Dagur - 31.10.1980, Side 12
Hermann Sveinbjörnsson
Hópurinn er ákaflega sundur-
Ieitur. Þeir yngstu rétt ná því að
vera orðnir fuliorðnir samkvæmt
kerfinu sem fullorðið fólk hefur
búið til og þetta er jú námskeið
fyrir fullorðna. Sá elsti er
um sjötugt, að því er virðist,
og hann hefur tekið þátt í nám-
skeiðum Myndlistaskólans frá því
þau hófust.
Aðal leirhnoðarinn, kennari
hópsins, er ung kona sem heitir
Það er grafarþögn. í miðri
stofunni situr ungur piltur á
tveimur misháum kössum,
kviknakinn. Hópur fólks situr
við borð, sem raðað hefur verið
í hálfhring utan um kassana og
allir stara stórum augum á
nakinn líkamann. Konur og
karlar, ungir og gamlir, vega
og meta hverja bugðu og
hverja fellingu, hvem einasta
blett á líkama unga mannsins.
Hann lætur sér þetta í léttu
rúmi liggja að því er virðist.
Virðist ekki taka eftir þessu
nístandi gagnrýnisaugnaráði.
„Það er þó alltaf bót í máli að
maður fær borgað fyrir þetta,“
gæti hann verið að hugsa.
Fólkið sem glápir á piltinn lít-
ur af honum, starir á brúna
klessu sem það er með milli
handanna og fer síðan að
hnoða hana og móta, breyta úr
kúlulaga kekki i mannsmynd.
Mynd af unga bera manninum.
Það er á námskeiði í Mynd-
listaskólanum á Akureyri.
Pilturinn er f Menntaskólan-
um á Akureyri og situr fyrir til
að drýgja sumartekjurnar.
hindrun og eru farnar að líta á
strákinn berrassaða sem hvern
annan hlut.
Það fer ekki hjá því að leirinn
mótist mjög misjafnlega í hönd-
um nemendanna. „Hann er nú
alveg ofsalega afslappaður hjá
þér, en horfðu betur á módelið og
sjáðu hvernig hann hvílir armana
á lærunum og hvernig bakið
sveigist," segir Sigurborg við einn
nemandann. Sá gerir eins og fyrir
er lagt og styttan hans hættir að
hlæja og skella sér á lær. Ein
stúlkan rekur upp mikil hljóð,
þegar hún áttar sig á því að það
sem átti að líkjast ungum, þétt-
vöxnum manni er orðið eins og
Ausvitz-fangi í lok stríðsins í
höndum hennar. Fólk á létt með
að grínast yfir eigin mistökum.
Fari eitthvað úrskeiðis er gott að
geta tekið því létt og hlægja
svolítið.
Það er gert hlé og skólastjórinn
býður upp á kaffi. Sjálfur drekkur
hann ekkert nema kók úr minnstu
flöskunum, sem er orðið eins
konar einkenni fyrir hann. Kaffi-
hléið er stutt, allir eru ólmir að
halda áfram sköpunarstarfinu.
Fanginn sem áður var hefur nú
fengið á sig fitulag fyrir tilstilli
skapara síns. Annar sem var
óvenju mikill um herðarnar fær
að kenna á sköfunni. „Maður er
svo vanafastur," segir sú sem rýrir
herðar leirtröllsins með sköfunni.
Hún á líklega herðabreiðan
mann.
„Hvenær fáum við að mála,“
spyr einnn nemandinn. „Fyrst
verðið þið að ná góðum tökum á
þessu, svarar Sigurborg ákveðin.
Hvað um það. Sjálfsagt er hægt
að fara margar leiðir að markinu.
Markmið sumra er háleitt en
aðrir gera þe'c'ta mest til að læra að
hafa eitthvað fyrir stafni. En allir
skemmta sér konunglega.
Sigurborg Ragnarsdóttir. Hún er
frá Norðfirði, þar sem roðinn í
austri er hvað mikilfenglegastur
að sögn. Hún hvarf úr faðmi
austfirsku fjallanna suður til
Reykjavíkur. Þar verða menn
gjaman áttavilltir því þar er
landið ekki í eins einföldu og
góðu skipulagi og á Norðfirði og
við Eyjafjörð. Norðfjörður snýr í
austur og Eyjafjörður í norður og
allir geta í fljótu bragði áttað sig á
því. En það getur verið dæma-
erfitt að henda reiður á átt-
unum i Reykjavík. Ætli menn að
fara í siglingu suður fyrir land
byrja þeir á að sigla í norður, í átt
til Esjunnar, sem Reykvíkingar
eru svo fádæma hrifnir af.
