Dagur - 26.05.1981, Síða 7

Dagur - 26.05.1981, Síða 7
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Við réttum hjálpar- hönd Víða er pottur brotinn í hjúkrunar- málum okkar íslendinga og jafn- vel talið að neyðarástand ríki í hjúkrunarmálefnum aldraðra. Það er regin hneyksli, að svo skuli vera ástaft í velferðarþjóðfélagi eins og hér er, að þeir sem hafa með elju sinni og dugnaði komið þessu þjóðfélagi á fót, skuli í örfáu njóta afraksturs ævistarfsins og vera sá þjóðfélagshópur, sem við verst kjör býr. Opinberir aðilar hafa brugðist þessu fólki og helsta von þess nú eru hópar áhugafólks, sem hafa sýnt það og sannað, að þeim getur orðið vel ágengt. Skemmst er að minnast þeirrar miklu samstöðu sem áhugafólki í Kópavogi tókst að koma á í söfn- unarherferð til byggingar hjúkrunarheimili fyrir aldraða þar í bæ. Þar var vel að verki staðið á allan hátt, enda var árangurinn framar öllum vonum. Nú er hafin fjársöfnun á Akureyri í sama til- gangi undir stjórn nokkurra áhugamanna, sem jafnframt vínna að heilbrigðis- og öldrunarmálum. Nú er talið að vanti um 50 hjúkrunarpláss fyrir fólk á því svæði, sem leitar þjónustu Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Samkomulag hefur náðst um það, að breyta einu húsi sem stendur á lóð sjúkrahússins til þessara nota. Sú breyting tæki til- tölulega stuttan tíma og þar mætti koma fyrir 18 sjúkrarúmum, sem leysa brýnasta vandann. Ætlunin er sú, að fjármagna þessa fram- kvæmd með frjálsum framlögum, en Fjórðungssjúkrahúsið annist síðan rekstur þessarar hjúkrunar- deildar. Ástæða þess að ekki er knúið á dýr ríkisvaldsins, svo sem eðlilegt gæti talist, er fyrst og fremst sú, að mati áhugamanna- hópsins og sjúkrahússstjórnar, að ekki megi á nokkurn hátt skerða það takmarkaða fjármagn, sem ætlað er til byggingaframkvæmda við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, sem nú standa yfir og flestum finnst að alltof hægt miði. Skjót lausn þessa máls byggist því fyrst og síðast á skilningi, áhuga og samstöðu allra þeirra, sem rétt geta hjálparhönd. Því verður að treysta á samstillt fram- tak almennings og þá ekki síst þeirra, sem búa á þjónustusvæði Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, sem nær frá Akureyri og Eyjafirði allt austur á Vopnafjörð. Ailur almenningur á þessu svæðt er hvattur til að rétta hjálparhönd til byggingar hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Akureyri. Á GÖNGUFERÐ UM HÁLENDIÐ Aðeins útlendingar gengu um landið fyrir nokkrum árum Hópurinn sem fór i skíðagönguferðina um Norðuröræfi. Magnús, hvert er mark- miðlð með skátaferðum og hvað er það sem dregur fólk í fimm daga skíða- gönguferð um öræfin? Markmiðin með ferðum þessum eru margþætt. I fyrsta lagi að fólk kynnist af eigin raun hve stórkost- leg íslensk náttúra er og hversu einstök hvíld auk skemmtunar er fólgin í ferðalögum með líkams- orkunni einni saman. Því að það er oftar annars konar þreyta en lík- amleg sem sækir á fólk í dag, og líkamleg áreynsla er andleg hvíld. Annað aðalmarkmið er að temja mönnum fyrirhyggju, þ.e. að kenna þátttakendum að skipuleggja og búa sig skynsamlega undir ferðir, og þar með að lenda í hverjum þeim erfiðleikum sem vænta má á ferðalögum um óbyggðir, vetur jafnt sem sumar. Þau eru heldur ekki bara til hvíldar og skemmtun- ar, heldur beinlínis liður i því að kenna mönnum að búa í eigin landi. Og forsenda fyrir starfi hjálpar- og björgunarsveita er að fyrir hendi sé hópur fólks með trausta