Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 12
ÞJONUSTA FYRIR HÁÞRYSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Hjólin snúast á ný Dalvík, 25. janúar. Eins og á öðrum útgerðarstöð- um er atvinnulífið að fara aftur í fullan gang, eftir verkfall sjó- manna. Fyrsti togarinn er væntanlegur með um 100 tonn af þorski í dag. Vinnsla hefst þá þegar í frysti- húsinu af fullum krafti, því annar togari er væntanlegur síðar í vik- unni. Dalborg, togari Söltunar- félags Dalvíkur, er væntanlegur til löndunar seinni part vikunnar, og munu þá hjölin fara að snúast á fullu þar líka. Hjá fiskverkunar- stöövum og vertíðarbátum höfst vertíðin á venjulegum tíma, en afli er tregur eins og oft í vertíðar- byrjun. A.G. Rösklega 70 skólabörn frá Grenivík: Leikhúsferðin tók hálfan sólarhring Grenivík, 25. janúar. í síðustu viku fóru 73 börn frá Grenivík ásamt 4 kennurum inn til Akureyrar til að sjá leik- ritið Dýrin í Hálsaskógi. Það var ögn farið að renna þegar þau fóru inn eftir, en í bakaleið- inni var vegurinn á Svalbarðss- trönd ófær og komu börnin og kennarinn ekki heim fyrr en hálf fimm næsta morgun. Þau voru því hálfan sólarhring í ferðinni. Engum varð meint af volkinu og rúturnar sem fluttu börnin voru hlýjar. Skóli var felldur niður næsta dag fram til klukkan 14, en þá mættu yngstu börnin. Rúturnar fóru frá Akureyri um níu um kvöldið og var þá komin talsverð ófærð í Varðgjárbrekk- unum. Þegar kom að Þórsmörk á Svalbarðsströnd um miðnætti blasti við skafl sem náði allt norður fyrir Garðsvík. Þessi at- burður átti sér stað á þriðjudags- kvöldið og á þriðjudögum er ekki mokað, en snjómoksturstæki voru kölluð til. Það tók þau röska þrjá tíma að komast í gegnum skaflinn. Erfitt var að aka það sem eftir var leiðarinnar vegna ófærðar. Þar sem öllum leið vel í rútun- um var ekki talin ástæða til að fara heim á bæi, enda erfitt fyrir fólk að taka á móti tæplega 80 gestum án nokkurs fyrirvara. Ekki var heldur talið rétt að snúa við því færðin í Varðgjárbrekkunum var slæm, en síðast en ekki síst átti enginn von á því að það tæki svona langan tíma að komast í gegnum skaflinn. Ég kom að rútunum um mið- nætti. Þá voru sumir farþeganna orðnir ansi slæptir og margir þeirra steinsváfu enda er aldurinn ekki hár.d „ . m m m Korn til skepnu- fóðurs athugað — en kom til manneldis ekki, segir Birgir Snorrason bakarameistari „Ef litið er á síðustu lykiltölur, sem sýna útkomuna á rekstrin- um 1980, kemur í Ijós að um- talsverður munur er á afkomu einstakra bakaría. . . Al- mennt eru fyrirtæki ekki búin að gera upp nýliðið ár, en búast má við að afkoman sé heldur betri en hún var 1980. í Ijósi þess má segja að bakarar þurfi ekki að kvarta, áhugi, framfarir og þokkaleg afkoma eru fyrir hendi í iðngreininni,“ sagði Birgir Snorrason bakarameist- ari, á fundi Landssambands iðnaðarmanna, sem haldinn var á Akureyri um helgina. Blikur eru þó á lofti, að sögn Birgis, og nefndi hann í því sam- bandi innflutning á kökum og brauðum. Á sínum tíma streymdu slíkar vörur inn í landið, enda voru þær ódýrari en sambærilegur innlendur varningur. í september 1980 var sett sérstakt tímabundið innflutningsgjald á þær og rennur það út I. mars nk. „Bakarar höfðu þvi'^18 mánuði til frekari undirbnúnings gegn óheftum inn- flutningi." Þessi tími var notaður til að setja af stað markaðs- og vöruþróunarverkefni í brauð- og kökugerð. R.