Dagur - 05.06.1981, Side 12

Dagur - 05.06.1981, Side 12
Símar Dags eru: 24166 24167 23207 Umsjón: Jón Gauti Jónsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hermann Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Áskell Þórisson. Auglýsingar og afgreiðsla: Jóhann Karl Sigurðsson. Útgefandi: Útgáfufélag Dags. Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri. Prentun: Prentverk Odds Björnssonar h.f. Úr gömlum Degi árið 1932 „Jón Lárusson starfar enn hér í bænum að matreiðslu síldar. Eitt kvöldið í síðustu viku bauð hann kennurum, skólanefnd og blaða- mönnuin til síldaráts í barnaskól- anum. Gæddi hann gestunum á nokkrum síldarréttum og neyttu þeir réttanna með beztu lyst, jafnvel þeir, sem venjulega eru allt annað en gráðugir í síld. Má af því marka, að hægt er að fá almenning til að neyta síldar. ef rétt er að farið. Þetta nytsemdar- starf J.L. mælist mjög vel fyrir hér í bænum. Væri óskandi að það bæri sem beztan árangur." „Dettifoss kom hingað frá Reykjavík að vestan á fimmtu- daginn var. Héðan fór skipið aft- ur á föstudagskvöldið sömu leið til baka. Héðan tóku sér far með því þingmennirnir Einar Árna- son, Bernharð Stefánsson, Ingólfur Bjarnason og Guðbr. ís- berg. Ennfremur Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir og Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri. Var för þeirra heitið á Búnaðarþing." Dagskrá útvarps- ins í Reykjavík Fastir liðir: Veðurfregnir kl. 10.15 (á sunnudag 10.40)— 16.10 — 19.30. Kl. 19.05 þýzkukennsia, 19.35 enskukennsla, nema á laugardögum og sunnudögum. Kl. 20.30 fréttir (á sunnud. kl. 20). Á laugardag kl. 19.05 og 19.35 fyrirlestrar Búnaðarfélags ís- lands. Föstudagur 26. febr. Kl. 20 erindi (Guðjón Guðjóns- son). 21 grammafónhljómleikar. Laugardagur 27. febr. Kl. 18.40 barnatimi. 20 leikrit 21 grammófónhljóml. Útvarpstríó- ið. Danslög til 24. Sunnudagur 28. febr. Kl. 11 messa í Dómkirkjunni (síra Bjami Jónsson). 18.40 barnatími. Að öðru leyti verður dagskráin ákveðin síðar. Mánudagur 29. febr. Kl. 20 bókmenntafyrirlestur. 21 hljóml. Alþýðulög; einsöngur: grammafónn. Fréttir Á þriðjudaginn var sú tilbreyt- ing höfð í Barnaskóla Akureyrar, að kennarar skólans fluttu stutt erindi í öllum deildum hans um íslenzk efni, svo sem ræktun, siglingar, móðurmálið, föt og fæði, iðnað, fánann, ættjarðarást og þjóðrækni og góða Islendinga. Var skólinn að innan skreyttur íslenzkum fánum. Nokkrir gestir voru viðstaddir. Síðari hluta dags skrifuðu svo börnin ritgerðir um islenzk efni. Útvarpsnotendafélagið á Ak- ureyri heldur aðalfund sinn að Skjaldborg, sunnudaginn 10. þ.m., kl. 5 síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Allir velkomnir á fundinn. Kaffibætisgerð er Samband ísl. samvinnufélaga byrjað að reka hér í bænum. Hefir það leigt hluta af kornvöruhúsi K.E.A. til þessa iðnaðar. Forstöðú þessa fyrirtækis hefir nteð höndum Guðmundur Guðlaugsson, van- ur kaffibætisgerðar-maður úr Reykjavík. Að þessu vinnur með honum Ólafur Tr. Ólafsson, starfsmaður hjá K.E.A., og auk þess tvær stúlkur. Til að knýja vélarnarer notuð gufa frá Mjólk- ursamlaginu. Kaffibætir frá þessu iðnaðarfyrirtæki er þegar kofninn á markaðinn i duftiíki og hlýtur lof þeirra, er notað hafa. Framvegis verður þessi