Dagur - 08.01.1982, Page 8
VIÐRÆÐUR UM
SAMEININGU
KAUPFÉLAGA
Nú standa yfir viðræður milli
fnlltrúa frá Kaupfélagi Norður-
Þingeyinga og Kaupfélags
Raufarhafnar um sameiningu
félaganna. Allt bendir til að
samkomulag muni nást og að
austur-slétta verði deild í KNÞ.
KR var stofnað árið 1960, en
fram til þess tíma höfðu íbuar
Raufarhafnar verið innan KNÞ.
Félagið hætti rekstri, m.a. vegna
greiðsluerfiðleika, árið 1968 og
um leið stofnaði KNÞ útibú á
Raufarhöfn.
Ástæður fyrir því að ekki varð
af sameiningu fyrr eru ýmsar, en
sl. sumar sendi stjórn félagsins út
bréf til meðlima og þeir spurðir
hvort þeir væru hlynntir samein-
ingu. I ljós kom að lang flestir
vildufaraþá leið.
Þess má geta að félagafundur í
KNÞ samþykkti á sínum tíma
sameiningu, ef vilji væri fyrir því á
Raufarhöfn, en formlegt sam-
þykki vantar frá félagsmönnum í
KNÞ. Þó gengið verði frá eigna-
yfirfærslu á næstunni getur form-
leg sameining ekki átt sér stað fyrr
en eftir tvö ár, en lög mæla svo
fyrir að aðalfundir þurfi að fjalla
tvisvar um málið.
Stærstu fyrirtækin:
KEA NÚMER 7
í RÖDINNI
Áramótabrenna í
Innbæ Akureyrar
Kaupfélag Eyfirðinga var
sjöunda stærsta fyrirtæki lands-
ins árið 1980, samkvæmt lista
sem tímaritið Frjáls verslun
hefur birt. í þessari viðmiðun
er stuðst við veltu fyrirtækj-
anna. Veltuhæsta fyrirtækið
Fyrir 30 kr. á mánuöi áttu kost á
ríflegum glaðningi sem getur
gerbreyttfjárhagsstööu þinni.
Haföu þessar staðreyndir í huga:
Allar þær 136 milljónir sem HHi
greiöirí vinninga íáreru
skattfrjálsar.
Milljónin sem getur lentá
trompmiðanum er þaö líka.
Ekkert annað happdrætti
hefur hærra vinnigshlutfall.
Vinningaskrá:
Vinningar eru 135 þúsund talsins.
Allt í beinhöröum peningum.
Pú þarft ekki aö hafa fjámnálavit til aö
reikna út aö þaö er svo sannarlega
tilvinnandi aö spila meö
. >: -jýCsrxti'
9 @ 200.000 - 1.800 000,-
9 — 5Ö.000.- 450.000 -
9 — 30.000- 270.000 -
198 — 20 000 - 3.960.000-
1.053 — 7.500- 7.897 500 -
27.198 — 1.500 - 40.797.000 -
106 074 — 750 - 79 555.500 -
134.550 134 730 000 -
450 3 000 - 1.350.000-
135.000 136.080.000-
Freistaöu gæfunnar!
r
••■•■ ■■
••• ■■■■■■■ ■ •■•
• •• •■•••■■ • •••
••• • ••••• • •••
• B •■••■ ■■ ■•••■
• ■■ • ■■ ■ ■■ ■■•• ■■•
• ■ L ■■■■■ ■■■
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
hefur vinninginn
var Samband íslenskra sam-
vinnnfélaga.
Röð efstu fyrirtækja var að
öðru leyti sú, að í öðru sæti var
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
þá Landsbanki íslands, íslenska
álfélagið, Sölusamband ísl. fisk-
framleiðenda, Olíufélagið, Kaup-
félag Eyfirðinga, Flugleiðir, Áf-
engis og tóbaksverslun ríkisins og
Olíufélagið Skeljungur var í 10.
sæti.
Ef miðað er við starfsmannafj-
ölda þessara tíu veltuhæstu fyrir-
tækja árið 1980, er Sambandið í
fyrsta sæti með 1250 starfsmenn,
Flugleiðir í öðru sæti með 1124
starfsmenn og Kaupfélag Eyfirð-
inga í þriðja sæti með 1057
starfsmenn. Starfsmannafjöldi er
miðaður við slysatryggðar vinnu-
vikur.
í söngför
til Færeyja
Samkór Raufarhafnar hefur
hafið vetrarstarf sitt. Ætlunin er
að halda tónleika í Hnitbjörgum í
mars nk. og að fara í söngferðalag
til Þórshafnar og víðar í sumar.
Dagskráin í vetur verður byggð á
fslensku efni, ásamt þjóðlögum
frá Norðurlöndunum, Englandi
og Þýskalandi.
Leikskóli á
Raufarhöfn
Frá því um miðjan nóvember
hefur staðið yfir tilraun með að
reka leikskóla á Raufarhöfn.
Hefur verið boðið upp á að
taka böm þangað í gæslu allan
daginn fyrir 750 krónur á mán-
uði eða hálfan daginn fyrir 450
krónur. Auk þess hefur verið
veittur afsláttur fyrir böm ein-
stæðra foreldra.
Litið hefur verið á þessa opnun
leikskólans sem tilraun, og mun
ákvörðun verða tekin um áfram-
hald þegar ljóst er hvort þörfin sé
það mikil að hún réttlæti það að
reka leikskóla yfir veturinn. Þátt-
taka hefur hinsvegar ekki verið
mikii, og ef ekki rætist úr henni
má búast við lokun skólans fram á
sumar a.m.k.
8 DAGUR - 8. janúar 1982