Dagur - 06.04.1982, Blaðsíða 13

Dagur - 06.04.1982, Blaðsíða 13
Haraldur Ólafsson íþróttamaður Akureyrar í kaffíhléi á ÍBA þingi á laug- ardaginn var lýst kjöri á íþróttamanni Akureyrar fyrir árið 1981. Er þetta í þriðja sinn sem slík útnefning fer fram, og fær handhafí titilsins veglegan farandbikar til varð- veislu. Samkvæmt reglum um út- nefningu á íþróttamanninum skulu íþróttarfréttaritarar frá Akureyri, ásamt fulltrúum frá ÍBA kjósa íþróttamanninn, eftir sérstökum reglum þar að lút- andi. Að þessu sinni voru í þess- ari nefnd frá ÍBA, Gunnar Kárason, Þröstur Guðjónsson, Pétur Pálmason og Skapti Hall- grímsson íþróttafréttaritari Morgunblaðsins hér á Akureyri, og Olafur Ásgeirsson frá Degi. Að þessu sinni fengu alls ellefu íþróttamenn stig í atkvæða- greiðslunni. Haraldur Ólafsson lyftingarmaður úr Þór, fékk flest stig eða 95 af 100 mögulegum og var því kjörinn íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 1981. Er þetta í annað sinn í röð sem Har- aldur hlýtur þennan heiður. Haraldur er tæplega tvítugur Akureyringur og hefur stundað lyftingar sl. sex ár. Aðeins 14 ára var hann valinn í landslið full- orðinna í lyftingum og hefur ver- ið fastamaður í liðinu síðan. Haraldur keppir í tvíþraut sem talin er mjög erfið, og af mörg- um talin ein sú tekniskasta íþróttagrein sem keppt er í á Olympíuleikjum. Haraldur varð Norðurlanda- meistari unglinga í 75 kg. flokki árið 1980 og 1981 en áður hafði hann hlotið bæði silfur og brons- verðlaun. Þeir sem hlutu 2-6 sæti í stigatöflunni um kjör á íþróttamanninum fengu áritað- ar bækur sem gefnar voru út af Bókabúð Jónasar, en þeir voru þessir: No. 2 Jóhannes Hjálmarsson, Þór, kraftlyftingarmaður, 80 stig. No. 3 Nanna Leifsdóttir, KA, skíðakona, 52 stig. No. 4 Jón Þór Gunnarsson, GA, golfmaður, 44 stig. No. 5-6 Gylfi Gíslason, Þór, lyftingamaður, 36 stig. No. 5-6 Halldór Áskelsson, Þór, knattspyrnumaður, 36 stig. Aðrir sem stig hlutu taldir í staf- rófsröð. Kári Elíasson, lyftinga- maður, Kristján Falsson, lyft- ingamaður, Snæbjörn Þórðar- son, íþr.fél. fatlaðra, Tryggvi Haraldsson, skíðamaður. Margir í landsliðið Blaksambandið hefur nú valið landslið kvenna og unglinga til að leika nú um páskana þrjá unglinga og þrjá kvenna- landsleiki í blaki. í kvennalandsliðinu eru tvær stúlkur úr KA en þær eru Gyða Steinsdóttir og Hrefna Brynj- ólfsdóttir. Gyða hefur áður leikið í landsliðinu, en þetta verða fyrstu leikir Hrefnu. í unglingalandsliðinu eru fjór- ir piltar úr fyrstu deildar liði UMSE. Það eru þeir Hjalti Hall- dórsson, Karl Valtýrsson, Stef- án Jóhannesson og Þórir Schiöth. Allir þessir leikir verða við frændu vora Færeyinga, en kvennaliðin hafa áður leikið saman og ávallt hafa íslensku stúlkurnar sigrað, en einu sinni hafa unglingarnir leitt saman hesta sína og þá sigruðu Færey- ingar. JUDO Júdóráð Akureyrar gekkst ný- lega fyrir innanfélagsmóti, svo- kölluðu gráðumóti, þar sem ein- ungis þeir máttu keppa er höfðu gráðuna 5. kyu, þ.e. gult belti, eða lægri gráðu, þ.e. 6. kyu, eða hvítt belti. Á mótinu var keppt í drengjaflokki og tveimur þyngd- arflokkum karla. Úrslit í drengjaflokknum urðu þessi: 1. Jósef Friðriksson Þór 