Dagur


Dagur - 29.01.1982, Qupperneq 5

Dagur - 29.01.1982, Qupperneq 5
Árshátíð Karlakór Akureyrar hélt árs- hátíð sína s.l. laugardagskvöld í húsnæði sínu að Óseyri 6. Um leið var nafn hússins opinberað og hlaut það nafnið „Hljómborg“. Allir virtust skemmta sérkon- unglega á hátíðinni, enda var fjöldi heimatilbúinna skemmti- atriða á dagskrá, s.s. leikþáttur, fjöldasöngur, leikir, formaður karlakórsins stjórnaði söng kvennfélagsins Hörpunar, sem er félagsskapur eiginkvenna kórfélaga, og formaður Hörp- unnar sem er félagsskapur eigin- kvenna kórfélaga, og formaður Hörpunnar stjórnaði stjórn karlakórsins í söng. Eftir að hafa snætt kræsingar á köldu borðifrá Varðborg, not- ið skemmtiatriðanna og fleira í þeim dúr var dansinn stiginn og dunaði hann fram eftir nóttu og var svo sannarlega gleðskapur í „HIjómborginni“ þetta kvöld. Veisluborðið svignaði undan kræsingum. Boðið var upp á kalt borð frá Hótel Varðborg sem gestimir kunnu svo sannarlega vel að meta og var óspart tekið til matarins. Árshátíðarnefndin stjómaði fjöldasöng af miklum krafti. Á myndinni sjást frá vinstri: Stefán Sigurbjörnsson, Hugað að kræsingunum á veisluborðinu. Á myndinni má m.a. sjá Björn Jónatan Ólafsson, Ingibjörg Árnadóttir, Aðalheiður Gísladóttir, Felix Jósafatsson, Friðbjörg Finnsdóttir, Óskar Eiríksson og konu hans ábúðarmikil á svip. Pétursson og Gunnar Halldórsson. Ljósm. KGA. Guðmundur Heiðar Frímannsson: Þekklng, blekldng og bíó Sú listgrein, sem hefur verið í mestum uppgangi á íslandi hin síðari ár er kvikmyndun. Það hefur vart farið f ramh j á neinum, sem hefur opin augu og eyru, að nokkrum Islendingum hefur tekist að búa til kvikmyndir, sem hlotið hafa mikla áðsókn og eru ekki rusl. Nýjasta mynd af þessu tagi er Jón Oddur og Jón Bjarni, sem bæjarbúar á ölium aldri skemmtu sér yfir nú um hátíð- arnar. En það er ekki ætlun mín að velta því neitt frekar fyrir mér, hvernig á því stendur, að nú skuli íslendingum allt í einu takast að standa sig í þessum list- iðnaði. Hugsun mín er sú að ýja að nokkrum takmörkunum kvikmynda og viðra fordóma mína um það efni, sem égskal að vísu reyna að rökstyðja. For dómarnir eru þeir, að kvik- myndir séu ekki eins göfug list og til að mynda bókmenntir, þær séu í einhverjum skilningi óæðri. Á fræðingamálinu, sem kvik- myndaspekúlantar bregða fyrir sig, þegar þeir vilja vera gáfuleg- ir, myndi þetta heita að „kvik- myndin sem listgrein er háð miðlinum, sem hún notar.“ Eða eitthvað álíka gáfulegt og óskilj- anlegt, sem þjónar því eina hlut- verki að gera höfundinn merki- legan. En til að orða þessa hugs- un á mannamáli, þá myndi það verða eitthvað í þessa áttina. Hver spóla, sem á er kvikmynd, er röð af stillimyndum. Hreyf- ingarnar og breytingarnar, sem hver og einn sér á hvíta tjaldinu og eru ástæðan til þess, að kvik- er skeytt framan við -mynd, eru því hreinar blekkingar. Til að skýra þetta ofurlítið nánar, þá mættu menn hugsa til þess, að þeir hafa eflaust séð runu af ljós- um sem blikka. Séu þau látin blikka hvert á fætur öðru, virðist sem svo, að ljósið færist eftir lengjunni. En í rauninni gerist ekki neitt annað, en að ljósin blikka, ekkert hreyfist, augað lætur blekkjast. Nákvæmlega sama gerist, þegar kvikmynd er sýnd. Það er því eðli kvikmynda eða óhjákvæmilegur fylgifiskur að blekkja. En það kemur fleira til en blekkingin. Það kostar mikið fé að gera kvikmyndir. Það virðast raunar vera ein ástæðan til þess, að íslenskar kvikmyndir hafa eflst á síðustu árum, að þeir, sem gera þær, hafa fengið aðgang