Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 26.01.1982, Blaðsíða 7
Veroum ao fá að sitja við sama borð og aðrir Rætl við Ingolf Hermannsson húsgagnasmið í Kótó „Ef ég ætti eina ósk til handa ís- lenskum húsgagnaiðnaði, væri hún að við fengjum að starfa á jafnreftisgrundvelli, að sam- keppnin við húsgagnaframleið- endur í öðrum löndum væri heiðarleg. Ég er ekki talsmaður styrkjakerfa, en það er Ijóst að erlendir húsgagnaframleiðend- ur njóta þeirra i ríkum mæli. Að mínu mati þarf að gera ná- kvæma úttekt á þessum málum. í fyrsta lagi ætti að at- huga hvernig verðlagningu er- lendra húsgagna er háttað og í hve miklum mæli þau eru niðurgreidd.“ Akureyringar voru í fararbroddi Ingólfur Hermannsson, húsgagna- smiður og einn af eigendum KÓTÓ á Akureyri hefur starfað í ein 24 ár í húsgagnaiðnaði á Akureyri og man svo sannarlega tímana tvenna. Þegar hann hóf nám, var húsgagnaiðnaður- inn gróskumikill og töluvert á annað hundrað manns starfaði í honum og óhætt að segja að Akureyringar hafi verið í fararbroddi í framleiðslu hús- gagna. Nú er svo komið að þá er hægt að telja á fingrum annarar handar, sem starfa að húsgagna- framleiðslu allt árið um kring. Ing- ólfur situr í prófnefnd, sem fjallar um útskrift húsgagnasmiða, og sagði hann að þeir hefðu á undanförnum Sæmundur Gauti og Ámi Ingi að störfum á verkstæði sínu. árum útskrifað 11 húsgagnasmiði, en enginn vinnur nú við sína iðn- grein,allir hafa horfið á vit húsasmíði eða í aðrar tréiðngreinar. Eigendur KÓTÓ hafa líka orðið að taka að sér innréttingar af ýmsu tagi og fleira sem ekki tengist beint húsgagna- smíði, en öðru vísi sagði Ingólfur ekki hægt að reka húsgagnafyrir- tæki. „En ætli maður sé ekki í þessu af þráa. Þetta er erfitt og án óbreytt- ra aðstæðna vonlítið að stækka fyrir- tækið, ef ætlunin er að framleiða ein- göngu húsgögn.“ „Þetta er nánast útdauð iðngrein á Akureyri, en það eru aðeins um 10 ár síðan fjöldinn var eins og ég sagði áðan. Það er hins vegar ljóst að ef fyrirtæki getur ekki einbeitt sér að smíði húsgagna er tæpast hægt að ná fram hagræðingu. Vaxtarmöguleikar ekki fyrir hendi - Þú sagðir að þið hefðuð farið út f ýmislegt annað en húsgagnafram- leiðslu. „Já, annað var ekki hægt. En við höfum búið til margskonar húsgögn aess á milli. Á tímabili framleiddum ^ið gífurlega mikið af sófaborðum og sú framleiðsla gekk nokkuð vel. Nú er farið að þrengjast um á þessum markaði og við höfum þreifað fyrir okkur á ýmsum sviðum. T.d. höfum við smíðað hjónarúm og svefnbekki svo eitthvað sé nefnt. - En er það ekki Ijóst að lítið verkstæði eins og KÓTÓ, sem getur' ekki sérhæft sig, mun aldrei standast samkeppni við stór erlend og innlend fyrirtæki? „Ég held að verkstæðið þurfi í sjálfu sér ekki að vera svo stórt. Að- alatriðið er að hægt sé að sérhæfa framleiðsluna og eiga nauðsynleg tæki. En hvað okkar fyrirtæki varðar þá eru vaxtarmöguleikar ekki fyrir hendi eins og málum er háttað í dag og við getum ekki ráðst í það að endurskipuleggja reksturinn. Það er víst nógu erfitt að reka fyrirtæki svo ekki sé farið út í breytingar og ný- byggingar." - Eru húsgagnaseljendur ekki fúsir til að taka við innlendri vöru? „Við höfum boðið seljendum á Akureyri og Reykjavík framleiðslu okkar, og móttökurnar hafa yfirleitt verið góðar. En það þarf að fylgja málinu vel á eftir, því framboðið er mjög mikið og mikill hluti erlendu vörunnar er á mjög lágu verði og við erum ekki samkeppnisfærir við sumar tegundir erlendu húsgagn- anna.“ - Þú segir að þið séuð með ykkar vöru á hærra verði, en hvað um gæðin? Margir kunnáttumenn í hús- gagnaiðnaði sem ég hef rætt við, telja að innlenda framleiðslan sé mun vandaðri en sú innflutta. „Við höfum lagt áherslu á góða vöru og ég tel að það sé einmitt það sem innlendir framleiðendur þurfi að gera. Látum öðrum eftir að fram- leiða lélegt dót sem endist í skamm- an tíma. En það er nú svo með selj- endur, húsgagnaverslanir, að of margir eigendur þeirra eru ekki opn- ir fyrir innlendu framleiðlslunni, vilja fremur bjóða upp á erlendan varning. Auk þess má bæta við að þróunin hefur orðið sú að stórir framleiðendur hafa opnað eigin verslanir. Við höfum stundum selt