Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 7
KURT SONNEN- FELD kom til íslands árið 1935. Hann hóf þá þeg- ar starf í Reykjavík sem tannlæknir og hefur starfað síðan á Siglu- firði og á Akureyri, en á síðastnefnda staðnum hefur hann verið í 26 ár. Sonnenfeld er Þjóðverji — af Gyðingaættum. Sú staðreynd kom í veg fyrir að hann fengi að starfa í Þýskalandi Hitlers. Vcstan við hús þeirra hjóna við Möðruvallastræti hafa þau komið sér upp litlu gróðurhúsi. Sonnenfeld var þar með margvfsleg blóm og hann leysti starfsmenn Dags út með gjöfum — nánar tiltekið afleggjurum. Sonncnfeld á stofu sinni við Hafnarstræti. Stofan er í sama húsi og Dagur var til fjölda ára. Erlingur Davíðsson og Kurt Sonnenfeld drukku oft saman kaffi á þeim árum. Og við hverfum til ársins 1981. Viðmælandi Dags að þessu sinni er tannlæknirinn Kurt Sonnenfeld, en hann er Akur- eyringum að góðu kunnur eftir að hafa starfað hér í 36 ár. Sonnenfeld er viðræðugóður, broshýr og starfar enn fjórar klukku- stundir á dag þrátt fyrir að hann er kominn áttræðisaldur — orðinn 72ja ára gamall. Hann kom til landsins 30. ágúst 1935 með Brúarfossi. { vasa unga mannsins voru 50 danskar krónur, en hann skuldaði líka 100 krónur í Kaupmannahöfn. Kurt Sonnenfeld og kona hans Elísabet eru sjálfsagt íslenskari en margur Islendingurinn. Sjálfur segir Kurt að hann finni alltaf til heimþrár þegar hann er staddur erlendis — langi aftur heim til ís- lands. Og Kurt er ekki á því að hætta að læra enda þótt hann sé kominn á þann aldur sem venju- lega þýðir starfslok og hvíld eftir annasaman dag. Þegar við rædd- um saman kom nefnilega í ljós að hann hefur mikinn áhuga á að læra „eyrna- stunguaðferð“ Við Sonnenfeld sitjum í nota- legu kamesi sem er inn af tannlækningastofu hans. Það var enginn á biðstofunni. Sonnenfeld sagði mér að hann veldi úr þá sjúklinga sem hann vildi stunda. Það eru m.ö.o. dálítil forréttindi að láta hann annast viðhald tanna sinna. „Var Kátt uppi þegar ég kynntist kon- unni“ „Æ, ég er farinn að ryðga konunni.“ Sonnenfeld þagnar andartak og lætur hugann reika. „Sjáðu til, ég hitti hana uppi á Snæfellsjökli um hvítasunnu- helgina 1937. Hún er þýsk rétt eins og ég og kom til íslands skömmu fyrir 1930. Hún ætlaði að vera hér á landi í hálft ár eða svo og vinna á ljósmyndastofú, en það teygðist svolítið úr dvölinni eins og þú sérð. Annars töluðum við fyrst í stað bara íslensku og en það er sérstök grein nálastunguaðferðarinnar. „Ég skal segja þér að maður getur komist á svona námskeið úti og lært heilmikið. Ég ætla ekki að fara að praktisera, en ég hef alltaf haft áhuga á læknisfræði." — Hver urðu þín viðbrögð þeg- ar þér var meinað að starfa sem tannlœknir í Berlín? „Ég ætlaði fyrst að fara til Tyrklands því ég frétti að ég gæti unnið þar með þýsku prófi. En málið æxlaðist þannig að ég fór til Danmerkur. Þar gat ég fengið vinnu, en ekkert starfsleyfi. f Kaupmannahöfn komst ég að því að ég gæti hugsanlega féngið vinnu á íslandi. Þá voru aðeins 8 starfandi tannlæknastofur á ís- landi. Fréttina um hugsanlegt starf í Reykjavík fékk ég í heild- sölu, sem verslaði með tannlækningavörur, og þeir sögðu mér þar að honum Jóni heitnum Benediktssyni vantaði aðstoðarmann. Ég tók mig til og skrifaði Jóni frá Kaupmannahöfn og sagði á póstkortinu að hann þyrfti ekki að ráða sér aðstoðar- mann. Ég væri á leiðinni. Jón var reyndar ekki á íslandi um þessar mundir heldur í Kaupmanna- höfn eins og ég, en það frétti ég ekki fyrr en síðar. Ég kom fimm dögum fyrr til Reykjavíkur en Jón, sem fór beint til Landlæknis þegar hann kom og sótti um starfsleyfi handa mér. Þarna var ég í fimm ár.