Dagur - 27.03.1981, Side 11
listin er óumdeilanlega kjarni
menningar okkar. Þess vegna
ættu fjárframlög til lista og
menningarmála að vera með því
allra fyrsta sem tekin er ákvörðun
um við stefnumótun í fjármálum
ríkis og bæja. En þeir sem útdeila
fjármunum úr sameiginlegum
sjóðum okkar heyra því miður of
oft undir fyrrnefnda skilgrein-
ingu.
Listamenn
Þegar íslenskir listamenn hafa
fengið að njóta sín hefir hreint
ekki staðið á árangri. Ásgrímur og
Kjarval opnuðu augu okkar fyrir
fegurð íslenskrar náttúru. Tómas
og Steinn kenndu okkur að
skynja margbreytileika og töfra
íslenskrar tungu. Halldór Laxness
skýrði af einstökum næmleik og
raunsæi hið félagslega og sögu-
lega samhengi í lífi þeirrar kyn-
slóðar sem lifði það að þjóð-
félagið breyttist nær fyrirvara-
laust úr bændasamfélagi í nútíma
tæknivætt bæjar- eða borgarsam-
félag. Aðrir hafa kosið að tjá til-
finningar sínar og kenndir í tón-
um, ég nefni bara Pál ísólfsson.
Hvernig væri ef við gætum ekki
glaðst yfir að eiga íslenska tónlist
og hljóðfæraleikara, íslensk leik-
rit og leikhús, íslenskar bækur,
málverk, hljómplötur og kvik-
myndir?
Það er vonandi að við eignumst
verðuga arftaka þeirra miklu
listamanna sem ég nefndi hér að
framan en til þess að svo geti
orðið þarf að hlúa betur að ís-
lenskri list og menningarstarf-
semi hverskonar en nú er gert. Því
án listar, engin hvatning né
metnaður og ekkert sjálfstæði,
engin þjóð.
SJÓNMENNTIR
Helgi Vilberg
„Því án listar... engin þjóð“
„Sköpunargáfan er ekki ein-
vörðungu bundin við það fólk
sem stundar hefðbundnar listir
og hvað listamenn snertir er
hún ekki einskorðuð við þá list
sem þeir leggja fyrir sig. í
hverjum einstaklingi býr sköp-
unargáfa sem er falin bak við
ákafa samkeppni og frama-
girnd.... Sköpun, hvort sem
hún felur í sér vinnu við mál-
verk, skúlptúr, sinfóníu eða
skáldsögu, veltur á hugarflugi
og leikni sem einnig geta
komið að gagni í mótun þjóð-
féiagslegra þátta.“ Svo segir í
upphafi stefnuskrár Opna Al-
þjóðlega Háskólans sem þýski
listamaðurinn Joseph Beuys
og rithöfundurinn Heinrich
Böll rituðu í sameiningu árið
1972. .
Það eru engin ný sannindi að
tjáningarþörfin er okkur öllum í
blóð borin. Dags daglega tjáum
við okkur á einn eða annan hátt
með hegðun okkar. Svokölluð
listræn tjáning er vissulega beint
framhald þessa en með henni
víkkum við sjónhring okkar og
opinberum niðurstöður sem ekki
varða aðeins okkur sjálf heldur
stærri hóp eða jafnvel þjóðfélagið
allt. Sköpunargáfa listamannsins
og leikni gerir honum kleift að
færa kenndir sínar og tilfinningar
í eitthvert tiltekið form, gefa þeim
lögun hvort heldur er í mynd,
tónlist, riti eða einhverju öðru. En
sköpunargáfan verður að fá að
njóta sín. Það þarf engum að
dyljast hve mikilvægt það er fyrir
einstaklinginn að fá að tjá sig
frjálslega, en þó innan þeirra
sjálfsögðu lýðræðislegu takmarka
sem þjóðfélagið setur hverju
gáfur. Slíkir eiginleikar sætta sig
ekki við takmörk og hindranir.
Menntunin
Því miður virðist mér vel
menntaðir skólamenn vera gjör-
samlega sneittir áhuga þegar
komið er að þeim atriðum að
beita og móta skapandi hugsun.
