Dagur - 02.03.1982, Page 4

Dagur - 02.03.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Framboðslistinn á Akureyri Framsóknarmenn á Akureyri hafa nú ákveðið framboðslista sinn til bæjarstjórnar- kosninganna, sem fram fara í maí í vor. Á listann var skipað með hliðsjón af úrslitum forvals, sem fram fór meðal félagsmanna í Framsóknarfélagi Akureyrar. Vel hefur tekist til við val á listann og kemur þar ýmislegt til. Á listanum eru menn sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu á málefnum bæjarins. Þeirra á meðal eru tveir efstu menn á listanum, Sigurður Óli Brynjólfsson, kennari, og Sigurður Jóhannesson, fulltrúi. Þá hafa konur fengið verulegt brautargengi og skipa þær 9 sæti af 22. í þriðja sæti listans er Úlfhild- ur Rögnvaldsdóttir, ritari, og í fjórða sæti Sig- fríður Angantýsdóttir, kennari. Þá er Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusambands Norðurlands, í sjötta sæti listans, og þar á eftir koma konur í annað hvert sæti, nema í fjórum neðstu sætunum. Þá er það lista framsóknar- manna ótvírætt til gildis, að á honum eru ein- staklingar með mikil tengsl við atvinnulífið. Þar má til nefna Jón Sigurðarson, fram- kvæmdastjóra hjá Iðnaðardeild Sambandsins, sem er í fimmta sæti listans, Val Arnþórsson, kaupfélagsstjóra, í sjöunda sæti, og fleiri. Það er ljóst, að atvinnumálin verða í brenni- depli næstu misserin og öllum ætti að vera ljóst, að traust, vaxandi og arðsamt atvinnulíf er algjör forsenda velfarnaðar á öðrum sviðum, s.s. í félags- og menningarmálum. Hákon Hákonarson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélags Akureyrar segir m.a. í við- tali við Dag um framboðslistann: „Það sem menn vildu leggja áherslu á var í fyrsta lagi það, að tryggja áfram örugga og markvissa forystu framsóknarmanna í bæjarstjórnarmál- um, í öðru lagi að hæfileg endurnýjun ætti sér stað innan forystusveitar flokksins og í þriðja lagi að tryggð yrðu áfram tengsl flokksins við atvinnulífið, bæði með þátttöku fulltrúa launa- fólks og þeirra sem í forsvari eru í atvinnulíf- inu. Framsóknarmenn hafa ávallt lagt mikla áherslu á þátttöku kvenna í stjórnmálum, en því miður án þess að konur hafi séð sér fært að taka þátt í stafinu að marki. Nú hefur það hins vegar gerst, að konur eru tilbúnar að taka þátt í starfsemi flokksins af fullum krafti. Það má því vera ljóst, að framsóknarmenn bjóða nú fram lista, sem skipaður er hæfu fólki með margvíslega reynslu og þekkingu. Kjarninn í stefnu Framsóknarflokksins er samhjálp til sjálfsbjargar. Framsóknarmenn vilja beita samtakamætti til að gera öllum kleift að lifa sem sjálfstæðir einstaklingar i frjálsu landi. Með þetta að leiðarljósi munum við farmsóknarmenn ganga bjartsýnir til kosningabaráttu og skorum á Akureyringa að veita lista okkar og þeim málefnum sem við berjumst fyrir atkvæði sín í komandi kosning- um“, segir Hákon Hákonarson í viðtalinu við Dag. t " '' . ." . ' Jóhann Ólafsson: Um riðu í Svarfaðardal í Degi 11. febrúar sl. birtist viðtal við „bónda í Svarfaðardal", sem hefur farið mjög illa í einstaka bændur hér í dal. Hafa sumir þeirra lagt mikla vinnu í leit að þessum bónda. Margir hafa spurt mig hvort þetta viðtal væri frá mér komið, en ég hef neitað því. Frumkvæði að þessu viðtali er komið frá öðrum en mér, en allt sem þar stendur er eftir mér haft. Mér er það vel ljóst, að það telst ekki dyggð að segja ósatt og vilja ekki kannast við orð sín. En það