Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlNIAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Er byggðaröskun að hefjast á ný? Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu ís- lands voru íslendingar 231.608 1. desember síðastliðinn. Hafði þeim fjölgað um 2.823 frá 1. des. 1980, eðaum 1,23%. Fjölguníbúa var mjög mismunandi eftir landshlutum, lang- mest á Suðvesturlandi. Á höfuðborgarsvæðinu voru um síðustu áramót 122.806 íbúar og hafði þeim fjölgað um 1.941 frá sama tíma árið áður, eða um 1,61%. Reykvíkingar voru 84.469 1. des. sl. og hafði þeim fjölgað frá fyrra ári um 1.020 eða um 1,22% á milli ára. í öðrum sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu voru samtals 38.337 manns og hafði fjölgað um 921 eða um 2,46%. Á Suðurnesjum, Kjalarnesi og í Kjós bjuggu 14.093 1. desember sl. og hafði fjölgað um 359 eða 2,61%, sem er mesta fjölgun á einu svæði milli ára. Á Vesturlandi bjuggu 14.093 um síðustu áramót og hafði fjölgað um 122 á árinu eða um 0,82%. Á Vestfjörðum bjuggu 10.518 ocj fjölgunin milli ára var 72 eða 0,69%. A Norðurlandi vestra bjuggu samtals 10.713 1. desember sl. og fjölgaði á milli ára um 56, sem er 0,53%. Á Norðurlandi eystra bjuggu samtals 25.890 manns 1. des. sl. og hafði fjölgað um 190 eða 0,74%. Á Austurlandi bjuggu samtals 12.940 manns og hafði fjölg- að um 41 frá fyrra ári, eða um 0,32%. Á Suðurlandi bjuggu 19.656 manns 1. des- ember og hafði fjölgað þar um 28 frá fyrra ári, eða um0,14%. Þessar bráðabirgðatölur frá Hagstofu ís- lands benda til þess, að ástæða sé til að vera uggandi um byggðaþróunina. Margir hafa látið í ljósi þá skoðun, að ef ekki komi til veruleg uppbygging atvinnulífs á lands- byggðinni, muni byggðaröskun hefjast á ný. Á sínum tíma tókst að bregðast við þessu vandamáli með stækkun og endurnýjun tækja til fiskveiða og fiskvinnslu á lands- byggðinm. Vegna þeirra takmarkana sem stærð fiskistofna setur okkur í dag, er ekki hægt að bregðast við þessari nýju byggða- röskun með sama hætti. Fara verður nýjar leiðir. Leita verður nýrra atvinnutækifæra, en fyrsta skilyrði er að halda þeim atvinnu- greinum gangandi sem við höfum í dag. Finna verður fleiri aðferðir til að nýta hráefni okkar og gera það verðmætara, t.d. með líf- efnaiðnaði, eins og bent hefur verið á hér í Degi. Ýmiskonar iðnaður sem notar mikla orku verður að vera inni í þessari mynd, þó þannig að fyllstu kröfum um að koma í veg fyrir hvers konar óæskileg áhrif, s.s. mengun lífríkis, verði framfylgt. Stóraukin þjónustustarfsemi á lands- byggðinni er ekki síst mikilvæg, til að bregð- ast við byggðaröskuninni. í þeim efnum hef- ur hvað mest verið gengið á hlut lands- byggðarinnar. 100 ára afmæli Samvinnu- hreyfingarinnar MATTUR HINNA M0RGU Samstarfsnefnd um afmælishald Kaupfélag Þingeyinga var stofnað 20. febrúar árið 1882 að Þverá í Laxárdal. Kaupfélag Þingeyinga og samvinnuhreyfingin öll fagna því 100 ára afmæli sínu nú á þessu ári. Það er að sjálfsögðu miklum áfanga náð þegar ein stærstu og fjölmennustu félags- og viðskipta- samtök landsins fagna aldaraf- mæli og verður þessa afmælis minnst á ýmsan hátt. Framkvæmd afmælishaldsins er á vegum sam- starfsnefndar Kaupfélags Þingey- inga og Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. í nefndinni eiga sæti þessir menn: Frá Kaupfélagi Þingey- inga: Böðvar Jónsson bóndi,. Finnur Kristj.