Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 1
Meðal efnis í blaðinu
Matargerð
„Þá er loksins komið að því, eftir 2ja ára
uppskerubrest,. að ribsið gefi góðan af-
rakstur,“ segír Margrét Kristinsdóttir í
upphafi þáttar síns. ^ ^
„Fannst ég vera hestur“
Viðtal við Kolbrúnu Kristjánsdóttur,
bónda í Rauðuvík í Árskógshreppi um
heima og geima en aðallega hesta.
Sjá bls. 4.
Föndur
heitir nýr þáttur í 'umsjá tveggja handa-
vinnukennara, þar sem leiðbeint er um
gerð einfaldra hluta, að þessu sinni m.a.
gleraugnahulsturs.
Sjá bls. 5.
Vísnaþáttur
„Heyri ég þegar hausta fer hóað uppi í
dölunum“ segir í einni af haustvísunum í
vísnaþætti séra Hjálmars Jónssonar.
Sjá bls. 5.
„Dagdvelja“
er þáttur Braga V. Bergmanns með gátum,
bröndurum og síðast en ekki síst krossgátu.
Sjá bls. 8.
Bréf að sunnan
„Það er ekki oft sem ég hef það á tilfinn-
ingunni í lok leiks, að fólkið í salnum ætli
bara ekkert heim,“ segir Jónas Jónasson
meðal annars í umfjöllun sinni um leikritið
„Jóa“ og þann boðskap sem það flytur.
Sjá bls. 8.
Sjónmenntir
eftir Helga Vilberg fjallar að þessu sinni
um sýningu á ljósmyndum Gunnars Rún-
ars Ólafssonar og heitir greinin „Ljós-
myndun er listgrein“.
^ia Dis. v#
Maður og umhverfi
Helgi Hallgrímsson segir álit sitt á risum í
fortíð og nútíð og leitar víða fanga.
Sjá bls. 10.
Noregspóstur
1 svarfdælskum stíl frá Atla Rúnari Hall-
dórssyni, þar sem m.a. er fjallað um
trimmæði Oslóarbúa og göngur og réttir í
heimabyggð höfundar.
Sjábls. 11.
íþróttir
„Ólíkt gengi KA og Þórs“ heitir grein Sig-
björns Gunnarssonar um nýlokna knatt-
spyrnuvertíð.
Sjá bls. 11.
„Hákur“
ræðir um þjóðþrifamálin af sinni alkunnu
visku og snilld — það skyldi þó ekki vera
kvennafrarhboð?
Sjá bls. 12.
Ostalager 1962 Ljósmynd: Gunnar Rúnar Ólafsson
.. ,.w Kurt Sonnenfeld:
Gestapo
pPL«!|||’Á bjargaði
mer
Sjá bls. 6-7