Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 9
Við skíðahótelið í Hlíðarfjalli er nú hálfbyggð geymsla sem hýsa á snjótroðara og fl. Unnið var við þessa byggingu í sumar, en af ýmsum orsökum tókst ekki að ljúka henni. Þar verða einnig snyrtingar fyrir skíðafólk, geymslur, verslun o.fl. Mynd Ó.Á. Tvö sekúndubrot skildu tvo efstu að Tvö skíðamót voru haldin í Illíðarfjalli á Akureyri um helgina. Voru það Þórs-mót í svigi og KA-mót í stórsvigi, og var keppt I mörgum flokkum. Geysilega mikil keppni var í mörgum flokkum, t.d. í stór- svigi karla þar sem 2 sekúndu- brot skildu tvo efstu menn að. Sigurvegarar og efstu menn í hverjum flokki voru sem hér segir: Naumt tap UMSE Á laugardaginn léku í fyrstu deild í blaki, UMSE og Þróttur úr Reykjavík. Þróttarar hafa verið taldir bestir íslenska liða í þessari íþróttagrein til þessa. Lið UMSE mátti þola tap, þrjár hrinur gegn engri, en allar hrinurnar unnust mjög naumt. UMSE hefur æft mjög vel undanfarið, og ætla nú að reyna að krækja í slatta af stigum í síðari umferð mótsins, og bjarga sér þannig frá falli. Þórs-mót Svig: 13-14 ára drengir: 1. GuðmundurSigurjónsson A. 40,59 42.27 82,86 2. Smári Kristinsson A. 41,78 44,00 85,78 3. Hilmir Valsson A. 43,11 44,82 87,93 15-16 ára drengir: 1. Tryggvi Haraldsson A. 42.77 43,33 86,10 2. Erling Ingvason R. 43,47 42,85 86,32 3. Gunnar Svanbergsson A. 44,25 42,71 86,96 13-14 ára stúlkur: 1. Anna M. Malmquist A. 52,32 52,40 104,72 2. Tinna Traustadóttir A. 52.78 51,95 104,73 3. Guðrún J. Magnúsdóttir A. 53,07 53,29 106,36 Karlar: 1. Ólafur Harðarson A. 53,67 54,49 108,16 2. Elías Bjarnason A. 54.58 54,65 109,23 3. Björgvin Hjörleifsson D. 58,71 57,36 116,07 Konur: 1. Kristín Símonardóttir D. 64,16 64,33 128,49 2. Ingigerður Júlíusdóttir D. 68.59 62,86 131,45 KA-mót Stórsvig 13-14 ára drengir: 1. Guðmundur Sigurjónsson A. 54,45 56,45 110,90 2. Smári Kristinsson A. \ 55,78 58,43 114,21 3. Brynjar Bragason Ó. 58,86 59,37 118,23 15-16 ára drengir: 1. Erlingur Ingvason R. 64,04 60,16 124,20 2. Eggert Bragason Ó. 63,82 60,47 124,29 3. Magnús Gunnarsson Ó. 65,05 60.00 125.05 13-15 ára stúlkur: 1. Guðrún J. Magnúsdóttir A. 58,26 50,18 108,44 2. Anna M. Malmquist A. 60,31 50,95 111,26 3. Erla Björnsdóttir A. 60,48 52,20 112,68 Karlar: 1. Haukur Jóhannsson A. 66,11 67,82 133,93 2. Elías Bjarnason A. 66,92 67,03 133,95 3. Valþór Þorgeirsson A. 66,83 68,5 135,38 Konur: 1. Nanna Leifsdóttir A. 67,64 71,21 138,85 2. Hrefna Magnúsdóttir A. 70,29 73,18 143,47 3. Ingigerður Júlíusdóttir D. 73,85 75,41 149,26 Jón Konráðsson. Þeir keppa á HM í Osló Stjórn Skíðasambandsins hef- ur valið fjóra skíðagöngu- menn, til að taka þátt í heims- meistaramótinu í skíðagöngu, sem fram