Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 26. janúar 1982 Innlend orka tvö- fallt dýrari en erlend Hjörtur sagði, að ef þeir hefðu haft grun um að raforkan og hita- veitan yrðu þetta dýr, hefðu þeir í stað þess að endurnýja raf- katlana keypt nýjan svartolíubún- að, og sparað mikinn fjárfesting- arkostnað. Hjörtur sagði að þeir hefðu vænst þess að fá afgangs- orku í allan vetur, en nú væri það svo, að 5-6 mánuði á ári þyrftu þeir að kaupa forgangsraforku. Hann sagði að mikilvægt væri að taka í notkun fleiri vatnasvæði og því væri virkjun Blöndu mikið nauðsynjamál. Fékk eina gadda- skötu og einn kola! Ekki eru allar ferðir til fjár. Þetta sannaðist vel rétt eftir ára mótin þegar Þorsteinn Ey- fjörð, gamalreyndur sjómaður frá Grenivík, dró línuna sína sem hann hafði lagt á hefð- bundin smábátamið út af Greni vík. Þorsteinn hafði lagt 15 stokka og fékk einn kola og eina gaddskötu. Haft var eftir Þorsteini að hann myndi ekki eftir öðrum eins dauða í þá ára- tugi sem hann hefur stundað sjómennsku. Vélsleðar setja æ meiri svip á bæinn. Ökumenn þeirra eru margir hverjir ungir að árum en aka hiklaust um götur bæjarins - við mismikla hrifningu ökumanna og gangandi vegfaranda. Myndin var tekin af einum slíkum þar sem hann var á Gránuféiagsgötunni. Mynd: á.þ. „Ætli vð séum ekki að greiða tvöfalt hærra orkuverð í dag, vegna þess að við notum inn- lenda orku, en ekki erlenda,“ sagði Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins, í viðtali við Dag, en skýringa á þessum válegu tíðindum er að leita í því, að verksmiðjurnar verða að greiða forgangsverð fyrir raf- orku, í stað þess að greiða fyrir hana sem afgangsorku, þar sem óvenjulega erfitt ástand hefur verið á aðalvatnsæðum virkj- ana sunnan fjalla. „Ef við værum núna með ný- tísku svartolíukatla í stað raf- magnskatla og hitaveitu, væri orkureikningur okkar um helm- ingi lægri. Það er náttúrlega hörmulegt, að innflutt orka skuli vera ódýari en sú sem við fram- leiðum sjálfir. Við kaupum nú forgangsrafmagn á 51,57 aura hverja kílówattstund og hitaveit- an kostar 28 aura hver kílówatt- stund. Svartolíuverðið í dag er um 24,14 aurar á hverja kílówatt- stund. Aðalorkukostnaður okkar er vegna rafmagnskaupa, þannig að einfaldur samanburður á þess- um tölum sýnir hvernig ástandið er. Orkukostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliðurinn hjá okkur, eða um 4%. Við greiðum að jafnaði 450 þúsund kr.á mán- uði fyrir rafmagn, þegar um forgangsorku er að ræða, og hita- veitureikningarnir hjá okkur eru um 200 þúsund á mánuði. Þó erum við með gamlan svart- olíuketil sem við látum ganga á fullu til að spara rafmagnið og hitaveituna,“ sagði Hjörtur Eiríksson. 9. tölublað Kanna stöðu iðnaðar og möguleika á iðn- þróun við Eyjafjörð bls. 3. Samvinnu hreyfingar- innar bls.4 „Viljum sitja við sama borð og aðrir bls.6-7 íþróttir bls. 9 Ef nahagsráðstafan i r kynntar á fimmtudag „Þessar aðgerðir eru ekki til langs tíma og nauðsynlegt verð- ur að gera frekari og varanlegri ráðstafanir í efnahagsmálun- um,“ sagði Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, í viðtali við Dag í gær, en þá var ákveð- ið að forsætisráðherra kynnti efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar á fimmtudag. Ingvar sagði að þessar ráðstaf- anir miðuðu fyrst og fremst að því að veita viðnám gegn verð- bólgu með niðurgreiðslu vöru- verðs og treysta afkomu atvinnuveganna. „Meðal þeirra framtíðarlausna sem framsóknarmenn hafa lagt áj^erslu á, er endurskoðun vísi- tólukerfisins og við höfum fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnar- innar varðandi það mál, sem að vísu er erfitt og margþætt. Við teljum áð það kerfi sem við búum við í dag tryggi hvorki launajöfn- uð né kaupmátt og höfum bent á, að kaupmáttur hafi haldið sér fyllilega á fyrri hluta síðasta árs, þó vísitölubætur hafi verið skertar að hluta,“ sagði Ingvar ennfrem- ur. Stærsti liðurinn í væntanlegum efnahagsráðstöfunum verða niðurgreiðslur upp á 350 milljónir króna. Pá hefur verið rætt um að lækka launaskatt af iðnaði um 1%, úr tveimur og hálfu í eitt og hálft prósent. Þetta ætti að koma iðnaðinum verulega til bóta, en gert er ráð fyrir að þetta vegi um 35 milljónir. Þá er ætlunin að leggja niður stimpilgjöld af fyrir- tækjum sem nemur um 20 millj- ónum kr. Til mótvægis hefur verið rætt um 120 milljóna kr. niðurskurð á fjárlögum og verður niðurstaðan væntanlega sú að fyrst og fremst verður dregið úr ríkisútgjöldum með sparnaði í rekstri og minni opinberum framkvæmdum. Til ráðstöfunar í efnahagsmálum eru samkvæmt fjárlögum, auk þessa, 150 miiljónir kr. Þá hefur verið talað um að leggja tekju- og eignaskatt á banka og gæti sá skattur numið 40 milljónum kr. Rætt hefur verið um skatt á skemmtibáta og einkaflugvélar upp á samtals 10 milljónir. Pá hef- ur verið rætt um almennt tollaf- greiðslugjald á innfluttar vörur, nema um sé að ræða aðföng til atvinnurekstrarins, og gæti þetta gjald numið um 50 milljónum kr. Eins og áður sagði verða ráð- stafanirnar kynntar á fimmtu- dag í sameinuðu þingi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.