að fjármagni, sem þeir höfðu ekki áður. En þessi staðreynd um kvikmyndir, að þær eru dýrar í framleiðslu, hefur það í för með sér, að þær miðast nánast óhjá- kvæmilega við að falla sem flest- um í geð. Nú er ástæðulaust að lasta það, að hlutir á borð við kvikmyndir séu vinsælir, ef menn taka eftir því að það er annað, en að það sé beinlínis frá upphafi aðaltilgangur hverrar myndar. En þessi staðreynd kemur í veg fyrir, að sá metn- aður, sjálfstæði í hugsun og agi ráði mestu eða öllu um gerð hvers verks, sem nauðsynlegt er til að úr verði mikið listaverk. Og komi það fyrir, sem raunar hefur gerst, er það fremur af hendingu en ásetningi. En sá kvikmyndaiðnaður er til, sem beinlínis leitast við að búa til eitthvað, sem falla mundi undir hugtakið „listaverk“. Slík- ar myndir má gjarnan sjá á mánudagskvöldum í Háskóla- bíói í Reykjavík og kvikmynda- hátíðum, sem hafa verið haldnar nokkrar í landinu. Stundum slæðast svona myndir hingað norður. Þýskar kvikmyndir hafa þótt hvað fínastar hin seinni ár, og hafa sumir leikstjórar þeirrar þjóðar orðið heimsfrægir. Ég játa það fúslega, að ég hef ekki víðtæka þekkingu á myndum þessara leikstjóra, en ég hef lagt það á mig að horfa á fáeinar. Og mín reynsla er sú, að annað hvort eru þessar myndir ósköp venjulegar skemmtimyndir eða svo leiðinlegar, að þær dræpu ekki einungis hross heldur heilt stóð, ef því væri að skipta. Ég minnist þess, að hafa látið lokka mig á mynd af þessu tagi, sem fjallaði um bílstjóra, og hafði sá þann starfa að dreifa kvikmynd- um á Luneborgarheiði. Þegar ég hafði setið í tæpa tvo tíma og bílstjórinn búinn að fara þrjá hringi um heiðina, án þess að annað gerðist, en hann segði fá- ein orð á hverjum stað, sem hann stansaði, þá gekk ég út. Á leiðinni sagði miðasölustúlkan mér, að myndin væri fjögurra tíma löng. Það virðist því bæta lítið úr skák, þótt kvikmynda- leikstjórar ætli sér að búa til listaverk. Þá verður hrútleiðin- legur óskapnaður úr öllu saman. Eitt einkenni þess, sem kalla má gott listaverk, er að sé það lesið eða skoðað árum eða ára- tugum eftir að það var gert, þá segir það lesandanum eða áhorf- andanum jafn merkilega hluti og í upphafi. Listaverk, sem rísa undir nafni, eru varanleg. En eitt er einkennilegt við kvik- myndir, sem komnar eru til ára sinna, að þær eru einhvern veg- inn úreltar með eindregnari hætti en til dæmis sögur eða Ijóð. Það þarf ekki annað en taka dæmi af íslenskum skáldsögum, sem samdar voru um eða upp úr 1930, til dæmis Sölku Völku, og kvikmyndinni sem gerð var eftir sögunni. Sjá allir hvílíkur regin- munur er á. En þótt kvikmyndir séu blekkingar og miðist fyrst og fremst að því að skemmta sem flestum, þá er ástæðulaust að telja það svo óskaplega slæmt. Kannski eiga bíómyndir að vera svona. Mistökin, sem menn gera gjarnan, eru þau að halda þær vera listaverk og meta þær sem slíkar. En bíómyndir eru bara blekking, skemnitileg eða leið- inleg eftir atvikum. Bíóhús eru því, þegar best lætur, notalegir staðir til að flýja raunveruleik- ann með poppkorni og kók, njóta hinnar sælu ginningar. Það er að vísu svo með annað bíóhúsið hér í bænum, að í því flýr enginn raunveruleikann. Hann lyktar svo sterkt þar. Það er rétt eins og stóðið mæti á hverja sýningu og bíði örlaga sinna og ekki takist að þrífa almennilega undan því, áður en sú næsta hefst. Blekk- ingin þolir ekki þetta hnjask. Ætli rökstuddir fordómar séu skoðaðir? Guðmundur Heiðar Frímannsson. 29. janúar 1982-ÓAGUR -5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.