Dagur


Dagur - 27.03.1981, Qupperneq 4

Dagur - 27.03.1981, Qupperneq 4
DÆGURTONLIST Snorri Guðvarðarson Af svörtum nótum og hvítum máfum á vetuma, og léku þeir mest í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Eftir að þetta hringl hafði gengið nokkur- ár, stofnaði Finnur sína eigin hljómsveit fyrir sunnan, og stóð það í tvö ár. Kemur síðan norður, vorið ’66 og gengur á ný til liðs við stóra bróður, sem er þá að spila í Sjálfstæðishúsinu hér. Og þaðan er ekki blásið til brott- farar fyrr en að tíu árum liðnum. Þá er kominn tími til að staldra við, og hugsa sinn gang. Eftir að hafa haldið sig heima og hugsað í eitt ár, varð mannin- um ljóst, að ekki var hægt að leggja upp laupana svona á besta aldri. Þá var stormað í Sjallann að nýju, og Akureyringum haldið á dansgólfinu í nokkur ár af hljómsveit Finns Eydal. En ekki má gleyma ekta- kvinnunni Helenu. Eftir ævintýri Finns með hljómsveit Jónasar ásamt söngkonunni svörtu, söng Helena sig inn í hug og hjarta hans (svo og öllum landslýð), og hafa þau síðan verið sem eitt. (Af svörtum nótum í hvíta máfa....). Auk þess að syngja, hefur frúin yfir að ráða mikilli tækni og reynslu i að hrista svokallaðan „Helenustokk", en hann dregur nafn sitt að sjálfsögðu af heiti söngkonunnar. Mun hún vera álíka fræg fyrir leik sinn á „stokkinn" og Finnur fyrir sax- ófónleik. Jæja, fleiri eru í hljómsveitinni. Næstur er Þorleifur Jóhannsson (alias Leibbi), og leikur hann sér að trommum. Hann byrjaði strax í barnaskóla að spila í hljómsveit, og nefndist sú fyrsta Bravó- bítlarnir. Þóttu þeir skólastrák- arnir meirháttarfyrirbæri í þá daga. Svo merkileg var þessi hljómsveit, að hún var sýnd í Loksins lftur út fyrir, að hljómsveitir hér á Akureyri, séu farnar að biómstra á ný, eftir fleiri ára deyfð. Ný kyn- slóð er að skriða úr eggi, og má þar nefna hljómsveitimar Tortímingu og Bara-Flokkinn, en þær em báðar skipaðar ungum og hressum strákum, sem eru rétt í startholunum ennþá. Þessar tvær hljóm- sveitir héldu hljómleika í Nýja Bíói fyrir stuttu og þótti sú uppákoma takast mjög vel. En þeir eldri em ekki aldeil- is á því að gefast upp, eða leggja hljóðfærin á hilluna, þótt nýir bætist í hópinn. Jafn- vel þótt einn og einn sé búinn að spila í 25 ár, eða svo. f síð- asta mánuði var í Sjálfstæðis- húsinu hljómsveitin Vaka, og í þessum mánuði býður húsið upp á Jamaica, hljómsveit Steingríms Stefánssonar, hljómsveit Finns Eydal og hljómsveit Pálma Stefánsson- ar. Fjölbreytni í fyrirrúmi þar. Og á Hótel KEA spilar Astró-Tríóið (eða öðru nafni Þrír þroskaðir!) ásamt söng- konunni Ingu Eydal. Við skul- um staldra við hljómsveit Finns, og kynnast henni nánar. Ég dreif mig á æfingu hjá þeim eitt kvöldið, og komst að því, að þetta er ein af þeim hljómsveit- um, sem dottið hafa niður á ódýrt og gott húsnæði. Jæja, mér var boðið inn, og við fengum okkur sæti. Síðan var serverað kaffi í jógúrtdollum, og eftir nokkra símabrandara leiddum við talið að hljómsveitinni. Þetta er fimm manna hljóm- sveit, og eins og flestar hljóm- sveitir í dag sögðust þau leggja megináherslu á, að skemmta fólkinu. Með öðrum orðum, lagið þarf ekki endilega að vera nákvæm eftirlíking frumútgáf- unnar, heldur er