Dagur - 25.09.1981, Blaðsíða 10
MAÐUR OG UMHVERFI
Helgi Hallgrímsson
MÖKKURKÁLFI 1 NÝJIJ M DÚR
Þessi ævagamla reynsla speglast
einnig í íslenzku þjóðtrúnni. Hvort
sem tröll hafa einhverntíman verið
til, eða bara verið hugarburður
manna, þá ber allt að sama brunni
með það, að þau eru nú útdauð og
það fyrir alllöngu. Fyrir utan
stærðina var heimskan eitt höfuð-
einkenni trölla, og varð þeim oftast
lyttu, sem teygir arma sína um allar
Eyfirskar byggðir og inn í hvert
skúmaskot, sogandi til sín og
gleypandi hvert smáfyrirtækið af
öðru, meltandi þau og ungandi út
nýjum deildum og deildadeildum í
staðinn. Þótt hagur þessa fyrirtækis
standi nú vissulega með blóma eins
og oftast áður, sem þakka má dug-
th
í Snorra-Éddu er að finna margar
skemmtilegar lýsingar af viðureign
goða og jötna, þar sem Þór er jafn-
an í broddi fylkingar fyrir goðin. Á
einum stað segir svo: Þá gerðu
jötnar mann á Grjótatúnagörðum
af leiri, og var hann níu rasta hár,
en þriggja breiður undir hönd, en
ekki fengu þeir hjarta svo mikið að
honum sómdi, fyrr en þeir tóku úr
meri nokkurri, og varð honum það
eigi stöðugt, þá er Þór kom.“
„Svo er sagt að hann meig, er
hann sá Þór“ og „féll hann við lít-
inn orðstír.“ Leirjötunn þessi var
nefndur Mökkitrkálfi.
í rauninni er þetta dæmisaga um
sigur hins smáa yfir hinu stóra og
sterka, og samsvarar sögunni um
Davíð og Goliat í Gamla-Testa-
mentinu, sem flestir kannast við. f
sögum þessum speglast aldagömul
og almenn reynsla kynslóðanna, sú
að óhófleg stœrð er i flestum tilfell-
um óhagrœði. Hér virðist reyndar
vera á ferðinni eins konar náttúru-
lögmál, því það gildir a.m.k. í
dýraríkinu líka. Alkunnugt dæmi
úr jarðsögunni er eyðing hinna
stóru skriðdýra, sem uppi voru á
svonefndri Miðöld jarðar, fyrir
hundruðum milljóna ára, og sam-
svarandi aukning hinna smávöxnu
spendýra um svipað leyti. Og nú á
tímum virðist sú saga vera að end-
urtaka sig hvað varðar risaskepnur
hafsins, hvalina, m.a. fyrir opin-
beran tilstyrk okkar fslendinga.
Úr mannkynssögunni þekkjum
við möre samsvarandi dæmi. Sigur
dvergríkisins Hellas yfir Persaveldi
og sigur kristninnar yfir Rómaveldi,
sem var að nokkru leyti sigur ör-
smárrar þjóðar, gyðinga, eins af
óteljandi þjóðabrotum heimsveld-
isins. Heimsveldi hafa aldrei lifað
nema nokkra áratugi, í mesta lagi
fáeinar aldir.
Og hver er reynsla okkar fslend-
inga af risafyrirtækjum? Eru ekki
Flugleiðir eitt af þeim stærstu og
jafnframt eitt af þeim sem nú
stendur höllustum fæti?
að falli. Nátttröllin máttu ekki sjá
dagsbirtu án þess að „daga uppi“
og verða að steini. Um það vitna
óteljandi drangar og „kerlingar",
sem dreyft er um breiðar byggðir
landsins, þarsem mannvitið bjó, er
gat tælt tröllin til þess arna. Vitið
mátti sín meira en hinn mikli og
óbeislaði frumkraftur tröllanna.
Þessar hugleiðingar eru eiginlega
af tvennu tilefni. f fyrsta lagi vegna
þess, að hið gamalgróna og virð-
ingarverða fyrirtæki, Kaupfélag
Eyfirðinga virðist nú vera að þróast
upp í eins konar gigantiska marg-
andi stjórnendum þess, hlýtur
maður samt að spyrja sig hvort nú
sé rétt stefnt, og sá grunur læðist að
manni, að bráðum fari að halla
undan fæti. Hið ævarandi og sí-
virka lögmál um eyðingu risanna
hljóti fyrr eða síðar einnig að hitta
þetta óskabarn okkar allra, og þá
verður mikið „bomsara boms“ eins
og Halldór nokkur er kallaður var
Hómer komst að orði. Sem einlæg-
ur samvinnumaður get ég ekki
annað en óskað félaginu góðs
gengis, og ekki veldur sá er varar.
Hitt tilefnið er öllu alvarlegra, en
það eru hugmyndir vissra ráða-
manna um að drífa upp svonefnt
álver í Eyjafirði (slík fyrirtæki kall-
aði Halldór Laxness á sínum tíma
„efnabrennsluhelvíti"). Þetta er
einkum fóðrað með því, að nú sé
atvinnuleysi í Eyjafirði og fyrirsjá-
anlegt að það aukist á næstu árum
ef ekki kemur til eitthvert „stór-
átak“, eins og sveitarstjórar og
þingmenn orða það gjarnan. Telja
þeir að þar dugi ekkert minna en
„stórvirkjun“ (helst í Blöndu) og
„stóriðju" er fylgi í kjölfarið. (Takið
eftir orðafarinu). Sjálfsagt halda
margir að þessir stóriðjupostular
séu mjög „stórhuga;;, og það hefur
jafnan verið talinn góður eiginleiki,
jafnvel á voru litla eylandi, þar sem
„smásálaskapur“ hefur verið hið
versta skammyrði. Líklega hafa
þessir menn aldrei heyrt orðtök
eins og „margt smátt gerir eitt
stórt,“ „oft veltir lítil þúfa þungu
hlassi,“ eða „mjór er mikils vísir."
