Dagur - 21.01.1982, Page 1

Dagur - 21.01.1982, Page 1
65. árgangur Akureyri, fímmtudagur 21. janúar 1982 7. tölublað. TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS Fastur starfsmaður útvarpsins hefji störf á Akureyri í vor „Útvarpið stefnir að því að fastur starfsmaður taki til starfa á Akureyri í vor og allir virðast sammála um að þetta sé gott mál, sem þurfí að hrinda í fram- kvæmd sem fyrst“, sagði Hörð- ur Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins, í viðtali við Dag. Hann var staddur á Akur- eyri ásamt Jónasi Jónassyni, en þess hefur verið farið á leit við Jónas, að hann taki að sér upp- byggingu starfseminnar á Ak- ureyri. „Þetta er fyrst og fremst vett- vangskönnun til að safna upplýs- ingum um það, hvað hægt sé að gera. Nú eru uppi hugmyndir um að endurnýja tækjakostinn í hljóðhúsinu við Norðurgötu, breyta innréttingum og taka allt húsið í notkun, þ.á.m. 25 ferm. viðbyggingu við austurgaflinn. Þar mætti hafa upptökutæki, stúdíó gæti veri á neðri hæðinni, sem hefur verið nær ónotuð, og skrifstofa á efri hæð, þar sem upp- tökuherbergið er nú. Það verður sem sagt reynt að bæta aðstöðuna í þeim húsakynnum sem fyrir hendi eru a.m.k. fyrst í stað“. „Nú hefur það oft reynst svo, að þó að starfsmenn útvarpsins hafí haft vilja til að koma ein- hverju í framkvæmd, þá hefur það ekki alltaf gengið, er ekki svo?“ „Þetta mál hefur haft nokkurn aðdraganda. Fjórðungssamband Norðlendinga ályktaði á sínum tíma að ráðinn yrði fastur starfs- maður með aðsetur á Akureyri og nefnd sem menntamálaráð- herra skipaði skilaði fyrir áramót einróma áliti í þessa veru. Vilji út- varpsmanna til að auka starfsem- ina úti á landsbyggðinni kom ótví- rætt fram 1979, þegar hljóðhúsið svokallaða var keypt á Akureyri. Það er rétt, að þau kaup gengu ekki þrautalaust fyrir sig, því það tók á annað ár að fá heimild til að kaupa þessa ódýru aðstöðu. Starfsmenn ríkisútvarpsins voru hins vegar staðráðnir í að koma þessu máli í höfn. Því var byrjað á því að leigja húsið. Starfsmenn Helgarferð til Kaupmannahafnar: Ðeint flug frá Aku rey r i Það hefur lengi verið áhugamál Akureyringa og fleiri Norð- lendinga að fljúga beint frá Ak- ureyri til útlanda, og þann 25. febrúar getur sá draumur orðið að veruleika. Þá mun Ferða- skrifstofa Akureyrar gangast fyrir helgarferð til Kaup- mannahafnar, og verður haldið af stað frá Akureyri með Boeingþotu Flugleiða kl. 16 á fimmtudag. Fl0gið verður tíl Keflavíkur og höfð stutt við- dvöl svo farþegar geti versl- að í Fríhöfninni. Um kl. 18 verður svo haldið í loftið á ný, og stefnan sett á Kaupmanna- höfn. Þessi ferð er fyrsta tilraun Ferðaskrifstofu Akureyrar og Flugleiða til þess að koma til móts við fjölmargar óskir Akureyringa og Norðlendinga um beint flug til útlanda, en telja verður að hér sé um beint fiug að ræða þótt fæti verði stungið niður í Fríhöfninni á útleið. Flugið heim á sunnudegin- um frá Kaupmannahöfn verður hinsvegar beint til Akureyrar. Gististaður í Kaupmannahöfn er Hótel Palace, 4 stjörnu hótel sem stendur andspænis hinu þekkta ráðhúsi Kaupmannahafn- ar við Ráðhústorg. Hótelið er mjög miðsvæðis og stutt til ýmissa þeirra lystisemda sem kóngsins Kaupmannahöfn bíður upp á. Verð er kr. 3.450 og fararstjóri