Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 8
Jóhannes Óli Sæmundsson Fæddur 10. júlí 1906 - Dáinn 17. janúar 1982 Jóhannes Óli Sæmundsson, fyrrr- verandi skólastjóri og námsstjóri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. janúarsl. Fáumdög- um áður hitti ég hann hressan og glaðan og kenndi hann sér einskis meins. Hann fæddist í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd 10. júlí 1906 og hann var til moldar borinn við Stærra-Árskógskirkju 22. janúar sl. Fjölmenntu gamlir sveitungar til þeirrar kveðjustundar. Foreldrar Jóhannesar Óla voru hjónin Sigríður Jóhannesdóttir Jónssonar Reykjalíns prests á Pönglabakka og Sæmundur Tryggvi Sæmundsson frá Látrum á Látraströnd, sem bæði var kunnur af sjálfum sér sem farsæll skipstjóri og ennfremur af ævi- sögu sinni, Virkum dögum, sem Guðmundur G. Hagalín skráði. Var sveinninn sjöunda barn for- eldra sinna. Hann naut móður sinnar skamma hríð því hún and- aðist sumarið 1908. Af systkinahópnum, börnum Sigríðar og Sæmundar, eru þessi látin auk Jóhannesar Óla: Sig- mundur, Guðrún og Elín. Lifandi eru: Þórhallur, fyrrum bæjar- fógeti á Akranesi, Jón, skipstjóri í Reykjavík, Guðmundur, starfs- maður hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og Ingileif, húsmóð- ir á Blönduósi. Hálfbróðir, sam- feðra, erGestur, búsetturá Akur- eyri. Þegar Sæmundur skiptjóri varð ekkjumaður, 1908, ákvað hann að leysa upp heimili sitt. Nýlega gift hjón á Árskógsströnd, þau Jósteinn Jónsson, ættaður frá Hallgilsstöðum og Jórunn Mar- grét Kristjánsdóttirfrá Birnunesi, tóku Jóhannes Óla í fóstur og reyndust honum vel og vel héldu þau hópinn á meðan þeirra naut allra við. En brátt kom að því öðru sinni að drengurinn varð fyrir ástvinamissi. Tvcggja ára missti hann móður sína og fjórtán ára missti hann Jóstein fóstra sinn. Nú kom það fram og síðar enn betur, að Jóhannes Öli var hinn röskasti unglingur og hann reyndist fóstru sinni hinn besti sonur á mcðan bæði lil'ðu. Fyrst höfðu þau Jósteinn og Jórurin búið í Ytra-Kálfsskinni. þá í Syðra-Kálfsskinni, nokkur ár, en þá byggðu þau sér bæ þar rétt hjá, nefndu Hátún og bjuggu þar öll á meðan lifðu, en þau Jöhann- es Óli og Jórunn fóstra hans þar til hún lést, á aðfangadag jóla Í929. En það sama ár lauk Jóhannes Óli prófi við Kennaraskóla Is- lands og byrjaður barnakennslu á Árskógsströnd sem fullgildur kennari, en áður en hann hóf nám sitt í Kennaraskólanum hafði hann tekið að sér kennslustörf í heimasveit sinni og farist það á þann veg, að það varð uppörvun. Kennara- og skólastjórastarfið á Árskógsströnd varð rúmur aldarfjórðungur, en þá flutti hann til Akureyrar, byggði sér húsið Lönguhlíð 2 í Glerárhverfi og átti þar heima til dauðadags. Náms- stjóri varð hann á Austurlandi 1955 og gegndi því starfi til ársins 1962. Ennfremur var hann fyrsti skólastjóri Þelamerkurskóla, gegndi því starfi í eitt ár, en nokk- ur ár var hann til viðbótar kennari í Glerárskóla. Samtals varð kenn- arastarfið því mjög langt og ég hygg að þar hafi hann verið á réttri hillu, og að störf hans hafi börið og beri enn góðan ávöxt hjá hinum mikla fjölda nemenda hans. Fljótlega eftir að Jóhannes Óli flutti til Akureyrar stofnaði hann fornbókasöluna og