reynslu. Sjálfur er ég ekki skáti, þar sem skátastarf var ekkert á mínum æskuslóðum. En ég fæ ekki betur séð en skátastarfið sé vagga hjálpar- og björgunarstarfs. Svo má benda á að ef allir væru sjálfbjarga og kynnu á íslenska náttúru yrði að gera ráð fyrir að sjaldnar þyrfti að kalla út til leitar. í skátaferðum er þátttakendum skipt niður í tveggja til fjögurra Þriðjudaginn eftir páska upp úr há- degi kom glaðlegur, sólbrenndur hópur ungmenna skálmandi eftir Garðarsbrautinni á Húsavík. Við hótelið voru klyfjarnar skildar eftir: bakpokar, skiði og stafir. Næsti áfangastaður var lögreglustöðin, þar sem tilkynnl var koma hópsins klukkan eitt eins og gert hafði verið ráð fyrir. Þaðan var hlaupið i bað og allur hópurinn hvarf ofan í sundlaug- ina. Þannig endaði fimm dag skíða- gönguferð um Norðuröræfi, þ.e. frá Kröflu, um Gæsafjöll, Þeistareyki og til Húsavikur. Þátttakendur voru 25 skátar frá Akureyri ásamt fararstjór- um. Fyrsta ferðadaginn, föstudaginn langa, hófst gangan um hádegisbilið með stefnu á Leirhnúk i sól og heið- ríkju. í byrjun ferða tekuroft nokkurn tíma að venjast byrðunum og finna rétta dreifingu hleðslunnar í bakpok- unum og hæfilega stillingu ólanna. Nú höfðu hins vegar flestir reynt poka sina i æfingaferðum eða fyrri vetrar- ferðum svo að allt gekk snurðulaust. Náttstaður var valinn samkvæmt áætlun á Draugagrundum, norðan uz dir Gæsafjöllum. Þangað var kom- ið kl. hálf fimm. slegið upp tjöldum og hitaður kvöldverður. Eftir góða hvíld fóru allir í göngufcrð á skiðunum. Sumir fóru upp á Gæsafjöll. skoðuðu gígana báða og nutu frábærs útsýnis frá Jónstindi. scm er á suðurbarmi stærri gígsins. Aðrir gengu að Éthól- um og skoðuðu eldstöðvarnar og nýju hraunin þar. Uni nóttina sváfu allir vært. sumir í tjöldum en aðrir undir beru lofti. Laugardaginn fyrir páska var tekin stefna beint að Vitum á Þeistareykja- bungu. Þangað var komið upp úr há- degi og stansað í hálfan þriðja tíma. Málsverður hitaður, gigarnir skoðaðir og gönguferðir farnar. Aætlunin hafði gert ráð fyrir gististað við Víti. en einstakt veður og færi högðu gert gönguna margfalt léttari og fljótlegri en verið hefði í illviðri. og ákvað þvi fararsljórn að halda niður í Þeista- reykjaskála og hafa þar riflegri tíma. manna hópa, sem eru þá saman í tjaldi, hafa sameiginlega matseld og búnað að öðru leyti. Hver hópur á að vera sjálfum sér nógur um alla hluti og ekki þurfa að treysta á aðra þótt eitthvað fari öðruvísi en ætlað var. I þriðja lagi er það félagslegi þátturinn, og kannski er hann sá mikilvægasti. Sambúskapurinn í hverjum hópi og undirbúningurinn undir ferð reynir á og treystir sam- hug og félagsþroska meðlima hans. í langri og erfiðri ferð byggist ferðaánægjan kannski meira á ferðaandanum en nokkru öðru. Meðal skáta er hann oft kallaður skátaandi, og er þar átt við gott geð Eftir sólbað. leirböð og mikla kvöldmáltíð var hatdin hin fjölbreytt- asta kvöldvaka með söng, leikjum og skemmtiatriðum; sem hver fokkur lagði til. Á páskadag var farin daglöng gönguferð. en farangur skilinn eftir í og við skáiann. Saknaði hans enginn á göngunni. Leiðin lá upp á Bæjar- fjallið, yfir Kvíhólaskarð og upp á Kvíhólafjall, en síðan heim vestan fjalla. Skoðaðar voru móbergsmynd- anir uppi á Bæjarfjalli, gigarnir, út- sýni til allra átta og hverirnir á heim- leiðinni. Að loknum páskamat var páskakvöldvaka. Að morgni annars i páskum tóku menn saman farangur sinn og þrifu skálann hátt og lágt. Stefna var tekin á Reykjaheiði og