Dagur - 08.01.1982, Page 12
Flakkarinn
heitir nú
Sjávarborg
„Toldum ekki þorf á okkar
framlagi fyrir norðan“
- segir rannsóknarlögreglustjóri ríkisins um ástæður þess að
hann sendi ekki menn norður vegna innbrotsins hjá Höldi s.f.
Flakkarinn
heitir nú
Sjávarborg
Nú hefur endanlega verið geng-
ið frá kaupum fyrirtækisins
Sjávarborgar í Sandgerði á
„Flakkaranum“, og sagði
Gunnar Ragnars forstjóri
Slippstöðvarinnar í samtali við
Dag að skipið hefði fengið nýtt
nafn og héti nú Sjávarborg GK
60.
Gunnar sagði að söluverð
skipsins væri ekki gefið upp, en
sagði að Slippstöðin kæmi sæmi-
lega frá þessu, sérstaklega ef mið-
að væri við að smíði skipsins hefði
verið verkefni sem hefði fyllt upp í
eyður hjá fyrirtækinu.
Það kom fram í samtali við
Skúla Ágústsson í Degi sl.
þriðjudag að bæði fyrirtækið
Höldur sf. og Rannsóknarlög-
reglan á Akureyri hefðu óskað
eftir því að menn frá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins kæmu
norður þegar eftir innbrotið í
Tryggvabraut 12 og kynntu sér
aðstæður á innbrotsstað. Sagði
Skúli að Rannsóknarlögregla
ríkisins hefði ekki verið fáanleg
til þess að senda menn norður,
og var hann hvassyrtur í garð
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Af þessu tilefni ræddi Dagur
við Hallvarð Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóra ríkisins,
og var hann spurður um þetta.
„Það er ekki rétt að orða þetta
þannig að aðstoð hafi ekki
fengist, við höfum haft samráð
um ýmsa hluti varðandi þetta mál,
en hinsvegar var ekki talin þörf á
beinu framlagi af okkar hálfu
þarna fyrir norðan,“ sagði Hall-
varður. „En þeir sem vinna að
rannsókn málsins hafa haft hér
samráð og við höfum aðstoðað
við rannsókn málsins með athug-
unum á ýmsum hlutum sem í ljós
hafa komið.“
- Var það mat lögreglunnar á
Akureyri eða ykkar, að ekki væri
þörf á að senda menn norður?
„Það var okkar mat, sem hvíldi
á sameiginlegum viðræðum. En
ætli það sé ekki best að þið ræðið
þetta við lögregluna á Akureyri,“
sagði Hallvarður. Hann bætti því
við að það væri takmarkað hvað
Rannsóknarlögregla ríkisins gæti
látið af mörkum í þessu efni vegna
anna. „Það væri svo sannarlega
æskilegt að menn frá okkur gætu
farið í ríkara mæli út á land en nú
er,“ sagði Hallvarður.
„Við vildum ekki að okkur yrði
legið á hálsi fyrir það að gera ekki
það sem við gátum og þar af leið-
andi óskuðum við eftir að fá menn
að sunnan,“ sagði Daníel Snorra-
son rannsóknarlögreglumaður á
Akureyri er við spurðum hann um
þetta mál. „En svo er það aftur
matsatriði hvað þeir gátu gert sem
við gátum ekki gert,“ bætti Daníel
við.
I harðri samkeppni
á þessum markaði
- segir framkvæmdastjóri Odda h.f. sem hefur flutt
út mikið af bobbingum til Kanada og Noregs
Unnið við framleiðslu á bobbingum hjá Vélsmiðjunni Odda h.f.
„Við erum í harðri sam-
keppni á þessum markaði við
Breta og Portúgala, en þótt við
séum með hærra verð en þeir,
hafa kaupendurnir komist að
því að það sé hagkvæmast fyrir
þá að kaupa okkar fram-
leiðslu,“ sagði Torfi Guðm-
undsson, framkvæmdastjóri
Vélsmiðjunnar Odda hf. í sam-
tali við Dag. Vélsmiðjan Oddi
hefur á nýliðnu ári náð umtals-
verðum árangri í útflutningi á
bobbingum. Framleiðslan hef-
ur verið flutt út til austurstrand-
ar Kanada og til Noregs.
„Við hófum tilraunir með þessa
framleiðslu árið 1978, en það má
segja að árið 1981 sé það fyrsta
sem skilar verulegum árangri,“
sagði Torfi. „Verðmæti útflutn-
ings á því ári nam rúmlega einni
milíjón og sjö hundruð þúsund-
um. Ég held að við höfum nokkuð
tryggan markað, nema eitthvað
óvænt komi upp, og reikna með
jafn mikilli sölu á þessu ári eða
jafnvei aukningu. Það er tölu-
verður markaður óunninn ennþá.
