Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 8
„DAGDVELJA“
Gátur
Þegar nóttin kemur, birtast þær.
Þegar dagurinn kemur, hverfa þær
og þó hefur enginn tekið þær.
Hverjar eru þetta?
Hvaða maður verður að fiski sé af
honum tekinn einn stafur?
Eg geng fram og aftur, upp og
niður, hef enga fætur og tugi
tanna og engan munn. Hver er ég?
Hvað er það sem sá blindi getur
séð, sá heyrnarlausi heyrt og sá
heimski hlegið af?
Tvö höfuð en aðeins tvær hendur,
sex fætur en aðeins tíu tær og að-
eins fjórar fætur á gangi. Hver er
þetta?
Ég heyri allt en sé ekkert. Hver er
ég?
Hvað er það sem þú getur skorið
með hníf, en eftir á sérðu ekki
hvar þú hefur skorið?
Hér á eftir koma svo nokkrar
gátur sem eru sérstakar að því
leyti að það eru alveg á mörkun-
um að þær standi undir nafni.
Þær byggjast nefnilega meira á
útúrsnúningum og sniðugheitum
heldur en þessar venjulegu.
1. Hvers vegna er hættulegt að
ráða gátur?
2. Hvað á maður að gera ef
maður vill ekki láta trufla nætur-
svefn sinn?
3. Hve lengi sefur asninn á nótt-
unni?
4. Hvaða eyja var stærst í heim-
inum áður en Grænland fannst?
5. Hve margir dagar eru í ári?
6. Hvert stefna fuglarnir?
, 7. Hvernig var hárið á egyptun-
um gömlu á litinn?
8. Ef maður slter klukku með
I hamri, verður maður þá sakaður
um að hafa ætlað að drepa tím-
ann?
9. I hvaða mánuði tala konurnar
minnst?
Lausnir á bls. 11.
— Þjónn! Hvað er þetta í súp-
unni minni?
— Spurðu migekki. Égerenginn
skordýrafræðingur.
— Þjónn! Það er maur í súpunni
minni.
— Já, fyrir þetta verð er nú ekki
hægt að fara fram á flugu.
*
— Þjónn! Ég fann þennan
flibbahnapp í súpunni minni.
.— Þakka yður fyrir, ég var orð-
inn vondaufur að finna hann.
*
Maðuí nokkur var orðinn þreytt-
ur á að bíða eftir mat sínum í
matsöluhúsi. Loksins gekk
þjónninn til hans og sagði: —
Fiskurinn yðar kemur rétt strax,
herra. Það glaðnaði yfir mannin-
um: — Segðu mér þjónn, hvaða
beitu notið þið.
■■■■MUBNBBBaiHaflBaBHHBDBa
Bragi V. Bergmann
Lyfsalinn
Þessar tvær myndir eru teknar af hillu í lyfjabúð, áður og eftir að
viðskiptavinur kom dag einn. Hvaða flaska hefur verið seld?
Tíu kubbar
Dragðu þrjár beinar línur og skiptu
þessum femingi í fimm parta sem
hver um sig inniheldur tvo laufafem-
inga.
Og þetta er álit mitt á nautaati!
Krossgátan
Eins og þið sjáið er nú komin krossgáta í Dagdveljuna og mun svo
verða framvegis. Vona ég að þessari nýbreytni verði vel tekið enda eru
margir þeirrar skoðunar að krossgáturáningar sé ein albesta dægradvöl
sem völ er á. Ráðning gáturnnar mun svo að jafnaði birtast í næsta
blaði á eftir.
(ATH! bUDu* U UbuulMiMM 'A GKMum'N
V Oi IXUÍIOUM /
DANÍIt
51
fatUOUM
HÁUítr
LltCA
8ÁTA'
ntLm
aiama
MANiI
A.ÐA
8'al
ftfÁÐ AR
ÚR-
koMA
HÍSTUR.
FEHSK
MEtHK
5NaKfi
MANNS-
NAFW
i-TJLLA
UPP
FOZIAMA
-m
Aup-
Lr/JQ
5AMTÉ.
Lif-
L'aTía/
H/tTTi/
SiöiSSö
rRibuR
S'OMA-
STVLk-
UUK
lTÍc
HMÍlis-
Fofámi
t, HBflKDl
MIAUW?
UNGUlBI
VAiKtU"
LfftRA
HoL
Hluti
HSrjds
HHTE.
KA m
Vlbut-
Hífui
RElf)
WARTA
&IAÐ-
IA/&-
HnmaaaiaBiiaiBBm
8.DAGUR
Bréf að sunnan
Jónas Jónasson
Hvar á
að geyma hann?
Kæri Hermann!
Síðustu tónar sumarsins. Haustið
byrjað að stilla út í görðum og
byrjar brátt litasýningar í laufum
trjánna. Um leið og þetta gerist í
náttúrunni, byrja menn að safna
til menningar vetrarins. Leikhús-
in opna dyr sínar og bjóða þér að
koma, sjá, njóta, gleðjast eða
hryggjast. Töfrandi heimur leik-
hússins, þar sem menn reyna að
sýna það sem ekki er, fela það
sem er, allt í einiim skrautpakka.