bókaútgáfuna Fögruhlíð og starfrækti bók- söluna síðan og efndi á síðustu árum til eftirtektarverðra bóka- uppboða öðru hverju. Eflaust eru ýmsar fágætar og dýrmætar bækur í verslun hans, en auk þess átti hann mjög vand- að og mikið safn bóka, er hann lagði rækt við til fjölda ára, enda var hann bókavinur og las mikið. Fræðsludeildarstjóri Kaupfé- lags Eyfirðinga var Jóhannes Óli um skeið. í mörgum félögum var hann um sína daga og jafnan mjög áhugasamur og í forystusveit. Ekki nenni ég þau félög öll upp að telja, en þó hlýt ég að minnast dugnaðar hans og fórnfýsi í Ung- mennafélaginu Reyni á Árskógs- strönd. Þar var hann flestum áhugasamari og formaður félags- ins var hann í heilan áratug. Með- al áhugamála hans þar og ætíð, voru bindindismálin, en þar gekk hann sjálfur á undan með góð eftirdæmi, sem aldrei brást. Og á Árskógsströnd var hann meðal helstu hvatamanna að stofnun og byggingu skóla og félagsheimilis undir sama þaki, sem varð ómet- anlega góður veruleiki og þjónar enn sínu hlutverki. En í félagsmálum mun nafn Jó- hannesar Öla bera hæst í sam- bandi við Styrktarfélag van- gefinna á Norðurlandi, sem hann beitti sér manna mest fyrir að stofna. Auk þess að vera mestur hvatamaður félagsins, var hann formaður þess, óþreytandi við þær miklu framkvæmdir sem á eftir fóru ög fyrsti framkvæmdas- tjóri Sólborgar, sem bæði varð heimili og skóli hinna þroskaheftu og hefur „starfað með miklum myndarskap mörg undanfarin ár. Fyrir störf sfn að þessu málefni hlaut Jóhannes Öli opinbera viðurkenningu og mjög verð- skuldaða. Árið 1971 stofnuðum við Jó- hannes Óli norðlenska tímaritið Súlur og hefur það komið út síðan við vaxandi vinsældir og fjölda kaupenda. Við vorum ritstjórar ritsins til áramóta 1975-1976, en þá dró ég mig í hlé vegna anna, en við meðritstjórastarfinu tók Vald- imar Gunnarsson menntaskóla- kennari. Skoðanir okkar Jóhannesar Óla féllu að því leyti vel saman, að við gerðum okkur ljósa nauðsyn þess að varðveita norðlenskan fróðleik og ýmiskonar sögur og sagnir af þjóðlegum toga. Sjálf erum við hluti af fortíðinni og sög- unni og sem verðugir arftakar þurfum við að þekkja liðna tíð og líf feðranna og varðveita þann menningararf, sem okkúr féll í skaut til þess að geta búið eftir- komendunum betra líf. Um leið og sú breyting varð, að nýr ritstjóri tók við störfum af mér við Súlur, varð einnig sú breyting að Sögufélag Eyfirðinga varð eig- andi Súlna. Það hefur gefið ritið út síðan, þótt Jóhannes Óli bæri það á örmum sér eftir sem áður. Auk hins norðlenska tímarits hef- ur Sögufélag Eyfirðinga gefið út allmargar bækur og var Jóhannes Óli einnig driffjöðrin í þeirri út- gáfustarfsemi. Þá vann Jóhannes Óli árum saman að söfnun örnefna í Eyja- fjarðarsýslu og með ótrúlega miklum árangri. Fyrir nokkru skráði hann allt verkið og lét ljós- prenta nokkur eintök af því og er þetta samanlagt margar bækur. Mun þetta eitt mesta og sam- felldasta örnefnasafn hér á landi og í huga mínum verður sú spurn- ing áleitin, hver taki upp merki hins látna. Ævistarf Jóhannesar Óla Sæ- mndssonar, kennarastarfið, er erf itt að meta, en óhætt er að segja, að hann var búinn mörgum eftir- sóknarverðum kennaraeiginleik- um. Sjálfur gekk ég í unglinga- skóla