Nám í mynd- og mótunarmennt
sem líklegt er til að örva skapandi
ímyndunarafl og sjálfstæði er
oftar en ekki látið víkja fyrir svo-
mikla skólamenntun en vantar
skapandi hæfileika til að njóta
menntunar sinnar sé ekki vel á
vegi staddur.
Það er því miður landlæg og
hryggileg staðreynd hve erfiðlega
gengur að fá nemendur til að
rökræða námsefnið og fátt eða
lítið virðist gert til að breyta því.
Skortur á háttvísi, tillitsleysi og
þverbrestir í hugsun er áreiðan-
lega afleiðing þeirrar vanrækslu
að kenna börnum og unglingum
að beita skapandi hugsun og
skynja og skilja umhverfi sití og
einstaklingsins gleymast. Þeir
sem öllu fórna í kapphlaupinu
um aukin lífsgæði án þess að taka
tillit til þess að andinn þarf einnig
næringu og tilfinningarnar þurfa
svigrúm til að þroskast, eru að
sönnu fátækir. En svo rætt sé um
menntastofnanir þykir mér þó
hvað hryggilegast hve menntun
fæðir oft af sér þröngar stein-
runnar skoðanir og jafnvel óbeit á
frumlegri hugsun og list, jafnvel
svo að nálgast ofsóknir þegar um
list er að ræða. Þetta er þeim mun
alvarlegra þegar þess er gætt að
sinni. Það leiðir af sjálfu sér að
allar tilraunir til að hafa heimil á
listrænni tjáningu eru dæmdar til
að mistakast. Því í allri sköpun
sameinast leikni, hugarflug og
kölluðum hagnýtum greinum
sem vafalaust eru nytsamlegar
(t.d. vélritun) en ekki sérlega
skapandi. Mér virðist augljóst að
einstaklingur sem hlotið hefir
eðli þess með vakandi tilfinningu.
Niðurbældar eðlislægar tilfinn-
ingar brjótast jafnan fram fyrr
eða síðar út á einhvern hátt. í
lífsgæðakapphlaupinu vilja þarfir
ÍÞRÓT' 11R
Sigbjörn Gunnarsson
j Svartur íþróttavetur
— Hringanóri...
Framhald af bls. 10
hætt, því þá varð naumast lengur
vart við hringanóra í innanverðum
firðinum.“ Þannig segir Mohr, og
má af því ráða að hringanórinn er
ekki alveg nýr gestur á Eyjafjarð-
arleirum.
Hringanórinn er snotur og
skemmtilegur selur. „Hann er for-
vitinn og athugull, ef hann sér eitt-
hvað nýstárlegt og hagsýnn þegar
hann er að bjarga sér innan um ís,
og lærir fljótt varkárni þegar hann
sér að hætta er á ferðum." segir
Bjarni Sæmundsson. Á síðustu ár-
um hefur hann einnig hlotið vissa
alþjóðlega frægð vegna baráttu
kvikmyndaleikkonunnar Brigitte
Bardot, sem hefur barist fyrir því
að fjöldadrápi á selkópum, sem
viðgengst einkum í Kanada, verði
hætt. (Sagt er að barátta leikkon-
unnar hafi valdið nokkru verðfalli
á kópaskinnum á heimsmarkaðn-
um).
Ekki er vitað til að Akureyr-
ar-nórarnir hafi orðið fyrir teljandi
ófriði á leirunum enn sem komið
er, þótt sumir laxveiðimenn hafi
haft orð á því að nauðsynlegt
myndi vera að fækka þeim, þeir sjá
í selnum hættulegan keppinaut hér
sem annarsstaðar, en það álit þeirra
er meira eða minna á misskilningi
byggt. Vistfræðirannsóknir sem
gerðar hafa verið víða um heim á
síðari árum, sýna ótvírætt, að rán-
dýr eru nauðsynlegur þáttur í líf-
keðj unni, einnig fyrir þá dýrastofna
sem þau lifa.á, í þessu tilfelli fisk-
inn, og veiðar okkar mannanna
geta ekki komið í þeirra stað nema
að litlu leyti.