skoðaðar misgengis- sprungur á leiðinni. Hádegismatur nokkru vestan við Sæluhúsmúla. Náttstaður var samkvæmt áætlun við Höskuldsvatn. Neðan tjaldborgar var vatnið undir ís ogsnjó, en ofan hennar ágætar skiðabrekkur. sem voru ósparlega notaðar langt fram á kvöld. Brekkan reyndist einnig kjörtn til að grafa inn í og hlaða snjóeldhús með bekkjum, borðum. hillum og öðrum þægindum. Matseðlar voru fjölskrúð- ugir að vanda, þriréttaðir minnst. Um nóttina sváfu flestir i tjöldum, en aðrir úti. Um fótaferðatima á þriðjudag var frostið 10 stig, en sólbjart. Leiðin lá undir Höskuldshnjúk og niður að Botnsvatni. Þar var síðasta áning og matseld við fjallatæran læk. Á Húsavík beið sundlaugin kl. eitt og matur i hótelinu kl. hálf fjögur. Sæluvikan var á enda. en eftir eru umræður og endurminningar, sam- ciginlegl myndakvöld. aukin ferða- reynsla. stinnari vöðvar og bætt þol þátltakenda. Og víst er. að vel er varið þeim tíma ungs fólks sem fer í að kynnast landi sínu af eigin raun og auk þess kynnast og taka þátt í þeim samhug. seni er skilyrði fyrir árang- ursríkum undirbúningi og ánægju- legri ferð. og glaðlyndi, en ekki síður þolin- mæði, tillitssemi og samkennd hópsins. Allir eiga að vera samtaka sem einn. Nú, þessir þrír þættir held ég að séu í raun lika svarið við síðari spurningunni. Ánægjan og skemmtunin af ferðum þessum er slík, að ég man aldrei eftir neinum einasta sem leiðst hefur í göngu- ferð. Og eftir á virðast allir jafn ánægðir, einnig þótt veðrið hafi ekki leikið við menn. Svona al- menn ánægja held ég að sé ekki algeng eftir ýmsar aðrar skemmtanaiðkanir manna. Nú fórttð' þið með 25 unglinga í fimm daga vetr- arferð um óbyggðir. Kost- ar svona ferð ekki mikinn undirbúning? Jú, það þarf hún. Að sjálfsögðu þarf allur undirbúningur, öryggis- ráðstafanir, öryggisbúnaður og annar farangur að miðast við verstu hugsanlegu aðstæður. í fyrsta lagi er þess að geta að allir þátttakendur hafa áralanga reynslu af skáta- störfum og þar með ferðalögum. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir að nær hverja helgi árs- ins eru skátar frá Akureyri einhvers staðar í útilegu og oft margir hópar. Þetta er reglulegur þáttur í uppeldi þeirra og þjálfun. Ferðin um Norðuröræfi sker sig ekki úr að neinu leyti nema því, að hún var óvenju fjölmenn. Fyrir hana voru sérstaklega haldin allmörg kvöld- námskeið um klæðnað, viðlegu- búnað og nesti, um öryggismál. Landakort og áttavita; ofkælingu, sólbruna, snjóbyrgi fc neyðartilvik- um og fjölmargt fleira. Dxeift var listum yfir nauðsynlegan og æski- legan búnað, farnar nokkrar æf- ingaferðir á gönguskíðum auk þess sem hver flokkur fór í minnst einnar nætur útilegu saman til að reyna búnað sinn. Hefur áhugi fólks fyrir eigin landi aukist hin síð- ari ár? Já, sem betur fer. Aukið þéttbýli gerir óspillta náttúruna eftirsókn- arverðari og kyrrsetan líkamlega áreynslu og útivist. Auk þess hefur fólk fremur tækifæri til ferðalaga nú en fyrir einum eða tveim ára- tugum. Ef ég rakst á gangandi fólk utan alfaravega fyrir tíu til fimmtán árum, gat ég næstum gengið að því vísu að þar voru útlendingar á ferð. Kannski er breytingin þó mest hvað varðar gönguferðir á skíðum. Ferðin um Norðuröræfi var ekki farin til að slá nein met né leggja að baki langar dagleiðir. Hún var sniðin fyrir unglinga, sem að vísu eru vanir gönguferðum og útivist, en þó ekki þjálfaðir til mjög langrar göngu með byrðar. Margir þátt- takendur eru hins vegar þraut- reyndir í miklu erfiðari