gerði ég með ráðnum hug. Vegna þess að mér var ljóst að meiri áhersla yrði lögð á að finna þann mann sem vogaði sér að láta skoð- un sína í ljós á prenti um riðumál í Svarfaðardal, og níða hann, en að ræða málefnið sjálft. Þetta kemur vel í ljós í Degi 19. febrúar, þar sem Jón bóndi á Hæringsstöðum skrifar í lesenda- hornið. Að vissu leyti eru þau skrif ekki þess virði að um þau sé farið mörgum orðum,. en þar eru nokkrar rangfærslur sem ég ætla að gera athugasemd við. I fyrsta lagi talar hann um full- yrðingar í áðurnefndu viðtali, sem ekki eru fyrir hendi, en hann notar þrísvar sinnum „ég full- yrði“, í sinni grein, en forðast að gagnrýna viðtalið með rökstuðn- ingi. í öðru lagi heldur Jón því fram að ekki standi til að boða aðstoð frá hinu opinbera og spyr hvað það hafið ætlað sér. Þú ættir að eyða smá tíma Jón, í að kynna þér þessi mál, áður en þú fullyrðir um aðra að þeir hafi ekki kynnt sér þau. í Handbók bænda 1981 bls. 351-355 er ailt um þetta atriði sem þú þarft að vita, en þar stendur m.a.: Á árinu 1980 bættust eftir- talin tilraunasvæði við: V-Barða- strandasýsla ogNorðurland. Sauð fjársjúkdómanefnd gerir að skil- yrði fyrir bótum á riðufé á til- raunasvæðum: 1. Að riðunefnd starfi í sam- ráði við hreppsnefnd og héraðs- dýralækni. 2. Að reglur verði settar til skipulegs viðnáms gegn riðuveiki. 3. Að samstaða verði heima- fyrir um þær reglur sem settar verða Þá segir síðar í sömu bók: Reyn- ist hins vegar óumtlýanlegt að hafa einhver svæði fjárlaus um lengri tíma eftir að niðurskurður hefur farið fram, greiðir ríkissjóð- ur fjáreigendum vegna afurða- tjóns 3/4 lambsverðs fyrir hverja bótaskylda kind, eða þá styrkja þá til að breyta til um búskapar- hætti. Bætur eru metnar á því verðlagi á landbúnaðarafurðum, er fjáreigendur fá það haust, sem bætur eru greiddar, en fyrstu bæt- ur eru greiddar ári eftir niður- skurð. Upplýsingar um greiðslu og upphæð bóta á þessu ári, getur þú fengið hjá framkvæmdastjóra sauðfjárveikivarna, Kjartani Blöndal í síma 91-29099. Þá vil ég spyrja, eru þessi þrjú skilyrði fyrir hendi í Svarfaðar- hreppi? Grun hef ég um að svo muni ekki vera. í þriðja lagi fullyrðir Jón, að all- ir séu sammála um að stuðla að út- rýmingu riðunnar. Þessi fullyrð- ing er líkalega sú eina sem hægt er að standa við, en það sem á vantar er samstaða bænda í hreppnum um aðferðir og aðgerðir við út- rýmingu riðunnar. En rétt er að benda á, að fyrir nokkrum árum var hér starfandi riðunefnd. Sú nefnd lagði fram til- lögur um aðgerðir til varnar út- breiðslu riðuveiki, á aðalfundi Búnaðarfélags Svarfdæla 1978, en engin tillaga nefndarinnar náði fram að ganga, og því síður að til- lögur kæmu frá fundarmönnum. Ég verð því að segja það, að stundum efast ég um að vilji sé fyrir hendi hjá öllum bændum um að útrýma riðunni. í fjórða lagi talar Jón um niður- stöðu bænda hér að sterkasta leið- in sé kaup á fullorðnu fé. Það kann rétt að vera að þetta sé sterkasta leiðin, ef farið er að öllu með gát og farið eftir lögum. En þó finnst mér þessi leið hafa ýmsa veika punkta þegar betur er að gáð. Eftir að fjárkaup hófust virð- ist mér að riðan hafi breiðst ört út og gerir enn, og sumt af þessu að- keypta fé hefur drepist úr riðu- veiki ef til vill á fyrsta ári. Þá er rétt að benda á að bæjum þar sem garnaveikitilfelli hafa komið fram, hefur fjölgað og má rekja það að mestú eða öllu leiti til áð- urnefndra fjárkaupa. Það síðasta en ekki sísta