hjá honum og þar held ég að allir hafi lagt sig eins vel fram og frekast var hægt að búast við og er þá ekki of mikið sagt. Sjálfuf var hann fyrirmynd í dugnaði og ýmsu öðru. Hann var t.d. alger bindind- ismaður. Jóhannes Óli var óvenjulegur unglingur. Hann var sílesandi og sískrifandi, var þó mannblendinn og kátur, kappsamur í leik og starfi. Hann var þannig gerður, að hann lagði sig allan fram við hvert það verkefni, sem hann tók að sér og sparaði aldrei krafta sína né fyrirhöfn. Opinskár var hann og einlægur og virtist alltaf tilbúinn til þeirra starfa, sem honum þótti til heilla horfa og miklaði þá ekki erfiðleikana fyrir sér. Þessum góðu eiginleikum hélt hann til æviloka og hvar sem hann starfaði fylgdi honum hinn meðfæddi eld- móður. Samstarf okkar Jóhannesar Óla hér á Akureyri er orðið nokkuð langt og hefur alurei skugga borið á ljúf og skemmtileg kynni. Ætíð var hann vakandi og baráttu- glaður hugsjónamaður, sem í aðalstarfi sínu lagði stund á að endurmennta sig bæði innanlands og utan og lesa sígildar bækur bestu höfunda. Árið 1934 kvæntist hann Svan- hildi Þorsteinsdóttur frá Litlu- Hámundartöðum á Árskógs- sandi, vel gefinni og mætri konu. Þau eignuðust þrjár dætur. Elst er Fjóla, gift Benedikt Sæmundssyni Á stuttum tíma hafa þrír af stétt- arbræðrum mínum kvatt þennan heim og horfið yfir móðuna miklu. Fyrst var það Eiríkur Sigurðs- son frv. skólatjóri, þá Jónas Jóns- son frá Brekknakoti, og nú síðast Jóhannes Óli Sæmundsson, frv. námsstjóri. Allir þessir menn voru hinir mætustu og sómi sinnar stéttar. Og nú, þegar vinur minn Jó- hannes Óli hefur runnið sitt ævi- skeið til enda, vil ég minnast hans með örfáum orðum. Hann var fæddur 10. júlí 1906, að Stærra-Árskógi, sonur hjón- anna Sæmundar Tryggva Sæ- mundssonar skipstjóra, og Sig- ríðar Jóhannesdóttur. Þegar Jó- hannes var þriggja ára að aldri, missti hann móður sína. Kom þá faðir hans honum í fóstur til hjón- anna Jórunnar Kristjánsdóttur og Jósteins Jónssonar, sem þá bjuggu að Kálfskinni en síðar að Hátúni á Árskógsströnd. Hjá þeim ólst hann svo upp til fullorðins ára. Snemma hneigðist hugur hans til mennta, en efnin voru af skornum skammti, svo ekki var að tala um langskóla- nám, en unglingaskóli var starf- ræktur í sveitinni og þar var Jó- hannes nemandi. Haustið 1927 settist hann í annan bekk kennaraskólans og lauk kennaraprófi 1929. Þaðsama ár gerðist hann kennari og síðar skólastjóri við heimavistarskóla Árskógsstrandar. Þar var hans starfsvettvangur í 26 ár, en þá flytti hann inn í Glerárþorp og bjó þar æ síðar. Eftir að Jóhannes flutti, stundaði hann ýmis störf, var um tíma fræðslufulltrúi KEA, kenndi við barnaskóla Akureyrar og Glerárskólann. Árið 1958 varð hann námsstjóri á Austurlandi og var það í sjö ár, en hætti þá vegna heilsubrests. Þegar hann hafði náð fullum starfsaldri og rétti til eftirlauna, hætti hann kennslustörfum og setti á stofn fornbókasölu, sem hann svo rak til dauðadags. Þar naut hann sín vel innan um bæk- urnar, því hann unni bókum og öllum þjóðlegum fróðleik, og átti gott og mikið bókasafn. Ekki nægðu verslunarstörfin athafnaþrá Jóhannesar, því jafn- netagerðarmanni í Keflavík, þá Sigrún, sem haldið hefur heimili með föður sínum og syni