Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 12

Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 12
Símar Dags eru: 24166 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hermann Sveinbjörnsson. Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson. 24167 Auglýsingar og afgreiðsla: Jóhann Karl Sigurðsson. Útgefandi: Útgáfufélag Dags. 21180 Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri. Prentun: Prentverk Odds Björnssonar h.f. Úr gömlum Degi Jámaður undir læknis- aðstoð Að þessu sinni verður ekki farið ýkja langt aftur í tímann — við staðnæmumst við árið 1966 og lítum á forsíðu Dags þann 12. janúar. Fyrirsögnin hér að ofan er einmitt fengin úr þvi blaði, en fréttin var sem hér segir: „Nýlega var kallað á sjúkrabíl til að flytja slasaðan mann á sjúkrahús. Þegar komið var á staðinn lét sjúkling- urinn illa, var ölvaður með blæð- andi höfuðsár. Var hann þó fluttur á sjúkrahúsið, en þar þurfti að- stoð lögreglunnar til að koma, á meðan sár voru saumuð saman.“ Sigríður vaknaði Skömmu síðar var sagt frá því að þáverandi húsvörður iþróttahúss- ins, Sigriður Guðmundsdóttir, vaknaði við reykjarlykt. Leitaði hún elds, fann ekki en hringdi til slökkviliðsins. Rannsókn leiddi í Ijós að laus var eldur milli tveggja þilofna út frá raftengingu og var hann kominn í gegnum asbest- plötu, timbur og inn i tróð. Bæjarstjóm- arkosningar komu og fóm Laugardaginn 12. maí segir í stórri fyrirsögn: „Á morgun geng- ur fólk til kosninga með tvennt f huga: Kýs sér hæfustu menn til að veita bæjarmálunum forystu — og styður jafnframt þann stjórn- málaflokk sem einarðastur er gagnvart sunnlensku valdi og ásælni.“ Og miðvikudaginn 25. segir í annarri mun stærri fyrir- sögn: „Framsóknarflokkurinn stærsti flokkurinn á Akureyri.41 Þá var gam- an að versla Markaðurinn auglýsti i Degi í júni. Þá voru sumarpeysur ný- komnár, verð kr. 175,00. Brynjólfur Sveinsson h.f. auglýsti dönsku Hammersholuvindsæng- urnar og nú sending af skútugarni var komin i sömu verslun. „Billinn i ár er Dodge 1966“ sagði í aug- lýsingu og í annarri að kjörbúðir KEA hefðu ávallt til slög til rúllu- pylsugerðar. Sana h.f. vildi selja stórar 5 og 50 lítra glerflöskur og einnig tvær stæröir af eikartunn- um. Eflaust heppilegar fyrir bruggara nútimans. Breskur landhelgis- brjótur f lok júni kom varðskipið Ægir með breskan landhelgisbrjót til Akureyrar. Þetta var togarinn Northern Isles GY 149. Togarinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum varðskipsins. Var þá skotið að togaranum 4 lausum skotum og síðar 6 föstum skotum, sem lentu öll framan við togarann. Skip- stjórinn játaði brotið og hlaut 300 þúsund króna sekt auk niáls- kostnaðar. Ásmundur Jóhanns- son fulltrúi kvað upp dóminn, en meðdómendur hans voru Bjarni Jóhannesson og Þorstcinn Stefánsson. Jarðhitinn á Þeistareykj- um hefur aukist „En ckkcrt bendir til þess, að það sé fyrirboði eldgosa, segir Guðmundur Sigvaldason, jarð- fræðingur. Nóg um það. Þá var gróska í hús- gagnaiðnað- inum á Akur- eyri f frétt sem birtist þann 7. scptem- ber segir orðrétt: „Það vakti nokkra athygli fyrr á þessu ári, að mikið af húsgögnuni hins nýja hótels Loftleiða í Reykjavfk var flutt norðan frá Akurcyri. Þau húsgögn voru smíðuð hjá Val- björk h.f. Nú hefur þetta sama iðnfyrirtæki tekið að sér smíði á húsgögnum í báða stúdentagarð- ana ( Reykjavfk, samtals 120 her- bergi. Er þar um að ræða svefn- bekki, skrifborð, stóla, bókahillur og skápa. Verður hluti þessarar miklu pöntunar afgreiddur innan skamms en afgangurinn eftir næstu,áramót.