ánsson kaupfélags-®’ stjóri og Hreiðar Karlsson kaup- félagsstjóri. Frá Sambandi ísl. samvinnufélaga: Haukur Ingi- bergsson, Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjóri og Kjartan P. Kjartansson framkvæmdastjóri. Formaður nefndarinnar er Finnur Kristjánsson en framkvæmda- stjóri nefndarinnar er Haukur Ingibergsson. Máttur hinna mörgu Hannað hefur verið sérstakt merki sem mun verða notað á margvíslegan hátt innan kaupfél- aganna, Sambandsins og sam- starfsfyrirtækja á afmælisárinu. Á merkinu eru eftirtalin einkunnar- orð: „Máttur hinna mörgu“. Vill nefndin á þann hátt benda á að máttur hinna mörgu getur áorkað ótrúlega miklu og að margar hendur vinna létt verk. Eru þessar staðreyndir sífellt að sannast í samvinnustarfinu, jafnt er frum- herjarnir voru að stíga sín fyrstu spor á Húsavík sem í dag er um 42.000 samvinnumenn um land allt leysa ýmis hugðarefni sín á samvinnugrundvelli. Afmælisdagurinn 20. febrúar Hinn 20. febrúar munu flest kaup- félög landsins fagna afmælisdeg- inum með því að hafa „opið hús“ hvert á sínu félagssvæði. Áfmælis- barnið sjálft, Kaupfélag Þingey- inga, mun verða með stjórnar- fund árdegis að Þverá í Laxárdal en síðdegis mun kaupfélagið taka á móti gestum að Hótel Húsavík. Um kvöldið verður svo árshátfð starfsmannafélagsins. Hátíðisdagar í Þingeyjar- sýslu 18.-20. júní En þótt afmælinu verði fagnað 20. febrúar þá verður hápunktur af- mælishaldsins dagana 18.-20. júní í Þingeyjarsýslum. Þá verður aðalfundur Sam- bands íslenskra samvinnufélaga haldinn á Húsavík 18. og 19. júní og á þeim fundi er m.a. gert ráð fyrir að afgreiða nýja stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar sem þúsundir samvinnumanna hafa tekið þátt í að móta sl. eitt og hálft ár. Daginn eftir, 20. júní, verður 100 ára afmælis samvinnuhreyf- ingarinnar minnst með hátíðar- samkomu að Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. Verður mjög vandað til dagskrár og er búist við að samvinnumenn víðs vegar um land muni sækja þessa hátíðars- amkomu. Fortíð - nútíð - framtíð Við skipulagningu sérstakra verk- efna á afmælisárinu hefur sam- starfsnefndin að jöfnu lagt áherslu á fortíð, nútíð og framtíð. „Liíandi“ safn á Húsavík Fyrstu verslunarhús Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík munu verða nokkuð í sviðsijósinu á af- mælisárinu. Áformað er að færa húsin í sitt upprunalega horf og búa þau, eftir því sem kostur er, gömlum verslunaráhöldum. Þótt húsin verði á þennan hátt eins konar safn verður þó kappkostað að í húsunum verði lifandi starf- semi og iðandi mannlíf. Betri vinnustaðir - betra mannlíf Hinn 15. maí-15. júní munu starfsmenn og stjórnendur sam- vinnufyrirtækja víðs vegar um land taka höndum saman um fegr un og snyrtingu vinnustaða sinna innan dyra sem utan. Er þetta átak skipulagt sameiginlega af Landssambandi íslenskra sam- vinnustarfsmanna og samstarfs- nefnd um afmælishald. í tilefni afmælisins munu kaup- félögin, Sambándið og ýmis sam- starfsfyrirtæki verða með marg- vísleg og fjölbreytt tilboð á vörum og þjónustu. Verða þau í formi lækkaðs vöruverðs, aukinnar þjónustu eða á öðrum sviðum, t.d. munu Kaffibrennsla Akur- eyrar gefa 40 aura til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra í tilefni af ári aldraðra, af hvérju kílói kaffis sem selt er 20. febrúar-20. mars og einnig í desembermánuði. Almenningstengsl - kynningarstarf Nefndin mun stuðla að sérstöku átaki samvinnuhreyfingarinnar í bættum almenningstengslum með auknu kynningarstarfi. í undirbúningi er að gera kvik- mynd eða videómynd um sam- vinnuhreyfinguna, skipulag hennar, stefnu og störf auk marg- víslegs annars kynningarefnis sem gert verður og gefið út. Þá kemur út á árinu bók Andrésar Krist- jánssonar um Kaupfélag Þingey- inga, þar sem rakin er 100 ára saga félagsins. Á árinu mun koma út frímerki hjá Póst- og símamálastjórn að verðgildi 10.00 kr. og verður á frímerkinu mynd af fyrstu versl- unarhúsum kaupfélagsins á Húsa- vík. 4-*-DAGUR2£vjanúar.ip&2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.