Dagur - 26.02.1982, Side 8

Dagur - 26.02.1982, Side 8
Snjólaug Bragadóttir Um allt og svo sem ekkl neitt Illa gat ég neitað þegar Dagur leit- aði til mín um efni öðru hvoru. Bæði er að vaxandi blað rúmar meira efni og fjölbreyttara en áður, og svo hitt, að Dagur hefur alltaf verið mér kær. Það má segja að ég hafi lært að lesa á hann og einnig starfaði ég þar á ritstjórinni í nokkra mánuði fyrir allmörgum árum. - Þú mátt skrifa um hvað sem er, var mér sagt. - Bara eitthvað, sem þér dettur í hug. Mér leist iila á það og hugsaði til lesendadálka sunnanblaðanna, þar sem aðalmál- in eru Dallas eða ekki Dallas, hundahald, kvenréttindi eða jafn- rétti, harðvítugar deilur um Skalla- popp og annað popp og nú síðast eru öll blöð farin að lykta af póli- tík. Til að afgreiða allt þetta frá mér, þá er mér nákvæmlega sama um Dallas, sá lítið af því hvort sem var. Hundahald er háð aðstæðum hverju sinni og að sjálfsögðu á fyrst og fremst að taka tillit til hagsmuna hundsins. Ég er ekki rauðsokka og er mjög á móti sumu, sem þær vilja að karlmenn geri. Reyndar gæti farið svo, að ég minntist á þau mál seinna, ef tilefni gefst. Popp er misgott, en það hlýtur að vera smekksatriði hvers og eins og því ekki hægt að kveða upp neinn endanlegan dóm um gæði. Að lok- um skal jíess getið, að ég er viðrini í pólitík og engin von til að það lagist með aldrinum, héðan af. Um hvað á þá að skrifa? Mér verður hugsað til tveggja ágætra manna, sem báðir skrifuðu langt mál um að þeir hefðu ekkert til að skrifa um. Annar gerði úr þessu prýðilega ritgerð, en hinn kom saman heilli bók, aldeilis ágætri af- lestrar. Eitt er að minnsta kosti víst, ég ætla ekki að leysa nein þjóðfélags- vandamál (mikið lifandis skelfing er þetta útþvælt og leiðinlegt orð). Ég ætla ekki einu sinni að reyna að vera hátíðleg, heldur vaða úr einu í annað og gera stundum góðlátlegt (vonandi) grín að hinu og þessu. Útvarp og sjónvarp hafa löngum verið kærkomið efni, þeim sem sitja andlausir við ritvél og eiga að skrifa eitthvað. Það er best að grípa til þess núna og hrósa útvarpssög- unni. Seiður og hélog, heitir hún og er framhald af Gangvirkinu, sem lesin var fyrirnokkrum árum. Eftir hlustunina þá, labbaði ég mig á fornbókasölu, keypti Gangvirkið og hef síðan lesið það ótal sinnum, til heilsubótar á sálinni. Það er langt frá því, að ég hafi lesið allt eftir Ólaf Jóhann, en ekkert af því, sem ég hef þó lesið, hefur gripið mig eins og Gangyirkið. Nú, nú, þetta átti ekki að vera bókmenntagagnrýni, en þar sem ég les mikið, væri ég vís til að minnast einhverntfma seinna á bók, sem mér finnst þess virði að vera lesin. Hins vegar læt ég aðra um að níða bækur niður. Fólk fjasar mikið um hvað sjón- varpið sé lélegt. Þó held ég nú, að þar sé að finna eitthvað við allra smekk. Það er engin skyldugur til að horfa á liði sem hann hefur ekki áhuga á. Þeir sem það gera, verða sér bara úti um vont skap. Afnota- gjaldið getur stundum verið vel þess virði að hafa rétt til að slökkva á apparatinu, eða læða sér inn í annað herbergi með góða bók, þegar einhver annar vill horfa. Éinni efnisuppsprettu var ég næstum búin að gleyma, eða öllu heldur tveimur, Ifklega áf því að þæí eru stöðugt í kringum mig. Það erubörnin mín, þriggja og fjögurra ára. Á þessum aldri eru böm sem óðast að kynnast lífinu og mynda sér eigin skoðanir á því. Iðulega detta upp úr börnum hreinustu gullkorn, svo ég fer að leggja betur við hlustirnar. Það er best að ljúka þessum byrj- unarörðugleikum sem dálkahöf- undur með samræðum okkar mæðgna síðan í dag, þegar sú litla kom heim, eftir að hafa verið að leika sér inni hjá vinkonu sinni: - Mamma hennar Jonnu er þvottavél. - Nú, á hún þvottavél? - Nei, mamma kjáni, hún bara er þvottavél! Málið var útrætt.??? Loks rann upp ljós. Mamman heitir Alda. MATUR Margrét Kristinsdóttir: Veislumatur rícit ny svínastéik Soðnir eplahelmingar með ribsberjahlaupi Rauðkálssalat með ananas Brúnaðar kartöflur Sósa og sætsúrt grænmeti Soðnar sveskjur ískalt ávaxtasalat Eftir á'uu s pa r i íuua F t i 11 oj^U fíí 2I" I síðasta þætti, liggur beinast við að snara sér í sparimatinn. Sumir eru feimnir við að bjóða fólki í mat, aðrir eru eins og fæddir gestgjafar og eiga mjög auðvelt með að taka á móti fólki. Þeir fyrrnefndu skulu þó muna það, að ekki er allt fengið með því að eiga glæsilega borðstofu, postu- lín og kristall