Dagur - 12.02.1982, Síða 8
„Það er ekki hægt að neita því
að málefni kjötvinnslustöðva
og fyrirtækja í matvælafram-
leiðslu hafa verið í sviðsljósinu
að undanförnu. Þetta hefur ver
ið þannig í nokkuð langan tíma,
fyrst út af hangikjötinu og síðan
út af fundi sem Guðlaugur
Hannesson forstöðumaður
Matvælarannsókna ríkisins
hélt með sínum mönnum“
sagði Oli Valdimarsson verk-
smiðjustjóri í Kjötiðnaðarstöð
Kaupfélags Eyfirðinga á Akur-
eyri í samtali við Dag.
„Guðlaugur hefur skilað skýrslu
vegna rannsókna á prufum sem
honum voru sendar víðsvegar af
landinu á árunum 1975 og fram á
þennan dag og þar komu slæmar
niðurstöður fram. Guðlaugur út-
skýrir þessar niðurstöður hinsveg-
ar ekki nægilega vel fyrir almenn-
ingi. Hann fær þessi sýnishorn
send innfyrir fjóra veggi rann-
sóknarstofunnar, og veit í raun-
„Fáum ekkl betra
kjöt úr vélunum en
við setjum ■ þær
— segir OU Valdimarsson verksniiöjustjóri í Kjötiðnaðarstöð
Kaupfélags EyGrðinga
inni ekkert um hvernig þessi sýni
hafa verið tekin, af hverju þau
hafa verið tekin eða þá hvort allt
var í lagi hjá þeim sem tóku sýnin.
Það er ekki þar með sagt að þótt
Arnheiður Eyþórsdóttir og Stefán Vilhjálmsson matvælafræðingar á rann-
sóknarstofunni.
sýni sé tekið af einhverri vöru að
það sé rétt tekið.“
„Margt sem spilar inn í“
„Heildarniðurstaðan var slæm,
sérstaklega hvað varðar kjötfars
og nautahakk, en það er ósköp
eðlilegt að þessar vörur komi
verst út vegna þess að þær eru
hráar. Það horfir allt öðru vísi við
hvað varðar soðnar vörur.“
„Það er svo margt sem spilar
þarna inn í, að það er alls ekki
réttlætanlegt að skella skuldinni á
vinnsluna. Þetta getur verið vatn-
inu að kenna, þetta getur verið
kjötið sem kemur úr sláturhúsinu,
þetta getur verið vinnslunum að
kenna og geymslu í búðunum.
Hann neglir þetta hinsvegar bara
ákveðið á kjötvinnsluna. Það
gengur auðvitað ekki, það þarf að
rannsaka málið allt frá upphafi,
allt frá því hvernig gripurinn var
þegar hann kom frá bóndanum,
hvernig var vatnið í sláturhúsinu,
hvernig var kælingin í sláturhús-
inu, hvernig voru flutningarnir úr
sláturhúsinu í vinnslurnar, hvern-
ig var ástandið í verslununum?"
- Það er greinilegt að Óla er
mikið niðri fyrir er hann ræðir um
þetta, enda heldur hann áfram:
„Það er auðvitað engin sanngirni í
því að ríkisstofnanir fari að bera
það á borð fyrir almenning sem
ekki er hægt að standa við“.
Eigin rannsóknarstofa.
„Niðurstaða Guðlaugs var sú
að þetta væri fyrst og fremst fyrir
sóðaskap í vinnslustöðvunum sem
ég tel alveg fráleitt að bera á borð
fyrir fólk. Hérna t.d. byrjuðum
við á því 1968 að láta skoða
vatnið, og gerðum það einu sinni
til tvisvar í viku þótt við hefðum
ekki sjálfir rannsóknarstofu".
Þessar rannsóknir fóru síðan
vaxandi hjá okkur þar til við kom-
um upp okkar eigin rannsóknar-
stofu 1976. Það fyrirtæki kostaði
stórfé á þeim tíma, einar fimm
Starfsmenn vinna við hreinsun á vélum í vinnusalnum.