“ dálítið í þýskunni" segir Sonnenfeld í miðju kafi. „Ég finn það á efri árum að orðin koma ekki jafn fljótt og ég þarf á þeim að halda." — Þii hefur þó vœnlanlega haft nœg not fyrir hana eftir að þú komst til íslands? „Já, það var töluvert um Þjóð- verja á íslandi á þessum tíma. Við stofnuðum nokkrir t.d. hreyfingu sem var á móti Hitler, en það voru líka nægir með honum. Eitt sinn var ég í Skíðaskálanum í Hvera- dölum og þá bar svo við að þar var fullt af þýskum nasistum, ásamt manni af kafbáti. Þeir voru þarna í för með dóttur þýska ræðismannsins í Reykjavík, dr. Gerlachs. Ég hafnaði í sama bíl og þetta fólk á leiðinni til Reykjavíkur og það byrjaði strax að kyrja stríðssöngva sem voru á móti Gyðingum. Daginn eftir að við komum til Reykjavíkur fór ég til ræðismannsins og sagði hon- um að ef ég fengi ekki frið þá myndi það heyrast víðar. Eftir það talaði enginn Þjóðverjanna við mig. Sumir t.d. fóru yfir á hina hlið götunnar ef þeir mættu mér. Einn kunningja minna talaði þó áfram við mig en hann leit alltaf flóttalega í kringum sig á meðan. Ég sagði honum að hann skyldi ekki vera að þessu, mér líkaði of vel við hann til þess að vera þess valdur að honum yrði gert mein.“ Þess var ekki getið í upphafi að þegar Sonnenfeld kom til íslands var hann ólofaður. Konuna fann hann hér á landi — en hvar? „Ég er vanur að segja að ég hafi verið hátt uppi þegar ég kynntist það leié dágóð stund áðui en við uppgötvuðum aé við kunnum annað tungumál sem við vorum svolítið betri að tala. Konan mín er af „hreinunT' þýskum ættum svo við brutum hin frægu Núrnberglög þegar við gengum saman í hjónaband.“ Var bjargað af Gestapo! Foreldrar Sonnenfelds bjuggu í Brelín og skömmu áður en önnur heimsstyrjöldin skall á, fór hann utan til að heimsækja foreldra sína. Hann var kominn til Dan- merkur og ætlaði að taka ferju þaðan yfir til Þýskalands. Þegar hann var kominn um borð vék sér að honum Gestapomaður, sem vildi fá að sjá nánar passann hans. „Gestapomaðurinn spurði mig hvort ég væri Gyðingur og að sjálfsögðu svaraði ég því játandi. Hann varaði mig við því að fara yfir til Þýskalands og sagði að hann yrði að handtaka mig þegar við værum kofnnir yfir miðlín- una, þ.e. nær Þýskalandi. Þessi ágæti maður hjálpaði mér síðan með töskurnar mínar niður land- ganginn. Ef ég hefði farið yfir og verið handtekinn má gera ráð fyrir að ég hefði verið sendur 1 svokallaðar „skólabúðir", en maður veit jú hvers konar búðir það voru í raun og veru. Já, ég rétt komst niður á bryggjuna áður en ferjan fór af stað. Tilfellið er að stundum var ágætis fólk í Gesta- po. Það var fólk sem vildi ekki víkja úr starfi fyrir einhverjum rumpulýð.“ Það leið langur tími áður en Sonnenfeld hitti ættingja sína á Við skulum hverfa ögn aftur í timann. Sviðið er Berlin árið 1935. Um þessar mundir áttu nas- istar miklu fylgi að fagna og æs- ingamenn óðu uppi. Þjóðlífið var gegnsýrt af undarlegri hugmynda- fræði, sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Nasistar voru andsnúnir Gyðingum eins og milljónir af þeim kynþætti fengu að kenna á síðar, en árið 1933 höfðu nasistar hafið aðgerðir gegn Gyðingunum. Þær voru e.t.v. ekki eins opinskáar og nokkrum árum seinna, en mörgum er enn í fersku minni sú meðferð sem þeir fengu. Þann 13. mars 1935 lauk ungur maður embættisprófi í tannlækningum. Þessi ungi maður átti föður af Gyðingaættum, en móðir hans var þýsk. Raunar mátti segja hið sama um föðurinn