beint til neytanda og orðið vel ágengt." Athuga þarf verðlagn- Ingólfur Hermannsson á verkstæði Kótó. íngu - Það getur varia talist eðlileg þróun þegar tugir manna missa vinnu sína. hvað á að gera til að ná húsgagnaiðnaðinum upp úr þeim öldudal sem hann er í? „í fyrsta lagi þarf að athuga hvern- ig verðlagningu innlendra og erlend- ra húsgagna er háttað. í öðru lagi verða opinber yfirvöld að athuga hvort við séum ekki að flytja inn hús- gögn sem eru stórlega niðurgreidd í framleiðslulandinu. Ég tel sjálfur að svo sé og minni á, að samkvæmt þeim samningum sem mörg þessara ríkja hafa gert, eru niðurgreiðslur ekki leyfðar. fslenskur iðnaður býr í ekki við slíkar ívilnanir. Ég vil þó . taka það fram að ég er ekki að fara 7 fram á styrkjakerfi, en við verðum að fá að sitja við sama borð og við getum hugsað okkur að innfluttu húsgögnin séu tolluð sem nemur þeim styrkjum sem þau fá í heima- landinu. Lánamál iðnaðarins þarf einnig að taka til gagngerar endurskoðunar. Þá mætti nefna að ríki og bær ætti að ganga á undan með góðu 'fordæmi. Það ætti að vera metnaðarmál opin- berra stofnana að leita fyrst til inn- lendra aðila þegar um er að ræða kaup á húsgögnum. Ég veit um opin- bera stofnun á Akureyri sem keypti húsgögn frá Danmörku fyrri 12-14 gamlar milljónir, án þess að kanna framboð á íslenskri framleiðslu, án þess að kanna hvað iðnaðarmenn á Akureyri væru megnugir að gera. Annað dæmi og jákvæðara gerðist í fyrra. Heilsuhæli Náttúrulækninga- félagsins í Hveragerði bauð út smíði á húsgögnum. Við gerðum tilboð í verkið og fengum það. Þetta var 2ja mánaða skemmtilegt verk. - Hvað um smekk og kröfur ts- lendinga. Eru þeirt.d. farnir að gera minni gæðakröfur en áður? „Nei, það eru þeir ekki farnir að gera. Við höfum orðið áþreifanlega varir við að flestir vilja kaupa góð húsgögn, en það eru vissar tegundir húsgagna sem fólki virðist vera nokkuð sama um hvernig eru. Þar á ég t.d. við um húsgögn í barna- og unglingaherbergi. I mörgum tilfell- um er keypt erlend, ódýr og léleg vara. Smekkur manna breytist ört. Húsgögn eru tískuvara og í dag er er- fitt að henda reiður á smekk fólks. Það þarf að huga að því sem fyrir er - Kemur fólk oft til ykkar á KÓTÓ og biður um að fá smíðaða hluti? „Já, það kemur oft fyrir, en fólk hefur ekki alltaf gert sér grein fyrir hvað það kostar að láta sérsmíða hluti. Að sjálfsögðu neitum við ekki fólki um að smíða fyrir það - þvert á móti. Stundum biðjum við fólk um að athuga fyrst í verslanir og reyna að finna þar það sem því vantar. KÓTÓ er sameign þriggja hús- gagnasmiða: Ingólfs Hermanns- sonar, Sæmundar Gauta Friðbjörns- sonar og Árna Inga Garðarssonar. Þeir félagar eru í húsi við Grundar- götu. Þar starfaði áður Ólafur Ág- ústsson, sem var þekktur húsgagna- smiður hér í bæ. Ég spurði Ingólf að lokum hvernig væri að vinna í hús- næði Ólafs. „Því er ekki að leyna, að húsnæðið mætti vera stærra. Við getum ekki komið á þeirri hagræðingu, sem okk- ur dreymir um. En þaðer góður andi í húsinu. Margir af þekktustu og bestu húsgagnasmiðum bæjarins hafa lært og unnið þarna og við unum okkar hag bærilega á þessum stað.“ - Að lokum? „Það er talað um stóriðju og alls konar nýiðnað og er það sjálfsagt ágætt og nauðsynlegt, en það þarf að huga að því sem fyrir er og láta það ekki drabbast niður.“ idt V irifj Sértilboð norðlendinga |vj j'Jií i " ‘ öúiii28.feþr- Beint botuflugjtt --- Brottför frá A Akureyri (m í Keflavik) Brottför frá Akureyri fimmtud. 25. febr. kl. 16.00. Komið afttir til Akureyrar sunnud. 28. febr. kl. 15.30. Gist verður á Palace Hotel á Ráðhús- torgi, sem er fyrsta flokks hótel í hjarta Kaupmannahafnar. Öll herbergi em utvarpi og helstu skemmtistöðum og verslun- argötum borgaiinnar. Flestar verlsanir em opnar til kl. 20 á föstudag og til kl. 14 á laugardag. kr. 3.490,00 Inrufálið: Flugfargjöld, flutningur til og firá hóteli í Kaupmannahöfn, gisting, morgunverður og farar- stjóm. Útborgun aðeins kr. 1.490,— og afgangurinn á 4 mánuðum. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF ■ RAÐHUSTORGI 3 • 602 AKUREYRI ■ SIMI96-25000 6 - DAGUR 26. janúar 1982 26. janúar 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.