í Kanada eru t.d. fleiri fyrirtæki,
sem við eigum eftir að kynna okk-
ar framleiðslu.“
Torfi sagði að þessi útflutning-
ur væri mjög erfiður vegna gengis-
þróunar og að útflutningurinn
gæfi minna nú í aðra hönd en þeg-
ar hann hófst. „Óhagstæð gengis-
þróun hefur gert okkur sérstak-
lega erfitt fyrir á Evrópumarkaði,
en ástandið er heldur skárra hvað
varðar Kanada.“
Vélsmiðjan Oddi flutti fyrir ári
í nýtt húsnæði með framleiðslu á
bobbingum og má segja að nú
fyrst sé fjöldaframleiðsla hafin.
Að staðaldri vinna við framleiðsl-
una 6 menn og framleiðslutækin
eru svo afkastamikil, að fram-
leiðslugeta þeirra er ekki nýtt
nema að hálfu leyti. Það er því
Ijóst að fyrirtækið getur annað
aukinni eftirspurn og er stefnt að
því að auka útflutninginn til
mikilla muna.
Slökkvilið Akureyrar:
FÆRRI ÚTKÖLL
Á SÍDASTA ÁRI
Á árinu 1981 voru 59 brunaút-
köll hjá Slökkvíliði Akureyrar,
en voru 73 árið áður. Af þess-
um 59 útköllum voru 3 utan
bæjarins þar af ein aðstoð við
annað slökkvilið.
Stærstu eldsvoðarnir voru í
gamla Kornvöruhúsinu við
Kaupvangsstræti í maí og í
Sjálfstæðishúsinu skömmu fyrir
jól.
Sjúkraútköll voru 1.067 á
árinu 1981 þaraf 175 utanbæjar,
en voru 1.068 þar af utanbæjar
241 árið áður. Af þessum 1.067
voru 143 neyðartilfelli.
• Af hverju ekki?
Eínn starfsmanna Dags, sem
nýlega kom þaki yfir höfuð
sér, var ekki alls fyrir löngu að
velta fyrir sér vandamáium
byggingariðnaðarins. Af
nógu var að taka - ekki vant-
aði það. Þessi starfsmaður
hafði eitt sitt átt i vandræðum
með að koma fyrir rúðu (
gluggakarm á annarri hæð og
til þess þurfti hann að prfla
upp á vinnupall. Þetta var er-
fitt verk því pallurinn var
sfður en svo traustur. Starfs-
manninnum datt til hugar
hvort einhver hönnuðurinn
gæti ekki útbúið gluggakarma
sem væru þeirrar náttúru, að
glerið væri sett f innanfrá.
Hugmyndasmiðurinn vildi
halda því fram að þetta gæti
sparað mönnum ómælt erfiði
og hann benti m.a. á í því sam-
bandi að það er hreint ekki
svo lítið verk að setja rúður í
háhýsi - kostnaður hlyti að
verða minni ef rúðan kæmi
„hina leiðfna“.
• Birgðir í
Straumsvík
Sölutregða á áli hefur valdið
því að birgðir hafa safnast
fyrir hjá Álverinu f Straum-
svík. Eins og gefur að skilja
þýðir birgðasöfnun minni
gjaldeyristekjur, en gjaldeyrir
er eitt af því sem við íslend-
ingar eigum víst aldrei nóg af.
Þeirri spurningu var varpað
fram f áheyrn S&S hvort ekki
væri hægt að tengja saman
sölutregðu á áli og núverandi
rfkisstjórnar. M.ö.o. hvorteig-
endur meirihluta f álverinu,
sem hafa bæði töglin og hagl-
dirnar í kaupum á hráefni og
sölu á áll, komi þvf þannig
fyrir að Straumsvfk safnar
birgðum. Þetta er vissulega
ákaflega alvarleg ásökun, en
vitað er að það rfklr enginn
vinaskapur milli iðnaðarráð-
herra, Hjörleifs Guttorms-
sonar, og Svisslendinganna
sem stjórna þessu fjölþjóða-
fyrirtæki. Slík fyrirtæki hafa
orðið uppvfs að ýmsu miður
fallegu á undanförnum árum.
# Ábyrgð and-
stæðinga
Ábyrgð andstæðinga rfkis-
stjórna er mikil. Þeir verða að
kunna þá miklu list að láta
ekki andúð sína, eða annað
miður fallegt, stjórna gerðum
sínum. Það er vitað að til eru
þeir andstæðingar núverandi
ríkisstjórnar sem hafa það eitt
að leiðarljósi að fella rfkis-
stjórnina. Þeirra draumur er
að ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsen vfki fyrir hópi dug-
mfkilla og leiftrandi frjáls-
hyggjumanna með Gefr vlð
stjórnvölinn. Öllum meðulum
er beitt f þeirri baráttu. Á þvf
leikur enginn vafi.