þvi ættmenn hans höfðu búið um 300 ára skeið í Þýskalandi. Leng- ur en ætt Hitlers. Vegna ætternisins gat ungi maðurinn ekki fengið atvinnu í Þýskalandi. Og vegna hins sama hafði hann hvað eftir annað orðið fyrir aðkasti í menntaskóla. Það var líka ætternið sem kom í veg fyrir að hann fengi inngöngu í þýska herinn eins og hann sótti raunar um. Hins vegar var það líka maður úr Gestapo sem nokkru síðar bjargaði þessum unga tannlækni, en það er önnur saga, sem sögð verður hér á eftir. Með 50 danskar krónur í vasanum 6.DAGUR HaaauganHBHBBBH nýjan leik. Foreldrar hans þrauk- uðu af stríðsárin í Berlín, en bróðir hans var settur í fanga- búðir í október 1944. Sá slapp lifandi, en ástæðan yar sú segir Sonnenfeld, að skömmu áður en átti að flytja bróðirinn í útrým- ingarbúðir, var gerð loftárás á járnbrautarlínuna til þeirra. „Pabbi dó í desember 1945, en mamma kom hingað til íslands um jólin 1948. Bróðir minn kom hins vegar í janúar 1949. Þau bjuggu hér í 10 ár, en eru bæði jörðuð í kirkjugarðinum á Akur- eyri. Hélt að Islendingar væru hreinræktaðir — Hvernig féll þér við íslend- inga? „O, bara vel. Ég kynntist nokkrum þegar í Kaupmanna- höfn, en eitt kom mér á óvart. Þýskalandi hafði maður heyrt um að íslendingar væru sérstaklega hreinræktaðir ef svo mætti að orði komast, en 1 Reykjavík sá ég minna af fólki með „norrænt" útlit en í norður- Þýskalandi. urnar fyrir því að Kurt Sonnen- feld kom til landsins. Þau hjón fluttu til Siglufjarðar, en þaðan lá leiðin til Akureyrar. Á Siglufirði keypti Sonnenfeld hús fyrir kr. 35.500 og bjó á Siglufirði til ársins 1945. „Ég var í stöðugu rifrildi við bæjarstjórann. Ég hafði gengið í Tannlæknafélag íslands og fór norður með verðskrá félagsins og þeim á Siglufirði fannst hún ansi há. Ég fór sem sagt að lögum og þá var mér hótað. Bæjarstjórinn sagði að það væri sko auðvelt að fá annan. Þeir voru svolítið skrýtnir. Eitt sinn þurfti ég menn til að ganga í ábyrgð fyrir mig. Það var þegar ég var að kaupa húsið. Ég fékjc að lokum 4 ábyrgðarmenn, hvern úr sínum flokki. Hálfu ári síðar gekk bæj- arstjórn í miklu hærri ábyrgð fyrir þurfaling nokkurn! En þegar ég var búinn að selja kom til mín bæjarfulltrúi og spurði hvort væri satt að ég væri búinn að selja og sagði ég að svo væri. Þá sagði hann: Þú mátt ekki fara. Bærinn verður að_ kaupa á Siglfirðingum og Akureyring- um. Siglfirðingar voru eins og ein fjölskylda og stóðu vel saman ef með þurfti. — Hvernig var að starfa sem tannlœknir á þessum árum? „Það var ágætt. Mér hefur all- taf líkað starfið vel og ég hef enn gaman af því. Það var svolítið .sérstakt fyrstu árin þegar engir sérfræðingar voru komnir til sög- unnar. Þá urðum við að fást við ýmisleg vandamál sem venjulegir tannlæknar þurfa ekki að eiga við lengur. Eitt sinn var ég t.d. kallaður upp á sjúkrahús vegna kjálkabrots. Ég hef fengið mun meiri þjálfun en tannlæknar er- lendis þar sem þeir eru oft í því sama. Einn þekki ég í Ameríku sem fæst einungis við rótarað- gerðir! Aðrir draga bara tennur eða hafa sérhæft sig í endajöxlum. Herr Kurt Gustav Sonnenfeld, - - - geboren am 3. August 1909 in Köln-Lindenthal(itheinpr.),- - hat die zahniirstliohe Priifung auf Grund der Priifungsordnung fiir Zahnarzte vom 15. Harz 1909 nebst Nachtragen vor dem Priifungs- aussohuB in B e r 1 i n abgelegt und am 14. Pebruar 1935 mit dem Gesamturteil " g u t " bestanden. Umfang und Ergebnis der Priifung im einzelnen: Allgemeine Pathologie (Absohnitt I) Urteil sehr gut Zahn-und Mundkrankheiten (Abschnitt II) Urteil gut