Dagur - 02.10.1980, Blaðsíða 12

Dagur - 02.10.1980, Blaðsíða 12
Erfiðar göngur fyrir austan Gunnarsstöðum i Þistilfirði 1. október Það er búið að ganga aðrar göngur hér í Þistilfirðinum, en ekki á Langanesinu. Þistilfjarð- arbændur fengu ákaflega vont veður í fyrstu göngunum, það var kafófært fyrir hesta meira að segja og sem dæmi um það hve veðrið var vont, má geta þess að frá þeim stað sem göngumenn skildu við aðalsafnið og í kofa á Hvammsheiðinni voru þeir hálf- an þriðja tíma með hestana. Venjulega tekur ferðin hálfan tíma. Snjórinn var milli hnés og kviðar á hestunum. Gangnamenn fundu ekki dautt fé í seinni göngunum og halda að það hafi því ekki farist í stórum stíl. Þeir fundu fé í fönn í fyrri göngun- um og sáu stöðvar eftir fé þar sem það hafði skriðið úr fönn í hlák- unni. Enn eru skaflar á heiðunum svo það eru e.t.v. ekki öll kurl komin til grafar. Fé reynist all vænt — í meðallagi eða vel það. Þetta er önnur vikan sem er verið að slátra. Gangnamönnum af Langanesi gekk vel í fyrstu göngum, en þeir fóru nokkru síðar en bændur úr Þistilfirði. Eins og fyrr sagði eru þeir ekki búnir að ganga aðrar göngur í sína aðalheiði, sem er Tunguselsheiði. Ástæðan er sú að þeir eru að slátra. Hér eru það sömu mennirnir sem þurfa að smala og slátra. Þetta gengur þannig hér um slóðir að þeir sem fyrstir fara í göngur slátra meðan þeir næstu fara og smala og svona gengur það koll af kolli. Fólki í sveitunum hefur fækkað mjög mikið, en bústofninn á hvern mann er orðinn stærri. Á mestu álagstímunum er þetta því gríðar- lega mikið starf sem kemur á hvern og einn. Ó.H. Gullin laufl>löð reyniviðarins, sem haustsólin skein í gegnumyfir helgina,feykjast nú til jarðar íþúsundatalifyrir regni og vindum. Enn má þó sjá litadýrð trjágróðursins, sem hefur verið óvenju- mikil á þessu hausti. Mynd: H.Sv. Tvímenningur fyrsta keppnin án Vilhjálmsson formaður, Arnald Reykdal og Jón Friðriksson. í stjóm voru kosnir: Ólafur Ágústs- son, Sveinbjörn Jónsson og Jón Friðriksson, en fyrir í stjórn félags- ins voru: Þórarinn B. Jónsson og Páll Jónsson. Fyrsta keppni félagsins nú er svokölluð „Thulekeppni" sem er tvímenningur, þrjár umferðir, og hefst þriðjudaginn 7. októberkl. 20. Spilað verður sem fyrr í Félags- borg. í fyrra sigruðu þeir Magnús Aðalbjörnsson og Gunnlaugur Guðmundsson í „Thulekeppninni" eftir jafna og skemmtilega keppni. Allt spilafólk er velkomið og beðið að mæta tímanlega í Félags- borg 7. október. Aðalfundur Bridgeféiags Akureyr- ar var haldinn að Félagsborg 30. september. í byrjun fundar minnt- ust fundarmenn látins félaga, Ingimundar Árnasonar. í skýrslu stjórnar kom fram að starfsemi félagsins var mikil síðasta starfsár og er stefnt að því að svo verði einnig á því tímabili sem nú er að hefjast. Úr stjórn gengu Stef- Rækjukvóti á Öxarfirði: Ámi Ingimundarson að spila á einu af mörgum mótum Bridgefélagsins. Mynd: P.H.P. Slátrun gengur vel — Fyrstu tvo dagana sem við slátruðum var meðalvigtin yfir þremur kílóunt meiri en að jafnaði alla sláturtíðina í fyrra, en þetta fé var frá Ólafsfirði og Dalvfk. Þess ber þó að geta, að venjulega er féð sem slátrað er allra fyrst um einu kílói þyngra að meðaltali en þegar á heildina er litið alla sláturtíðina. Við gerum okkur því vonir um að meðalvigtin verði allt að einu kílói. meiri að jafnaði en í fyrra og það fer ekki á milli máia að féð er mjög vænt, sagði Jóhannes Haraldsson, sláturhússtjóri á Dalvík í viðtali við Dag. Jóhannes sagði að slátrunin gengi mjög vel, nóg væri af fólki og það færi nú í vöxt að fólk kæmi úr sveitunum til að vinna við slátrunina. Hann sagði að féð væri mjög vel á sig komið og æði miklu betur en í fyrra, enda als ekki sambærilegt og vonandi að slíkt ár kæmi ekki nema einu sinni á mannsaldri. Útgerðarmaður mótmælir „Það er ekki alveg rétt með far- ið hjá Tryggva Finnssyni að á Kópaskeri hafi engin útgerð verið þegar rækjan fannst í Öxarfirði. Þá vorum við með 70 lesta bát hér og nokkra litla dekkbáta,“ sagði Sigurður Ósk- arsson, útgerðarmaður á Kópa- Ekki slátrað á Grenivík Engu fé verður slátrað á Grenivík í haust. Undanfarin ár hefur slát- urhúsið þurft að fá undanþágu, en ákveðið var að gera engar til- raunir til að fá hana í ár. Þeir sem hafa slátrað á Grenivík hafa flestir leitað til sláturhúss KEA á Akureyri, en hinir láta slátra á Svalbarðseyri. skeri vegna fréttar í Degi, þar sem rætt var við Tryggva Finns- son, framkvæmdastjóra Fiskiðj- unnar á Húsavík, um nýja rækjukvótann í Öxarfirði. Sigurður vildi einnig andmæla