Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 4
„Mamma gekk með mig þegar
foreldrar mínir fluttust til
Reykjavíkur og þar ólst ég upp.
En ég hef alltaf haft brennandi
áhuga á öllum dýrum og þá
sérstaklega hestum. Ég var í
sveit á sumrin alveg frá því ég
man eftir mér, og fólkið að
Laxfossi í Borgarfirði sem ég
var hjá þegar ég fermdist, gaf
mér hest í fermingargjöf. Það
var minn fyrsti hestur.“
— Sú sem þetta mælir er Kol-
brún Kristjánsdóttir, bóndi í
Rauðuvík i Árskógshreppi. Kol-
brún hefur um langt árabil verið í
• hópi kunnustu hestamanna
landsins. Hún var lengi fremsti
knapi iandsins, og alla tíð frá því
hún man eftir sér hefur líf hennar
snúist meira og minna um hesta,
hestamennsku og fleira í þeim
dúr.
„Það gekk auðvitað á ýmsu
fyrst eftir að ég fór að umgangast
hesta eitthvað að ráði. Ég var
aldrei neitt hrædd við hesta eða
neitt í sambandi við hesta. Mér
fannst ég alltaf vera hestur sjálf
og lék mér sem hestur. Ég hef
bara verið eitthvert
furðufyrirbæri“
4 börn á 5 árum!
„Ég trúlofaði mig kornung og
eignaðist fjögur börn á fimm ár-
um, fór þá bara á hestbak þess á
milli" segir Kolbrún og hlær. „En
eftir það fór að fjölga hjá mér
hrossunum og ég eignaðist m.a.
geysilega góðan hest sem var bú-
inn að vera mörgum erfiður. En
ég hafði gaman að því að yfir-
vinna hann eins og maður segir
og gerði hann að félaga og vini.“
— Kolbrún stendur nú upp frá
kaffiboiðinu og sækir mynd af
þessum hesti, Frey. — „Ég
kenndi honum ýmislegt og hann
var mjög skemmtilegur. En hann
var „einsmannshestur" eins og
sagt er, og þoldi ekki aðra en mig.
En það var sorglegt hvernig fór
með hann, það var kveikt í hest-
húsinu þar sem hann var ásamt
öðrum hestum, og þar lét hann
lifið.“
— Allir þú fleiri hesta á þe.s utin
tima?
„Já, og var með fullt af hestum
fyrir aðra í tamningu. Ég man
varla hvenær ég byrjaði á því, ætli
ég hafi ekki byrjað á þvi osjálfrátt
einhvern veginn. Þetta var með-
fæddur áhugi, og svo hefur
reynslan kennt mér margt. Það
var verið að sækja mig á milli
„Ég hef
bæri.“
verið eitthvert furðufvrir- „Ég var aldrei neitt hrædd."
„Ég átti að verða karl en ekki kona.“ „Hingað er ég komin og hér verð ég.“
Knapadrottning“
— Nú ert þú serwilega þekktust
sem knapi á kappreiðum hér áður
fyrr, er það ekki?
„Jú, ætli það sé ekki svo. Ég
byrjaði að hleypa í keppni 1962
Annars er það svo skrítið að
kappreiðadeillan er enn fyrir
hendi því í dag þegar ég er að
horfa á kappreiðar lifi ég mig al-
veg inn í þetta allt saman. Ég fór í
sumar að gamni mínu í Víða-
vangshlaupið hjá þeim í Létti sem
geta fjölgað þeim verulega. „En
ætli það verði ekki undir efnum
og aðstæðum komið hvað ég get
gert í því í haust. Ég hefði viljað
setja á 20 gimbrar en sennilega
verð ég að láta mér nægja helm-
ing þess.“
„Fannst ég alltaf
vera hestur sjálf“
— segir Kolbrún
Kristjánsdóttir
hestamaður og
bóndi í Rauðuvík
og þetta var mín vinna í nokkur
sumur, að þjálfa og hleypa hest-
um í keppni, ég man að ég var
með 12 hesta eitt vorið. En þetta
hefur breyst. Nú mega knapar
ekki vera nema með einn eða tvo
hesta. Það er líka búið að breyta
reglunum varðandi þyngd knap-
anna, nú eru þetta mikið krakkar
sem hleypa hestum í keppni. En
ég man eftir því einu sinni að ég
þurfti að vera með sérstaklega
þung ístöð vegna þess að ég náði
ekki þeirri lágmarksþyngd sem
knapinn þurfti að fylla.“
— Hvað séttir þú mörg fs-
landsmet á þínum ferli sem knapi?
„Það var ekkert verið að hugsa
um nein íslandsmel þá. Það var
meira hugsað um vallarmetin. En
þessir klárarsem ég var með voru
yfirleitt í fyrsta sæti og það var
voðalega gaman að þessu."
Kolbrún og Snotra bregða á leik í cldhúsinu.
gestur, eljan og áhuginn er svo
mikill að ég þurfti endilega að
vera með.“
Hún Kolbrún bjó í Reykjavík
þar til fyrir ári síðan að hún
keypti jörðina Rauðuvík ásamt
manni sínum, Jóni Sigurðssyni.
Kolbrún sér þar alveg um bú-
skapinn, því Jón stundar
sjómennsku.
Mín jörö“
Kolbrún á Tígli, einum af hcstum heimilisfólksins i Rauðuvik. Ljósmyndir KGA.
bæja, biðja mig að fara á bak
þessum og hinum hestinum. Ég
var aldrei hrædd'.“
— Varst þú þá heðin að fara á
hak hestum sem karimönn lögðu
ekki i að eiga við?