En þrátt fyrir að villugjarnt sé í
Reykjavík náði Sigurborg áttum,
nam í Handíða- og Myndlista-
skólanum og hóf að kenna börn-
um í Glerárskóla og fullorðnum í
Myndlistaskólanum. Helgi Vil-
berg, skólastjóri Myndlistaskól-
ans hlakkar yfir því að hafa feng-
ið hana norður: „Við erum alltaf
að ná til okkar góðu fólki.“
Eftir því sem líður á tímann og
leirhraukarnir taka á sig mynd,
sem sífellt líkist meir mannslík-
ama, verður léttara yfir hópnum.
Hafi einhver roði verið í kinnum
fyrirsátanna í upphafi, þá er
hann alveg horfinn. Yngstu kon-
uraar í hópnum, sem voru
kannski svolítið feimnar við að
nálgast módelið í upphafi til að
kanna líkamsbygginguna nánar,
hafa nú alveg komist yfir þá
Lambakjöt er ljúfmeti
Uppskrift á tveim réttum úr dilkakjöti
Hryggjarsteik með
lauk og kartöflum
1 lambshryggur.
Kryddblanda:
2Vi tsk. salt
V) tsk. pipar
'A tsk. hvítlaukssalt
Vi tsk. rósmarín
500-700 g kartöflur 2-3 laukar
salt
1 dl vatn
1. Sagið hrygginn að endilöngu.
Sagið grunna skurði á milli
hryggjaliðanna frá beinhliðinni,
en kjötið á að hanga saman eins
og hryggurinn sé heill að ofan.
2. Ristið skurð inn úr bandvefs-
himnunni með um 2 sm milli-
bili.
3. Nuddið kjötið með krydd-
blöndunni og leggið það í ofn-
skúffu.
12 -DAGUR
4. Flysjið kartöflurnar, skerið þær í
tvennt og látið í skúffuna ásamt
laukbátum.
5. Stráið örlitlu salti yfir kartöfl-
uraar.
6. Hellið 1 dl af vatni í skúffuna og
steikið í miðjum ofni við 175° C
hita í um l!ó klst.
7. Skerið kjötið svo að hryggjar-
liður og rif fylgi hverjum bita.
Berið grænmetissalat með ásamt
kraftinum úrskúffunni.
írskur kjötréttur
500glamb@kjöt m/beini
(um 3 sm bitar)
2 laukar í sneiðum
300 g kartöflur, flysjaðar
í sneiðum
250 g gulrætur í sneiðum
1 hvítlauksgeiri í litlum bitum
1 tsk. salt
Steinselja
5 piparkorn
1 lárviðarlauf
4 steinseljugeirar
1- 2 blöð skessujurt
2- 3 dl vatn
1. Látið í lögum í pott kartöflur og
gulrætur; kjöt og lauk; salt,
piparkorn, hvítlauksbita, lár-
viðarlauf, steinseljugeirar og
skessujurt, síðan aftur kartöflur
og gulrætur; kjöt o.s.frv. Hafið
kartöflur efst og þrýstið þessu
vel í pottinum.
2. Hellið vatninu yfir og sjóðið við
vægan hita í þétt lokuðum potti
um 1V} klts. Þá á alit að vera
mauksoðið og kartöflurnar
búnar að jafna soðið. Dreifið
ríflega yfir af klipptri steinselju
og berið gróft brauð með rétt-
inum.
*
Tveir menn voru á anda-
skytteríi. Annar skaut önd og
hún féll nánast við fætur hon-
um. „Þú hefðir nú getað sparað
skotið," sagði hinn, „hún hefði
hvort sem er drepist í fallinu."
Maður nokkur kom til sálfræð-
ings og fékk að spyrja hann
tveggja spurninga. „Er hugsan-
legt að ég geti verið ástfanginn
af fíl?“ „Auðvitað ekki, næsta
spurning." „Veistu um nokkurn
sem vill kaupa ofsalega stóran
trúlofunarhring?"
„Halló, er þetta 23559?“ „Nei,
þetta er 23599.“ „Fyrirgefðu að
ég skuli ónáða þig svona um
miðja nótt.“ „Allt í lagi, ég
þurfti hvort sem er að svara
símanum, hann var að hringja."
•
„Ég þarf að láta dragá úr
tönn,“ sagði konan við tann-
lækninn, „og enga deyfingu
vegna þess að ég er að flýta mér
svo mikið.“ Tannlæknirinn
dáðist að hugrekki konunnar og
spurði hvaða tönn þetta væri.
„Andrés," sagði konan og snéri
sér að eiginmanni sínum,
„sýndu honum tönnina."
•
Áttatíu og sex ára gamall maður
ráðgaðist við lækninn sinn og
spurði hvort honum væri óhætt
að giftast tuttugu og eins árs
gamalli stúlku, sem hann hafði
augastað á. „Gerðu það ef þér
finnst þú mega til,“ sagði lækn-
irinn fullur efasemda, „en
hafðu hemil á þer því ofreynsla
getur verið beinlínis banvæn."
Gamli maðurinn yppti öxlum
og sagði heimspekilega: „Já,
það er nú svo. Jæja, ef hún deyr,
þá deyr hún.“