vetrarferð- um en þessari. Hver dagleið okkar með farangur, þ.e. í viðbót við kvöldgönguferðirnar, var um 20 Yngvi, eins og fram kemur í frásögn þinni af ferðinni er langt síðan þið félag- arnir fóruð að ræða um að ganga suður yfir hálendið. Er þessi ganga með þeim lengri sem skátar hafa farið að vetrarlagi? Já, tvímælalaust. Allavega er þetta lengsta ganga sem akureyskir skátar hafa farið svo ég viti til. I hverju er undirbúning- ur að ferð eins og þessari fólginn? Undirbúningurinn er mjög viðamikill og margvíslegur, en ég skal reyna að drepa á það helsta. Það þarf að ganga frá öllum sameiginlegum búnaði, at- huga hver á hvað af tjöldum, eldunar- tækjum, sjúkrakassa, líflínu, verkfærum til að gera við ef eitthvað bilar, og fleira og fleira. Svo þarf að kaupa eða fá lánað það sem á vantar. Einnig þarf hver og einn að yfirfara og fullkomna einstakl- ingsútbúnað sinn. Það þarf að kaupa sameiginlegan mat og útbúa matseðil, og síðan er allur út- búnaðurinn prófaður í helgarútilegu. Fyrir utan allt þetta verða menn að þjálfa sig Itkamlega. Eruð þið með talstöðvar í svona ferðum? Já. Nú hafa gamlir menn sagt mér að mikilvægast í ferð að vetri tii sé góður fótabúnaður. Hvernig klæða menn sig til fótanna í vetrarferðum? Það er að sjálfsögðu rétt að góður fótabúnaður er mikilvægur, þvi að hann þarf að þola geysilegt álag. Við erum yfirleitt í tvennum ullarleistum og í skíðagönguskóm úr leðri. Einnig erum við nýlega farnir að nota finnska skó úr gúmmíi og leðri sem hafa reynst vel. Þá höfum við orðið að panta frá Finnlandi ásamt bindingum. Eruð þið ekki í ullarnær- fötum frá hvirfli til ilja? Jú, og að sjálfsögðu eingöngu íslensk ullarnærföt. Hvernig er besta ferða- veðrið í gönguferð um vetur? Er t.d. ekki óheppi- legt að lenda í skínandi sól og hita? Besta ferðaveðrið teldi ég vera há- skýjað eða léttskýjað, andvari og vægt km. Það er raunar töluvert fyrir 15 ára ungling með 20 kílóa byrði í illviðri og vondu færi,‘en eins og ég nefndi áðan verða allar áætlanir að miðast við það. í svona einstakri veðurblíðu og fyrsta flokks skíða- færi eins og við nutum er nægur tími til að njóta sólarinnar, virða fyrir sér útsýni og jarðmyndanir og læra af landakortinu. I löngum ferðum þarf mikið að eta og drekka, en pokarnir þurfa að vera sem léttastir. Er maturinn skorlnn við nögl? Nei, það má hann ekki vera. Þegar við gerum ráð fyrir verstu aðstæðum, þá er meðtalinn sá möguleiki að halda þurfi kyrru fyrir um tima og þar með lengja ferðiná. Maturinn er orkugjafi lík- amans, og það verður að vanda val hans. Hann þarf að vera orkuríkur, innihalda bætiefni, og trefjaefni, en auk þess vera fljótlagaður, léttur og fyrirferðalítill. f lengri ferðir er líka nauðsynlegt að hafa fjölbreytnina sem mesta svo að menn geti notið máltíðanna og löngunin í mat dvíni frost. Hins vegar er allt í lagi með sól- skin og hita meðan snjórinn verður ekki mjög kramur. Skömmu áður en þið komuð að Sigöldu urðuð þið varir við Hekluösku. Segðu mér af viðskiptum ykkar við öskuna. Við höfðum nú ekki lagt að baki nema þriðjung leiðarinnar, þegar við urðum varir við Hekluösku, því að þegar við vöknuðum sunnan tmdir Fjórðungsöldu að morgni þriðja dags, var snjórinn orðinn grár. Það háði okk- ur hins vegar lítið þann dag né heldur daginn sem við dvöldum við Nýjadal. Á fimmta og sjötta degi urðum við heldur ekki fyrir teljandi töfum af völdum öskunnar, enda snjóaði lítillega aðfar- arnótt skírdags. En síðasta daginn. þ.e. föstudaginn