ætlast til að það komi upp stuði hjá mannskapn- um. Og ef það tekst, þá eru Finn- ur og félagar hæstánægðir. En hverjir eru annars meðlimir þess- arar hljómsveitar? Að sjálfsögðu byrjum við á sjálfum höfuðpaurnum, Finni Éydal. Hann spilar á saxófón og klarinett, og á líka til að tosa í bassa annað slagið. Finnur Hljómsveit Finns Eydals. byrjaði sinn tóniistarferil í hljómsveit Jónasar Dagbjarts- sonar í Reykjavík árið 1956, og höfðu þeir svarta söngkonu sér til fulltingis. Ári síðar hætti hann hjá Jónasi, og gerðist árstíðabundinn. Þ.e.a.s. spilaði í tveim hljóm- sveitum til skiptis: Atlantic, ásamt stóra bróður sínum Ingim- ar o. fl. á sumrin, en stundaði blástur í hljómsveit Svavars Gests / á nýr SKODA nverju strai fallegur, þægilegur og sparneytinn fjölskyldubíll á ótrúlega lágu verdi SKÁLAFELL sf Vió Kaldbaksgötu - Simi 22255 . 1 sjónvarpi út um öll Norðurlönd. Síðan áttu hljómsveitimar, sem hann lamdist i, eftir að verða margar. Svo margar, að enginn í H. F. Eydal getur státað af öðru eins. A.m.k. 10. Lengi vel vann hann með Ingimar í Sjallanum, en síðast var hann í Upplyftingu. Næstur er Alli Almars. (Alfreð Almarsson Chaplin.) Hann er gítarleikarinn í bandinu, og syngur einnig á móti Helenu. Alli kemur langt að, alla leið frá Hellissandi. Hann hefur verið að þvælast í ýmsum hljómsveitum, eins og t.d.: Diamonds, Interm- ezzo og Upp úr hálfþrjú, eða korter í eitthvað, ég man nafnið ekki lengur..... Og þá er aðeins einn meðlimur eftir. Ér það Jóhannes Ásbjöms- son (einu sinni leigubílstjóri í R- vík.) Jói er hljómborðsleikari hjá þessu harkaliði. Hann spilar á fimbulorgan (synthesizer), orgel og hljómborðsbassa. Síðastliðinn föstudag fékk hann Hammond- orgel eitt mikið og fjölhæft í safnið. Og síðast, en ekki síst er maðurinn„spes“ í gömlu döns- unum, þ.e.a.s. harmonikkuleik- ari. (hálfgerður Keith Emerson, með hljómborð upp um alla veggi.....). Jói byrjaði eins og fleiri góðir menn sinn feril, í hljómsveit sem hét Gústafus, í höfuðið á gamalli sjónvarpshetju. Eftir það gerði hann út tvær 4ra manna hljómsveitir og fimm tríó undir sínu nafni, áður en hann komst á mála hjá meistara Finni Eydal. Eftir þessa upptalningu væri ekki úr vegi, að upplýsa fólk um það, að H. F. Eydal tók til starfa um áramótin (rétt eftir kaffi), og hafa meðlimir ekki hugsað sér, að láta þetta lognast útaf, eins og norðlenskra hljómsveita er siður. Að vísu ætlar Þorleifur að „Lyfta sér upp“ í sumar, en ef til vill kemur hann aftur með haustinu. Vafalaust fæst annar „bamingur“ í vor. Liðsmenn H. F. Eydal hafa spilað út um sveitir í vetur, en með misjöfnum árangri! Þennan misjafna árangur mætti nú mis- skilja, en hann er þannig til kom- inn, að veðurguðirnir hafa ekki alltaf verið að spá í það, hvort Finnur væri að fara til Þórshafnar með saxófóninn sinn, eða bara 1 Sjallann! Böllin, sem náðst hefur að leika á, hafa verið mjög góð, að sögn. Og ef einhver er ekki al- veg klár á því, hvernig gott ball á að vera, þá getur hann komist að því í Sjálfstæðishúsinu núna um helgina, því Finnur verður þar! Auðvitað finnst mér gott að fá launaumslagið þitt, en ég vildi nú heldur peningana. 4•DAGUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.