fram- leiðsla til sölu bæði sem duft og í stöngum, eftir því sem kaupendur óska. Pétur Sigurðsson ferðafræðari tapaði i morgun á götu frá K.E.A. til Strandgötu 19, stóru umslagi, sem í var handrit af fyrirlestri hans um Ástarlíf, vélritað og með höfundarnafni hans á fyrstu blaðsíðu. — Finnandi skili á prentsmiðju Odds Björnssonar. sem fyrst. Auglýsing Skíðastaðamenn Stefnt er ykkur fjalls í för; fjærri götuháska; æskunnar að auka fjör annan daginn páska. Komið árla, — kl. 7. á katlinum snetnma sýður. Komið einir. Komið 2, kaffið ykkar biður. Skák í þjóðfélagslegu sanihengi Eins og lesendur vita, þá hafa átök innan Skáksambands fs- lands verið mjög í fréttum síð- ustu vikur. Hafa þar verið mörg sjónarmið á lofti, en nokkuð mun hafa skort á að þessi mál væru skoðuð gegnum hlutlæg sjóngler vísindalegrar fréttamennsku. Sérfræðingur Helgar-Dags, víðlesinn um þessi mál sem önnur, mun nú bæta úr þessu. Ekki er öll vitleysan eins í okk- ar hrjáða landi. Skákhreyfingin, sem um áratuga skeið hefur legið í þjóðfélagslegu dái og ekki snúist um annað en peðsfórnir og kóngsindverska vörn, er nú loks- ins, fyrir tilstyrk nokkurra mætra manna, að vakna til meðvitundar um þjóðfélagslegt samhengi skáklistarinnar. Núorðið eru menn jafnvel farnir að spyrja mótherja sinn spjörunum úr áður en þeir hefja taflið: „Ekki vænti ég að þú sért kommónisti?“, eða: „Hvemig líst þér á Blöndu- virkjun?“, eða jafnvel: „Telur þú að landsmenn ættu að hafa einn sameiginlegan lffeyrissjóð?“. En hið undarlega er, að fjöldi manna, innan skákhreyfingar- innar og utan, írafárast heil ósköp út af þessu og kallar pólitískan áróður. Þetta eru einkum kommónistar og framsóknar- menn, en þeir eru flestir ómögu- legir skákmenn. Til þess að svara þeim árásum sem hinir þjóð- félagslega sinnuðu hafa orðið fyrir, hefur einn þeirra, Hnalldór Hrókdal, leitað á náðir mínar. Hnalldór kvartar undan því að hafa ekki fengið inni í blöðum sem styðja Framsókn og komm- ónista, enda eru þau á móti þjóðfélagslegu samhengi hlut- anna. Hnalldór var í allmiklu uppnámi þegar hann kom til mín, en eftir að ég var búinn að gefa honum mjólkurglas og róa hann svolítið niður, hóf hann frásögn sína. Er hún birt hér orðrétt: Sovéskur alræðis- skákstíll „Sko, það er ekki rétt sem þeir voru að segja í einhverju sér- pöntuðu viðtali í Þjóðviljanum, að ég hefði ekkert vit á skák og hefði ekki nærri henni komið. Staðreyndin er sú að ég hef oft horft á þá Pálma og Garðar tefla í Kringlunni. Pálmi er betri, enda sjálfstæðismaður. Svo vil ég segja að það er helber lygi að ég hafi sagt að biskupinn megi hoppa yfir peð, og hrókurinn má það ekki heldur. Svo vil ég segja það, að menn verða að vara sig á kommónistum. Þeir eru vara- samir skákmenn og reyna oft að svindla. í þjóðfélagslegu sam- hengi er það þeirra markmið að sölsa undir sig völdin í skák- hreyfingunni og þvinga alla landsmenn til þess að tefla hinn sovéska alræðisskákstíl. Ef menn vilja það ekki, þá verða menn bara sendir austur í Síbiríu. Ég hef þetta eftir fyrrverandi for- manni Skáksambandsins. Ég get líka sagt það, að ég hef alltaf stutt skákhreyfinguna með ráðum og dáð og horfi oft á þegar aðrir eru að tefla. Þá hef ég oft stungið upp á ýmsum góðum leikjum, en menn gera bara ekkert með