Dagur - 26.02.1982, Page 6
Það er löng leið frá Rauða torginu, en
svo nefndust síldarmið norður af íslandi,
og allt suður í Panama. Hvað varð til þess
að skipstjóri, sem hafði veitt á þeim mið-
um og öðrum hér við land, tók pjönkur
sínar og hélt suður á bóginn?
- Þetta var allt heilmikil tilviljun,
sögðu þau hjón, er Dagur hélt á fund
þeirra í Langholtinu fyrir skömmu. Þar
hafa þau haldið sitt annað heimili í öll
þessi ár og líkar vel að geta komið heim á
milli þess sem dvalið er í hinum ýmsu
löndum. En aðalástæðan fyrir því að þau
fóru af stað, var einfaldlega sú, að eftir
að síldin hvarf minnkuðu tekjur sjó-
manna. Hilmar Kristjánsson, sem þá
starfaði hjá FAO, kom heim til íslands
og kynnti löndum í skipstjóra- og vél-
stjórastétt þá möguleika sem biðu þeirra
ytra. Röskur tugur hélt utan, en nú eru
aðeins tveir eftir af þeim hóp, Trausti og
Björn Bjarnason frá Neskaupstað, sem
nú starfar í Pakistan.
I upphafi bað Dagur Trausta að rifja
það upp er hann hélt til Panama, en þar
hafði hann og fjölskyldan bækistöðvar í
byrjun.
- Ég fór af stað eftir jól 1969 og kom í
kæfandi hita í Panama. Viðbrigðin voru
ólýsanleg. Þegar ég fór að heiman, var
ég í sæmilegum holdum, en eftir þrjá mán-
uði hafði ég misst 15 kíló. Fjölskyldan
kom seint í janúar. Hún fór úr miklum
kulda á Akureyri og hafði viðdvöl í New
York, en þar var -22°. Ég man eftir því
að þegar þau komu til Panama voru þau
öll kædd í svellþykkar ullar- og skinnflík-
ur. Þau grétu úr hita og mitt fyrsta verk
var að klæða mannskapinn úr, svo líðanin
\;rA' Knorilpn
J t\J I UCV-I
Sanníeikurinn var sá, áu þcííá fýTstá SI
var mjög erfitt. Ég var mikið að heiman
og ég geri ráð fyrir að við hefðum hætt
hjá FAO ef við hefðum ekki verið svo
heppin að lenda til Filipseyja. En að
sjálfsögðu voru Ijósar hliðar á starfinu í
Panama. Það lá Ijóst fyrir, hvað ég átti
að gera. Ég var í fiskileit undir stjórn
Jakobs Magnússonar fiskifræðings, og
fékk tækifæri til að aðlaga mig að breytt-
um aðstæðum í rólegheitum.
A þessum tíma munaði minnstu að ég
yrði látinn fara frá Panama. Þannig var,
að innfæddir voru óánægðir með að ég
kom heim kvöld eftir kvöld, með tóman
bát á meðan þarlendir sjómenn voru alltaf
með fisk. Ef Jakobs hefði ekki notið við,
hefði ég eflaust fengið reisupassann.
Heimamenn skildu ekki að ég var að leita
að fiski á dýpra vatni en þeir veiddu á.
Nú mætti ætla að starfsmenn
Sameinuðu þjóðanna fái sérstaklega góða
fyrirgreiðslu þegar þeir koma til framandi
landa, að þeim sé séð fyrir húsnæði og
börnunum fyrir plássi í góðum skólum.
Trausti og Asdís voru spurð um þetta
atriði.
- Nei, þú færð enga aðstoð. Við
komum til Panama og urðum að útvega
okkur sjálf húsnæði og skóla fyrir börnin.
Hið síðarncfnda gekk illa, en að lokum
tókst þó að fá pláss í ágætum enskum
skóla. Það varekki mikilli enskukunnáttu
fyrir að fara í upphafi, en þetta hafðist
allt einhvern veginn. Þetta gengur
einfaldlega þannig fyrir sig að þú færð
þitt kaup og síðan er það þitt að bjarga
þér áfram.
Trausti brosir þegar hann er spurður
um hvort ekki hefðu verið íslendingar í
nágrenninu og svarar neitandi. Og þó -
víða leynist landinn.
