Dagur - 31.10.1980, Page 13

Dagur - 31.10.1980, Page 13
Núna, þessa dagana er að koma út ný plata, sem ber nafnið: Hin ljúfa sönglist. Útgáfu og dreifingu plötunnar annast fyrirtækið Mifa-tónbönd. Þama er á ferð- inni nokkurs konar fjölskyldu- plata, þ.e.a.s. þau sem syngja á plötunni eru ein fjölskylda. Það em þau hjónin Jóhann Konráðs- son og Fanney Oddgeirsdóttir, ásamt fjómm af bömum sínum, þeim Kristjáni, önnu Maríu, Jó- hanni og Svavari. Jóhann Konráðsson kannast allir við, enda maðurinn búinn að syngja fyrir okkur fslendinga um áratuga skeið, ýmist einn, með Kristni Þorsteinssyni, Smára- kvartettinum eða með kór. Fann- ey hefur aftur á móti sungið með söngfélaginu Gýgjunni, og Anna María hefur víða komið við í söngnum. Til dæmis hafa eflaust margir heyrt í henni síðastliðinn vetur, en þá sungu þau Birgir Marinósson saman gamanvísur á skemmtunum. Kristján er ýmist heima eða úti á Ítalíu. Reyndar er hann staddur þar núna, og verður sennilega fram yfir áramót. Heyrst hefur, að hann sé að fá stöðu við óperu þar úti, en ekki tókst að fá nánari upplýsingar um það. Jóhann Már, sem er bóndi í Skagafirði, hefur aldeilis gert það gott á söngskemmtunum í sinni sveit, enda maðurinn afburða söngvari. Og sömu sögu má segja um Svavar Hákon, bóndann úr Húnavatnssýslunni. Eigandi Mifa-tónbanda, Snorri Hansson, sagðist vera mjög bjart- sýnn með þessa plötu. Upptaka fór fram í Stúdíó Bimbó í sept- ember, utan nokkur lög með Jó- hanni Konráðssyni, sem eru síðan 1964, tekin upp hjá útvarpinu á vegum Fálkans. ill skyldi jú vera undir, og ekkert annað. Þá var brugðið á það ráð, að taka Kristján upp með undir- leik píanós. Seinna var svo farið upp í Gagnfræðaskóla, og flygill- inn tekinn upp þar. Þá var píanóið þurrkað út af upptök- unni, og flygillinn settur í staðinn. Er það mál manna, að Dýrleif Bjamadóttir undirleikari hafi staðið sig með afbrigðum vel við það verk. Þetta gerðist allt saman eftir að Kristján var farinn út aft- ur. Annar undirleikari spilar líka á plötunni, og heitir sá Kári Gestsson. I gömlu upptökunum spilar Guðrún Kristinsdóttir undir. Og svo voru það bræðurnir Jó- hann og Svavar, stórbændur. Þeir komu í upptöku, stoppuðu í tvo daga, fóru síðan heim aftur, og hafa víst legið meira eða minna veikir síðan. Vonandi hafa þeir ekki ofreynt sig við upptökurnar. Segja má með nokkrum sanni, að á þessari plötu séu þrír stór- söngvarar, að hinum ólöstuðum. Það eru þeir feðgar: Jóhann Konráðsson, Kristján og Jóhann Már. 1 lokin sagði Snorri, að það hefði verið gaman að vinna með þessu fólki. Eða með öðrum orð- um: „Þetta er eiginlega það besta, og hlýlegasta fólk, sem ég hef nokkurn tíma unnið með á æv- inni“. Ég er búinn að hlusta á plöt- una, og finnst hún skila því hlut- verki, sem hún á að gera með ágætum. Hún er mjög heilsteypt, og nokkuð jafngóð. Og það er ltka eins gott, því mikið hefur verið spurt um hana, og menn bíða með óþreyju eftir henni. S Söngelska fjölskyldan Hugmyndin að þessari plötu varð til í byrjun september, eða um svipað leyti og Kristján var að koma heim frá Italíu. Snorri sagði, að það hefði verið mikið púsluspil að koma þessari plötu saman. Til dæmis komst ekki flygill inn í stúdíóið, þegar átti að taka upp söng Kristjáns. En flyg- íÞRórriR Sigbjörn Gunnarsson Þankar um Það er afar ánægjulegt að vera knattspyrnuunnandi á Akureyri um þessar mundir. Skammt er síðan bæði Akureyrarfélögin unnu sér rétt til að leika í 1. deild að ári. Þá hafa bæði félögin end- urráðið sína ágætu þjálfara frá fyrra ári og stöðugt berast fregnir, oft þó úr lausu lofti gripnar, um að von sé á ýmsum snjöllum knattspymumönnum til liðs við félögin. Allt er gott um þetta að segja og þó ekki síst, að af öllu