Dagur - 02.10.1980, Blaðsíða 11
Epal á Akureyri
Nýlega opnaði Epal h.f. nýja
verslun að Strandgötu 19 á Ak-
ureyri. Verslunin hefur á boð-
stólum mjög sérstæðar og vand-
aðar vörur og lögð er megin-
áhersla á ýmiss konar húsbúnað,
þar sem góð hönnun og efnis-
gæði ráða mestu.
Að sögn Eyjólfs Pálssonar, inn-
anhússarkitekts, sem er einn eig-
enda fyrirtækisins, hefur Epal-
verslunin í Síðumúla 20 í Reykja-
vík sent mikið af vörum í póstkröfu
til Akureyrar og annarra staða á
Norðurlandi að undanförnu og var
því ráðist í að setja á fót útibú á
Akureyri.
Meðal þess sem fæst í verslun-
inni má nefna kókosteppi. ullar-
teppi, Hewi-hurðarhúna og snaga
o.fl., lampa, sérhönnuð húsgögn og
sérsmíðaðar eldhúsinnréttingar,
svo eitthvað sé nefnt. Þá fást í
versluninni ný gerð húsgagna-
áklæða og gluggatjaldaefna frá
Gefjun, sem þykja mjög falleg og í
háum gæðaflokki, auk þess að vera
ódýr.
Verslunin verður fyrst í stað opin
frá kl. 13-18 og útibússtjóri er Ellen
Pétursdóttir.
Visitala byggingarkostnaðar
Hagstofan hefur reiknað vísitölu
byggingarkostnaðar eftir verðlagi
í fyrri hluta september 1980 og
reyndist hún vera 539,18 stig, sem
lækkar 1 539 stig (október
1975= 100). Gildir þessi vísitala á
tímabilinu október-desember
1980. Samsvarandi vísitala miðuð
við eldri grunn er 10.706 stig, og
Orðsending
Um þessar mundir munu vera að
koma í hendur fólks happdrætt-
ismiðar i landshappdrætti Nátt-
úrulækningafélags íslands og eru
þeir sendir í póstgíró. Þar sem oft
hefur verið um það spurt, hvort
ágóði af happdrættinu renni til
hælisbyggingarinnar í Kjarna-
landi, þá viljum við svara því til,
að staðfesting er fengin frá stjórn
gildir hún einnig á tímabilinu
október-desember 1980, þ.e. til
viðmiðunar við vísitölur á eldri
grunni (l.október 1955 = 100).
Samsvarandi vísitölur reiknað-
ar eftir verðlagi 1 fyrra hluta júní
1980 og með gildistíma júlí-sept-
ember 1980 voru 490 stig og 9735
stig. Hækkun frá júní til septem-
ber 1980 er 10,0%.
frá N.L.F.A.
samtakanna í Reykjavík þess
efnis að allur ágóði happdrættis-
ins renni til framkvæmdanna
hér á Akureyri.
Það er því ósk okkar að fólk
bregðist vel við er gíróseðillinn
berst því í hendur.
Með fyrirfram þökk.
Stjórn N.L.F.A'.
Hallgrímur Pétur Gunnlaugsson (t.v.) og Már Jóhannsson við skiltið í Glerárhverfi.
Mynd: á.þ.
Enn er hægt að bæta við
í sumar voru sett upp skilti sitt
hvoru niegin við Akureyri, en á
þessum skiltum eru upplýsingar
um 64 fyrirtæki í bænum. Að
sögn Más Jóhannessonar, for-
seta JC Akureyri, sem hafði
forgöngu um uppsetninguna,
hafa ferðamenn vel kunnað að
meta þær upplýsingar sem eru á
skiltunum.
Hallgrímur Pétur Gunnlaugs-
son, sem hefur umsjón með skilt-
unum, sagði að enn væri hægt að
bæta við nöfnum fyrirtækja og
stofnana á skiltin. „Þetta eru einu
skiltin á landinu þar sem fyrirtæki
og stofnanir eru flokkuð niður",
sagði Hallgrímur. „Það er auðvelt
fyrir ókunnuga að átta sig á stað-
setningu fyrirtækja eftir skiltunum
og viðkomandi'getur farið beint á
staðinn án mikillar fyrirhafnar".
Innan tíðar yerður sett lýsing á
skiltið hjá flugvellinum. en einhver
bið verður á því að skiltið í Glerár-
hverfi verði lýst upp. Ætlunin er að
bæta möl í stæðin hjá skiltunum og
koma þangað stöndugum rusla-
tunnum.
