Dagur - 08.01.1982, Side 9
Hestaeigendur
Akureyri
Af gefnu tilefni er nauðsynlegt að benda á að
óheimilt er að losa skít úr hesthúsum á land Akur-
eyrarbæjar, þar með taldir vegir og vegkantar í
hesthúsahverfum. Heimilt er að geyma skít á girtri
hesthúsalóð yfir veturinn. Möguleiki er að losna
við skítinn á vorin í samráði við garðyrkjustjóra.
Hestamenn, sýnið fram á að draslbúskapur og
hestamennska fara ekki saman. Haldið húsunum
og umhverfi þeirra snyrtilegum. Hugmyndir eru
uppi um fegrunarviku í byrjun júní.
Heilbrigðisfulltrúinn
Akureyri
Auglýsing um lausar
íbúðarhúsalóðir
Lausar eru til umsóknar einbýlishúsalóðir við
Jörvabyggð og Háhlíð og raðhúsalóðir við Vestur-
síðu og Háhlíð, ásamt öðrum lausum íbúðarhúsa-
lóðum.
Upplýsingar veittar á skrifstofu byggingafulltrúa
Geislagötu 9, frá 10. janúar n.k. í viðtalstíma kl.
10.30-12.00.
Þeir sem óska eftir lóðarveitingu fyrir 1. febrúar
n.k. athugið að umsóknir þurfa að berast til skrif-
stofu byggingafulltrúa eigi síðar en 20. janúar n.k.
Nauðsynlegt er að endurnýja eldri lóðarumsóknir.
Akureyri, 6. janúar 1982
Byggingafulltrúinn á Akureyri
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á
fasteigninni Granaskjóli 4 (hesthús) v/Akureyri, þingl. eign
Jóns Ásmundssonar, Benedikts Ólafssonar, Óla G. Jóhanns-
sonar og Þórhalls Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Bæjar-
sjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri mánudaginn 11. janúar n.k.
kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Tjarnarlundur 10B, Akureyri,
talin eign Bjarna Sigtryggssonar, fer fram eftir kröfu Kristjáns
Eiríkssonar, hrl., Jónasar A. Aðalsteinssonar, hrl. og inn-
heimtumanns ríkissjóðs, á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12.01
n.k. kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 181., 83. og87. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 a
fasteigninni Hrafnagilsstræti 27, Akureyri, þingl. eign Guðnýjar
Jónsdóttur og Gylfa Snorrasonar, fer fram eftir kröfu Lands-
banka (slands, veðdeild, Hreins Pálssonar, hdl., Gunnars
Sólnes, hrl. og Jóns Kr. Sólnes, hdl. áeigninni sjálfri mánudag-
inn 11. janúar n.k. kl. 14.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 73., 76. og 79. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á
fasteigninni Grundargerði 7D, Akureyri, þingl. eign Ingva
Óðinssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes, hrl. áeigninni
sjálfri mánudaginn 11. janúar n.k. kl. 14.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Heimsmetin
dugðu skammt
Eins og kunnugt er setti Jón Páll hlyti útnefninguna en margfaldur heimsmethafi
kraftlyftingamaðurinn Jóhann- ekki Jóhannes Hjálmarsson, og heimsmeistari.
es Hjálmarsson frá Akureyri
fjölda heimsmeta í íþrótt sinni á
síðasta ári, auk þess sem hann
varð heimsmeistari með niikl-
um yfirburði í sínum aidurs-
flokki á HM öldunga sem fram
fór í Chicago í Bandaríkjunum í
október.
Jóhannes gerði sér lítið fyrir og
setti 6 heimsmet er hann keppti
sem gestnr á Landsmóti UMFl
Akureyri sl. sumar. Er hann
keppti á HM-öldunga í Chicago
bætti hann tveimur heimsmetum
við, lyfti þá 267,5 kg í réttstöðu-
lyftu og samanlagður árangur
hans í öllum þremur keppnis-
greinunum, 597,5 kg, var einnig
nýtt heimsmet.
Árangur Jóhannesar á árinu
var því 8 heimsmet og heims-
meistaratitill. Kom það því veru-
lega á óvart að Lyftíngasamband
íslands skyldi geta leyft sér það að
horfa framhjá þessum afrekum
þegar það tilnefndi ,,Lyftinga-
mann ársins“ fyrir ÍSI og íþrótta
blaðið sem heiðruðu „Iþrótta-
menn ársins" í öllum þeim
íþróttagreinum sem keppt er í
hérlendis.
marssonar sem hlaut útnefning-
una injög góður á árinu, en hann
státar þó ekki af einu einasta
heimsmeti og ekki af heimsmeist-
aratitli. Væri fróðlegt að sjá hvað
Lyftinga samband íslands lagði til
grundvallar þegar ákveðið var að „Lyftingamaður ársins", Jón Páll Sigmarssonsésthéraðstoðahinnáttfalda
heímsmeistara í hnébeygjunni.
Heimsmeistari með
sýningu og kennslu
Andreas Cahling sýnir og kennir Akureyringum um helgina.
Heimsmeistarinn í Itkams-
rækt, Andreas Cahling, mun
um helgina halda námskeið í
líkamsrækt á Akureyri.
Það fyrra verður í Líkams-
ræktinni Pallas við Glerárg-
ötu og hefst kl. 10.30 um
morguninn, en kl. 13.30
hefst annað námskeið hjá
Lyftingaráði Akureyrar í
Lundarskóla. Allt áhugafólk
um líkamsrækt er hvatt til að
sækja námskeiðin, en þátt-
tökugjald er kr. 50.
Heimsmeistarinn hefur
nóg að gera á sunnudaginn,
því kl. 16.30 hefst sýning
hans í sal Gagnfræðaskóla
Akureyrar. Þar sýnir kapp-
inn hinar ýmsu æfingar sem
hann framkvæmir með hin-
um stórkostlega líkama
sínum. Lyftingaráð Akur-
eyrar vill hvetja alla til þess
að láta þetta ekki fram hjá
sér fara.
8. janúar 1982 - DAGUR 9