þvi að Húsvíkingar hefðu fundið rækjuna í Öxarfirði, því það hefði rannsóknarskipið Árni Friðriksson gert. Árni var þá í seiðarannsókn- um og síðar fór rannsóknarskipið Dröfn á þessi mið og rannsakaði þau frekar. „Þeir sem fyrstir hófu rækjuveiðar í Öxarfirði voru Ey- firðingar — Múli ÓF, Sæþór EA og fleiri," sagði Sigurður. Sigurður dró í efa að Húsvíking- ar hefðu haft umtalsvert forskot framyfir Kópaskersbúa og benti á að þeir hinir síðarnefndu ættu allt sitt undir rækjunni — þar væri ekkert frystihús og erfitt að stunda Myndlistarskólinn: Innritun f er senn að Ijúka Innritun lýkur í Myndlistaskól- ann á Akureyri á morgun, föstudag. Sem fyrr er mikil ásókn í hin ýmsu námskeið sem skólinn býður upp á og fornámsdeildin, sem er dags- skóli, cr fullskipuð. Húsnæði skólans hefur nú verið aukið á þann veg, að nýr salur hefur fengist undir módelteiknun og málun og í vetur verður tekið í notkun fullkomið grafíkverk- stæði, að sögn Helga Vilbergs, skólastjóra. Helgi var inntur eftir því, hvað skólinn byði upp á fyrir fullorðið fólk, sem minnka vildi við sig yfir- vinnu og þess í stað hugsa um sjálft sig og_ sinna. sköpunarþörfinni. Hann sagði áð úfn væri að ræða 12.DAGUR fyrst og fremst teiknun og málun, sem skiptist í byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið og almennt myndlistanámskeið. Á byrjenda- námskeiðunum væri fjallað um frumform, kennd væri módel- teiknun, anatomía, aðferðaræfing- ar, litafræði og myndbygging. Helgi sagði að þetta væru grundvallaratriði sem allir þyrftu að hafa á valdi sínu, ef góður ár- angur ætti að nást í t.d. málun. Á framhaldsnámskeiðinu er m.a. fjallað um hlulateiknun, módel, grafík, form- og litfræði og fjar- vídd. I myndlistadeildinni er kennd olíumálun, efniskönnun, mynd- greining, módelmálun og listasaga, svo eitthvað sé nefnt. Þessi deild er einkum ætluð þeim, sem fengið hafa undirbúning á áðurnefndum námskeiðum þ.e. eru ekki algerir byrjendur. Auk þessara námskeiða fyrir fullorðna nefndi Helgi námskeið í textíl, þ.e. myndvefnaði og quilt- ing, sem útleggst búta- og vatt- saumur. í stað myndvefnaðarins kemur síðan tauþrykk eftir ára- mótin. Nefna má námskeið í lista- sögu og letrun, sem er mjög vinsæl grein. Þar lærir fólk að nýta sér skriftarhreyfinguna til myndrænn- ar túlkunar, leturgerðir, mat á formum og uppsetningu. Námskeiðin í teiknun og málun fyrir fullorðna kosta 98 þúsund krónur og eru samtals 80 tímar. Þau eru tvisvar í viku, þrjá tíma í senn, nema í myndlistadeild sem stendur I 4 tíma í annað hvort skipti. Námskeiðin í myndvefnaði, quilting og letrun kosta 49 þúsund aðra útgerð frá Kópaskeri rækjuveiðar. Að auki væri rækjan á Öxarfirði óumdeilanlega á heima- miðum Kópaskers, en ekki Húsa- víkur. Sunnudagaskóli fyrir önnina. Þau eru einu sinni í viku í þrjár kennslustundir í senn. Hægt er að greiða fyrir öll nám- skeiðin með afborgunum, oftast með tveimur greiðslum. Námskeið fyrir börn kosta frá 19.800 krónum og í gildi er 20% systkinaafsláttur. Við spurðum Helga að því, hvort fólk væri feimið og óframfærið við að teikna og mála og sinna listþörf sinni innan um aðra. Hann sagði að nokkuð bæri á því, en það væri hins vegar algjör firra að láta slíkar hugsanir letja sig. Kennslan væri þannig sett fram, að hún væri að verulegu leyti miðuð við hvern einstakling. Fólk væri vissulega mismunandi í stakk búið í þessum efnum, en það hefði sýnt sig að eldra fólk gerði ekki síðri hluti, en þeir sem ungir væru, og hefði náð prýðisárangri. Margir eru þeir foreldrar, sem nutu þess í bernsku að ganga í sunnudagaskóla. Og þeir munu trauðla hafa viljað fara á mis við þá handleiðslu. Nú er enn að hefjast sunnu- dagaskóli í Akureyrarkirkju. Þá viljum við hvetja foreldra til þess að sjá svo um, að börn þeirra njóti hins sama vegarnestis, sem þau fá með kirkjugöngu sinni. Sunnudagaskólinn er kl. 11 f.h. á sunnudaginn í kirkjunni (fyrir börn í bamaskólum) og kapellu (fyrir yngri böm innan skólaskyldu). Börnin fá biblíumynd í hvert sinn er þau koma, og geta auk þess keypt hefti undir myndirnar, sem kostar 300 krónur. — Sunnudaga- skólinn verður síðan annan hvorn sunnudag í vetur svo sem verið hefur. Munum það, sem stendur í Guðs orði: „Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga og enda á gamals aldri mun hann eigi víkja þar frá.“ Börnin hafa mikla þörf fyrir kirkjuna og löngun til þess að koma þangað. „Þeirra er guðsríki." Prestarnir. Starfsemi Bridgefélags Akureyrar hafin:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.