Dagur - 21.01.1982, Page 9
Roger Behrend
kominn til Þói
Blaðamenn íþróttasíðunnar
litu inn á æfíngu bjá körfu-
boltadeild Þórs á mánudags-
kvöldið, en þá var mættur hjá
þeim á æfingu Bandarískur
leikmaður sem gengið hefur
til liðs við Þórsara. Hann fetar
í fótspor þeirra Mark Crist-
iansen og Carry Shwarts sem
undanfarin ár hafa gert garð-
inn frægan í körfuboltanum
hér í bæ.
Dagsbrún
ræður
þjálfara
Ungmennafélagið Dagsbrún í
Glæsibæjarhreppi tekur þátt í
íslandsmóti fjórðu deildar í
knattspymu næsta keppnis-
tímabil. Þeir hafa undanfarin
ár leikið í Norðurlandsriðli
þriðju deildar, en keppa nú
eins og áður segir í fjórðu
deild og í riðli hér norðan-
lands. Þeir hafa ráðið sem
þjálfara fyrir keppnistíma-
bilið Benedikt Valtýsson, en
hann lék um árabil knatt-
spyrnu á Akranesi. Hann hef-
ur einnig fengist nokkuð við
þjálfun.
Ekki er ennþá vitað hvað
mörg lið verða í þessum riðli í
fjórðu deildinni, en ekki er
ósennilegt að Ungmenna-
félögin hér í kring hugsi sér
gott til glóðarinnar og verði
með.
Roger Behrends.
Punktamót um helgina
Um helgina verður haldið í Hlíð-
arfjalli punktamót í alpagrein-
um. Á laugardag verður keppt í
stórsvigi og nefnist það mót KA
mót. Á sunnudag verður svo
Þórsmót og þá keppt í svigi. Bú-
ast má við að allir bestu skíða-
menn landsins taki þátt í þessu
móti, en það gefur punkta fyrir
íslandsmótið. - Skíðafæri er nú
mjög gott í Hlíðarfjalli, en snjór
hefur sjaldan verið jafn mikill og
hann er nú.
Það er ekkert efamál að það
er mikil lyftistöng fyrir þessa
íþrótt að fá hingað leikmenn er-
lendis frá sem leikmenn og þjálf-
ara, og sérstaklega skilar það sér
í unglingastarfinu í deildinni.
Þegar við komum í íþróttahúsið í
Glerárhverfi var mikill fjöldi
manna mættur á æfinguna og var
skipt í þrjú lið sem síðan léku á
fullum krafti. Þar mátti m.a. sjá
Þröst Guðjónsson sem um árabil
lék körfubolta með Þór og hefur
hann nú tekið fram skóna að
nýju.
Að æfingunni lokinni var sá
Bandaríski króaður af og spurð-
ur nokkurra spurninga. Hann
kvaðst heita Roger Behrends og
vera frá Nebraska. Hann er 196
cm á hæð og hvaðst vera 24 ára.
Hann hvaðst lítið hafá vitað um
íslenskan körfubolta áður en
hann kom hingað, en kunningi
sinn, sem léki með Keflvíking-
um, hefði haft milligöngu um
komu sína hingað. Hann hvaðst
hafa æft með Keflvíkingum s.l.
viku, en ekki ennþá vera kom-
inn í toppform. í Bandaríkjun-
um hvaðst hann aðeins hafa leik-
ið með skólaliðum, en einnig eitt
tímabil á Taiwan. Roger hvaðst
mundu verða hér næstu tvo
mánuði a.m.k. og ef sér líkaði,
og Þórsurum við sig hvaðst hann
sennilega koma aftur næsta
haust. Samfara því að leika með
meistaraflokki mun hann þjálfa
alla yngri flokka félagsins. Að
lokum var hann að því spurður
hvernig fyrstu kynnin af Islandi
væru, og svaraði hann því til að
þau væru mjög góð. Hann væri
vanur köldum vetrum, en heima
hjá sér hafði vérið 17 gráðu frost
þegar hann fór þaðan.
Körfubolti
um helgina
Körfuknattleiksmenn Þórs
verða á ferðinni um helgina,
en þá fá þeir heimsókn leik-
manna frá Val.
Á föstudagskvöldið kl. 20
leika í Skemmunni 2. flokkslið
félaganna, og er leikurinn í
Bikarkeppni Körfuknattleiks-
sambandsins. Hér ætti að geta
orðið um skemmtilega viðureign
að ræða, og Þórsarar eiga
sigurmöguleika ef þeir berjast
vel og leggja sig fram.
Á laugardaginn leikur síðan
meistaraflokkur Þórs gegn 2.
flokks liði Vals, en þá leikur
bandaríski leikmaðurinn sem
Valsmenn hafa, með 2. flokk-
um og einhverjir leikmenn úr
meistaraflokki aðrir. Þarna gefst
áhorfendum kostur á að sjá
Roger Behrends í leik með Þór í
fyrsta skipti.
Ef árangur á að nást þarf
opna og jákvæða umræðu
Að jafnaði birtast nokkuð reglu-
bundið í fjölmiðlum fréttir af því
sem er að gerast í málefnum Ák-
ureyrarbæjar og sagt er frá af-
greiðslu mála á fundum bæjar-
stjórnar Akureyrar.