langa, tók heldur að þyngjast færið. Askan jókst og snjórinn sem bjargaði okkur á skírdag hafði þá bráðnað ofan af. Við héldum þó ekki þegar á liður ferðina. Fyrir ferðina var haldið námskeið í nest- isbúnaði, og meðal annars lögð áhersla á efnainnihald og samsetn- ingu matarins. Listum var dreift ýfir hentug matföng, sem sum eru fáanleg hér, en önnur þarf að panta að. í sjálfum ferðunum lærir síðan hver af eigin reynslu og einnig annarra, með því að ganga milli hópa, fylgjast með og smakka. Getur ekki svo farið að útilíf — gönguferðir og þess háttar verði mönnum meira en áhugamál — ástríða ef svo mættí að orði komast? Jú, síst gæti ég neitað því. En sú ástríða er líka öllum öðrum hollari og betri. Ég er sannfærður um að áhuginn á gönguferðum úti í nátt- úrunni er flestum börnum með- fæddur. Það er foreldranna að sjá um að þessi áhugi dafni en en deyi ekki. Foreldrar sem eru dugleg við að fara snemma reglulega með börnum sínum í stuttar ferðir og hvetja þau síðar og styðja áfram til gönguferðalaga þurfa ekki að hafa ótrauðir áfram á skíðunum, enda ekki um annað að ræða. Botnarnir á skíðun- um voru orðnir ansi vel slípaðir þegar við komum í Sigöldu. Nú sváfuð þið ekki allar næturnar í tjaldi — eitt- hvað voruð þið í skálum. Er góð aðstaða í þessum skálum og hver má not- færa sér þá? Jú. það er rétt. Við sváfum þrjár næt- ur í skálum. Fyrst eina nótt i Landakoti, sem er nýr skáli í eigu Bílaleigu Akur- eyrar. Þetta er lítill. en afskaplega vandaður og góður skáli, og eiga eig- endurnir hrós skilið fyrir að koma hon- um upp. Síðan sváfum við i Tungna- felli, skála Ferðafélags íslands við Nýjadal, en það er stór og vandaður skáli. Það má hversem ergista í þessum skáluz gegn því að hann sýni góða umgengi. 1 skálum Ferðafélagsins er farið fram á vægt gistigjald. Æskilegt er þó að ferðamenn hafi samband við eig- Magnús Kristinsson: Menn mega ekki ætla áhyggjur af þeim fyrir hættum unglingsáranna. Nóg er skipulagt af þannig ferðum á vegum skáta- félaganna, og ferðir Ferðafélagsins eru öllum opnar. Að lokum? Bestu þakkir samferðamönnun- um, bæði hinum fararstjórunum þeim Gunnari Helgasyni, Ólafi Kjartanssyni og Þorsteini Péturs- syni, og þá ekki síður hinum 25, sem mynduðu einstaklega geð- felldan og notalegan hóp; hóp eins og fyrirfinnst hvergi fremur en í nokkurra daga gönguferðum. Magnús og Yngvi. sér um of endur eða gæslumenn skálanna, áður en lagt er í ferð til að fá leyfi fyrir gist- ingu. Undirbúningur skiptir máli, en hvað er það helsta sem hinn óvani göngu- maður á að hafa í huga? Hann má ekki ætla sér um of. Hann verður að gæta þess að ganga ekki lengra en svo að hann komist örugglega til baka á tilætluðum tíma. Ennfremur þarf hann að sjálfsögðu að nesta sig og klæða mjög vel og vera alltaf búinn undir verstu veður. jafnvel i stvstu ferð- um. Áttavita og kort er nauðsynlegt að hafa og kunna að nota. Að lokum? Ég vil að lokum aðeins fyrir hönd okkar félaganna þakka öllum þeim sem greiddu götu okkar við undirbúning þessarar ferðar. og þá sér i lagi félags- foringjanum okkar. Gunnari Helgasvni. En án aðstoðar og ráðlegginga hans og annarra hefði þessi ferð aldrei verið farin. Yngvi Kjartansson: Um það bil ár er liöið síðan við félag- amir úr Skátafélagi Akureyrar byrjuðum að ræða um að ganga suður yfir hálendið og þóttu ýmsar leiðir koma til greina. Um miðjan mars var síðan orðið ljóst hverjir ætluðu að fara, og gat þá beinn undirbúningur hafist. Mátti það ekki seinna vera, því