Dagur - 31.10.1980, Side 2

Dagur - 31.10.1980, Side 2
Bréfaskólinn Fjörutíu ár liðin síðan skólinn tók til starfa Hinn 1. október voru liðin rétt 40 ár frá þvi að Bréfaskólinn tók til starfa. Hann var stofnaður árið 1940 af Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og hét þá Bréfaskóii SÍS. Var tilgangurinn með stofnun skólans að mæta þörf- um þess fólks sem ekki átti kost á að afia sér á annan hátt þeirrar menntunar sem það óskaði, og þegar fyrsta árið innrituðust 280 nemendur í fyrstu fjórar náms- greinarnar. Árið 1965 gerðist Alþýðusam- band íslands meðeigandi Sam- bandsins að skólanum og starfaði hann næstu tíu árin undir nafninu Bréfaskóli SlS & ASÍ. Árið 1975 var nafninu síðan breytt í Bréfa- skólinn, þegar eigendum fjölgaði og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Kvenfélagasamband íslands, Farmanna- og fiskimannasamband íslands og Stéttarsamband bænda bættust í hópinn. Ári síðar gerðist Ungmennafélag íslands einnig aðili að skólanum. Núna á Sam- bandið 30% eignaraðild að skólan- um, aðrir eigendur 10% hver, en 10% eignarhluta er óráðstafað. Bréfaskólinn er rekinn af sam- eignaraðilum hans og stjórnað af tíu manna skólastjórn og skóla- stjóra. Auk þess er árlega boðað til 30 manna fultrúaráðsfundar, sem m.a. tekur til samþykktar fjárhags- og rekstraráætlun skólans. Á síð- asta ári innrituðust um 930 nýir nemendur til náms við skólann, og mun heildarnemendafjöldi frá upphafi vera um 28.000. Kennslu við skólann annast um 30 kennarar, og sjá þeir um kennslu í 45 bréfa- flokkum. Meðal nýjunga, sem skólinn hefur komið með á síðustu árum, er að nefna hin svo nefndu Assimil-tungumálanámskeið, en þau eru sniðin við þarfir þeirra, sem vilja stunda sjálfsnám i tungu- málum, og njóta þau stöðugrar eft- irspurnar. Skólastjórar Bréfaskólans hafa verið Ragnar Ólafsson hrl. 1940-41, Jón Magnússon fil. kand. 1942-45, Vilhjálmur Árnason hrl. 1946-60, Guðmundur Sveinsson skólastjóri 1960-74, Sigurður A. Magnússon rithöfundur 1974-77, Esther Guð- mundsdóttir þjóðfélagsfræðingur 1977-78 og Birna Bjarnadóttir, sem gegnt hefur starfinu frá 1978. Um- sjón skrifstofu annast Haraldur Þorvarðarson. Formaður skóla- stjómar er Kjartan P. Kjartansson frkvstj. Og svo minnum við vitaskuld á það að allar upplýsingar um náms- greinar skólans má fá í kynningar- riti hans sem fæst frá skrifstofu hans að Suðurlandsbraut 32, sími 91-81255. — rr nrftin lcift á þessu... ei þú hefur ekki taugar til aft svikja umlan skatti. skaltu haúta þti. Veriövelkomiii fhæinn Gisting á Hótel Esju er til reiðu. Viö bjóðum þér þægilega gistingu á góöu hóteli. Herbergin eru vistleg og rúmgóö, — leigð á vildarkjörum aö vetri til. Héðan liggja greiöar leiðir til allra átta. Stutt 1 stórt verslunarhverfi. Laugardalslaugin og Laugardalsvöllur í næsta nágrenni.Strætisvagninn stoppar viö hóteldymar,meö honum ertu örfáar mínútur í miöbæinn. Á Esjubergi bjóöum viö þér f jölbreyttar veitingar á vægu verði. Á Skálafelli, veitingastaönum á 9. hæö læturðu þér líöa vel, — nýtur lífsins og 2■DAGUR - Er það þetta, sem er kallað olíumálverk? — Segðu mér, hefurðu alls ekki tekið eftir, að ég er í nýjum kjól.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.