þessu má sjá að mikið og gott starf er unnið hér í bæ af forystu- mönnum knattspyrnumála. Af þessu tilefni langar mig að láta hugann reika nokkur ár aftur í tímann, eða til 1974, þegar ákveðið var að skipta upp okkar gamla ÍBA-liði og senda fram knattspymulið í nafni félaganna beggja. Aðdragandann að þessu máli er óþarft að rekja í smá- atriðum, flestum mun hann kunnur. En vegna þeirra sem ekki þekkja til er rétt að stikla örlítið þar á. Þetta sumar gengu kærumál á víxl, einkum vegna leikmanns, sem hafði um skeið leikið með erlendum liðum, og við heim- komuna vöknuðu margar spurn- ingar um hvort viðkomandi væri löglegur í leik með sínu félagi. Hvomtveggja var, að reglur í þessu sambandi voru nokkuð á reiki og svo hitt að deilur risu um hvort forráðamenn KSI hefðu veitt félagi viðkomandi leik- manns munnlegt leyfi o.s.frv. Þegar upp var staðið frá Is- landsmótinu voru tvö lið jöfn og neðst, Víkingur og IBA. Sam- kvæmt reglum áttu viðkomandi félög að leika um fallið, en á þeim tíma féll aðeins eitt lið í 2. deild. Félögin vildu ekki una því að leika aukaleik, þar sem klögu- málin höfðu ekki verið úrskurð- uð. Þó var sætst á að leika þegar forráðamenn KSI höfðu gefið grænt ljós á fjölgun í deildinni að ári og í raun mundi hvorugt liðið falla. IBA tapaði þessum leik með þremur mörkum gegn einu og þegar að KSl-þingi kom þá tókst stjóm KSI ekki að afla fjölgunar- tillögunni nægra atkvæða og ÍBA lenti sem sé í 2. deild. Allt þetta umstang og þessi óvissa olli knattspymuunnendum og ekki síst okkur knattspyrnu- mönnunum miklum áhyggjum. Skjótt voru á lofti raddir um að æskilegt væri að félögin tefldu fram liðum sitt í hvoru lagi og voru þar mörg og góð rök að baki. Ég hygg ég geti með réttu sagt að allir leikmenn IBA-liðsins frá ár- inu áður hafi verið mótfallnir skiptingunni á sínum tíma. Það sem fyrst og fremst lá að baki i okkar hugum var að okkur þótti afar illt að splundra þessum ágæta hópi. Splundra honum þannig að allt í einu voru sam- herjar orðnir andstæðingar á vellinum. Hópur manna, þar sem margir hverjir höfðu unnið sam- an til margra ára, farið saman í keppnisferðir innan lands og utan, átt saman ævintýr, stundir gleði og sorga. Þetta var þannig tilfinningalegs eðlis. Svona ef til vill eins og skilja við sína nánustu. En hvað um það, vilji okkar var ofurliði borinn, og einhvern veg- f.B.A. liðiö eins og þaö var skipaö laust eftir 1960. LB.A. inn fannst mér á þessum tíma, að það væru ansi langt að komnar raddir sem undir réru. Málið var í höfn, KA og Þór skyldu leika sitt í hvoru lagi. Nú sex árum seinna, þegar litið er til baka, er ljóst að skiptingin hefirorðið til góðs. Unglingastarf félaganna er mun betra en var, og er það að skila sér nú í dag að nokkru leyti. Mun fleiri eru reiðubúnir að starfa knattspyrn- til góðs, þó svo hún hafi skilið eftir sig spor í hugum þeirra sem þá voru í eldlínunni. Knattspymumenn og knatt- spymuunnendur á Akureyri geta litið björtum augum til framtíð- arinnar. Það leynast geysimörg góð knattspyrnuefni meðal ungra drengja í bænum. Ég bið menn þó vera ekki of bjartsýna á gang mála næsta sumar. Þetta verður erfitt sumar hjá KA og Þór, en með hverju árinu sem líður eign- umst við sterkari knattspyrnu- menn og sterkari lið og því geta hinir mörgu unnendur knatt- spymu á Akureyri, litið björtum augum til framtíðarinnar. unni til framdráttar fyrir sín eigin félög, fremur en einhvers konar sambræðing. Og þá er ekki síst að gæta að helmingi fleiri knatt- spymumenn komast að í meist- araflokkum félaganna, þangað sem hugur flestra knattspyrnu- manna stefnir í æsku. Þannig hygg ég að skiptingin hafi orðið 4^ DAGUR.13

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.