Dagur - 06.04.1982, Qupperneq 1
MIKIÐ
ÚRVAL
FERMINGAR
GJAFA
GULLSMIDIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 6. aprfl 1982
39. tölublað
Kemst togarinn
ekki á veióar?
— Samningar hafa ekki náðst um laun sjómanna a frystitogaranum
Örvari sem afhentur verður eigendum á Skagaströnd á morgun
„Ég get ósköp lítið sagt um
þessi mál á þessu stigi. Það
voru samningafundir á mánu-
dag og þriðjudag í síðustu viku,
og það er ekki búið að ganga frá
samningi enuþá,“ sagði Guð-
jón Jónsson hjá Sjómannafé-
lagi Eyjafjarðar er Dagur
ræddi við hann. Tilefnið var að
samningar við þá sjómenn, sem
koma til með að starfa á hinum
nýja frystitogara Skagstrend-
inga, Örvari HU 21, hafa ekki
tekist, en Örvar verður afhent-
ur eigendum á morgun.
„Menn renna nokkuð blint í
sjóinn með samningagerð á svona
skip, þetta er alveg nýtt hérlend-
is,“ sagði Guðjón Jónssbn. „Við
lifum hinsvegar í voninni um að
samningar takist mjög bráðlega.
Sá samningur sem kemur til með
að verða gerður, verður einungis
skammtímasamningur á meðan
menn eru að þreifa sig
áfram og sjá hvernig þetta kemur
út. Á þessu skipi verða 24 menn í
stað 15-16 á togurum af sömu
stærð, en á þessu nýja skipi er
aflinn fullunninn til útflutnings.
Ég tel að það sé óhætt að segja að
það beri talsvert á milli aðila í
þessum samningaviðræðum.“
- Gæti sú staða komið upp að
þegar skipið verður tilbúið til
veiða komist það ekki út vegna
þess að samningar við áhöfnina
hafi ekki tekist?
„Ég held að það sé óhætt að
segja að það hafi allir aðilar áhuga
á því að ekki muni stranda á því
atriði, en því er ekki að leyna að
sú staða gæti hugsanlega komið
upp.“
- í býtið í fyrramálið mun
Örvari verða siglt frá Akureyri til
Skagastrandar, þar sem skipið
verður formlega afhent eigendum
sínum. Að sögn Gunnars Ragnars
forstjóra Slippstöðvarinnar á Ak-
ureyri, sem hefur smíðað skipið
hefur smíði þess gengið mjög vel.
Og nú er bara að sjá hvort skipið
kemst til veiða, eða hvort samn-
ingamálin verða til þess að tefja
það að skipið geti farið að mala
eigendum sínum gull.
Hann var engin smásmíði þorskurinn sem Stefán Baldvinsson á Dröfn fékk á dögunum, enda 25 kg og 145 cm á lengd. Hér sjást þeir Baldvin Ólafsson og
Sigfús Helgason með hann á milli sín. Með þeim á myndinni er Jón V. Ólason verkstjóri og Hermann Eyfjörð sem sýnir einn „venjulegan“ þorsk til viðmið-
unar.
Ljósm. gk-.
Aflahrota hja trillu-
körlum á Akureyri
Heldur betur hefur lifnað yfir
afla þeirra „trillukarla“ sem
fást við útgerð frá Akureyri.
Eftir steindautt tímabil frá ára-
mótum, virðist nú Eyjafjörður
innanverður vera orðinn fullur
af þorski, og má segja að afla-
hrota sú sem nú stendur yfir
hafi hafist 1. apríl.
í janúar fengu þær 6 trillur sem
leggja upp hjá Fiskihúsi KEA
ekki nema 5 tonn samtals. Ekki
tók betra við í febrúar og mars því
þá nam aflinn ekki nema um einu
tonni hvorn mánuð. En sl'.
fimmtudag kom heldur betur
kippur í veiðarnar, og lönduðu
bátarnir þá 1700 kg.
Aðalvandamál trillukarlanna
er skortur á beitu, loðnu eða
kræðu. Jón V. Ólafsson verkstjóri
hjá Fiskhúsi KEA, sagði að
þorskurinn gengi nú inn á Eyja-
fjörðinn bæði vegna sjávarkulda
útifyrir, og eins vegna ætisleysis.
„Loðnan virðist algjörlega vera
horfin úr sjónum,“ sagði hann.
Trillukarlarnir þurfa ekki að
fara langt eftir aflanum. Þeir
leggja línuna rétt utan við land, út
af Eyrinni, og Stefán Baldvinsson
á Dröfn fékk á dögunum mjög
vænan þorsk rétt utan við Fisk-
móttöku KEA. Sá vigtaði hvorki
meira né minna en 25 kg - þar af
hausinn einn 5 kg - og var 145 cm
á lengd. Eru slíkar skepnur orðn-
ar sjaldgæfar nú á dögum.
Mikil bjartsýni er nú ríkjandi
um áframhald þessara veiða, en
menn eru óhressir með að veiði-
bann skuli hafa verið sett á trill-
urnar 5.-13. apríl og eiga erfitt
með að skilja hvaða tilgangi það
þjónar.
Gull-
eyjan
bls. 10