svo- leiðis ef það kemur ekki frá framsóknarmönnum eða komm- ónistum. Afleikir framsóknar- manna Við höfum alltaf notað lýð- ræðislegar aðferðir til þess að reyna að ná völdum í skákhreyf- ingunni. En þær eru leynilegar til þess að kommónistar viti ekki hvernig við ætlum að fara að. Svo vil ég segja það, að það er aldrei að vita nema ég taki þátt í móti á næstunni, ég gæti t.d. hugsað mér að byrja í kvennaflokki, en bara ef engir kommónistar eru með. Þeir tefla svo leiðinlega og leyfa manni aldrei að vinna. Ég vil líka taka það fram að við Friðrik er- um bestu vinir, ég vinn hann oft í lúdó. Kortsnoj er líka vinur minn, hann hefur sagt mér margar ljótar sögur af kommonum. Ég segi honum góðar sögur af ýmsum afleikjum framsóknarmanna í staðinn.“ Leynilegar lýðræðis- aðferðir Þegar hér var komið sögu var Hnalldór orðinn svo klökkur að ég varð að biðja hann að taka sér hvíld. Síðan ræddum við eilítið um hin ýmsu pólitísku blæbrigði skákarinnar og komumst að mjög áhugaverðum niðurstöðum. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að vekja athygli skákmanna á því að um leið og þeir setjast niður til þess að tefla skák, eru þeir líka að fremja athöfn sem er í órjúfan- legu samhengi við þjóðfélagsleg- ar staðreyndir. Ef þú t.d. ert að tefla við skákmann úr liði þeirra KGB-manna sem við Hnalldór erum að reyna að bola úr embætti með leynilegum lýðræðisaðferð- um, þá er ekki bara verið að tefla upp á mát, heldur um það hvaða þjóðskipulag á að ríkja á íslandi í framtíðinni. Með hverri skák sem KGB-menn vinna færist nær draumur þeirra um þjóðfélag mannvonsku og alræðis. Én þá er von að þú spyrjir, lesandi góður, hvernig get ég þekkt sauðina frá höfrunum? Jú, við Hnalldór höf- um svar við því. Pólitískur skákstíll Það er auðvelt að sjá á skákstíl manna hvar þeir standa á hinum þjóðfélagslega breiddarbaug. Framsöknarmenn hreyfa mest riddarana, til hægri eða vinstri eftir því hvoru megin þeir eru við Óla Jó. Kommarnir níðast mest á peðunum, leika þeim fram á borðið hið fyrsta og drepa grimmt. Þeir sækjast einkum eftir að drepa kónga og drottningar. Kratarnir skáka mikið og oft, þ.e. þeir sem tilheyra Vilmundararm- inum. Þeir sem eru í skítapakks- arminum tefla mest upp á gamla stælinn, leika mönnunum bara fram og til baka, reyng að spilla fyrir andstæðingnum. Sjálfstæð- ismcnn leika biskupunum ákaf- lega mikið, eiginlega fullmikið. Þ.e.a.s. Geirs-armurinn. Gunnars- menn halda hins vegar mikið upp á kónginn og passa hann vel, en snerta aldrei drottninguna. Alberts-ármurinn fórnar yfirleitt öllu sínu liði snemma tafls til þess að gera andstæðingnum til geðs, og svo máta þeir hann yfirleitt í restina. Ungir sjálfstæðismenn hafa mjög ófullkominn skákstíl, enda aðhyllast þeir frelsi og gleyma stundum að fylgja skák- reglum. Þeir sem eru í Matthías- ar-arminum, aftur á móti, tefla meira refskák, sumir meira að segja undir borðum. Þeir sem eru í Morgunblaðsklíkunni eru þó mestir skákáhugamenn, en alveg óvart og án þess að vita af því. Þeir láta aðra skrá sig í taflfélög og mæta á skákstað í grímu- búningi. Og þá eru aðeins eftir lokaorð Hnalldórs: „Leggið hinu þjóð- félagslega raunsæi lið og hafnið alræðisskákstílnum."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.