Konservierende Behandlung der Ziihne(Absohnitt III)Urteil gut Chirurgie der Zahn-und Mundkranlcheiten (Absohnitt IV) Urteil genugend Zahnersatzkunde (Absohnitt V) Urteil geniigend Hygiene (Absohnitt VI) Urteil gut. Duroh die Ablegung der zahnarztliohen Priifung hat Kurt Sonnenfeld - abgesehen von dem Nachweis der deutsohbliitigen Ab- stammung - die Voraussetzungen fiir die Au3iibung des zahnarzt- liohen Berufes im Deutsohen Reiohe erfiillt. Diese Besohoinigung gilt nicht als Approbationsurkunde. B e r 1 i n, den 4. Dezember 1936. Der Reioh3-und PreuBische Minioter des Innern. Beschoinigung. Im Auftrag t/Az-. Það kemur fram á þessu skjali að Kurt Sonnenfcld hefur lokið prófi sem tann- læknir en á þó eitt eftir áður en hann getur hafið starf i Þýskalandi. Hann hefur ekki getað fært sönnur á að hann sé „hreinn“ Þjóðverji. handa þér gott húsnæði.“ Hitler hélt þetta líka þangað til hann fékk skýrslu um málið frá sínum mönnum í Reykjavík. Þá fór víst mesti glansinn af Islend- ingum. En Islendingar komu vel. fram við mig og voru mér hjálp- samir. Ég gat talað við fólk á dönsku, en hana lærði ég svolítið í Danmörku. Eftir að ég fór að vinna á stofunni hjá Jóni Bene- diktssyni skrifaði ég niður á fs- lensku það sem mest var notað þegar sjúklingar komu, en það var eins og það passaði aldrei. I einkatíma gekk ég og reyndi að læra málið. Ég held þó að einn kennarinn hafi lært meira í þýsku en ég í íslensku. — Saknaðir þú aldrei Þýska- lands? „Nei, það gerði ég ekki. Og þó, e.t.v. var það umhverfið sem ég saknaði. Ég var óvanur landslagi eins og er fyrir sunnan, en þetta vandist allt fljótlega. Sú Berlín sem ég þekkti hefur líka breyst mikið. Ég kom þangað aftur árið 1955. Þeir skólar sem ég hafði verið í, þau borgarhverfi sem ég þekkti, og þeir staðir sem ég hafði farið á höfðu allir breyst. Allt hafði verið sprengt í rústir. En Berlínarbúar höfðu ekki breyst. Þeir voru jafn kjaftforir og áður. — Kjaflforir? „Já, það hefur lengi loðað við Berlínarbúa að búa yfir sérstakri tegund gamansemi, vera kjaft- forir. Ég er víst þannig ennþá.“ Svolítið skrýtnir á Siglufirði Og stríðið kom — Bretar héldu til Islands og hernámu landið. Margir Þjóðverjar, búsettir á fs- landi voru sendir í fangabúðir, en Sonnenfeld og kona hans sluppu. Franski konsúllinn hafði haft skrá yfir Þjóðverja á íslandi og honum var kunnugt um ástæð- — Fórstu þá beint til Akureyr- ar? „Já, og keypti húsið númer 11 við Möðruvallastræti. Fyrstu árin var ég með stofuna heima, en það var ekki alveg nógu heppilegt. Vegna herbergjaskipunar varð ég að nota borðstofuna sem bið- stofu. Ég fékk því fyrst leigt þar sem nú er Hótel Akureyri. Síðar leigði ég 1 Hafnarstræti 90 og kom hingað með stofuna 1955.“ — „ Voru tœkin ófullkomin sem þið höfðuð? Nei. Þegar ég byrjaði á Siglu- firði keypti ég gömul tæki af gömlum tannlækni fyrir austan, en auk þess fékk ég nýjan stól frá Englandi. Gamla borvél fékk ég sem ég gaf fyrir nokkru manni sem ætlar að nota hana í trjá- skurð. Þú sérð að það eru ýmisleg not hægt að hafa af þessum tækj- um. Þegar ég kom til Akureyrar fékk ég mér ný tæki. Þau eru í sjálfu sér ekki svo ólík því sem nýjast gerist og best. Hraðborirnir eru nánast það eina sem nýju tækin hafa framyfir, auk betri, og stundum sterkari, sogtækja. Ég er mættu vera hreyknir af. „En ég vinn ekki eins lengi og áður. Nú læt ég mér nægja að vinna 4 tíma á dag. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað við að vera. Ellilaunin nægja til að borga húsaleiguna." Nálastunguaðferðln læknaði konuna — Ætlar tannlœknirinn Kurt Sonnenfeld að fara að draga sig í hlé. Njóta elliáranna? — Nei, maður verður vitlaus ef maður hefur ekkert að gera,“ segir Sonnenfeld og leggur á- herslu á orðin. Og hann minntist aftur á „eyrnastunguaðferðina.“ „Þannig er mál með vexti að kona mín er slæm í baki og í fæti og lengi vel þjáði þetta hana Hér hafa þau hjónin komið sér fyrir f stofunni. „Við sitjum hér sagði Sonnenfeld. á kvöldin og horfum á sjónvarpið eða lesum. Við lesum mikið,“ — Sú þjóðsaga gengur að Ak- ureyringar séu seinteknir. Gœtir þú samþykkt hana? „Mér líkaði strax vel við þá, annars voru þeir á Siglufirði búnir að vara mig við — sögðu að Akureyringar væru stífir. Það held ég að sá ekki rétt, en máski eru þeir eitthvað seinteknir. Hins vegar fer það eftir hverjum og einum hve fljótt hann kynnist fólki. En ég varð var við einn mun búinn að koma hraðbor fyrir á gömlu tækjunum mínum.“ — Þ.ú stendur við vinnuna, en flestir ef ekki allir aðrir tannlœknar sitja á sérstökum stól- um. Er ekki betra að sitja? „Mér finnst vont að sitja lengi og kann betur við að standa. Nei, ég fæ enga æðarhnúta,“ og til að sanna orð sín dregur Sonnenfeld upp aðra buxnaskálmina og við blasir fótleggur, sem yngri menn mikið. Fyrir nokkrum árum vor- um við stödd á skemmtiferða- skipi og fyrir tilviljun þekkti ég skipslækninn. Þegar hann heyrði um sjúkleika konu minnar sagði hann mér að um borð væri þýskur eyrnastungusérfræðingur — Sonnenfeld gerir hlé á máli sínu og sýnir blaðam. hvar nálarnar eru settar í eyrun. — „Konan átti erfitt með að komast á milli hæða, en fór samt í sjúkrastofuna og sérfræðingurinn setti nokkrar nálar i hægra og vinstra eyra. Hún stóð upp skömmu síðar og kenndi sér einskis meins. Þetta dugði í tæp 2 ár. Hún hefur farið tvisvar síðan og hefur ekki fundið til í baki eða fótum. Áður þurfi hún sterk verkjameðöl sem hún átti erfitt með að þola, en sem betur fer hefur verið hægt að leggja þau öll til hliðar núna.“ — Heldur þú að þú farir utan til að lœra þessa aðferð? „Það er aldrei að vita. Svona námskeið tekur ekki nema nokkra mánuði. Ef ég geri þetta þá verður það bara í gamni - ekki til þess að fá neitt leyfi. Ég hef alltaf haft áhuga á læknis- fræði, en á sínum tíma sat ég í fyrirlestrum fyrir almennt lækna- nám. Ég hef reynt að fá íslenska lækna til að fara á svona nám- skeið, en það hefur ekki tekist.“ — Ef þú vœrir ungur maður á nýjan leik og mœttir velja þér lifs- starf myndir þú gerast tannlœkn- ir? „Því ekki það. En áður en ég ákvað að læra að verða tannlæknir hafði ég fullan hug á að gerast tæknifræðingur með vega- og brúarlagningu fyrir járnbrautir sem sérgrein. En móðir mín átti frænda, sem starf- aði fyrir þýsku ríkisjárnbrautirn- ar, og hann sagði okkur að það borgaði sig ekki fyrir mig að leggja út í slíkt nám. Það var nefnilega varla nokkur Gyðingur sem fékk vinnu hjá því fyrirtæki. Tveimur árum áður en ég fór í háskóla var ég því ákveðinn í að hefja nám í tannlækningum. Það var, skal ég segja þér, bara ágætt. Þegar ég var í náminu kom sú fyrirskipun að Gyðingarnir í deildinni skyldu vera sér og að þeir þýsku mættu ekki blanda of miklu geði við þá. Við vorum fáir Gyðingarnir og það var alltaf nóg pláss við vinnubekkinn hjá okk- ur, en of þröngt hjá hinum. Stundum komu þeir til okkar en dvöldu aldrei lengi.“ Það heyrist einhver umgangur á biðstofunni. Þar situr kona sem biður þess að Sonnenfeld taki úr henni bráðabirgðafyllingu og ljúki viðgerð á tönn í neðri góm. DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.