Dagur - 08.01.1982, Síða 1

Dagur - 08.01.1982, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, föstudagur 8. janúar 1982 2. tölublað HLÍÐARFJALL: MASTUR BROTNAÐI í LYFTUNNI Mastur i skíðalyftunni í Hlíð- arfjalli brotnaði um síðustu helgi og lagðist niður. Óhappið átti sér stað skömmu eftir að lyftan var sett af stað og voru fáir í henni og meiddist ekki nokkur þeirra. Málmþreyta i suðu neðarlega í mastrinu er talin vera ástæðan fyrir þvi að mastrið féll. í gær og fyrradag var unnið við að röngten- mynda öll möstrin, sem eru 11 taIsins,og öll úr járni. í dag fæst úr þvi skorið hvort málmþreytu séaðfinna ífleirimöstrum,en samkvæmt fyrstu athugun er ólíklegt talið að svo sé. Búið er að reisa mastrið. Að sögn ívars Sigmundssonar, forstöðumanns Skíðastaða, er at- burður sem þessi einsdæmi. Forráðamenn Skíðastaða vilja hins vegar ekki eiga neitt á hættu og því mun starfsmaður fyrirtæk- isins, sem seldi lyftuna hingað til lands, koma og athuga hvort vír- inn hafi nokkuð skemmst er mastrið féll. Eins og fyrr sagði eru möstrin úr járni. Gerður hefur verið sam- anburður á suðunum í þeim og við fyrstu athugun bendir margt til að suðan í mastrinu er féll hafi ekki verið eins vönduð og aðrar. Gert er ráð fyrir að lyftan fari aftur af stað í dag eða á morgun ef ekkert óvænt kemur fyrir. ívar sagði að skíðafæri væri sérstak- lega gott um þessar mundir og hvatti hann alla rólfæra til að koma upp í fjall og anda að sér hreinu lofti. Fulltrúaráð Framsóknarfélags Akureyrar: Ákvarðanir teknar um framboðsmál Á fundi í fulltrúaráði Fram- sóknarfélags Akureyrar í gær- kvöldi var samþykkt, að þar sem tveir framboðsaðilar til bæjar- stjórnarkosninga í vor hefðu ákveðið að taka ekki þátt í sam- eiginlegu prófkjöri, væru for- sendur fyrir þátttöku Framsókn- arflokksins i slíku prófkjöri brostnar. Áður en Alþýðubandalagið og kvennaframboðið ákváðu að draga sig i hlé, rikti mikill áhugi um það i fulltrúaráðinu að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri, að sögn Hákonar Hákonarsonar, formanns fulltrúaráðsins. Hákon sagði, að á fundinum hafi verið ákveðið, að viðhafa forval meðal nokksbundinna Frámsókn- armanna og skulu niðurstöður þess vera leiðbeinandi fyrir sjö manna uppstillinganefnd, sem kjörin var á fundinum. Stefnt er að því að framboðslist- inn liggi fyrir um miðjan febrúar. A fundinum var einnig kosið í lleiri nefndir til undirbúnings bæjar- stjórnarkosninga. Tveir togarar bundnir við bryggju á Akureyri. SKIP BUNDIN VIÐ BRYGGJU Enn hefur fiskverð ekkl verið ákveðið og samningar hafa ekki tekist við sjómenn. Fiski- skip landsmanna eru því bund- in við bryggju og Qölmörgu landverkafólki hefur verið sagt upp starfi. Rauðinúpur frá Raufarhöfn er eitt þeirra skipa sem liggur í Ak- ureyrarhöfn, en að sögn Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdas- tjóra, var ætlunin að skipið sigldi á veiðar í þessari viku, en þá skall verkfallið á og ekkert varð úr þeim framkvæmdum. „í>að var búið að skoða gúmmí- báta, talstöðvar og það sem nauð- synlegt er til að skip fái haffærn- isvottorð,“ sagði Ólafur. VersBunarmiðstöðin í Glerárhverfi: Fyrstu verslanirnar verða opnaðar í vor „ Ætlunin er að opna fyrir vorið,“ sagði Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri Smárans, sem byggir nýju verslunarmið- stöðina í Glerárhverfi. „Stefnt er að því að opna nokkrar versl- anir í einu. Flestir munu miða við að opna um svipað leyti og Kaupfélag Eyfirðinga opnar þar sína matvöruverslun.“ Enn er töluvert óselt af verslun- arplássi í umræddu húsi. Tryggvi gerði ráð fyrir að háir vextir og lí- til arðsemi kæmi í veg fyrir að ein- staklingar og fyrirtæki fjárfestu í verslunarhúsnæði. Tryggvi sagði að það væri stefnt að því að ljúka við frágang utanhúss í sumar. „Er ekki líklegt að það takist?" - Ja, við vonum það, sagði Tryggvi að lokum. Útgerð smærri báta á Rauf- arhöfn að leggjast niður? „Eins og kunnugt er hefur afli á vetrarvertíð fyrír sunnan aukist gífurlega hin síðarí ár. Nú er svo komið að Suðurland er arðvænlegasta útgerðarstöð Iandsins. Þjóðhagsstofnun hef- ur tekið mið af rekstrarafkomu þeirra báta sem þar fiska, en það hefur aftur á móti haft það í för með sér að rekstrargrund- völlur smábáta hér á Norður- landi er ákaflega örðugur,” sagði Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufarhöfn er hann var spurð- ur um ástæðuna fyrir því, að bátum á Raufarhöfn hefur fækkað stórlega hin síðari ár. Nú er svo komið að þar er einn 15 tonna bátur, en aðrir heima- bátar eru mun minni. Ólafur sagði að á árunum 74/75 hefðu verið gerðir út nokkrir bátar 15 til 30 tonn að stærð. „Ég gæti trúað að við höfum fengið um 2000 tonn af fiski af þessum flota þegar best lét.“ Ólafur gat þess að afli Rauðanúps hefði aukist undanfarin ár, en sú aflaaukning hefur ekki náð að brúa það gap sem myndaðist eftir að bátarnir hurfu. „Ástæðan fyrir þátttöku okkar í togarakaupunum með Þórshafnarbúum var hugsuð sem mótvægi; til að jafna móttöku á hráefni.“ Það kom fram í viðtalinu við Ólaf að hann taldi að það væri gott fyrir útgerðarstað eins og Raufarhöfn að gera bæði út tog- ara og smærri báta, því það er ekki alltaf sem það fer saman að bátarnir og togararnir afla vel. „Á þessum árum sem ég nefndi áðan var maður bjartsýnn á að bátaflot- inn og Rauðinúpur yrði miklu meira en nóg fyrir Jökul, en smám saman hefur hallað á ógæfuhlið- Loðnubræðsla SR er starfrækt á Raufarhöfn og hafa margir karl- menn á Raufarhöfn fremur kosið að vinna þar en stunda sjóinn, enda öruggar tekjur í verksmiðj- unni. Þegar rætt var við Ólaf var einn 60 tonna bátur í höfninni á Rauf- arhöfn, Þorsteinn GK 15. Hann hefur verið gerður út frá Raufar- höfn, en mun verða gerður út frá Vestmannaeyjum í vetur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.