Leikfélag Reykjavíkur byrjaði
ballið hér með sýningu á leikrit-
inu Jóa eftir Kjartan Ragnarsson.
Ég fór að sjá þetta fyrir þína
hönd. Á fumsýningunni var —
eins og leikhúsfólk segir —
stemming. Það er ekki oft sem ég
hef það á tilfinningunni í lok
leiks, að fólkið í salnum ætli bara
ekkert heim. Lófatakið var eins
og foss og auðséð að það snart
LR-fólkið.
Leikurinn gerist heima hjá Lóu
og Dóra, sem lifa í sínum sér-
heimi hvort um sig, í önnum að
vera og verða, dæmigert fólk síns
tíma. Hvort maður er sammála
þeim heimi er annað mál, sumir
eru víst af þeim gamla skóla og
mygla í sporum sínum og neita að
trúa sínum eigin augum að þetta
frelsi, sem eitt sinn tilheyrði körl-
um, skuli nú hlaupið í konurnar.
Svo er það hann Jói, karlmaður
að árum, barn í huga og sinni og á
auðvitað hvergi heima í nútím-
anum. Afgangs. Þó er Jói ekki svo
fatlaður að allir telji hann eigi
heima á hæli, ef það finnst. Jói
hefur verið háður móður sin'ni, en
nú deyr hún, eins og gerist, og þá
er fokið í flest skjól fyrir Jóa,
nema hann hefur ætíð unað sér
vel hjá systur sinni, Lóu og Dóra
hennar.
Afgangurinn af fjölskyldu Jóa,
er eigingjarn massi, sem má ekki
gefa frá sér sitt frelsi, heldur gerir
kröfur til Lóu sem er kona og....
skilurðu?
Annars ætla ég að hafa það
eins og við töluðum; vera ekki um
of að rýna, heldur segja þér af
leikhúsinu í Iðnó eins og í al-
mæltum tíðindum.
Kjartan Ragnarsson er tví-
mælalaust sá höfundur leikhúss
sem mest er að marka um þessar
mundir. Þessi sýning ber einnig
vott góðum leikstjórahæfileikum
og að mínu mati er öll umgjörð
verksins er til sóma. Leiksviðið,
heimili Lóu og Dóra, alveg eins
og ég kannast við úr eigin vina-
hópi, þar sem bæði vinna úti,
hann málar af kappi í sína fyrstu
sýningu og Lóa á von á frama frá
útlöndum smá tíma, meðan
styrkur til dvalar eyðist upp.
Sagan af Jóa, þessum andlega
fatlaða pilti sem er líkamlega
maður en náði ekki að þroskast
eðlilega, býr ekki yfir neinni
lausn á slíku vandamáli: Hvar á
að geyma hann? Ég veit ekki af
hverju fólk er alltaf að gera þá
kröfu til rithöfunda að þeir leysi
milljón ára gömul vandamál
mannkyns rétt si svona, með
leikriti, sögu eða ljóði. Kjartan
opnar tjöldin ögn og þá hefur
margt gerst. Þegar svo hann
dregur fyrir er heilmikið eftir.
Hann hefur gefið okkur litla
mynd sem er þó örlagarík fyrir þá
sem eru í henni. Texti Kjartans er
ákaflega eðlilegur og kannski of
látlaus fyrir suma, jafnvel ég gæti
kosið meiri Pólsíu, ef það orð
segir nokkurn hlut um það hvað
ég á við. En leikhúsmaður er
Kjartan og Jói er leikhús í bestu
merkingu þess orðs. Ég efast um
að Kjartan hafi verið að skrifa
verk sem átti að geymast á prenti
og menn lesa í rúminu. Hann var
að gera leikhús, myndrænt, lit-
ríkt, hreyfanlegt. Leikarar hans
eru samofnir og gera hver um sig
afbragðsvel.
Þegar leiknum lauk, byrjaði ég
þegar að sakna þess að ekki var
meir. En sem leikhúsgestur var ég
þakklátur þeirri staðreynd að ég
hafði verið að horfa á leikrit, sett
á svið í leikhúsi, af leikurum og
starfsliði, ég var ekki að kaupa
miða að bók.
Tjörnin var eins og spegill.
Endurnar létu reka og fólk fór til
síns heima. Kannski var Jói þar
einhversstaðar.
Komdu nú suður sem fyrst að
sjá þetta góða leikhús. Vel er
byrjað og á eftir þessu kemur
O’NEILL; Umja álmviðir (Des-
úre Under the Elms) Þá verður
október næstum allur og ég kom-
inn úr fríi.
Skilaðu kveðju til LA og gam-
alla góðvina þar.
Jónas Jónasson.
Bridgestone
snjóhjólbarðar
Nú eru komnar flestar stærðir og gerðir af Bridge-
stone snjóhjólbörðum — ath. sama verð og í
Reykjavík. Ennfremur eru til sölu sólaðir hjólbaróar
og fleiri gerðir hjólbarða.
Umboð fyrir Akureyri og nágrenni:
Hjólbarðaþjónustan
Hvannavöllum 14b, sími 22840.