Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 2
Alla leið meó
EIMSKIP
SIMI 27100
*
MATARGERÐ
Margrét Kristinsdóttir
þúert
ábeinni
línu til ReykjaviKur
einu sinni í viku
RIBSBER Á HAUSTDÖGUM
Venjulega er nú enginn í vandræð-
um með að koma hlaupinu út til
dæmis með kexi, eða með ristuðu
brauði og osti. Það er ómissandi
með rjúpunum um jólin, með
svínasteik og út í rauðkálið þegar
það er soðið. Saftin er fín í grauta
eða sem útálát, eða í smástaupi til
að taka á eftir lýsinu, því hún tekur
lýsisbragðið svo vel, það á reyndar
við um krækiberjasáftina líka.
Hlaup úr ribsberjasaftinni er líka
mjög gott með grænmetissalötum,
eða sem ábætisréttur. Það er búið
til á eftirfarandi hátt:
4 dl ribsberjasaft
3-4 blöð matarlím
8 msk. ribsber (má sleppa)
Matarlímið er linað í köldu vatni,
brætt yfir gufu og blandað saman
við saftina og berin. Hellt í litil eðat
stór mót sem áður hafa verið skol-
uð vel úr köldu vatni.
Ribsberin eru líka mjög falleg til
skreytinga, bæði á tertur og ábæt-
isrétti. Rauð berin eru þá losuð af
greinunum, skoluð vel og þerruð.
Síðan er þeim velt upp úr sykri og
fryst í litlum pokum. Þannig
geymast þau fram á næsta ár.
í lokin er svo hér uppskrift af
verulega fínum ábætisrétti þar sem
ribsberin koma við sögu, ný eða
frosin.
Möndlu-rjómarönd
með ribsberjum.
100 g möndlur
2-3 msk. smjör
5 blöð matarlím
Vi I rjómi
3 msk. sykur
2 tsk. vanillusykur
Fylling:
Vi kg ribsber
100 g sykur
e.t.v. 3-4 msk. appelsinulíkjör
Saxið möndlurnar fínt og ristið
helminginn af þeim í smöri. Látið
þær á eldhúspappír. Leggið matar-
límið í kalt vatn, linþeytið rjómann
með sykurtegundunum og blandið
órisíuðu möndlunum saman við.
Bræðið matarlímið og hellið því
ylvolgu saman við rjómann. Skolið
hringmót með köldu vatni og setjið
rjómann í. Kælið í 1-2 tíma. Takið
ribsberin af greinunum, skolið þau
og setjið í skál í lögum, stráið sykri
á milli. Hellið líkjörnum yfir ef
honum er ekki sleppt. Losið rönd-
ina gætilega úr mótinu og hvolfið
henni á fat. Fyllið miðjuna með
berjunum og stráið ristuðu möndl-
unum yfir.
Þá er loksins komið að því, eftir 2ja
ára uppskerubrest, að ribsið gefi
góðan afrakstur. Að vísu eru berin,
þegar þetta er skrifað græn að
mestu leyti, en eins og einn ágætur
nágranni minn í Innbænum kenndi
mér má búa til fyrsta flokks hlaup
og sultu úr grænum berjum, séu
þau þroskuð, þó litinn vanti.
Bragðið er það sama og fyrir þá
sem eru feimnir við grænt ribs-
berjahlaup má setja nokkra dropa
af ávaxtalit í suðuna. Ribsberin eru
C-vítamínauðug og þó að dálítið af
því fari til spillis í suðunni er tölu-
vert eftir í hlaupi, sultu og saft. Það
er því fullástæða til að nýta allt það
ribs sem fyrirfinnst í görðum og er
það hreint ekki lítið.
Nokkrar almennar reglur um
sultugerð.
1) Notið nýtt og óskemmt hráefni.
2) Hafið öll áhöld og ílát vel hrein.