og yngst er Sólveig, gift Frímanni Guð- mundssyni kennara á Akureyri. Gamlir nemendur Jóhannesar Óla óskuðu að minnast hins aldna kennara síns og buðu til veitinga í skóla- og samkomuhúsi sveitar- innar að jarðarför lokinni. Við það tækifæri reifaði Sveinn Jóns- son í Kálfsskinni þá hugmynd nokkrra gamalla nemenda, að tengja nafn Jóhannesar Óla við skólann, t.d. næstu byggingu og sýnist geta farið vel á því. Þegar ég nú lít um öxl að skiln- aði, hugleiði æviferil hins látna, áhugamál hans fjöldamörg og þann eldmóð, sem hvert og eitt þeirra kveikti í brjósti hans, veit ég með vissu, að hann hefur flest- um fremurfagnað hverjum nýjum starfsdegi og mætt framtíðinni með meiri tilhlökkun en gengur og gerist. Þetta var hið dýrlega ævintýri lífs hans. Óvænt og snögglega snart engill dauðans enni Jóhannesar Öla Sæmundssonar. Við stöndum því, eins og oft áður, á vegamótum og kveðjum hinstu kveðju. Sveitung- ar og sarristarfsmenn fyrr og síðar minnast hans með þökk og virð- ingu og það mun hinn stóri nem- endahópur einnig gera. Ég sendi ástvinum hins látna mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Erlingur Davíðsson. framt þeim hóf hann útgáfu tíma- ritsins Súiur, sem hefur flutt fjöl- breytilegt efni, sögur og sagnir. Þá vann hann og mikið að ör- nefnasöfnun í Eyjafjarðarsýslu. Að lokum má svo nefna hið mikla' og óeigingjarna starf, sem hann vann fyrir styrktarfélag fólks með sérþarfir, sérstaklega þegar hælið Sólborg var í byggingu. Af öllu þessu sést, að eftir hann liggur mikið og merkt ævistarf, enda var hann hamhleypa við alla vinnu, bæði andlega og líkamlega, og hiífði sér hvergi. Jóhannes gekk að eiga Svan- hildi Þorsteinsdóttur frá Litlu- Hámundarstöðum árið 1934. Þau skildu 1961. Þau eignuðust þrjár dætur, Fjólu, sem er gift Benedikt Sæmundssyni netagerðarmanni í Keflavík, Sigrúnu, sem hefur ver- ið húsmóðir hjá föður sínum, og Sólveigu Unu, konu Frímanns Guðmundssonar járniðnaðar- manns á Akureyri. Ég kynntist Jóhannesi fljótlega eftir að hann fluttist í Þorpið. Það var svo margt sem við áttum sam- eiginlegt, ekki síst er við urðum samkennarar, þá tvo vetur, sem hann kenndi við Glerárskólann. Þá var ekki síður ánægjulegt að líta inn í búðina til hans og skrafa um dægurmálin, bækur og menn og ýmsan fróðleik. Eða þá að skoða bækurnar sem voru til sölu, því stundum rakst maður á eina og eina bók, sem gaman var að eignast. Þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á þær mögu ánægjustundir er við sátum við spil ásamt dóttur hans Sigrúnu og dóttursyninum Óla. Slíkra stunda er gott að minnast. Og svo að ieiðarlokum, þakka ég Jóhannesi fyrir það tímabil ævi okkar, sem við áttum samleið. Ég þakka ágæta samvinnu, bæði við kennslu og félagsstörf og að síð- ustu þakka ég öll spilakvöldin á heimili hans. Og nú þegar sál míns ágæta vinar hefur svifið til hinnar eilífu Sólarfjalla, sendi ég dætrum hans og öllum öðrum ástvinum, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið þeim blessunar. Minn- ing um mætan mann og góðan dreng verður okkur öllum hugljúf. Friður veri með sál hans. Hjörtur L. Jónsson. Horft út Eyjafjörð. Mynd: á.þ. 8 -r D AGUR 26. janúan 9&2L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.