verður Arnar Einarsson. Ferðaskrifstofa Akureyrar hef- ur gert uppkast að hugsanlegri dagskrá í ferðinni, en að sjálf- sögðu verður Kaupmannahöfn iðandi af lífi og fjöri öll kvöldin eins og venjulega, fyrir þá sem hyggjast skoða næturlífið. Smám saman hverfa gömlu húsin - sum eru rifin en önnur brenna. Slökkvilið Dalvíkur kveikti í þessu húsi fyrir skömmu og æfðu slökkviliðsmenn sig síðan í að slökkva eldinn, en að lokum var það látið brenna tii grunna. Skammt frá þessu húsi var annað sem brennuvargar kveiktu í fyrir jól. Þeir hafa ekki fundist. - Myndina tók Rögnvaldur. skutu saman í fyrstu tveggja mán- aða leiguna og útvarpið greiddi fyrir næstu tvo mánuði og þá loks var húsið keypt“, sagði Hörður ennfremur. „Á árunum 1979 og 1980 var ómaklega farið með Ríkisútvarp- ið, þegar afnotagjöldin voru svo lág að allt stefndi í bullandi tap- rekstur. Þá var ekki hægt að huga að neinum framkvæmdum. Nú horfir hins vegar betur, því jafn- vægi var í rekstrinum á síðasta ári. Því verður vonandi hægt að hefja þessa starfsemi á Akureyri með vorinu, en reynslan sker úr um framhaldið", sagði Hörður að lokum. Jónas Jónasson sagði, að enn væri ekki fullráðið hvort af því yrði að hann flyttist norður. Hann sagði að sér litist hins vegar mjög vel á hugmyndina, enda hefði hann árum saman verið með hug- myndir um aukna starfsemi Ríkis- útvarpsins á landsbyggðinni og hefði í sínu starfi reynt að vinna í þeim anda. Hörður vilhjálmsson, fjármálastjóri ríkisútvarpsins (t.v.) og Jónas Jónasson. Myndin er tekin í hljóðhúsinu við Norðurgötu. Mynd: áþ. Togaraútgerð á Akureyri 1981: Meiri afli á færri dögum — heldur en árið á undan Á síðasta ári varð heildarafli akureyrsku togaranna tæplega 24.950 lestir, á móti tæplega 22.500 árið 1980. Veiðiferðir togaranna 5 voru samtals 127 á móti 123 árið á undan, veiði- dagar voru 1391, 1306 árið á undan, og úthaldsdagar voru 1753, en 1679 árið 1980. Afli hvern veðidag varð að jafnaði rúmlega 17,9 tonn, en 17,2 tonn árið áður. Aflahæstur togaranna varð Kaldbakur með 6.005 lestir, en hann varð jafnframt aflahæstur stóru togaranna yfir allt landið. Kaldbakur hafði fæsta úthalds- daga, eða 343, veiðidagar voru 274 og afli hvern veiðidag að jafn- aði 21,9 tonn. Togarinn fór 25 veiðiferðir, brúttóverðmæti aflans var 20 milljónir kr og með- alverð á hvert kíló 3 kr og 33 aur- ar. Svalbakur var með 344 úthalds- daga í 25 veiðiferðum, aflinn varð 5.295 tonn, veiðidagar voru 280 og afli á veiðidag 18,9 tonn. Brúttóverðmæti aflans varð 17,3 milljónir og meðalverð 3,27 kr. Harðbakur var með 346 úthalds- daga, aflinn varð tæplega 5.410 lestir, veiðidagar 281 og afli á veiðidag tæplega 19,3 tonn. Veið- iferðir voru 25, brúttó- verðmæti afla 17,2 milljónir og meðalverð 3,19 kr. Sléttbakur hafði 358 úthaldsdaga, veiddi 4.864 tonn á 295 veiðidögum í 26 veiðiferðum. Afli hvern veiðidag varð 16,5 lestir, aflaverðmæti 15,6 milljónir og meðalverð 3,20 kr. Sólbakur var með 362 úthalds- daga, fékk rúmlega 3.372 lestir á 261 veiðidegi í 26 veiðiferðum. Afli hvern veiðidag varð að jafn- aði 12,9 lestir, brúttóaflaverð- mæti 12,1 milljón og jafnaðarverð 3,61 kr, sem var hæsta meðalverð- ið hjá togurum Ú.A.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.