Dagur - 08.01.1982, Page 5

Dagur - 08.01.1982, Page 5
Sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu: Nauðsyn að Blönduvírkjun verði næsta stórvirkjun Sýslunefnd Austur-Húna- vatnssýslu hefur gert samþykkt um Blönduvirkjun, þar sem FuIItrúafundur Landssamb- andsins gegn áfengisbölinu, sem haldinn var í lok síöasta árs, skoraði á stjórnvöld og all- an almenning að vinna af heil- um hug og djörfung gegn því þjóðarmeini sem áfengisneysl- an veldur. Fundarmenn minntu á nokkur atriði sem draga munu úr áfengis- neyslu - og þar með afleiðingum hennar - verði þeim framfylgt. Hvatt er til að vínveitingum á veg- um hins opinbera verði hætt með öllu og þann veg sýnt ómetanlegt fordæmi. Með skattgreiðsluregl- um verði ýtt undir að samkom- uhús og matsölustaðir selji ekki áfengi, og mætti gera það með skattaívilnunum. Leyfisgjald til vínsölu verði hækkað verulega og þess gætt við setningu skattareglna og álagn- ingu skatta að enginn einstakling- ur eða fyrirtæki geti með lögleg- um hætti hagnast á sölu áfengis. Allt áfengi verði greinilega merkt sem hættulegt eitur- og vanabindandi fíkniefni með var- úðarmiðum á neysluumbúðir. Afbrot, slys og dauðsföll, sem rekja má til áfengisneyslu, verði skráð, svo og kostnaður eftir því sem við verður komið, og þær skýrslur birtar opinberlega þann- ig að hverjum einum sé auðvelt að bera þessi gjöld samfélagsins saman við tekjur ríkissjóðs af áf- engissölu. Beitt verði þeim hömlum sem Alþj óðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á til að draga úr áf- engisneyslu, svo sem hækkuðu verðlagi og fækkun útsölustaða. Öll áfengissala frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði skráð á nafn, svo sem gert er við löglega sölu ýmissa annarra vanabindandi efna. Hætt verði að senda áfengi í pósti eða á annan hátt til staða þar sem ekki eru áfengisútsölur. Nýir útsölustaðir áfengis verði ekki opnaðir nema meirihluti af íbúum staðarins eða bæjarhverf- isins hafi látið í ljósi ótvíræðan vilja sinn til þess við almenna at- kvæðagreiðslu, og gömlum útsöl- ustöðum verði lokað að fullu þeg- ar meirihluti íbúanna á staðnum eða í bæjarhverfínu krefst þess með sama hætti. Framfylgt verði áfengislögum og engin undanlátssemi sýnd, þar með stöðvaður innflutningur á sterkum bjór, innflutningur og bruggun úr hraðvíngerðarefnum, og hvers konar auglýsingastarf- semi bein og óbein stöðvuð. Ríkisfjölmiðlum verði beitt markvisst til þess að upplýsa og undirstrika hve varhugavert efni áfengi er. Þá skal varað við þeirri óraunhæfu og villandi mynd sem oft kemur fram í því skemmtiefni sem flutt er, t.d. í sjónvarpi. Stjórnvöld auki mjög verulega fjárframlög til Áfengisvarnarráðs fram kemur, að nauðsyn sé á að Blönduvirkjun verði næsta stórvirkjun landsmanna vegna svo að grundvöllur skapist til skip- ulegra, markvissra og virkra fyrir- byggjandi aðgerða að frumkvæði opinberra aðila. Þá leggur fundurinn áherslu á stóraukin framlög frá ríki og bæjar- og sveitarfélögum til bind- indissamtaka og annarra sem vinna forvarnarstarf í áfengismál- öryggis í raforkumálum og upp- byggingu atvinnu heima í hér- aði. í samþykktinni er ríkis- stjórnin því hvött til þess, að leysa virkjunarmál landsmanna í samræmi við það. Ályktunin var samþykkt með níu atkvæð- um gegn einu, en einn nefndar- manna var fjarverandi. Fulltrúi Bólstaðahlíðarhrepps var and- vígur tillögunni, en fulltrúi Blönduósshrepps var fjarver- andi, Hreppsnefnd Blönduóss- hrepps hefur hins vegar lýst sig fylgjandi virkjunartilhögun eitt. Ályktun sýslunefndar A- Húnavatnssýslu er svohljóðandi: 1. Það er þjóðarnauðsyn vegna öryggissjónarmiða í raforkumál- um að Blanda verði næsta stór- virkjun. 2. Það er staðreynd að virkjun Blöndu er langhagkvæmasti virkj- unarkostur, sem völ er á, og fjár- hagur þjóðarinnar leyfir ekki stórauknar erlendar lántökur vegna óhagkvæmari virkjunar- kosta. 3. Það liggur fyrir að 5 af 6 hreppum, sem land eiga á Auð- kúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, hafa þegar samþykkt að ganga til samninga um virkjunarleið 1 eða óskað eftir frekari viðræðum um fyrirliggjandi samningsdrög. Nauðsyn ber því til að halda samningaviðræðum áfram og taka tillit til sanngjarnra og eðlilegra óska heimamnna um breytingar á samningsdrögum. 4. Taka þarf upp samræmda stefnu um atvinnuuppbyggingu, sem miði að því að koma á fót hæfilega stórum iðnfyrirtækjum til nýtingar raforku. Þannig séu sköpuð ný atvinnutækifæri heima i héraði samhliða því að byggingu virkjunar lýkur. Sýslunefnd vill bjóða sýslunefndum Skagafjarð- arsýslu og Vestur-Húnavatns- sýslu ásamt bæjarstjórn Sauðár- króks til samstarfs um slíka atvinnuþróun þessara héraða. Hver aðili tilnefni tvo menn í við- ræðunefnd, sem taki strax til starfa, þegar endanleg ákvörðun um virkjun Blöndu liggur fyrir. 5. Sýslunefnd leggur þvf ríka áherslu á að ríkisstjórnin leysi virkjunarmálin á þann veg að Blanda verði valin næsta stór- virkjun landsmanna. um. 8. janúar 1982 - DAGUR 5 Heilshugar gegn áfengisneyslu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.