“ Það er af sem áð- ur var. HIÐ SJÁLFSAGÐA JAFNRÉTTI Jæja, þá eru það kvennam..., afsakið jafnréttismálin. Eins og menn eflaust hafa orðið varir við, þá hafa menn ó- jafn- og misrétti mjög milli tannanna nú á þessum síðustu og verstu tímum. Og víst er að jafnréttið er misjafnt og misréttið ójafnt. Þetta er sumsé tímanna tákn. I mínu ungdæmi væru menn fáorðir um þessi mál, enda allir réttlausir nema sýslu- menn og prestar. Engu að síður hef ég leitast við að kynna mér þessi mál, enda sérfræðingur Helgar-Dags um svonalagað. Oft hefur verið hátt hrópað um jafn- og misrétti kynjanna en hin vís- indalega hlutlægni legið á milli hluta. Hér á eftir verður hinsveg- ar reynt að skyggnast undir yfir- borðið og hyggja að kjarna máls- ins, alveg í samræmi við starfsað- ferðir færustu vísindamanna. Mun ég þá m.a. hafa hliðsjón af skýrslu starfshóps Iðnaðarráðu- neytisins um áhrif orkufreks iðn- aðar á jafnrétti kynjanna. Sú skýrsla er 1513 blaðsíður og mjög ýtarleg. Ég vil byrja á því að taka fram að ég er mjög fylgjandi jafnrétti, a.m.k. þegar það á við. Ég hef alltaf verið fremur hlynntur konum. Til þess að fræðast nánar um innsta eðli jafnréttismálanna hef ég fengið til viðtals við mig félaga minn og samherja í vísindalegu atferli, Karl Svíndal, hjóna- bandsmiðlara og hrossaræktar- mann með meiru. Við gefum nú karli orðið: „Æji, mér leiðist þetta jafn- réttiskjaftæði. Ég hef aldrei skilið hvað fólk er að kvarta. (þögn) Nú, fjárinn, ertu kominn með segulbandið af stað? Ég verð þá að byrja upp á nýtt. Já, það er ljóst mál að jafnrétti kynjanna er eitt þeirra mála sem mikilvægust eru í þjóðfélagi okkar í dag. Hinsvegar legg ég áherslu á að við förum okkur fremur hægt í þess- um efnum. Ég vil þó undirstrika, að ég er fullu jafnrétti algerlega sammála, enda má öllum vera ljóst að hæfni kvenna til ýmissa starfa utan heimilis erótvíræð, og svo sagði mér kunningi minn sem hefur fjölda kvenna í vinnu, að þær væru duglegur og samvisku- samur vinnukraftur sem gengi mun þrifalegar um en karl- mennirnir. Ég hef alltaf verið hrifinn af hæfni íslenskra kvenna á mörgum sviðum og tel að þær standi okkur karlmönnunum fyllilega á sporði á flestan hátt. Það að konur eru flestar í fremur lágt launuðum störfum finnst mér bera vott um mikla fórfýsi og hetjulund. Fyrir hönd út- flutningsatvinnuveganna vil ég benda á þetta. Nú, og svo eru það kvennaframboðin sem nú tíðkast svo mjög. Þeim er ég andvígur. Ég á reyndar bágt með að skilja málflutning þeirra kvenna sem telja sig ekki ná rétti sínum í stjórnmálaflokkunum. Ég leyfi mér að benda á að konur hafa alltaf notið mikillar virðingar í mínum flokki og starfa þar af miklum dugnaði. Ég minni í því sambandi á kosningakaffið, þar sem þær hafa staðið framarlega og svo sannarlega fengið tækifæri til starfa í þágu flokksins.' Einnig hafa þær verið mjög dugandi við að bera út málgagnið fyrir kosn- ingar og verður það seint full- þakkað. Kona hefur alltaf átt fastan sess í 5. sæti framboðslist- ans og er ekki annað hægt að segja en hún sómi sér þar vel. Ég hef reyndar verið því fylgjandi að' hún fengi fjórða sætið, og líklega kernur að því fyrr en síðar. Ég get meira að ségja trúað ykkur fyrir því að ég hef eina mjög laglega ungu konu í huga. Hún hefur hvort eð er ekki reynst neitt sér- staklega í kaffiuppáhellingunni. Að endingu óska ég öllum sam- herjum í jafnréttisbaráttunni góðs gengis, sérstaklega konunum.44 Að þessum orðum mæltum varð Karl Svíndal að yfirgefa mig að sinni, enda kona hans orðin rnjög óróleg og vildi gjarnan leggja orð I belg. Gekk þetta svo langt að hann neyddist til þess að fara með hana heim. Hann lofaði mér því hinsvegar að hann skyldi seinna gauka einhverju að mér um það hvernig hann hjálpar fólki að finna sér maka, á jafn- réttisgrundvelli að sjálfsögðu. f það skiptið mun hann skilja kon- una eftir heima. HÁKUR. Saltlausnarseyði úr kastaníufræum, eskigrasi og arniku, auk blöndu ýmissa eðalolía örvar streymi blóðs og sogæðavökva og leysir stíflur í bláæðarkerfi. Mælt með kastaníubaði fyrir barnshafandi konur. Furunála og Rauðgrenisbað Rauðgrenisbarrolía styrkir taugakerfið, hefur róandi og slakandi áhrif. Auk þess fleiri tegundir í baðið. Snyrtideild Amaro

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.