- Við fórum eitt sinn í kirkju, sagði
Asdís, - og nokkru seinna kom presturinn
í heimsókn til okkar. Hann sagði mér að
hann héldi að það byggju íslendingar á
yfirráðasvæði Bandaríkjamanna við
Panamaskurð. Hann bætti því við, að
hann héldi að eftirnafnið væri Norðmann
og símanúmerið fékk ég líka í hendur.
Það liðu nokkrar vikur og ég hugsaði
sem svo að það gætu varla verið
6 - DAGUR - 26. febrúar 1982
íslendingar með þetta ættarnafn. Um
þetta leyti var brotist inn hjá okkur og
mér leið illásvo ég ákvað að hringja í
númerið. Þetta voru íslensk hjón. Hann
var reyndar fæddur í Bandaríkjunum og
átti ísienska foreldra, en eiginkonan hafði
farið frá Islandi þegar hún var 18 ára
gömul. Hann hét Baldur en hún Olga.
Baldur, sem var stúpsonur Ástu málara,
er nú látinn, en Olga býr í Seattle. Baldur
var yfirmaður þeirra sem sáu um lokurnar
í Panamaskurðinum og þau hjón voru á
sextugsaldri er við kynntumst þeim.
Baldur hafði aldrei komið til fslands, en
hann talaði þó ákaflega fallega íslensku.
Hins vegar skildi hann ekki nýyrði og ég
man að hann vissi ekki hvað orðið
„sturta" merkti.
- Þegar þið yfirgáfuð Panama lá ieiðin
til Filipseyja. Hvað var þitt verkefni þar?
- Já, þangað lá leiðin og þar sá maður
í stofunni heima í Langholtinu.
þið komuð til Ghana, hvaða ljón voru í
veginum, Trausti?
- Ghanamenn áttu að vera búnir að
smíða tvo 50 tonna báta áður en ég kom,
en þegar ég mætti á staðinn, var búið að
leggja kjölinn að öðrum og búið að
bandreisa hinn. Það vantaði vélarnar, það
vantaði þetta og hitt. Ég fór í að setja
niður vélar, þegar þær komu, en það var
síður en svo það sem mér var í upphafi
ætlað. I tvö ár var ég leiðbeinandi í
bátasmíði. En þessir ágætu menn hafa
allt annað tímaskyn en við, menn deyja
ekki úr stressi í þessu landi, síður en svo.
Ghanabúa vantar líka meir af vel
menntuðu fólki til að halda landinu
gangandi. Sem dæmi get ég nefnt að
Norðmenn smíðuðu og ráku nokkra
togara með Ghanamönnum. Þar kom að
hinir síðarnefndu töldu að
Norðmennirnir, sem voru ráðnir upp á
prósentur og gegndu stöðum yfirmanna
Frá Rauða torginu tíl Panarna
Panama, Filipseyjar, Ghana, Kenýa og Barein. Þetta eru fjarlæg iönd og
tiltöluiega fáir íslendingar hafa dvalið langdvölum íþeim. Yfirleitt frétta
íslendingar á Fróni ekki annað um þau en það sem miður fer og stundum mætti
halda að þar stæði ekki steinn yfir steini, þegar verstu hrinurnar eru afstaðnar.
En mitt í þessum sjóðandi mannlífspotti gengur lífið sinn vanagang og menn
strita við að hafa ísig og á. Aðstæður eru frumstæðar víða, efborið er saman við
það sem tslendingar þekkja að heiman, og margt á þann veg að enginn trúir fyrr
en á reynir.
Frá því um vorið 1969, hefur Trausti Gestsson, skipstjóri frá Akureyri, búið í
löndunum sem nefnd voru í upphafi, ásamt konu sinni, Ásdísi Ólafsdóttur og
börnum þeirra hjóna. Traustihefur vériðþarna á vegum FAO (Matvæla- og
þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna), og kennt innfæddum að veiða fisk, en
einnig hefur hann starfað við fiskileit og fiskirannsóknir. Síðast áttu þau heima í
Kenya og ætluðu að halda heim til íslands um mitt síðasta ár, en fyrir beiðni
yfirmanna FAO fór Trausti tilBruma og koma heim íLangholtið ílok janúar.
Nú hafa mál æxlast þannig að þau hjón munu fara til Sri Lanka innan skamms
og verða þar a.m.k. í eitt ár. A Sri Lanka mun Trausti starfa sem ráðgjafi í
fiskveiðimálum.
