Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 3
Atriði úr leikritinu. Tekið tillit til óska sveitakonu „Vegna ábendinga sveitakonu í iesendahomi Helgarblaðs Dags sl. föstudag, höfum við ákveðið að hafa sýningu á Dýr- unum í Hálsaskógi nk. laugar- dag kl. 14,“ sagði Guðbjörg Hermannsdóttir hjá Leikfélagi Akureyrar er hún hafði sam- band við okkur í gær. Guðrún tjáði okkur að þrjár fyrstu sýningarnar á leikritinu hafi verið kl. 15, en síðan var sýning- artíminn færður aftur til kl. 17. En nú á semsagt að flytja sýninguna á laugardaginn til kl. 14. Leikfélag Akureyrar hefur sýnt Dýrin í Hálsaskógi 15 sinnum, og hefur alltaf verið uppselt og kann unga kynslóðin greinilega vel að meta það sem boðið er upp á. Fundu kindurí Keflavík Fyrir skömmu var flogið yfir afréttarlönd bænda við austan- verðan Eyjafjörð. í flugvélimú voru þeir Sveinn Jóhannesson, fjallskilastjóri i Grýtubakka- hreppi og Ásgeir Kristiaussoa, ■m Wnginiðiii var Jóhann □urniaiMiu. rcir ieiagar ko»hi tmg* é tvær kindur i Keflarik. Þaer verða sóttar síðar í béti. Fyrir jól fóru nokkrir véhdeða- menn frá Grenivík út íFjörður og sáu þtó fjórar kindur, sem þeir gátu þó ekki haft með sér heim enda böfðu þeir engan útbúnað tíl slíkra flutninga. Mðji jóla og ný- árs var aftur haldið af stað og þá fundust tvær í viðbót. í Ijós kom að þetta voru tvær fullorðnar ær og fjögur lömb. Kindurnar voru eign bænda í Höfða, Réttaritoití ogGrýtabakka. PA. HMBIönduós: SAH.með hótelið á leigu Nú í haust yfirtók Sölufélag Aust- ur-Húnvetninga reksturinn á Hótel Blönduósi af Ferðaskrif- stofu ríkisins. Að sögn Árna S. Jóhannssonar kfstj. hefur félagið hótelið á leigu til ársloka 1982, og er gert ráð fyrir að það verði rekið í svipuðu formi og verið hefur, en þó reynt að brydda upp á ein- hverjum nýjungum í starf- seminni. Helstu eigendur hótels- ins eru Blönduóshreppur, Húna- vatnssýsla, Kf. Húnvetninga, Arnarflug og Pólarprjón, en það er rekið sem hlutafélag. Hótel- stjóri er Sigurður Jóhannesson. Iðnaðarráðuneytið: Kanna stöðu iðnaðar og mögu- leika á iðnþróun við Eyjafjörð „Iðnaðarráðuneytið hefur að höfðu samráði við eftirtalda að- ila ákveðið að beita sér fyrir myndun samstarfsnefndar, er hafí það verkefni að kanna stöðu iðnaðar og möguleika á iðnþróun á Eyjafjarðarsvæð- inu. Við úttekt verði höfð hlið- sjón af öðru atvinnulífi á svæð- inu og samþykktum og ályktunum sveitarstjórna og annarra aðila varðandi atvinnumál á Norðurlandi,“ segir í bréfi sem Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, hefur sent til ýmissa aðila við Eyjafjörð. í bréfi ráðherra kemur fram að hvað varðar æskilega iðnþróun, þá verði horft til sem flestra greina almenns iðnaðar og smárra og stórra fyrirtækja, sem talin eru hafa vaxtarmöguleika og falla að því atvinulífi og umhverfi sem fyrir er. „í sambandi við orkufrekan iðnað, sem til álita kæmi, er mið- að við íslensk fyrirtæki og virkt forræði landsmanna yfir slíkum rekstri. Lögð er sérstök áhersla á að tekin verði til athugunar fé- iagsleg áhrif slíkra stórfyrir- tækja og að gerðar verði strangar kröfur um umhverfisvernd. Jafn- framt verði höfð í huga tengsl þeirra við annað atvinnulíf, að öðrum greinum iðnaðar meðtöld- um, m.a. varð§ndi úrvinnslu afurða frá orkufrekum iðnfyrir- tækjum." „Við áætlanir um atvinnuþróun á svæðinu verði haft að markmiði að tryggja sem besta atvinnu og byggð á öllu Eyjafjarðarsvæð- inu.“ Iðnaðarráðuneytið mun til- nefna þrjá fulltrúa í nefndinni og leitað er tilefningu eins fulltrúa frá hverjum eftirtalinna: Alþýðu- sambandi Norðurlands, Fram- kvæmdastofnun ríkisins, byggða- deild, Iðnaðardeild SÍS, Iðnþró- unarfélagi Eyjafjarðar og Náttúr- uverndarráði. Ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti tilnefnt eftirtalda: Helga Guð- mundsson bæjarfulltrúa á Akur- eyri, Valdimar Bragason bæjar- stjóra á Dalvík, Gunnar Ragnars framkvæmdastjóra á Akureyri og gert er ráð fyrir að Pétur Eysteins- son, iðnráðgjafi hjá Fjórðungs- sambandi Norðlendinga verði nefndinni til aðstoðar. Nefndinni er ætlað að skila til- lögum eftir því sem þær mótast, en óskað er eftir áfangaáliti fyrir lok marsmánaðar og að nefndin ljúki störfum fyrir áramót. flmvötn, kœm, sjampooo.fi. Einnig sokkabuxur í úrvatt. Vaxdúkar og þunnt plast Attt fyrir prjónaskapinn. Ódýrar barnasmekkbuxur. Allt fyrir góðan svefn, \ Dúnn, fiður og lakastót 26.;janúar1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.