„Já, jafnvel, og þá voru þetta
stundum hestar sem þeir kærðu
sig ekkert um að prófa, þeim
fannst betra að halda í þá og láta
mig fara á bak.“
— Komu einhver óhöpp fyrir í
kappreiðunum?
„Ég varð einu sinni fyrir því að
detta af baki. Það var á Hvíta-
sunnukappreiðum Fáks í 800
metra hlaupi. Ég kom illa niður
og braut á mér hendina. Þetta var
í eina skiptið sem ég datt af baki,
en ég lenti oft í því að „kramb-
úlera“ mig á hestum, var oft öll
sundur lamin, teigð og toguð.
„Þetta bar hálf einkennilega
að. Það hafði alltaf verið efst á
baugi hjá mér að komast i sveit,
eignst jörð. Svo var það í fyrra-
sumar að ég var að vinna með
fötluðu fólki á Reykjalundi, ég
var með hesta þar og fólkið reið
út og var það liður í endurhæf-
ingunni. Einn daginn var rigning
og mjög hráslagalegt veður og
fáir sem mættu og ég fór í kaffi
inn á kaffistofuna hjá læknunum.
Þá tók ég upp Tímann og fór að
lesa, og þar var þá jörðin Rauða-
vík á Árskógsströnd í Eyjafirði
auglýst til sölu. Og þegar ég sá
þetta þá varð mér-að orði: „Þama
er loksins komin jörðin mín“....;
— Þegar ég kom heim hringdi
Jón svo hingað norður, og eftir að
hann fór á sjóinn þá tók ég við og
hætti ekki fyrr en ég komst yfir
jörðina.“
— Er þetta góð jörð?
„Já það myndi ég segja. Húsið
er reyndar 83ja ára gamalt en
ósköp hlýlegt og notalegt. Og það
er mjög gott land hérna, gott tún
og gott beitiland.“
— Kolbrún er með 54 kindur,
og hún sagði það drauminn að
— Ert þú með kýr?
„Nei. Ég breytti fjósinu í
hesthús.“
— Þú sagðir áðan að maðurinn
þinn vœri sjómaður, sérð þú þá al-
veg um húið?
„Já hann var svo til ekkert
heima í fyrravetur, ég var ein með
soninn sem var reyndar í skóla á
Dalvík. Þetta var heilmikil gleði
hérna, ég var ein með þrjá hunda.
Hestamennimir hérna byrjuðu á
því að gefa mér hunda áður en
þeir fóru að gefa mér hesta
bölvaðir“ segir Kolbrún og hlær.
„Þeir fylltu húsið af hundum.“
— Heimilishundurinn, sem
reyndar er tík og heitir Snotra,
var viðstödd viðtalið, sýndi nú
Dagsmönnum hvað hún getur,
hún dansaði um eldhúsgólfið á
afturfótunum í þeim tilgangi að
reyna að ná sykurmola úr hendi
Kolbrúnar. „Það verður að reyna
að kenna henni eitthvað eins og
hestunum“ sagði Kolbrún.
— Er ekki erfitt að sjá um bú-
skapinn alein?
„Nei alls ekki, þetta er voða-
lega gaman og ég vil allt til þess
vinna að þetta geti gengið. Hing-
að er ég komin og hér ætla ég mér
svo örugglega að vera í
framtíðinni.“
„Keyrði vörubíl“
„Ég keyrði einu sinni vörubíl,
mér finnst miklu skemmtilegra að
stússast í einhverju svoleiðis en
standa yfir pottum og pönnum.
Ég ætlaði að fara að salta síld í
Reykjavík ásamt systir minni en á
staðnum var traktor og þar var
bíll og ég var alltaf að gaurast í
þessu frekar en að vera í fiskin-
um. Það fór líka þannig að verk-
stjórinn fór að senda mig eitt og
annað og endirinn varð sá að ég
varð bílstjóri hjá honum í tvo
vetur. Ég sótti fisk bæði í Sand-
gerði og Grundavík og annað sem
til féll. Ég held að ég hafi alltaf
verið mikill strákur í mér. Ég
hefði örugglega átt að vera karl
en ekki kona og mér finnst af-
skaplega gaman að börnum en á
ekki nema fimm. Ég átti fjögur
börn þegar ég var 22ja ára svo
það var fullt af árum eftir til þess
að leika sér.“
— Hefur það ekkert háð þér við
búskapinn að hafa ekki mikla
krafta á við karlmann?
„Það reyndi mikið á mig s.l.
vetur en það kom ekkert upp sem
ég gat ekki klárað. En það er
enginn tími til þess að vera að
hugsa um þetta þegar gera þarf
ákveðin verk. Ætli það geti ekki
verið að það sem slítur manni
mest, sé það að maður gengur í
verk sem maður hefur ekki krafta
til en gerirsamt.“
— Þegar við stóðum upp frá
kaffiborðinu í Rauðuvík þótti til-
hlýðilegt að bregða sér í fjósið
fyrrverandi sem nú er orðið hest-
hús. Kolbrún lagði á bak einum
hesta sinna og tók smá reiðtúr í
túninu við bæinn.
ÁTTU TÓMSTUNDIR?
HEIMILI -
SKÓLAR
Kappkostum aö hafa ávallt
fyrirliggjandi efni og áhöld til
tómstundaiðju og hand-
mennta.
Opið laugardaga 10 til 12.
IHANDVERKI SIMI 250 20
^ STRANPGATA 23
4•DAGUR