ívar Sigmundsson9 forstöðumaður Skíðastaða:
Stærsta æskulýðs-
heimili landsins
Þú þarft adeins aö fara um sjö
kílómetra leið frá Akureyri til
að komast í eitt besta skíða-
svæði landsins, Hlíðarfjall. Á
undanförnum árum hafa þús-
undir manna notið útiveru í
fjallinu og það er ekkert lát á
vinsældum þess. I Hlíðarfjalli
eru fjórar skíðalyftur samtals
2,2 km. og flytja þær um 3000
manns á klukkustund. Hægt er
að fara í lyftu upp í um 1000
metra hæð og lengsta leiðin
niður er þrír kílómetrar. Vel
ilestar skíðabrautirnar eru
flóðlýstar á kvöldin. Allar
skíðabrautirnar eru véltroðnar
og í vetur verða notaðir til þess
verks tveir troðarar. Þá má
geta þess að í nágrenni við
hótelið er nokkuð gott göngu-
land og þar eru troðnar og
merktar göngubrautir um
helgar.
Fá bakteríuna
í Bláfjöllum.
Það er óhætt að segja að Akur-
eyringar séu hreyknir af Hlíðar-
fjalli - enda hafa þeir efni á því.
Starfsfólkið í fjallinu hefur ekki
látið sitt eftir liggja og segja kunn-
ugir að ef ekki væri fyrir ódrep-
andi áhuga starfsmanna hefði
uppbyggingin ekki verið jafn hröð
og raun ber vitni. En margt er
eftir og í mörg horn að li'ta. Um
það sannfærðist Dagur er hann
ræddi við ívar Sigmundsson, for-
stöðumann Skíðastaða á dögun-
um. Ívarvarí upphafi spurðurum
hvort margir skólar hefðu pantað
gistingu í fjallinu í vetur.
- Skólarnir eru farnir áð koma
og nú er orðið nokkuð þétt
bókað. Af Akureyrarskólum má
nefna að Barnaskóli Akureyrar
og Oddeyrarskólinn hafa pantað
pláss. Skólar utan bæjarins hafa
sýnt fjallinu mikinn áhuga. Til
dæmis er skóli á Sauðárkróki að
koma í fyrsta sinn í vetur.
- Því hefur veríð haldið fram
að bætt aðstaða í Bláfjöllum gerði
það að verkum að drægi úr að-
sókn Sunnlendinga í Hlíðarfjall.
Erþetta rétt?
- Nei, hún eykst. Fólk fær
bakteríuna í Bláfjöllum og finnst
gaman. Það fer orð af Hlíðarfjalli
sem góðu skíðasvæði og Sunn-
lendinga langar til að sjá fleiri
skíðasvæði en Bláfjöll.
- Hafa hinir svokölluðu „helg-
arpakkar“ reynst ykkur vel?
- Jú, þeir hafa gefið mjög góða
raun þegar er flogið. Ef flug fellur
niður síðdegis á föstudögum er
helgin yfirleitt ónýt. Við seljum
pakkana í ferðaskrifstofunni Úr-
val og nú þegar eru uppbókaðar
margar helgar.
AUt miðaö viö þarfír
almennings.
- Nú rekið þið hótel í fjallinu
og margir þeirra sem til bæjarins
koma gista þar. Ég hef heyrt að
þið hafið áhuga á að loka hótel-
inu. Hvað er til íþessu?
- Þetta hefur verið rætt t.d. í
íþróttaráði og bæjarráði, en mín
skoðun er sú, að það kemur að því
fyrr en síðar að rekstrinum verður
hætt. Húsið er gamalt og uppfyllir
ekki þær kröfur sem gerðar eru til
hótela, auk þess sem það er lík-
lega oft dýrt í rekstri sem hótel.
- Er ekki slæmt að geta ekki
boðið upp áþessa þjónustu?
- Það kemur sér e.t.v. illa fyrir
Akureyri því það skortir hótel-
rými í bænum, og það er ástæðan
fyrir því að við höfum reynt að
halda í þetta.
- Á síðasta ári greiddi Akur-
eyrarbær um 600 þúsund krónur
svo endar næðu saman í rekstri
Skíðastaða. Erþetta mikiðféþeg-
ar öllu er á botninn hvolft?
- Auðvitað er þetta mikið fé,
en við verðum að athuga að
bæjarfélagið hagnast líka á tilvist
Skíðastaða. Verslanir hagnast á
ferðamönnum og fólk greiðir fyrir
hótelgistingu svo dæmi séu tekin.
Þetta er stærsta útivistarsvæði
bæjarins og þangað geta allir
komið sem vilja og góð líkamleg
heilsa verður ekki metin til fjár.
Sumir bæjarbúar virðast að auki
halda að í Hlíðarfjall sé ausið pen-
ingum til að 50 til 60 afreksmenn á
skíðum geti stundað íþrótt sína.
Þetta er reginmisskilningur. Það
8,- PAGUR - l2-febfúar,1982