3) Hitið hrein glös og flöskur f 100°C
heitum ofni í eina klukkustund fyrir
notkun. Hafið rifu á ofninum á meðan.
4) Þeim sem ekki liafa góða kalda
geymslu er ráðlagt að skola ilátin upp úr
„bctamon“-blöndu fyrir hitun.
Uppskriftir:
Ribsberjahlaup og saft.
Ribsberjaklasarnir eru skolaðir vel
úr köldu vatni, allt lauf hreinsað í
burtu og settir í rúmgóðan pott.
Síðan er vatn sett á, svo mikið að
það sjáist í vatnið þegar hendi er
þrýst ofan á berin. Soðið í luktum
potti í 7-10 mínútur. Strengið
hreinan léreftsklút á pott eða skál
(t.d. með þvottaklemmum), hellið
öllu úr pottinum á klútinn og látið
síga vel af berjunum í 1-2 klukku-
stundir. Mælið saftina og setjið 1
kíló af sykri móti lítra af safa.
Sjóðið safann með helmingnum af
sykrinum fyrst í 7 mínútur, síðan
með því sem eftir var af sykrinum í
7 mínútur eða eftir þörfum. Með
því að taka smáprufu á undirskál
og snöggkæla má sjá hvort safinn er
nægilega soðinn. Ef prufan hleypur
ekki, verður að sjóða lengur. Veiðið
svo alla froðu vel ofan af og setjið á
heit þurr glös. Bindið yfir og merk-
ið daginn eftir.
Hratið sem eftir er í léreftsklútnum
er nú sett í pott, vatni hellt yfir og
soðið í 15 mínútur. Saftin er þá síuð
í gegn um léreftið og nú má vinda
klútinn vel, svo ekkert verði eftir.
Mælið síðan safann og setjið
400-500 g af sykri á móti 1 lítra.
Hrærið vel saman sykur og safa og
setjið á heitar þurrar flöskur.
Með aukinni strandferðaþjónustu býður Eimskip þér beint samband við Reykjavík, Akureyri og
'ísafjörð einu sinni í viku. Hálfsmánaðarlega er einnig siglt á Siglufjörð og Húsavík og þannig
haldið uppi tíðum og öruggum strandferðum.
Við flytjum fyrir þig jafnt stóra vöru sem smáa í gámum eða frystigámum sé þess óskað. Eimskip
annast að sjálfsögðu flutning alla leið á áfangastað ef það þykir henta, bæði hérlendis og erlendis.
Reykjavík
Aðalskrifstofa Pósthússtræti 2
Sími 27100 - telex 2022
Innanhússímar 230 og 289
ísafjörður
Tryggvi Tryggvason
Aðalstræti 24
Simi 94-3126
Akureyri
Eimskip Kaupvangsstræti
Sími 96-24131 - telex 2279
Siglufjörður
Þormóður Eyjólfsson hf.
Sími 96-71129
Húsavík
Kaupfélag Þingeyinga
Sími 96-41444
Alla mánudaga frá Reykjavík
Á Akureyri alla miðvikudaga
Neytendur
Gerið einstaklega hagstæð haup á kjöti.
Afsláttur er veittur á verði ófrosins kindakjöts, sem
keypt er gegn staðgreiðslu í sláturtíðinni. Neyt-
endur eiga þess kost að kaupa kjöt með þessum
hætti í Sláturhúsi KEA. Jafnframt er vakin athygli á
að unnt er að gera hagkvæm kaup á slátri í slátur-
tíðinni.
Afslátturinn er veittur af ófrystu kjöti, þegar það er
keypt í heilum skrokkum. Við veitum kr. 3.50 í afslátt
af hverju kílói og það munar um minna. Kjötið er
hægt að fá sagað niður eftir óskum hvers og eins.
Kynnið ykkur nánar þessi kostakjör og
fyllið frystikisturnar fyrir veturinn.
Sláturhús KEA.
2.DAGUR