Hvað er klam?
— Það vafðist fyrir mönnum 1952, þegar blað með
meðfylgjandi myndum var bannað
Síðustu áratugir hafa verið
ntiklir sviptingatímar í ís-
lensku þjóðfélagi. Sér þess
víða merki og má nefna mörg
dæmi úr atvinnuháttum, sam-
göngumálum, varðandi húsa-
kost og margt fleira. Ekki eins
áþreifanlegar eru breytingarn-
ar, sem orðið hafa á hugsun-
arhætti fólksins í landinu, en
samfara þeim breytingum þyk-
ir ýmis hegðun fólks nú sjálf-
sögð, sem áður var fordæmd af
fjöldanum. Meðal þess sem
miklum breytingum hefur tek-
ið i tímanna rás, er sú merking
sem lögð er í hugtakið klám.
Það sem áður þótti argasta
klám, þykir það ekki lengur, og
nú verður vart gengið svo inn í
bókabúð í landinu, að ekki blasi
við klámblöð af ýmsu tagi; blöð
sem með góðri samvisku má kalla
klámblöð, án þess að þurfa að
hafa áhyggjur af því að vera álit-
inn unt of siðsamur og gamaldags
í hugsunarhætti.
En kveikja þessa greinastúfs er
gamalt blað, sem rak á fjörur
Hver skyidi þessi vera — hún er
ekki úr nágrenninu.
Óli!
okkar. Það var gefið út á Akureyri
árið I952 en komst aldrei í al-
menningseign vegna þess, að em-
bættismenn í andlegum efnum
fengu liðsinni veraldlegra em-
bættismanna til að stöðva út-
komu ritsins. Það þótti klám-
fengið og ósiðsamlegt, en þó
einkum og sérilagi ein mynd, sem
hér birtist og lesendur geta spreytt
sig á að finna, áður en lengra er
haldið. ■'
Fógeti tók blaðið í sína vörslu
og gerði það upptækt. Málaferli
urðu hins vegar engin og ekki
vitað annað en upplaginu hafi
verið hent með öðru rusli. Dagur
komst yfir eitt eintak þeirra örfáu
blaða, sem ekki lentu í vörslu
fógeta, og við skulum líta lítillega
á það í þeirri von, að lesendur
verði einhvers vísari um þá
breytingu, sem orðið hefur á
hugsunarhætti fólks.
Blaðið hét ADAM og hafði
skýringarfyrirsögnina „mynda-
og gamanblað". Það var gefið út í
mars 1952 og var 20 bls. að stærð.
Nokkrar smásögur voru í blað-
inu, ekki bersöglar í þeirri merk-
ingu, sem flestir leggja í það orð í
dag, nokkrar skrýtlur, og ljós-
myndir af nöktum módelum, sem
varla þættu djarfar í dag. En
einnig voru myndaskrítlur í blað-
inu og það var einmitt ein slik,
sem fyrst og fremst olli hneykslan
þeirra, sem fengu blaðið stöðvað.
Eigum við ekki að fara. ég skil
ekki orð i frönsku.
Ekki skal fjölyrt nánar um efni
blaðsinspenda eru myndirnar sem
hér birtast líklega farnar að tala
meira til lesenda heldur en text-
inn, en eins og áður sagði var það
einmitt ein þessara mynda, sem
þótti sérstaklega dónaleg. Mynd-
irnar eru úr fyrsta og eina tölu-
blaði fyrsta og eina árgangs
blaðsins „ADAM".
Ef til vill eru lesendur þegar
búnir að uppgötva hver þessara
mynda þótti svo djörf, að áslæða
þótti til að fá blaðið gert upptækt.
Ef margir eru búnir að sjá hver
myndin er, hefur hugsunarhátt-
urinn e.t.v. ekki breyst svo ýkja
mikið, eins og haldið er fram hér í
upphafi, og hann hefur örugglega
ekki breyst mikið ef myndin vek-
ur enn hneykslan. Fyrir þá sem
enn hafa ekki áttað sig á því hver
Má ég velja úr bollunum?
myndin er.fylgir hér til leiðbein-
ingar. að það er sú, þar sem sést
bæði ofan og neðan vatnsborðs
og fiskur á sundi. Sú mynd var
talin ósiðsamlegust myndanna í
blaðinu sökum þess, að hún gaf
eitthvað Ijótt í skyn.
Sveiattan, Kalli!
DA<aUR.’11