Það er eðlilegt að mat frétta-
manna á því hvað telst fréttnæmt
hverju sinni sé misjafnt, og
leggja þeir því misjafnlega mikla
áherslu á hin ýmsu málefni sem
til umræðu eru. Einnig er það
nokkuð almenn regla að segja
frá því ef um mismunandi skoð-
anir er að ræða á málefnum, og
skýra frá í hverju sá ágreiningur
sé fólginn. Þetta er talin almenn
og viðurkennd aðferð frétta-
manna.
Hún kom því á óvart sú frétta-
mennska sem heyrðist í þættin-
um „Á vettvangi" sem var í
Ríkisútvarpinu miðvikudáginn
13. janúar sl., en þar var fluttur
fréttapistill frá Akureyri, og til-
efni hans sagt vera að „Bæjar-
stjórnarkosningar nálgast óðum
og því við hæfi að beina hugan-
um aðeins að sölum bæjarstjórn-
ar“. Síðan var rætt um nokkur
atriði í „Samþykktum um stjórn
Akureyrar", en öll var frásögnin
mjög einhliða og neikvæð, og
gefur verulega ranga mynd af
þeim starfsreglum sem bæjar-
stjórn Akureyrar starfar eftir.
Það er vel við hæfi að ræða um
samþykktirnar, en þá er nauð-
synlegt að það sé gert á víðari
grundvelli en fram kom í fyrr-
greindum fréttapistli. Núgild-
andi samþykktir voru staðfestar
af félagsmálaráðherra 29. ágúst
1962, á eitt hundrað ára afmæli
Akureyrarbæjar og ekkert
óeðlilegt að umræðu sé þörf um
ýmis atriði sem til greina komi
að endurskoða.
í samþykktunum er m.a. að
finna reglur um skipan bæjar-
stjórnar og verkefni hennar, um
fundarsköp bæjarstjórnar, rétt-
indi og skyldur bæjarfulltrúa,
um bæjarráð, nefndir og starf-
semi bæjarins. í samþykktunum
kemur fram að gert er ráð fyrir
að bæjarstjórn haldi reglulega
fundi, að jafnaði fyrsta og þriðja
þriðjudag hvers mánaðar og skal
fundur að jafnaði hefjast kl.
16.00. Dagskrá fundanna og þær
fundargerðir sem taka á til af-
greiðslu á hverjum fundi liggja
frammi á skrifstofu bæjarins og á
Amtsbókasafninu, degi áður en
fundur er haldinn, og hefur hver
bæjarbúi þar aðgang að fundar-
efninu. Einnig eru dagskrárnar
sendar blöðunum á Akureyri.
Sigurður Jóhanncsson.
m
Fundir bæjarstjórnar Akur-
eyrar draga yfirleitt ekki til sín
marga áheyrendur. Þó má segja
að á flesta fundi komi einhver
eða einhverjir áheyrendur,
vegna áhuga eða forvitni á ein-
hverju því málefni sem er til af-
greiðslu á fundinum. Fyrir kem-
ur að fjölmenni er á fundunum
og er þar þó oftast um einhverja
starfshópa að ræða, sem með
komu sinni sýna vilja sinn í mál-
um sem til umræðu eru á fundin-
um. Lengd fundanna er allmis-
jöfn, en venjulega standa þeir í
þrjár til fjórar klukkustundir. Þó
kemur fyrir að þeir standi
lengur.
Við lauslega athugun á starfi
bæjarstjórnar Akureyrar á árinu
1981, kemur fram að haldnir
hafa verið 25 bæjarstjórnarfund-
ir. Á fundum þessum hafa verið
teknar fyrir til afgreiðslu eða
umfjöllunar 70 fundargerðir
bæjarráðs og voru þær samtals í
439 liðum. Einnig var fjallað um
35 fundargerðir byggingarnefnd
ar sem voru í 332 liðum og um
383 fundargerðir 30 annarra
nefnda bæjarins. Á þessari upp-
talningu sést að það eru ýmis
málefni og fjölbreytileg sem til
afgreiðslu koma á fundum
bæjarstjórnar, og ættu því oft að
vera bæjarbúum áhugaefni.
Það er því vel við hæfi að hefja
umræður um það hvort brey-
tinga sé þörf á „Samþykktum
um stjórn Akureyrarbæjar" og
kanna á hvern hátt væri hægt að
vekja meiri áhuga bæjarbúa á
málefnum bæjarins eða hvernig
ætti að auðvelda þeim sem
áhuga hafa að fylgjast með starfi
bæjarstjórnar. Þá mætti t.d.
einnig ræða um það hvort
ástæða væri til að fjölga bæjar-
fulltrúum, svo fleirum gæfist
kostur á því að vera þátttakend-
ur í því starfi að hafa áhrif á
hvernig málefni bæjarins eru
leyst.
En öll þessi umræða verður að
vera opin og jákvæð ef árangur á
að nást, en ekki í þeim anda sem
heyrðist í ofangreindum frétta-
pistli. sjgUrður Jóhannesson.
21. ýartúart882 4 DAGUR& 9 »