2. Jóhannes Guðnason Þór 3. Benedikt Ingólfsson KA Úrslit í karlaflokkunum urðu þessi: Þyngri flokkur: 1. Kristján Þorkelsson Þór 2. Þorsteinn Pétursson Þór í flokknum voru bara tveir keppendur og þvf einungis ein glíma. Glíman byrjaði með miklum sviptingum sem enduðu Hafþór aftur í Þór Hafþór Helgason sem hér áður fyrr lék knattspyrnu með Þór, hefur nú aftur gengið til leiks við Þórsara. í fyrra lék hann með fyrstu deildar liði Víkings. Það verður mikill styrkur fyrir Þórsara að fá Hafþór aftur í sínar raðir. á því að Kristján kom bragði á Þorstein og felldi hann. Kristján náði síðan fastataki á Þorsteini í gólfinu og hélt honum í 30 sek- úndur, sem er sá tími er þarf að halda manni í fastataki til þess að sigra. Léttari flokkur: 1. Árni Ingólfsson KA 2. Birgir Arnarsson KA 3. Tómas Halldórsson KA Flestar glímurnar voru mjög tvísýnar en þó stóð nýbakaði ís- landsmeistarinn okkar, Árni Ingólfsson, nokkuð upp úr, en hann náði nokkrum mjög falleg- um brögðum. Mótið gekk snurðulaust fyrir sig og fór vel fram í alla staði. Mótstjóri var Jón Hjaltason en dómarar voru þeir Cees van de Ven, Kristján Friðriksson og Þorsteinn Hjaltason. Eftir mótið gekkst Júdóráð Akureyrar fyrir gráðuprófi og tóku flestir keppendurnir þátt í því og stóðust þeir það allir, enda búnir að æfa bæði vel og lengi undir það. Þetta var mikill og merkilegur viðburður í sögu JRA því þetta var fyrsta gráðun- in er JRA sé að öllu leyti um sjálft. Samkvæmt nýjum-gráðu- reglum Júdósambands Islands hafa sérsamböndin innan þess nú rétt til þess að gráða félags- menn sína upp í 4. kyu eða app- elsínugult belti. Júdóráð Akur- eyrar fyrirhugar að halda a.m.k. tvö gráðupróf á vetri í framtíð- inni Þ.H. Jón Lárusson Haraldur Ólafsson - íþróttamaður Akureyrar 1982. Akureyrarmót í badminton Jón þjálfar Magna Jón Lárusson sem um árabil hefur leikið knattspyrnu með Þór, hefur nú tekið að sér þjálfun hjá Magna frá Grenivík. Grenvíkingarnir hafa átt ágætis knattspyrnulið undanfarin ár, en hafa oftast leik- ið í þriðjudeild, en þó einnig í annarri og staðið sig þar með ágætum. I sumar leikur liðið í þriðju deild. Um síðustu helgi var haldið Ak- ureyrarmót í badminton, og urðu úrslit þessi: Meyjar (12-14 ára) Einliðaleikur: Jónína Jóhannsdóttir. Tvíliðaleikur: Jónína Jóhannsdóttir Járnþrúður Þórarinnsdóttir. Sveinar (12-14 ára) Einliðaleikur: Einar Karlsson. Tvíliðaleikur: Einar Karlsson. Sigurður Sveinmarsson. Telpur (14-16) Einliðaleikur: Heiðdís Sigursteinsdóttir. Tvíliðaleikur: Hulda Gílsadóttir Berghildur Þóroddsdóttir. Drengir (14-16) Einliðaleikur: Árni Gíslason. Tvíliðaleikur: Hafþór Heimisson. Sigurður Valgarðsson. Firmakeppni í knattspyrnu Um helgina voru leikir í riðla- keppni í Firmakeppni KRA. Alls tóku 15 lið þátt í mótinu og var þeim skipt í þrjá riðla. Sigurverar- ar í þessum riðlum urðu Útgerð- arfélag Akureyrar, A lið SÍS og A lið KEA. SÍS og KEA unnu alla leiki í sínum riðlum, en ÚA tap- aði einu stigi er þeir gerðu jafn- tefli við lið lögreglunnar. Á þriðjudagskvöldið verða úrslita- leikirnir spilaðir í íþrótta- skemmunni kl. 20.30. é:^i#1i982 - ÖÁGÚR -13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.