fer í Osló í næsta mánuði. Þrír af þessum fjórum eru norðlendingarnir Haukur Sig- urðsson og Jón Konráðsson frá Ólafsfirði og Siglfirðingurinn Magnús Eiríksson. Menn þessir hafa allir náð mjög góðum árangri í skíðamót- um vetrarins og hafa æft vel og skipulega fyrir þessa keppni. Oruggur sigur hjá Hauk Á laugardaginn var haldið í Ólafsfirði mót í skíðagöngu, en slíkt mót halda Ólafsfirð- ingar nú nánast um hverja helgi, a.m.k. þegar göngu- menn þeirra eru ekki að keppa annarsstaðar. Að sögn Björns Þórs Ólafssonar íþróttakennara á Ólafsflrði, er skíða áhugi þar mjög mikill en þrátt fyrir mikinn snjó hér á flestum stöðum norðanlands, hafa Ól- afsflrðingar orðið útundan, en þar er snjór í minnsta lagi. Björn sagði að nú væri lögð mikil áhersla á alpagreinarnar, en undanfarin ár hafa Ólafsfirð- ingar verið forustusveit skíða- manrta í norrænu greinunum, göngu og stökki. Björn sagði að í dag færu þeir Jón Konráðsson og Axel Asgeirsson til Geiló í Noregi en þar munu þeir verða við æfingar og keppnir nú næstu vikurnar, en Jón fer síðan á heimsmeistaramótið eins og greint er frá hér annarsstaðar á síðunni. Á sunnudag var haldið í Ól- afsfirði stórsvigskeppni fyrir börn 12 ára og yngri, en Björn sagði að allir eldri keppendur í alpagreinum hefðu verið á Ak- ureyri um helgina og keppt þar bæði á laugardag og sunnudag. Úrslit í göngumótinu á laugar- daginn urðu þessi: Flokkur fullorðinna: 15 kflómetrar 1. Haukur Sigurðsson 43.45 2. Jón Konráðsson 45.39 3. GuðmundurGarðarsson 50.07 Flokkur 15-16 ára: 10 kflómetrar 1. Finnur Gunnarsson 33.17 Flokkur 13-14 ára: 1. Ingvi Óskarsson 18.47 2. Friðrik Einarsson 18.57 3. Ólafur Björnsson 19.17 Flokkur 10-12 ára: 3 kflómetrar 1. Sigurður Bjarnason 2. Jón Árnason Flokkur 9 ára og yngri: 1. Kristján Hauksson 2. Kristinn Björnsson 3. Arnar Guðmundsson. Að lokám skai þess getið, að Kristján Hauksson er sonur Hauks Sigurðssonar, og er hann aðeins 6 ára gamall. jssw- ■VT - r mm ir I/ í f/ '1 1 if f f/ / JBla 4 »--- ii- \ ILz \ ÍW> / - ÍK' í S jn HmML' i. X ¥'i T Adidas-umboðið á íslandi, Björgvin Schram umboðs- og heildverslun og Sporthúsið á Akureyri, aflientu á dögunum Roger Behrends, hinum bandaríska körfuknattleiksmanni í Þór góða gjöf. Hér var um að ræða eitt par af hinum heimsþekktu „Top Ten High“ körfuknattleiksskóm, og tvö pör af sokkum. Allt var þetta af dýrustu og bestu gerð. Þá hefur körfuknattleiksdeild Þórs fengið að gjöf bolta, cn hann gaf skógerð Iðunnar félaginu. Myndin hér að ofan var tekin í Sporthúsinu er Sigurbjörn Gunnarsson kaupmaður afhenti roger Behrewnds skóna og sokkana. Sigbjöm er sá til vinstri á myndinni. 26.,janúar1082.-rJDAGUR -9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.