Eintrjáningur á nótaveiðum í Ghana. Trausti sagði að þessir bátar væru allt að 40 feta langir
með um 10 manna áhöfn.
e.t.v. best árangurstafs síns. í Panama
og á þeim stöðum sem ég átti eftir að
starfa, var yfirleitt unnið að rannsóknum
sem eru nauðsynlegar áður en veiðar eru
hafnar, en á Filipseyjum var slíku lokið
og ég fór beint að fiska. Þarna var Jakob
Magnússon t.d. búinn að vera áður en
við komum. Nú, þarna Einar Kvaran,
sonarsonur Einars skálds, hann var
potturinn og pannan í einu stærsta
útgerðarfyrirtækinu á eyjunum. Hann er
nú búsettur í Bandaríkjunum.
Starfsmenn FAO aðstoðuðu bæði
sjómenn sem fiskuðu með nót og dragnót,
og það verður að segjast'eins og er að
þetta gekk vel. Ég get nefnt sem dæmi að
sum stóru skipin veiddu aðeins á nóttinni
við ljós, en lágu við akker á daginn. Þau
komu ekki til hafnar nema einu sinni á
ári, en aflinn var fluttur á land með
sérstökum flutningaskipum. Þetta var
mjög rólegt fiskirí og skipin sigldu inn á
milli eyjanna. En það var betra að fara
varlega á sumum stöðum, því
sjóræningjar eru enn til og á suðurhluta
eyjanna búa múhameðstrúarmenn sem
eru til alls líklegir. Þegar við og aðrir
vorum á þeim slóðum var venjan að þrír
væru á vakt á daginn og vélbyssa í skut
og stafni og uppi á stýrishúsi.
Olíukostnaður er ekki mikill Þegar
dimma tekur er dólað á miðin, ljós
tendruð og beðið eftir að fiskurinn syndi
í nótina.
Þarna líkaði okkur hvað best á okkar
þvælingi. Kaupið lækkaði að vísu vegna
þess hve ódýrt var að búa á Filipseyjum.
- Ég hafði kokkk, garðyrkjumann og einn
dag í viku kom saumakona, sagði Ásdís.
- Þessu fólki greiddum við 90 dollara á
mán., sem var mun hærra en tíðkaðist,
og auk þess fékk vinnukonan og
garðyrkjumaðurinn brauð, kaffi,
hrísgrjón og húsnæði. Á þessum tíma
hafði Trausti tæpa 1000 dollara á mánuði
Við bjuggum í góðu einbýlishúsi, börnin
gengu í ágætan skóla og okkur leið vel í
það eina og hálfa ár sem við bjuggum
þarna.
Það kann að koma fólki spánskt fyrir
sjóni að hafa þjónustufólk á hverjum
Áhöfnin af hafrannsóknarbát FAO sem Trausti stýrði í Kenya. Skipshöfnin var öll innfædd
fyrir utan Trausta og Eirík Þóroddsson, sem var vélstjóri um borð.
fingri, en við verðum að hafa það í huga
að lífið á þessum slóðum er gjörólíkt því
sem við þekkjum hér á landi. Það er erfitt
fyrir fólk sem kemur frá landi eins og
íslandi, að fara að vinna erfið
heimilisstörf í 35° hita, allt verður að þvo
í höndunum og fólk verður að skipta
a.m.k. þrisvar um föt á hverjum degí.
Einnig verður að skipta um rúmföt annan
eða þriðja hvern dag. Matargerð er líka
mun erfiðari og ekki hægt að hlaupa út í
búð eins og við gerum hér heima.
- Það er margt sem menn þurfa að læra
ef þeir ætla í starf eins og ég hef verið í,
segir Trausti. - Þeir verða m.a. að læra
að það þýðir ekki að ýta þeim innfæddu
á undan sér, þú verður að ganga á undan
með góðu fordæmi, sýna að þú kunnir
allt það sem þú ert að tala um. Það er líka
gaman þegar vel tekst til. Ég fékk löngu
síðar bréf frá fyrrverandi
timburkaupmanni, sem gerðist
útgerðarmaður, hann var þá kominn með
flota af bátum, sem hann eins og flestir
aðrir keyptu frá Japan. Þessi
Filipseyingur vissi hvað hann söng. Hann
fylgdi ráðleggingum starfsmanna FAO,
var ákveðinn við sína menn og sá víst
aldrei eftir að hafa hætt í
kaupmennskunni, enda gekk honum illa
gegn Kínverjunum sem eru í þessum
bransa og halda saman í gegnum þykkt
og þunnt.