ð.nn var t.d. mat- vælafræðingur, verkefni hans er m.a. að hjálpa bökurum til að gera sér grein fyrir ástandi hráefn- is. „Það er hlálegt til þess að vita, að við innflutning á korni til skepnufóðurs eru alltaf tekin sýni og gæði þess athuguð. En ef verið er að flytja inn korn til manneldis eru engar athuganir gerðar." Birgir ræddi einnig um verð á mjólkurdufti. Það kom fram hjá honum að hvert kg. af mjólkur- dufti kostar hér 51 krónu til baka- ría en heimsmarkaðsverð er 11 til 12 krónur, egg kosta hér 38 krón- ur hvert kg., á meðan norrænir keppinautar greiða 12 til 13 krónur. „Á meðan þetta ástand varir er ekki hægt að búast við að innlend framleiðsla sé sam- keppnishæf í verði,“ sagði Birgir. Borun lokið Borun með Narfa á Glerárdal er iokið. Borað var niður á tæp- iega 800 metra dýpi og fást nú úr holunni um 15 sekúndulítrar af 63° heitu sjálfrennandi vatni. Nú er verið að ganga frá hol- unni og í beinu framhaldi af því verður farið að virkja holuna. Gera má ráð fyrir að vatn úr henni verði leitt inn á kerfi Hitaveitu Akureyrar í mars. Ekki er vitað með vissu hve mikið holan getur gefið með dælingu, en gert er ráð fyrir að það verði á bilinu 20 til 40 lítrar. Á Glerárdal eru fjórar rannsóknarholur og dýpkaði og víkkaði Narfi eina þeirra. Vilhelm Steindórsson hitaveitustjóri, sagði að áður en ákvörðun yrði tekin um frekari borun á Glerár- dal yrðu rannsóknarholurnar, og sú sem Narfi boraði, athugaðar gaumgæfilega. Hitaveitustjóri tók fram að ekki væri búist við um- talsverðu vatnsmagni úr holum á Glerárdal. „Síðastliðið sumar var unnið við yfirborðsrannsóknir á Glerárdal og þær benda til, að ekki sé umtalsvert magn af vatni á Glerárdal, né heldur háum hita.“ Snjókoman undanfarna daga hefur svo sannarlega sett svip sinn á Akureyri. Fólk hefur fetað sig eftir þröng- um troðningum eða leitað út á göturnar og gengið eftir þeim. Börnin hafa fagnað snjónum og má víða sjá lag- leg snjóhús og snjókarla. Mynd: á.þ. T mt -JL— ] 'T' 'e ® r’ ll DÍ1 ílll /Ul ia S LJu. # Bílastæðivið samkomu- húsið Á dögunum áttí einn af starfs- mönnum Dags leið fram hjá Samkomuhúsinu. Leiksýning var rétt umþað bil að hefjast og mikill fjöldi bíla og fólks 1 næsta nágrenni og því tók það nokkuð langað tíma að komast fram hjá Samkomu- húsinu. Starfsmaðurinn vildi koma því á framfæri við rétta aðila hvort ekki væri athug- andi að útbúa bílastæði á sléttunni austan Samkomu- hússins, nánar tiltekið þar sem áður var ekið. Til að auð- velda fólki að komast í Sam- komuhúsið yrði að smíða veglegan stiga upp brekkuna, beint austur af aðaldyrum hússins. # Húsnæðið hefur áhrif á aðsóknina Fyrirsögnin á þessari klausu er fullyrðing, en hún er af- skaplega Ifkleg til að standa óhögguð hvað svo sem hver segir. í blaðinu fyrir skömmu var haft eftir Oddi Thoraren- sen, einum af eigendum Nýja bíós, að aðsóknin að bíóinu hefði dalað og kenndi eigand- inn myndsegulböndum um, hvernig farið hefði. Eflaust er þetta rétt, en til að auka að- sóknina, verða kvikmynda- húsin að taka til sinna ráða. M.a. væri ekki út í hött að endurnýja innréttingar Nýja bíós, en þær eru svo sannar- lega hrörlegar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fólk kemur ekki eingöngu í bíó til að horfga á hvita tjaldið, þó svo það sé að sjálfsögðu aðalástæðan, það kemur til að láta sér líða vel i þægileg- um sætum og vill geta notið myndarinnar. Hátalarakerfi hússins verður því Ifka að vera í góðu lagi. Forráða- menn umrædds kvikmynda- húss verða að huga að endur- bótum ef þeir vilja í raun og veru rétta hlut sinn gagnvart sjónvarpinu. # Lesendurláti í sér heyra Á blaðsíöu tvö í Helgar-Degi er gert ráð fyrir að blrtist þau bréf sem lesendur senda blaðinu. S&S vill hvetja les- endur blaðsins til að senda því línu um þau mál sem þeím eru hugleikin. Því er ekki að leyna að helst vilja starfs- menn Dags frá vélrituð bréf, því merking getur skolast til ef illa gengur að ráða í skrift bréfritara. Til að flýta fyrir birt- ingu, er best að bréfin séu stutt og gagnorð. Vinsamleg- ast merkið umslagið: Dagur, lesendasíða, pólsthólf 58- 602, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.