Dagur


Dagur - 12.02.1982, Qupperneq 12

Dagur - 12.02.1982, Qupperneq 12
Munið kaffihlaðborðið alla daga í neðri sal Bautans frá kl. 14,30-16,30. Verð kr. 40 pr. mann og kr.25 fyrir börn. Akureyringar, bæjargestir. Komið í Smiðjuna og lítið á nýju setustofuna okkar, en hún er aðeins fyrir matargesti. sönúum 1941 Enn flettum við gömlum ein- tökum af Degi, og beram að þessu sinni niður árið 1941. Snemma árs háðu Akur- eyringar og Reykvíkingar keppni í símaskák, og stóð keppnin yfir heila nótt. Ak- ureyringarnir töpuðu 4 skák- um en gerðu 8 jafntefli og urðu úrslitin því 8:4 fyrir höf- uðborgarbúana. Ekki vitum við hver kostnaðurinn við símanotkunina var, en eins gott hefur verið að skrefa- gjaldið var ekki komið til sögunnar. . . I mars varð Itnuveiðarinn Fróði fyrir skothríð úr þýsk- um kafbát eða öðru vopnuðu skipi eigi allfjarri Vest- mannaeyjum. Hlutu fimm menn á línuveiðaranum bana af. . . Þessi atburður var aðeins einn af nokkrum öðrum svipuðum sem í kjölfarið fylgdu, og í Degi þann 27. mars er skýrt frá því að öllum siglingum hafi verið hætt í bili vegna hinna villi- mannlegu morða sem framin hafa verið á íslenskum sjó- mönnum að undanförnu.... „Júgóslafia beygir sig“ sagði í sama blaði í fyrirsögn og var þar skýrt frá því að stjórnin í Júgóslafiu hefði gerst aðili að þríveldabanda- laginu og skrifað undir skuldbindingu þar að lútandi eftir langvarandi áróður af hendi Þjóðverja . . . Auglýsingar frá þessum tíma eru skemmtilegar af- lestrar sumar hverjar, lítum til dæmis á þessa frá því í apríl: 100 grömm vegur ein hespa af Gefjunar-kamb- garni. Það ættu konurnar að festa sér í minni . . . Og önnur: Sólrík stofa til leigu strax eða frá 14. maí. . . Húrrahróp Karlakórinn Geysir kom úr hljómleikaför úr höfuð- borginni. Við heimkomuna efndi kórinn til næturhljóm- leika í Nýja-bíó og hófust þeir kl. hálf eitt næsta dag. Var talsvert um ræðuhöld í lok tónleikanna, áhorfenda- skarinn reis á fætur og hróp- aði húrra fyrir kórfélögum og söngvararnir svöruðu fyrir sig með því að hrópa húrra fyrir Akureyrar- bæ . . . Glæpaverk framið Hjón ein úr Reykjavík fóru í berjamó ekki langt frá höfuðborginni. Er þau voru á leið heim til sín um kvöldið urðu fjórir bandarískir hermenn á vegi þeirra og slógu þeir karimanninn niður en nauðguðu síðan konunni hver á eftir öðrum. Hafðist upp á þessum þokkapiltum og voru þeir færðir fyrir herrétt og hafa væntanlega fengið harða refsingu . . . Kynnisferð í júní sagði Dagur frá því að tíu íslendingum hafi verið gefinn kostur á því að kynna sér enska tungu og enskt þjóðlíf að kostnaðar- jausu . . . Vegagerð á Öxnadalsheiði í júlí ákváðu eigendur Krossanesverksmiðjunnar að hætta starfsrækslu hennar það sumarið. Kom þetta hart niður á íbúum Glæsibæjar- hrepps, einkum þeim er bjuggu í Glerárþorpi sem notið höfðu mikillar vinnu við verksmiðjuna. Stefán Sigurjónsson bóndi á Blómsturvöllum og oddviti Glæsibæjarhrepps fór þá á fund ríkisstjórnarinnar og fór fram á að ríkisstjórnin beitti áhrifum sínum í þá átt að verksmiðjan yrði rekin áfram í atvinnubótarskyni. Til vara lagði hann áherslu á að stórfelld vegalagning yrði framkvæmd á Oxnadals- heiði. Féllst ríkisstjórnin á hið síðarnefnda . . . Við gerðum góða verslun í dag Við fórum í Amaró og keyptum okkur öll þau eldhúsáhöld, ergotteldhúsþarfáaðhalda. Auk þess heimsent samdægurs. Þetta erþjónusta. Við mælum með Helga Ámadóttir og Hulda Ásgeirsdóttir. Oragglega gaman að vinna á svona stað Tvær ungar stúlkur úr Gagn- fræðaskóla Akureyrar voru í starfskynningu hjá okkur á Degi í síðustu viku. Þær heita Helga Árnadóttir og Hulda Ás- geirsdóttir. Á meðan þær voru hjá okkur spreyttu þær sig við ýmis störf á blaðinu, og síðasta daginn brá Helga sér í hlutverk blaðamanns og tók viðtal við Huldu sem fer hér á eftir: Hulda er dóttir hjónanna Ás- geirs Jónssonar og Guðrúnar Hartmannsdóttur. Þau fluttust til Akureyrar 1978. Hún stundar nám í 2. bekk viðskiptasviðs í Gagnfræðaskóla Akureyrar. - Hvernig finnst þér að búa á Akureyri? - Það er alveg ágætt að búa hér, en ég var lengi að kynnast fólkinu hérna. - Hvað getur þú sagt okkur um námið? - Ég hef haft mjög mikið gagn af því að vera í skólanum, það er líka gaman að læra þetta. Auðvit- að eru alltaf einhverjar greinar sem manni finnst leiðinlegar, en hjá því verður ekki komist, hvort sem ég hefði farið í þessa braut eða einhverja aðra. - Hvað hefur þú hugsað þér í framtíðinni? - Ég hef ekkert ákveðið um það ennþá, auðvitað reynir maður að vinna eitthvað hliðstætt náminu. Ég ætla ekki í skóla aftur næsta vetur, heldur reyna að fá mér góða vinnu einhversstaðar. - Nú hefur þú verið í starfs- kynningu á Degi í viku, getur þú sagt okkur frá því? - Já það er búið að vera mjög gaman og starfsfólkið hefur verið mjög vingjarnlegt og farið' með okkur um ailt og kynnt okkur starfsemi blaðsins. Við höfum fengið ýmis verkefni og reynt að leysa þau eftir bestu getu, en auð- vitað verða þau ekki fullkomin svona í fyrsta skipti. Ég hefði aldrei trúað því, að óreyndu, hvað það er ofboðslega mikil vinna á bak við svona blað. - Gætir þú hugsað þér að vinna við blað? - Já, það gæti ég. Ég veit ekki hvað helst, það er allt hérna mjög athyglisvert. Samt held ég að ég tæki filmugerðina framyfir annað, hún er mjög skemmtileg. Það er örugglega gaman að vinna á svona stað.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.