- Hefur það ekki reynst best að hjálpa
þessu fólki að hjálpa sér sjálft?
- Jú, það er rétt, en það skiptir
ákaflega miklu máli að rannsóknarstörf
séu innt af hendi af fólki sem kann þau.
Og ef við ræðum þá aðstoð sem
íslendingar hafa og geta veitt, þá veit ég
til þess, að sumar þessara þjóða hafa sent
hingað menn og þeir hafa t.d. beðið um
mannskap og skip. Áður en slík aðstoð
er veitt, verður að senda menn á
viðkomandi stað og þar eiga þeir að vera
í þrjá til sex mánuði og safna upplýsingum
frá stjórnvöldum og útgerðaraðilum. Á
grundvelli þeirra upplýsinga sem
íslendingar afla sjálfir, á að taka
ákvörðun um hvernig á að standa að
aðstoðinni.
- Nú er farið til Ghana eftir dvölina á
Snurpubátur eins og þessi kom á eftir eintrjáningnum og þótti mikil bylting. Báturinn er um 50
fet á lengd.
Filipseyjum. Voru það ekki mikil
viðbrigði?
- Jú, og eftir tvö fyrstu árin þar, vorum
við að hugsa um að hætta. Og Ásdís bætir
við: - Það var ekki vegna erfiðleika í
sambandi við skóla eða þ.h. Málið var
einfaldega að það voru ýmis ljón á
veginum þegar við komum til landsins og
það rættist ekki strax úr þeim málum.
Og Ásdís heldur áfram: - Það var
skortur á matvælum og svarti
markaðurinn blómstraði. Ég varð að
koma mér upp „kontöntum“ til að fá allt
sem heimilið þarfnaðist og var orðin vel
að mér i svartamarkaðsbraski áður en
yfir um lauk. Síðustu tvö árin gat ég hvergi
keypt þvottaduft nema á svarta
markaðnum, tannkrem fékkst ekki og
því síður klósettpappír. Sumir
útlendinganna fóru til Togo, en það er
land sem liggur að Ghana. Já, við höfðum
þjón í Ghana sem var fjarska viljugur, en
svo hægfara að ég þoldi ekki að horfa á
hann ganga. Hitt er svo aftur annað mál,
að ef fólk gekk eins og við vorum vön að
heiman, þá svitnaði það alveg óskaplega.
- En hvernig voru viðtökurnar þegar
um borð, hefðu of mikið upp og því voru
þeir látnir fara en Ghanamenn tóku við.
Innan sex mánaða höfðu allir togararnir
stöðvast - það vantaði kunnáttuna,
togurunum var ekki haldið við.
Norðmenn voru beðnir um að koma á
ný, sem þeir og gerðu. Það tók þá nokkra
mánuði að koma togurunum öllum af
stað. Sama sagan endurtók sig,
Norðmennirnir voru látnir fara,
heimamenn tóku við og togararnir
stöðvuðust og Norðmennirnir komu
aftur. Síðast er ég frétti, voru síðustu
togararnir að fara út á ný. Svipað dæmi
átti sér stað í álverksmiðju sem
Bandaríkjamenn reka. Stjórnin lagði
skatt á útlendinga og því var útlendingum
innan fyrirtækisins fækkað til muna. Hins
vegar kom í ljós að framleiðslan minnkaði
og því var skatturinn felldur niður og
útlendingum fjölgaði.
En Ghanabúar eru indælt fólk og ég
kunni vel við þá menn Sem ég umgekkst.
Þú finnur t.d. ekki betri sjómenn,þeir
eru harðskeyttir og gaman að umgangast
þá. Ef við vorum t.d. búnir að kasta
nótinni og fiskurinn var að ganga út úr
henni, áttu þeir það til að kasta sér til
sunds og reyna að fæla fiskinn inn aftur.
Mér fannst dvölin á margan hátt
tilgangslítil í upphafi og sagði upp. En
féllst síðar á að halda áfram og tvö seinni
árin voru ágæt á margan hátt.
