og spurði:
Er eitthvað að? Hann pabbi
er heima. Þá fann ég að ég
þurfti að spyrna við fótum.
En þetta átti við svo marga
sem tóku þátt í félagslifi af
alhug.
og heldur áfram: „Það fólk
sem leikur í frístundum sín-
um leggur oft ótrúlega
mikið á sig. Óhjá-
kvœmilega kemur
það niðurá
heimilislífinu. Ég
get i því sambandi
sagtþersögu
af sjálfum mér.
A stríðsárunum söng ég með
Karlakórnum Geysi og lék
með Leikfélaginu. Það
var því nóg að gera.
Einu sinni viidi það
til að ég var
heima að kvöldi
til, en það var
óvanalegt. Dóttir
mín fór þá
DAGUR.9
8.DAGUR