Dagur - 09.02.1982, Side 12

Dagur - 09.02.1982, Side 12
RAFGEYMAR í bIunn, bátinn, vinnuvélina VEUIÐ RÉTT MERKI GRIMSEY: Miklar ógæftir „Það hafa verið afskaplega miklar ógæftir að undanförnu, ekki verið hægt að róa nema tvisvar í viku, en það hefur aflast ágætlega þegar gefið hefur,“ sagði Steinunn Sigur- björnsdóttir í Grímsey, er við ræddum við hana fyrir helgina. Nóg hefur þó verió að starfa í eyjunni að sögn Steinunnar, því mikil vinna hcfur vcrið fyrir hencli, bæði við saltfisk ogskrcið- arvcrkun, og útskipun á þessari vöru. Samgöngur við Grímsey hafa vcrið með erfiðara móti að undanförnu, lítið hægt að fljúga, og er við ræddum við Steinunni sl. limmtudag var hláka í Grímsey og flugvöllurinn þareitt forasvað. Halda átti Þorrablót á vegun. Kvenfclagsins sl. laugardag, og þá eru haldin spilakvöld og bingó- kvöld í eynni, og karlmennirnir hyggjast að vcnju halda myndar- legt konukvöld þegar líður að páskum. í Lóni í Kelduhveifi er stunduð laxarækt, og á dögunum var slátrað þar laxi í annað skipti á stuttum tima. I desemher voru tekin þar um 5 tonn og núna á dögunum var slátrað um 2 tonnum. Að sögn Björns Guðmunds- sonar í Lóni er of snemmt að vera með nokkrar bollalenginar um út- litið í þessum rekstri. I.íta veröur svo á aö hér sé enn um tilrauna- starfsemi að ræða og að svo verði næstu tvö.árin. „Það verður fyrst að þeim tíma liðnum sem hægt verður að segja eitthvað ákveðiö um það hvernig þessi rekstur muni ganga. En ég held þó að það verði að segjast að manni finnist að það sem af er lofi góðu um framhaldið," sagði Björn. Fyrirtækið íslensk matvæli í I lafnarl'irði hefur keypt laxinn, og hefur heyrst um áhuga eigenda þess á að kaupa ákveðið magn af Uixi á ári. Laxinn úr Lóni þykir mjög góð vara. og nýting lians í vinnslu er nær 100%. Blárefur skotinn í Kelduhverfi: Ekki vitað úr hvaða búi dýrið hefur sloppið - hugsanlegt að haegt sé að komast að því með rannsóknum „Þaö veit enginn hvaðan þess refur er kominn. Hann va ómerktur," sagöi Björn Guð mundsson oddviti og hrepp stjóri að Lóni í Kelduhverfi viðtali vrð Dag, en sl. miðviku dag skutu þeir Jóhann Gunn arsson á Víkingavatni og Þor kell Þórarinsson á Grásíðu bláref norður af Arnarnesi. Björn tjáðj okkur að Kristján Jósefsson, sem rekur Dýrasafnið í Reykjavík, hefði óskað eftir því að fá dýrið til þess að stoppa það upp, en menn frá veiðistjóra hefðu einnig óskað eftir því að fá dýrið til rannsóknar og teldu möguleika á því að með rann- sóknum væri hægt að komast að því hvaðan dýrið væri komið. „Það er ekki um neitt refabú að ræða sem þetta getur verið frá, nær en búið á Grenivík. Að vísu er að fara í gang bú að Kast- hvammi í Laxárdalnum en refirnir eru bara rétt komnir þangað,“ sagði Björn, en að sjálfsögðu vildi hann ekkert geta sér til um hvað- an refurinn væri kominn. Björn sagðist ekki vita betur en það væri skylda að merkja öll líf- dýr í búrunum og hann sagðist ætla að eigendur þeirra færu að Soffía Guðmundsóttir: Ákvað sjálf að hætta „Það hefur hvergi komið fram að ég ákvað að hætta í bæjar- stjórn og tilkynnti það reyndar á fundi sl. haust,” sagði Soffía Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, en það vakti athygli að nafn hennar var ekki á lista eftir fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins. „Það er ekki þar með sagt,“ sagði Soffía þegar hún var spurð hvort hún væri nú að kveðja bæjarpólitíkina á Akureyri. „Eg stend í slagnum í vor rétt eins og ég væri sjálf í framboði." Soffía hefur setið í bæjarstjórn Akureyr- ar í þrjú kjörtímabil. Ræða um atvinnu- uppbyggingu — eftir að Blanda hefur verið virkjuð Á dögunum var fundur á Blönduósi, þar sem rætt var um hugsanlega atvinnuuppbygg- ingu þegar Blönduvirkjun lyki. Fulltrúar sýslunefndar, sam- vinnufélaga og einkafyrirtækja mættu á fundinn. Engar álykt- anir voru gerðar, en ákveðið að koma saman síðar í mánuðin- um. Samningaviðræður vegna Blönduvirkjunar eru enn í gangi, en samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur aflaði sér á Blönduósi og víðar er talið líklegt að sam- komulag náist. Hins vegar var bent á að fulltrúar Svínavatns- hrepps væru tregir til að halda fund um málið og afgreiða það endanlega. Framleiðslan gengur mjög vel Túnshergi, Sviilhurúsströnd, 4. fehr. Framleiðsla kartöiluverk- smiðjunnar á Svalbaröseyri sem framleiðir franskar kart- öflur fyrir innanlandsmarkað hefur gengið injög vel, en hrá- efnið sem unnið hefur verið úr að undanförnu hefur að mestu veriö innflutt. Afköstin hat’a vcrið um tvö tonn á dag af unnjnni vöru, en hægur vandi væri aö tvöfalda þá tölu ef unnið væri á vöktum í verk- smiðjunni í stað 8 tíma eins og nú er gert. Framlciðsla verksmiðjunnar hefur líkað afskaplega vel og markaðurinn virðist fara sívax- andi. Að sjalfsögðu er verksmiðj- an í samkeppni við innflutning og hefur heyrst að innflytjendur hafi lagt hart aö kaupmönnum í höf- uðborginni að undantornu að selja frekar inntluttu kartöflurnar en þær innlendu. Skiptar skoðanir eru um það hvort hægt sé að óska eftir að inn- flutningur á frönskum kartöflum verði stöðvaður. Að öðru jöfðu má ekki flytja inn landbúnaðar- vörur nema þær vanti á markað hér, og eru skoðanir skiptar um það hvort flokka á framleiðslu á frönskum kartöflum sem iðnað eða sem úrvinnslu úr landbúnað- arafurðum. S.L. lögúm. Væri því ljóst að dýrið hefði sloppið út sem hvolpur, en talið er að dýrið tveggja ára gamalt. sé tæplega Blárefur í búri sínu. # Hefst byltingin á Akureyri Um næstu helgi verða stjórn- arkosningar í verkalýðsfélag- inu Einingu. Hart er barist eins og sjá má i opnu blað- sins í dag. Kunningi Dags leit inn á dögunum og sagði að ef GuðmundurSæmundssonfæri með sigur af hólmi væri möguleiki á að Akureyri yrði sögufrægur bær, að hér hæf- ist loks byltingin sem kreddu- kommar hafa beðið eftir í ára- vís. Guðmundur hefur nefni- lega stutt stefnu svartasta kommúnisma árum saman, og sagði kunningi blaðsins að ef Guðmundur kæmist í sæti formanns í Einingu, væri það fyrsta skrefið í sögu bylt- ingarinnar. # Byltingabær, ferðamanna- bær Guðmundur Sæmundsson hefur leitað margra ieiða til að ná áhrifum og hafa þar með aukinn möguleika á að út- breiða rétttrúnaðarstefnu sína. í því sambandi má minn- ast þess að hann gerði tilraun til að verðá forseti ASÍ og varaforseti sömu samtaka. Tilraun til að gerast forseti Al- þýðusambands Norðurlands mistókst einnig. í þeim kosn- ingum gaf kona kost á sér og voru margir jafnréttissinnar lítt hrifnir af þessu uppátæki Guðmundar. „Nú er þaö bara spurningin hvort í framtíðinni verði hægt að auglýsa vöggu ®mm byltingarinnar á Akureyri,“ sagði þessi kunningi Dags. # Sterkur listi? Heyrst hefur að veruleg ólga sé nú innan raða sjálfstæðis- manna á Akureyri, vegna forvalsins sem þeir héldu. Hafa einstakiingar í forystu- sveit íhaldsins látið að því liggja í samtölum við menn, að hart verði barist í væntan- legu prófkjöri, til að rétta hlut þeirra sem þeir telja að ómak lega hafi orðið fyrir barðinu á samblæstri og smölun hags- munahópa. Einkum þykir mönnum súrt í brotið sú út- reið sem Gunnar Ragnars fékk i forvalinu, en hann er af mörgum flokksbræðrum og andstæðingum í pólitík tal- inn lang frambærilegasti full- trúinn sem Sjálfstæðisflokk- urinn gæti boðið fram á lista sínum. Gunnar var í fjórða sæti við síðustu kosningar, en féll niður í níunda sæti i forvalinu. „Flokkshagsmun- um hefur algjörlega verið kastað fyrir róða með þess- um vinnubrögðum“, sagði einn sjálfstæðismaðurinn í samtali við S&S. Þá er einnig óánægja með það, hvernig Sigurður Hannesson og Tryggvi Pálsson urðu úti í forvalinu. Þeir sem bestu niðurstöðuna fengu láta að því liggja að þetta sé alls ekki endanleg röðun, svona til að róa hina, en hins vegar er at- hyglisverður leiðarinn i síð- asta tbl. íslendings, þar sem nánast er sagt berum orðum, að nú sé búið að velja sterk- an listafyrirflokkinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.