Barein var næsti viðkomustaður og þar
var ég á vegum FAO við
rannsóknarstörf.
- Hvernig tók Barein á móti ykkur?
Ásdís verður fyrir svörum: - Barein á
dásamlegt land, þetta er eyja og þú getur
skoðað hana á einum degL Mér leið vel
þarna. Við komum til Barein eftir lætin í
Libanon, en þau urðu því valdandi að
mikið af bankastarfseminni fluttist til
Barein og það varð mjög erfitt að fá
húsnæði. Dýrtíðin var ofboðsleg. Ef við
hefðum ætlað að taka svipað húsnæði og
við höfðum í Ghana, hefðum við orðið
að borga um 2 þúsund dollara. Einu sinni
skoðuðum við hús sem leit ágætlega út
að utan, en þegar við komum inn fékk ég
á tilfinninguna að eitthvað væri að. í Ijós
kom að gólfið hallaði og á því voru hólar
og hæðir. Fasteignasalinn sagði að þetta
væri ekkert mál, hann skyldi senda mér
smið, sem bætti undir suma stólfæturna
en sagaði af öðrum! Fyrir þetta áttum við
að greiða 1500 dollara á mánuði. En við
vorum svo heppin að fá hús vinar okkar í
þrjá mánuði, og þann tíma notuðum við
til að finna hús og það tókst að lokum. Á
þessum mánuðum varð ég sérfræðingur í
leiguhúsum, ef við sáum eitthvað
gardínulaust, fórum við að húsinu og
Trausti lyfti mér upp og ég gat sagt upp á
hár hvað það kostaði á mánuði.
Til að gera langa sögu stutta, þá fóru
þau hjón ásamt börnum sínum til Kenya
og störfuðu þar fram á mitt síðasta ár.
Áftur ætlaði Trausti að hætta hjá FAO,
en samþykkti þó að fara sem ráðunautur
til Burma og nokkru síðar var frá því
gengið að þau færu til Sri Lanka og yrðu
þar í eitt ár að minnsta kosti. Að þessu
sinni fara þau ein því börnin fimm eru
flogin úr hreiðrinu. Yngsti sonurinn er í
MA, annar í Háskóla íslands og þrjú elstu
eru ýmist við nám eða störf. Og nú vildi
Dagur fá að vita hvernig það leggðist í
þau að fara enn á ný af stað. Trausti varð
fyrir svörum.
- Við erum að lesa okkur til. Að vísu
eigum við kunningja þarna og við erum
að því leyti til mjög heppin. Ég mun hafa
aðsetur á Sri Lanka og fara í ferðir til
Indlands, Bangladesh,Thailands og
Malasíu. Ég verð ráðunautur innfæddra í
fiskveiðimálum.
Það líður varla sá dagur að íslendingar
h eyri ekki um morð og ódæðisverk í þeim
heimshlutum sem þau hjón hafa dvalið
undanfarin ár. Dagur spurði þau að
lokum, hvort almenningur yrði var við
þessi ódæðisverk, eða hvort þau væru
einkanlega í ríkisfjölmiðlunum á íslandi.
Trausti sagði að þau hjón hefðu aldrei
sakað á sínum ferðum, aðeins einu sinni
hefðu þau orðið vör við átök og það var
á Filipseyjum. En Trausti benti líka á að
mannslíf eru ekki jafn hátt metin meðal
þeirra þjóða sem þau hafa gist og á
íslandi.
- Þegar við vorum í Filipseyjum, fóru
fram kosningar. Þær voru taldar þær
friðsömustu sem nokkurn tíma höfðu
farið fram þar. Það voru ekki drepnir
nema um 400 frambjóðendur - fyrir utan
alla aðra. Á þessum árum var Manilla
talin einhver óöruggasta borg í heimi,
menn voru að senda hvorir öðrum pakka
með sprengjum, svo dæmi sé tekið, en
við fengum alltaf að vera í friði.
En Barein var besta landið í þessu tilliti.
Þar gátum við gengið út án þess að læsa,
það var aldrei neinu stolið og fólkið var
mjög elskulegt. Þar mun trúin hafa spilað
inn í auk þess sem refsingar voru mjög
strangar.
Dagur kveður þessu elskulegu hjón,
sem eru svo sannarlega góðir fulltrúar
íslands á erlendri grund.
I
■
26. febrúar 1982 - DAGUR - 7