í þessu sambandi er að þarna er um að ræða brot á reglugerð no. 110,18. júní 1957, um varnir gegn út- breiðslu riðuVeiki og kýlapestar. Reglugerð þessa er að finna í Handbók bænda 1977 bls. 291 og sömu bók 1981 bls. 355, en þar er önnur grein hennar breytt og hljóðar svo: Óheimilt er að selja eða flytja sauðfé til lífs eða dvalar frá bæj- um eða úr húsum þar sem riðu- veiki eða kýlapest hefur verið staðfest. Sama gildir um flutning á fullorðnu fé frá bæjum sem lausir eru við fjárpestir þessar til þeirra býla eða staða, þar sem sjúkdóm- ar þessir hafa verið staðfestir. Einnig er óheimill flutningur á heyi, húsdýraáburði og túnþök- um yfir varnarlínur sem og á milli sveita á sýktum svæðum. Kostn- aður sem kann að leiða af bönn- um þessum bætist ekki af ríkis- sjóði. Undanþágur frá bönnum þessum getur Sauðfjársjúkdóma- nefnd þó gefið að fengnu áliti yfir- dýralæknis. Þá spyr ég: Hvað hefur Sauð- fjársjúkdómanefnd gefið margar undanþágur frá þessari reglugerð til handa bændum hér í sveit? í fimmta lagi virðist mér að Jón hafi ekki lesið upphaf viðtalsins þegar hann talar um að ræða ætti mál þetta á fundi í Búnaðarfélagi Svarfdæla. Það er rétt með farið að Sigurð- ur Sigurðsson sé væntanlegur á fund hér í Svarfaðardal, og munu Búnaðarfélög Svarfdæla og Dal- víkur auglýsa þann fund. Það yrði stórt skref í framfaraátt ef á þann fund mættu fleiri en einn bóndi frá hvoru félagi, eins og dæmi eru til þegar boðað hefur verið til fræðslufunda, og riðuvarnir yrðu þá ræddar sem málefni en ekki sem vitlausar skoðanir einstakra manna. Að lokum er eitt atriði enn sem Jón virðist hafa mislesið eða rang- túlkar vísvitandi. Það eru þessi ár- legu búgreinaskipti sem hvergi eru nefnd í viðtalinu, hins vegar er þar talað um að bændur snúi sér að öðrum tekjuöflunarleiðum. Þetta eru tveir ólíkir hlutir. Það eru til margar leiðir til öfl- unar tekna, án þess að skipta um búgrein árlega og vil ég benda á nokkur atriði því til stuðnings. Það er t.d. aukin garðrækt, kart- öflur og grænmeti, þó ekki hafi blásið byrlega í kartöfluræktinni síðasta ár. Við ræktun grænmetis er hægt að nýta þann jarðhita sem fyrir hendi er innan hreppsins, til ræktunar í gróðurhúsum. Þá má nefna loðdýrarækt sem aukabú- grein og e.t.v. kæmi fiskeldi og/ eða aukin fiskirækt í Svarfaðar- dalsá til greina, sem myndi skapa bændum auknar tekjur af hlunn- indum jarða sinna. Á síðasta ári var bændum gefinn kostur á að taka að sér þjónustu við ferða- menn og benda má á ýmiskonar heimilisiðnað sem ekki kostar mikla né dýra aðstöðu. Einnig finnst mér rétt að vekja athygli á þvf, að allflestir bændur sem búa við það að hafa riðuveiki í sauðfé sínu, eru með blönduð bú, og hafa meirihluta tekna sinna af mjólkurframleiðslu. Þeir geta hagrætt sinni framleiðslu milli búgreina, án þess að skaðast, a.m.k. hafa þeir þann möguleika umfram þá bændur, sem ein- göngu hafa sauðfjárbúskap að lifi- brauði og eiga það yfir höfði sér, að riðan fari að herja á bústofn- inn. Það er von mín að þegar fundur verði haldinn um riðuvarnir að hann verði fjölsóttur og komi bændum að verulegu gagni, en ég vil geta þess að ekki mun stjórn Bf. Svarfdæla vera neinn hemill á að boða til fræðslu og umræðu- funda, en þeir koma hvorki Jóni Þórarinssyni né öðrum að gagni sem sitja heima þegar þeir eru haldnir. Ytra-Hvarfi 24.febrúar 1982. Jóhann Ólafsson. 4 - PAGUR - 2. mars 1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.