Vonandi fær þessi litla og fallega
selahjörð að vera í friði á Akureyr-
arleirum framvegis, svo selir og
menn geti haldið áfram að skoða
hverjir aðra á sunnudögum þegar
sól fer að hækka á lofti og vorið
bíður á næsta leyti.
■
1 1
UJJ
JJ
Ll
>1 !IQ U3 “01 !JJR !UJy
:jbujA)j
jsijXajq ujppjDjq
du uipæq pn ssacj uy ‘Sujuipq uin uuuq
JOjJjDSJS jSuiUJDJ pB UURlj BjaS pB pBC| pjA
So ‘BSBj|nSp 9jj3A uuiSSnjS jnjoq jjBqddn j
ujQjuiseSSno
jppOíjBUOfjJ
Jnjjcpj
„nf|3Ap3BQ“ 9 jiusntr]
Þó svo keppnistímabil vetrar-
íþrótta sé ekki enn úti, er þó
nokkuð ljóst að gengi Akureyr-
inga á þeim vettvangi hefir verið
fremur dapurt. Þegar þetta er rit-
að er nokkuð Ijóst að KA hefir
misst af möguleikum til að hljóta
1. deildar sæti í handknattleik að
ári. Lið Þórs er fallið í 3ju deild í
handbolta karla og kvennalið
Þórs fallið í 2. deild. Körfuknatt-
leikslið Þórs er að líkindum fallið
í 2. deild, eftir leiðinleg klögumál
sem gengið hafa á víxl milli for-
ráðamanna Þórs og KKÍ. Skíða-
fólk okkar hefir verið minna
áberandi í ár en undanfarin ár, en
þess ber þó að gæta að á því sviði
eiga stærstu mótin eftir að fara
fram, eða íslandsmótin. Ekki er
ástandið þó svo dökkt á öllum
sviðum keppnisíþrótta, þar sem
lyftingamenn okkar hafa staðið
sig með sóma í vetur og ber þar
fyrst og fremst að geta Haraldar
Ólafssonar og Freys Aðalsteins-
sonar.
Raunar er ekki öll nótt úti enn
á sviði boltaíþróttanna þar sem
úrslitakeppni yngri flokkanna í
handknattleik er ekki lokið, en
þar á Þór lið í úrslitum í öllum
flokkum. Mér segir þó svo hugur
að hinum ungu Þórsurum muni
reynast sá róður erfiður, þar sem
leikið verður í húsum á SV-horn-
inu, en þau eru öll mun stærri en
hér fyrir norðan og munar þar
ansi miklu. Raunar álít ég að
óvani KA-piltanna að leika á
löglegum keppnisvöllum hafi
svipt þá möguieikum á 1. deildar
sæti í ár. Ef dæmið er skoðað
nánar þá hefur KA-liðið fullt hús
stiga úr leikjum sínum hér fyrir
norðan, en hefir tapað fimm
leikjum í stóru húsunum og að-
eins unnið einn. Líkast til eigum
við ekki möguleika á þessu sviði
fyrr en hið nýja og glæsilega
íþróttahús verður tekið í notkun
og við búum við sömu aðstæður
og önnur handboltalið á landinu.
Annar þáttur í okkar vanda á
sviði knattíþrótta er leikjafæð.
Liðin á SV-horninu eru jafnan
búin að leika ótal æfingaleiki áð-
ur en mótin byrja, en venjulega
eru fyrstu leikir Akureyrarfélag-
anna í íslandsmótum þeirra
fyrstu kappleikir á tímabilinu.
Það er þó óþarft að láta deig-
ann síga. Svartnættið er ekki al-
gert. í ár eiga Akureyringar tvö
lið í 1. deild knattspyrnunnar í
fyrsta sinn. Ekki leikur vafi á að
róðurinn verður þungur að halda
sæti sínu, en það hlýtur að vera
markmiðið fyrst og fremst. Leik-
menn liðanna hafa æft vel það
sem af er og það er ekki spurning
að knattspyrnumenn Þórs og KA
munu selja sig dýrt í sumar og
njóta vonandi dyggrar aðstoðar
áhugamanna um íþróttir á Akur-
eyri.
DAGURH