Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 5
FÖNDUR
Umsjón: Auður Sæmundsdóttir
Vilborg Aðalsteinsdóttir.
GLERAUGNAHULSTUR
Gleraugnahulstur er þarfaþing
og getur verið góð g]öf. Þetta
gleraugnahulstur er ef til vill
svolítið öðruvísi en geríst og
gengur, en það hefur þann
kostinn að það er fljótlegt og
auðvelt að sauma það. f
hulstrið þarf flauel sem er
u.þ.b. 40x15 cm, bóinullarefni i
fóður og þunnan svamp eða
vatt í sömu stærð. 1 skraut þarf
40 cm langar cfnisræmur,
flauelisbönd eða skábönd allt
eftir ykkar eigin smekk. Ská-
band þarf til að brydda með
gleraugnahúsið. Bómullarefn-
ið, svampurinn eða vattið og
flauelið er lagt hvað ofan á
annað og skrautböndin saumuð
ofan á flauelið.
Þegar þið hafið skreytt bút-
inn fallega klippið þið 2 stykki
út eins og mynstrið sýnir, þ.e.
ramminn hér utanum. Bryddið
nú með skábandi hringinn f
kring um bæði stykkin og
saumið þau að lokum saman,
en skiljið eftir op til að stinga
gleraugunum niður f, — áð
sjálfsögðu.
UGGI
FISKAR ÚR
HÖRPU-
DISKUM
Það má hengja þá á korktöfluna,
búa til óróa úr þeim eða hengja
þá í baðherbergisgluggann eða
hvað eina sem ykkur dettur i hug.
Fiskarnir eru búnir til úr
hörpudisksskeljum, sem þið eigið
kannski til i fórum ykkar síðan
þið fóruð síðast í fjöruferð. Tvær
og tvær skeljar eru límdar saman
og sporður og uggar límdir inná
milli. Sporð og ugga má hafa úr
lituðum kartonpappír eða jafnvel
filti.
Vi SPORÐUR
VÍSNAÞÁTTUR 5U
Hjálmar Jónsson „Heyri ég þegar
hausta fer...
það hefur orðið að ráði, að enn
um sinn skrifi ég vísnaþætti í
Helgardag. Ég var reyndar að
frétta, að blaðið færi að koma
.mun oftar út. Þó mun reynt að
hafa þáttinn hverju sinni a.m.k.
meðan mér endast suðlar og höf-
uðstafir. Ég vil biðja ykkur, les-
endur góðir, um aðstoð. Sendið
mér fromortar vísur eða heyrðar
hjá öðrum. Athugasemdir eru
vel þegnar. Eina slika fékk ég hjá
viiii mínum húnvetnskum í vor.
Hann sagðist vera orðinn leiður á
þessum vorvísum, ekki síst vegna
þess, að það hefði ekkert vor ver-
ið. í þessum þætti verða ekki vor-
heldur haustvísur. Það leynir sér
ekki að haustið er komið. Aug-
lystar eru göngur og réttir, og
sjónvarpsmenn bregða sér jafnvel
með myndavélar í réttirnar.
Annað er það þó einkum. sem er
mér tákn þess, að haustið sé í al-
gleymingi. Það eru auglýsingar
sýslumannanna, þar sem þeir
biðja vegfarendur að sýna fólki
og fé tillitssemi og þolinmæði.
Svona eiga sýslumenn að vera.
Hins vegar veit ég ekki hvað segja
skal um þær auglýsingar. þegar
almenningur er beðinn að til-
kvnna um óskoðaðar bifreiðar til
„nærliggjandi sýslumanna." En
snúum okkur að kveðskapnum.
haustinu og sauðkindinni.
Hallgrímur Kristjánsson á
Kringlu orti þessa alkunnu
gangnavísu:
Mér þætti lífið lítinn færa yl
og lánið ekki vera þá við stýri,
ef að sauðkind engin væri til
og ekki heldur gangnaævintýri.
Höskuldur Einarsson frá
Vatnshorni orti svo á hausti:
Heyri ég þegar hausta fer
hóað uppi í dölunum.
Þó að ég sé að þvælast hér
þá er ég einn af smölunum.
Þorsteinn Ásgrímsson á
Varmalandi í Sæmundarhlíð
yrkir svo um ástand og horfur í
Húnaþingi:
Bændur vestra fénu farga
forðast not af grasi og lyngi.
Vilja láta Blöndu bjarga
búskapnum í Húnaþingi.
Af þéssari vísu má sjá hvað
Þorsteini finnst um fyrirhugaða
Blönduvirkjun. Mig langar að
biðja hagmælska lesendur. að
senda mér svo sem eina
„virkjunarvísu" til þess að jafna
metin.
Það má annars segja mér. að
bændur fargi fé í meira lagi á
þessu hausti vegna ótíðar í sumar.
Slíkt hefur svo sem gerst fyrr.
Valdimar K. Benónýsson kvað
eitt sinn þar sem hann stóð við
sláttinn:
Er sem slái ég út í bláinn
ofan í gráan móasvörð.
Aðeins fáein æpa á Ijáinn
ýlustrá um nakta jörð.
Ekki skulum við þá fást um
liðna ótíð en vona það besta með
haustið. Rósberg G. Snædal er
ekki ugglaus um sinn hag í eftir-
farandi vísu:
Ég er orðinn eins og skar,
illa þoli hríðar
og vitanlega verð ég snar-
vitlaus innan tíðar.
Ég hitti Rósberg nú rétt á dög-
unum og get glatt lesendur með
því, að fréttir þær af hcilsufari
hans. sem fram koma í visunni
eru talsverðar ýkjur. Það sama er
að segja unt þessa visu Rósbergs.
sem aðeins er nokkurra vikna
gömul:
Vísnarausið víða ber
vitni klausuni stolnum,
því að hausinn á mér er
eins og laus frá bolnum.
Að síðustu er svo vísa. sem sögð
er eftir Pál Ólafsson. sem hann
mun þá hafa gert á efri árum. Ég
hef heyrt fleiri en eina gerð vís-
unnar en held mig hér við útgáfu
Sveinbjarnar Magnússonar frá
Syðra-Hóli:
Af hægra auganu hef ég engin not,
á hinu vinstra er sjónin komin í
þrot,
heyrnin farin, tuagakerfið er tál.
Það tekur því ekki lengur að kalla
mig Pál.
Gott væri að heyra frá lesend-
um meira um þessa síðustu visu.
Með kveðju,
//jí'ilmar Jónsson. Sauóárkrók i.
Matseðill laugardags-
kvöldsins 26. september
Sértilboð í veitingasal
Spergilsúpa,
Marineraðar svínalundir og
Triffle kr. 145,00
Rækjucocktail,
Heilsteikt nautafillie Bérnaise,
Triffle kr. 180,00
Njótið kvöldverðarins
við létta dinnermúsik
Ingimars Eydal.
Astró Tríó leikur fyrir
dansi.
'SÍMsi'
Borðapantanir í
sfma 22200.
HOTEL KEA AKUREYRI
SÍMI96-22200
SÚLNABERG
FJÖLSKYLDU-
TILBOÐ:
sunnudaginn 27. september
Reykt svinalæri með rauðvinssósu.
Súpa dagsins eða súkkulaði-
fromage og kaffi.
Aðeins kr. 65,00
Hálft gjald fyrir börn 8-12 ára og
ókeypis fyrir yngri í fylgd með
foreldrum.
DAGUR.5