og fjórréttaða máltíð tilbúna í eldhúsinu, heldur er elskulegt viðmót, þannig að gest- unum finnist þeir velkomnir, númer eitt og smávegis skortur á borðum og búnaði er ekki ástæða til að neita sér um ánægjustund á heimilinu með vinum og kunn- ingjum. Ef gefa ætti nokkur ráð á þessu sviði, gætu þau litið einhvernveg- inn svona út: Fáist nýtt svínakjöt er óþarfi að vera með forrétt, svo að fólk geti notið steikarinnar. Uppskriftirnar eru miðaðar við 12 fullorðna. Svínasteik 1 læri með beini, ca. 7 kg. Salt, piparkorn, lárviðarlauf og negulnaglar Til að fá pöruna stökka þarf að hvolfa lærinu fyrst í ofnskúffu með vatni í og sjóða í ofni í ca. 20 mín. Síðan er lærinu snúið við og sett á rist. Skerið nú í pöruna með beitt- um hníf með 2-3 cm. millibili og svo aftur þvert á. Stráið 2-3 tsk. af salti yfir og stingið piparkornum. lárviðarlaufi og negulnöglum í skorurnar. Steikið nú kjötið við 150°C í 6-7 klukkustundir, setjið svolítið vatn í skúffuna og ausið þvi öðru hverju yfir. Þegar paran er orðin mátulega brún er álþynna sett yfir. Síið svo soðið og fleytið alla fitu ofan af. Bakið upp sósu úr smjöri, hveiti og soði, bragðbætið með rjóma. Eðlilegast er að húsbóndinn á heimilinu standi við steikina og sneiði niður á diska gestanna. Frönsk salatsósa 1 Vi dl olía 3 msk. edik salt, pipar 1 hvítlaukshólf, pressað 'A-l tsk. sinnep 1 msk. sítrónusafi lk tsk. sykur ögn af Worcesterhiresósu Allt hrist vel saman í svona tilvikum er upplagt að flysja kartöflurnar hráar daginn áður og geyma þær í köldu vatni, þá þarf ekki að gera annað en að sjóða. þær, hella vatninu af og skella þeim í brúnunguna. Það má reikna með 200 g á mann eða 2-2lh kg- Setjið svo í litlar skálar: Sætsúrt grænmeti og soðnar sveskjur og e.t.v. tómata, gúrkur og rauðrófur. 1) Ákveðið fjölda gesta og mat- seðil með góðum fyrirvara. 2) Hafið matseðilinn ekki fyrir- ferðarmeiri en svo að auðvelt sé að ráða við matreiðsluna ogsem minnstum tíma þurfi að eyða í eldhúsinu eftir að gestirnir eru komnir. 3) Veljið saman rétti sem eru bæði léttir og þungir (ekki bara þungir), forðist til dæmis maj- onessósu með forrétti, uppbak- aða sósu með aðalrétti og mikinn rjóma með ábæti. Mun- ið eftir litasamsetningunni ogað ofhlaða ekki matinn með skrauti. 4) Veljið gott hráefni, helst ófros- ið kjöt eða fisk. Oft má semja við kaupmanninn á horninu um að kynna sér t.d. hvenær væri hægt að fá nýttsvína-eða nauta- kjöt, panta síðan og tímasetja boðið eftir því. 5) Hafið réttina frekar færri en fleiri og forðist nýjar og óreynd- ar uppskriftir og um leið óþarfa áhyggjur af matseldinni. Þá skulum við líta á einfaldan og fljótunninn matseðil. Soðnir epla- helmingar Þá má gera daginn áður. Kljúfið 6 rauð epli í tvennt (þversum), takið kjarnahúsið úr með teskeið og sjóðið eplin í ca. IV2 1 af vatni, safa úr 1 sítrónu og 1 dl. af sykri í 3 mínútur á hvorri hlið. Hvolfið þeim á diskbarm. Setjið eplin í bakka, strengið plastþynnu yfir og geymið. Setjið svo hlaupið í ekki fyrr en 2-3 tímum fyrir mat. Rauðkálssalat með ananas 1 heil dós ananas 800-1000g nýtt rauðkál, fínt skorið 100 g Ijósar rúsínur, mega vera venjulegar 1 laukur, í örþunnum sneiðum 8 msk. frönsk salatsósa salt og nýr pipar 4 msk. ananassafi. Ath. Þetta salat má alveg gera hálf- um sólarhring fyrir máltíðina, geyma það bara vel lukt í kæli. Avaxtasalat f það má velja hverslags niður- soðna ávexti og bæta svo nýjum í. Setjið til dæmis í lögum í skál: 2 ds. blandaðir ávextir V2-I melónu í bitum 500-600g af vínberjum 2-3 msk. afkókosmjöli Setjið 1-2 dl. af ávaxtasafa yfir, gjarnan bragðbættan með sherry eða líkjör. Kælið salatið í 6-8 tíma. E.t.v. má bera góðan vanilluís með, en það er ekki nauðsynlegt. Fyrir þá sem vilja hafa vín með matnum, má benda á að þurrt, þýskt hvítvín, t.d. Bernkasteler Anheuser, fer vel með Ijósu svína- kjötinu. Þá þykir mörgum notalegt að dreypa á Iéttum kokkteil á meðan steikarilmurinn kitlar nasavæng- ina. Þar sem á að bera vín með matnum, þykir spilla að hafa sterk vín í kokkteilnum á undan. Reynið til dæmis að blanda saman til helminga, Dubonnet og þurrum Wermouth og hella yfir ís- mola í skál. Látið standa um stund. Ausið síðan í glös (skiljið ísmolana eftir), skerið naglarstóra flís af sítrónuberki og kreistið yfir hvert glas. 8 - DAGUR - 26. fébrúar 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.