Ef til vill er því ekki úr vegi, að
benda þeim á, að í hinum nafntog-
uðu iðnríkjum veraldar, sem þeir
telja gjarnan vera hina miklu fyrir-
mynd, hefur flest iðja og fram-
leiðsla byrjað smátt. Oftast hefur
hún fæðst sem snjöll hugmynd í
kolli einhvers hugmyndaríks
manns, og síðan byrjað í praxis í
þröngri kjallaraholu, sem einka-
eða fjölskyldufyrirtæki snillingsins.
Ef framleiðslan og salan gekk vel,
fór brátt að verða þörf á vinnufólki,
sumu lærðu og öðru ólærðu, og
„sveinafélög" myndast með þeim.
Fyrirtækið leggur undir sig kjallar-
ann og kannske næstu hæð fyrir
ofan líka, og bráðum verður nauð-
syn að byggja yfir það nýtt hús.
Verksmiðja er orðin til úr verk-
stæðinu. Hin svonefnda iðnbylting
var gengin í garð, sem aftur skapaði
skilyrði til myndunar bæja og
borga. í seinni tíð eru að vísu til
nokkur dæmi um að farið hefur
verið öfugu leiðina, þ.e. byrjað á
verksmiðjunni og síðan kom fólkið.
Þetta gerist þó helst í þeim löndum,
sem eru „vanþróuð“, fólkið hug-
myndasnautt, og þarf að sækja all-
ar nýjungar í iðnaði og öðrum at-
vinnuvegum til annarra þjóða.
Oftast eru það iðnríkin sem reisa
verksmiðjurnar, og eiga þær a.m.k.
að hluta til, eins ogAlverið fræga í
Straumsvík syðra er gott dæmi um.
Hér er um að ræða nýja tegund af
nýlendupólitik (kolonialisma), sem
kemur í stað gömlu nýlendustefn-
unnar, sem hefur nú fyrir löngu
gengið sér til húðar. ísland var eins
konar nýlenda dana í sjö aldir, og
reynslan af því hefur aldrei verið
talin góð. Nú eigum við á hættu að
verða nýlenda hinna auðugu iðn-
ríkja í nýjum stíl og skilningi, en
hvort það verður betra hlutskipti en
það gamla er ekki víst.
Eitt er hins vegar alveg ljóst, og
það er, að við verðum nákvæmlega
jafn vanþróaðir á iðnaðarsviðinu,
þótt hér komi nokkrar álverk-
smiðjur eða samsvarandi hreiður
hins alþjóðlega auðmanns. Til að
skapa iðnvæðingu þarf fyrst og
fremst hugmyndir og þar næst
áhuga, dugnað og þrautseigju. Til
þess þurfum við að eignast menn
eins og Sveinbjörn gamla í Ofna-
smiðjunni helzt í hverju byggðar-
lagi. En sjálfsagt er örvænt um að
svo geti orðið, því okkur löndum er
flest betur gefið en umræddir eig-
inleikar. Það sanna m.a. undirtektir
okkar við þeirri einu skynsamlegu
„stóriðjuhugmynd" sem nú er á
döfinni, nl. stálbræðslunni.
Álver í Eyjafirði verður aldrei
annað en viðundur í ætt við nátt-
tröllin, sem þjóðsögurnar greina
frá, eins konar leirjötunn eða
Mökkurkálfi í nýjum dúr. Hvort
leirinn verður ástralskur eða suð-
urafrískur, skiptir litlu máli, né
heldur hvort hlutverk Hrugnis jöt-
uns verður leikið af Norsk Hydro
eða Alusuisse. Mökkurkálfinn nýi
mun sem verða „alhræddur" er
hann sér eldingu Þórs. Hann mun
falla við lítinn orðstír og fall hans
verður mikið.
eigendur
Búið ykkur undir vetraraksturinn. Vorum að fá
WEED snjókeðjur í flestum stærðum. Einnig var
verið að taka upp DEFA hreyfilhitara.
4&VÉLADEILD
SÍMI 21400
Bifreiða-
Ferðaáætlun M.S. Drangs
veturinn 1981-1982
Komið til Farið frá Komið til
Dagar Lestun Brottför Siglufj. Siglufj. Akureyrar
Mánudagar............... 8.00-11.00 12.00 18.30
Þriðjudagar............. ll.OO 16.00
Miðvikudagar.............13.00-16.00
Fimmtudagar ............ 9.00 15.30 18.00 23.30
Föstudagar .............13.00-16.00
ATH.: Vörur sem koma eftir tiltekinn tíma á mánudögum og miðvikudögum komast
ekki á skrá og verða því að bíða næstu ferðar.
GRÍMSEY:
Farið verður til Grímseyjar á mánudögum. Fyrsta ferð
28. sept. síðan annan hvern mánudag. Viljum benda á
lestunartímann á föstudögum, einnig fyrir hina stað-
ina.
DAGUR
Auglýsingar - Áskrift
Sími
24167 -
FLÓABÁTURINN
DRANGUR H.F.
SKIPAGÖTU 13,
AKUREYRI. SÍMI96-24088
10.DAGUR