hann var geisimikið verk og að mörgu þurfti að hyggja. Einnig (ókum við þátt í undirbúningi og þjálfun í sam- vinnu við félaga okkar, sem gengu um Þeistareykjasvæðið um páskahelgina. Þáttlakendur i ferðinni voru eftir- taldir: Hreinn Þormar, Pétur öm Jónsson. Bragi H. Krislinsson og Yngvi Kjartansson, allir á 19. aldurs- ári, og Björgvin Birgisson 17 ára. Einnig buðum við með okkur tveimur Reykvikingum, þeim Sigurði Sigurð- arsyni, ritstjóra Áfanga, og Reyni Sigurðssyni, en hann er meðlimur í Flugbjörgunarsveit Reykjavikur. Þessi 7 manna hópur íagði af stað úr skátaheimilinu Hvammi kl. 7 laugardaginn 11. apríl i bíl Hjálpar- sveitar skáta á Akureyri, og var ekið rakleitt inn i Þormóðsstaðadal. Klukkan 9.19 lögðum við svo af stað í þessa löngu göngu og héldum sem leið lá inn Þormóðsstaðadal allan í bliðskaparveðri og góðu færi og vorum komnir upp úr dalbotninum um sexleytið. Þar mættum við vélsleðamönnum. sem höfðu ekið suður i skálann Tungnafell við Nýjadal með vistir fyrir okkur. Þeir aðstoðuðu okkur við að komast inn í Landakot, sem er skáli í eigu Bílaleigu Akureyrar, um 17 km frá dalbotninum. Þar sváfum við um nóttina og leið vel i þessum góða skála. Daginn eftir lögðum við af stað um klukkan 10.30 i' slæmu veðri, vestan stormi og skafrenningi, sem lægði svo þegar leið á daginn. Okkur miðaði mjög vel áfram. og um kl. 5 komum við i Sandbúðir í mjög góðu veðri. Þaðan gengum við áfram um það bil 5 km suður að Fjórðungsöldu og tjöld- uðum við bakka Fjórðungsvatns, sem að sjálfsögðu var isilagt og á kafi í snjó. Þar hituðum við okkur mat eins og venjulega og lögðumst síðan til svefns. Mánudaginn 13. vöknuðum við í hávaða sunnan roki með lítilsháttar rigningu eða skúrum, sem siðar breyttist í slyddu. Við létum veðrið ekki aftra okkur, en gengum af stað suður í Nýjadal. Gekk ferðin heldur hægt, því auk þess að veður var vont hafði um nótt- ína fallið aska úr Heklu á leið okkar. Við náðum þó skálanum Tungnafelli um kl. 6, og voru þá sumir orðnir gegnblautir. Þar dvöldumst við svo allan næsta dag og hvíldum okkur. Auk þess notuðum við tímann til að dytta að útbúnaðinum, en ýmislegt hafði bilað. Við feslum til dæmis bindingar á skiði, spelkuðum brotinn staf, límdum fastan sóla á skiði og fleira. Einnig þurrkuðum við allt sem blotnað hafði. Miðvikudaginn 15. lögðum við síð- an upp í seinni hluta ferðarinnar. Það var lítilsháttar þoka um morguninn, en hún leystist fljótlega upp i læðing og varð okkur ekki til neinna trafala. Miðaði okkur mjög vel áfram þennan dag og gengum um það bil 45 kilóm- etra, sem var lengsta dagleiðin í ferð- inni. Við gistum við Köldukvísl. nokkru sunnan við Hágöngur. Daginn eftir var skirdagur. Þá gengum við áfram niður með Köldu- kvísl i slæmu skyggni til að byrja með, en um hádegi létti til. Okkur miðaði vel áfram og náðum niður að Þóris- vatni kl. 21.15 um kvöldið. Þar tjöld- uðum við i besta veðri rétt hjá heil- miklum skurði, sem veitir vatni úr Þórisósnum i Þórisvatn. Föstudaginn langa. sem var siðasti dagur ferðarinnar, gengum við siðan sem leið lá niður með Þórisvatni, og áfram niður i Sigöldu. Allan seinni partinn var glampandi sólskin og við lentum oft i krapablám, einnig urðu tveir okkar fyrir því óhappi að blotna í krapi, sem lá ofan á isnum á Þóris- vatni. Hekluaska spillti færinu mikið, og vorum við því hvildinni fegnir er við komum i Sigöldu kl. 7 að kvöldi þessa langa föstudags. 6.DAGUR DAGUR.7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.