Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 9
SJÓNMENNTIR
Helgi Vilberg
„L.JÓSMYNDLJN ER LTSTGREIN"
Nú stendur yfir í Listsýningarsal
Myndlistaskólans á Akureyri
sýning á ljósmyndum Gunnars
Rúnars Ólafssonar á vegum
Ljósmyndasafnsins. Er þetta
þriðja sýningin sem safnið efnir
til, en áður hafa verið settar upp
sýningar á Patreksfirði og Ar-
bæjarsafninu í Reykjavík. For-
stöðumaður safnsins er ívar
Gissurarson, en hann hefur lagt
stund á fomleifa- og þjóðhátta-
fræði. ívar var hér við opnun
sýningarinnar og notaði ég þá
tækifærið og spjallaði við hann
um hið nýstofnaða Ljósmynda-
safn.
Hvenær var safnið stofnað og
hvert er markmið þess?
Formlega var safnið stofnað
síðla sumars en undirbúningur
hafði þá staðið í u.þ.b. eitt ár. Það
var níu manna hópur sem að
stofnuninni stóð m.a. þrír ljós-
myndarar, rithöfundar, listfræð-
ingur o. fl. Allt áhugafólk um
varðveislu gamalla og nýrra ljós-
mynda. Megin markmið safnsins
er að hefja ljósmyndina til vegs og
virðingar, en sem kunnugt er
hefur ljósmyndin ekki verið að
fullu viðurkennd sem listgrein
enn sem komið er.
Hvert er gildi Ijósmyndarinnar?
Ljósmyndin er besta heimild
sem til er um lifnaðarhætti t.d.
hvað varðar húsagerð, klæða-
burð, samgöngur og m. fl. auk
þess sem ljósmynd hefur að mínu
viti ótvírætt listrænt gildi, ljós-
myndun er listgrein.
Hvernig er starfsemi safnsins
háttað?
Ljósmyndasafnið mun veita
alhliða þjónustu á sviði ljós-
myndunar. Hinir ýmsu aðilar
stolið myndum til birtingar án
þess að í staðinn komi nokkur
greiðsla til handhafa höfundar-
réttarins. Við þetta má bæta að
safnið fer með höfundarréttinn
geta leitað til safnsins um fyrir-
greiðslu svo sem bókaútgefendur.
Þetta mun verða svipað og á
bókasafni að því leyti að fólk
getur komið og leitað uppi þá
ljósmynd sem það vantar og
fengið skjóta úrlausn. Einnig
höfum við í bígerð útgáfu bóka,
ljósmyndalegs eðlis, fjölbreytt
sýningarhald, sem að mínum
dómi er mjög mikilvægur þáttur,
svo og vemdun höfundarréttar-
ins. En það er sorgleg staðreynd
hvemig ýmsir, til að mynda
bókaútgefendur, hafa sniðgengið
höfundarréttinn og hreinlega
fyrir hönd eigenda þeirra mynda
sem í safninu eru.
Hve stórt er safnið orðið?
Nú munu vera hátt I fjögur
hundruð þúsund „negatívur" í
safninu. Þar á meðal er hið merka
safn Jóns Kaldals, sem er
ókrýndur konungur portett-
myndagerðar hér á landi. Einnig
má nefna safn Gunnars Rúnars
Ólafssonar, Péturs A. Ólafssonar,
ljósmyndastofunnar Asis og m. fl.
Þarf ekki sérstakar geymslur til
að varðveita dýrmætar filmur og
plötur?
Jú, þær þarf að varðveita í
sýrufríum umslögum og eld-
traustum geymslum. En því mið-
ur er það sorgleg staðreynd að
víða er illa farið með þessa hluti
og gætir oft alvarlegs sinnuleysis
um varðveislu slíkra safna. Ég hef
heyrt margar ljótar sögur um það
hvernig farið er með þessa dýr-
mætu hluti. Jafnvel hefur heilu
söfnunum verið hent í sjóinn eða
dreift um stakkstæði. Auk þess
sem margt hefur glatast í elds-
voða. Sömuleiðis heyri ég oft um
það að „negatívur“ séu geymdar í
kjöllurum húsa og oft kemst að
þeim raki sem fljótlega eyðilegg-
ur þær. Rétt hita- og rakastig er
mjög mikilvægt. Við þetta má
bæia að þó myndir séu til, glatast
oft hið sögulega gildi þeirra ef
skrásetningu vantar. Raunar þarf
að gera stórátak í þessum efnum
hið allra fyrsta.
Hvernig er starfsemi safnsins
fjármögnuð?
Við vonumst til þess að starf-
semin geti með tímanum staðið
undir sér sjálf með bókaútgáfu,
sýningarhaldi og annarri þjón-
ustu sem safnið veitir. Hinu er
ekki að leyna að fjárhagurinn um
þessar mundir er afar bágborinn
svo ekki sé meira sagt. Aðstand-
endur hafa lagt á sig mikla vinnu
endurgjaldslaust en fastráðnir
starfsmenn eru tveir. Auk mín
starfar á safninu Dana Jónsdóttir,
ljósmyndari. Von okkar er sú að
afkoman batni. Annars má benda
á í þessu sambandi að t.d. Þjóð-
minjasafnið er í aigjöru fjársvelti,
eins og raunar flestar aðrar
menningarlegar stofnanir, og
getur því ekki sinnt lagalegri
skyldu sinni. Þess vegna álít ég að
slíkar stofnanir þyrftu að koma
sér upp nýjum tekjustofnum líkt
og við erum að gera með stöðugu
sýningarhaldi, auk margs konar
þjónustu við almenning og bóka-
útgefendur.
Hvernig hefur sýningarhaldið
gengið?
Það virðist vera almenn ánægja
meðal fólks með þær sýningar
sem við höfum þegar haldið, auk
þess sem sýningarnar hafa komið
að verulegu gagni fyrir safnið
sjálft, t.d. er varðar skrásetningu,
ártöl, nöfn og fleira. Sýningar-
gestir hafa verið afar hjálpfúsir og
sýnt einstakan áhuga. Ég nefni
sem dæmi sýningu á aldamóta-
myndum Péturs A. Ólafssonar á
Patreksfirði. Það glerplötusafn
var óskráð, en aðalskrásetningin
fór einmitt fram á sýningunni.
Svipað má segja um þá sýningu
sem hér er á Akureyri núna. Strax
fyrsta daginn komu fram ýmsar
ábendingar varðandi timasetn-
ingu o. fl„ sem hefur mikið gildi
fyrir safnið.
Ég vona að Ljósmyndasafnið
eigi eftir að eiga góð samskipti við
stofnanir jafnt sem einstaklinga í
framtíðinni. Upphafið bendir til
að svo geti orðið.
VIDEOLEIGAN S/F
Leigjum út myndsegulbönd og spólur í VHS og
Betamax kerfi.
Leiga á tæki pr. sólarhring 147,00 kr.
Leiga á spólu pr. sólarhring 35,00 kr.
JVC-7200 er nýjasta tækið í VHS
kerfinu á markaðnum í dag, enn-
fremur það minnsta og fullkomn-
asta. Kr. 15.200.
Höfum tekið söluumboð á JVC vörum
Kynnið ykkur okkar hagstæðu
greiðsluskilmála.
■ ’
••
VIDEOLEIGAN S/F
Skipagötu13 . Sími 22171 . Akureyri
DAGUR.9