Dagur - 06.04.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 06.04.1982, Blaðsíða 9
hafi ekki verið vísað frá heldur hafi þeir fengið tækifæri til að reyna og menn finna sig líka fljótt í því sjálfir hvort þeim er ætlaður söngur eða ekki. En svo er einnig upp úr því lagt að menn lesi nótur. - Þarf ekki karlakór eins og Geysir ávallt að vera að syngja sömu lögin ár eftir ár, er eitt- hvað samið afefni beinlínis fyrir karlakóra? „Pað má segja að það séu mikið til þessi hefðbundnu karlakóralög sem verið er að flytja, en samt er alltaf verið að taka eitthvað nýtt á dagskrá og alltaf er eitthvað um það að samin séu lög sem henta karla- kórum til söngs og jafnvel samin fyrir karlakóra, og svo eru tilót- eljandi erlend lög. En takmark Geysis hefur alltaf verið að flytja vandað efni og söng og að mínu mati hefur það tekist þótt seint verði öllum gert til hæfis.“ - Hvernig gengur það fyrir sig þegar þið takið nýtt lag til æfinga hjá kórnum? „Hver kórfélagi fær sitt nótna- blað, og þótt allir lesi ekki nótur geta þeir stuðst við þær. Þeir, sem syngja sömu rödd, eru til að byrja með út af fyrir sig og æfa saman og þegar þessir hópar eru komnir vel á veg er farið að æfa lagið saman og síðan samæft þar til allt er tilbúið. Við erum yfir- leitt með fleiri en eitt lag í æfingu, þannig að það er erfitt að segja til um hvað það tekur langan tíma að æfa hvert lag, en yfir veturinn tökum við yfir 12- 15 lög og af því er jafnvel eitt- hvað sem hefur verið á söngs- kránni árið áður.“ - Er fjörugt félagslífí kór eins og Geysi, komið þið saman til þess að skemmta ykkur og þess háttar? „Það má segja að félagslífið í svona hóp sé fjörugt. Við kom- um saman tvisvar í viku til æfinga að staðaldri og það að mæta á æfingu er upplyfting út af fyrir sig frá hinu daglega amstri. Við komum saman nokkrum sinnum á hverjum vetri til að skemmta okkur og svo eru söng- ferðalög sem eru mjög til að stuðla að félagsstarfi í kórnum. Þetta er svona það helsta. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur fólk mögu- leika á fjölbreyttari skemmtun- um en áður var og karlakórsöng- ur hefur e.t.v. orðið útundan. En það má líta á karlakór sem hljóðfæri og sé það hljóðfæri rétt stillt og því stjórnað af kunnáttu þá er það alltaf áheyrilegt hljóð- færi,“ sagði Reynir Valtýsson að lokum. Reynir Valtýsson. „Starfandi kórfélagar í dag eru 39 og má segja að það sé hæfilegt. Pó hefur reynst nokk- uð erfitt að fá menn í kórinn, sérstaklega yngri menn sem hafa minni tíma aflögu, eins og gefur að skilja. En þrátt fyrir allt þá held ég að okkur hafi tekist nokkuð vel að yngja kórinn upp og hann er vel skipaður í dag.“ - Hvernig gengur það fyrir sig ef nýr maður kemur til ykkar og vill fá inngöngu í kórinn, ekki stillir hann sér upp strax og byrj- ar að syngja? „Nei yfirleitt hlustar söng- stjórinn á manninn og skipar honum á þann stað í kórnum sem hann á heima.“ - Er eitthvað um það að mönnum hafí verið vísað frá vegna þess að þeir hafí ekki get- að sungið eins og vera ber? „Yfirleitt og nær alltaf er það þannig að ef menn hafa áhuga á því að starfa í kór, þá eru það menn sem hafa áhuga á söng og hafa söngrödd. En ég held að þeir sem hafa komið til prufu „Rétt stilltur karlakór er áheyrilegasta 44 hljóðfærið - spjallað við Reyni Valtýsson sem er formaður Karlakórsins Geysis „Þaö sem kórstarfið veitir mér aðallega er hvíld, ég get slappað af frá daglegum önn- um og er í góðum félagsskap. Þá hef ég að sjálfsögðu alltaf haft gaman af söng,“ sagði Reynir Valtýsson formaður Karlakórsins Geysis á Akur- eyri er við ræddum við hann, en Geysismenn munu halda upp á 60 ára afmæli kórsins í lok þessa árs. Kórinn var stofnaöur síðla árs 1922, og kom fyrst fram í des- cmber það ár. Á þessu tíma- mótaári í sögu kórsins fannst okkur því tilvalið að spjalla stuttlega við Reyni, formann hans. Reynir hefur starfað í kórnum síðan 1966, og er þetta annað árið hans sem formaður. „Ingimundur Árnason var fyrsti stjórnandi kórsins og stýrði honum alveg frá stofnun hans fram til ársins 1955 að einu ári undanskildu. Páttur hans í sögu kórsins er því stór, en hann var ekki einungis stjórnandi heldur einnig leiðandi kraftur í öllu starfi kórsins. Mun það áreiðanlega fátítt að sami maður sé svo lengi leiðandi afl í félags- skap sem þessum. Aðrir söng- stjórar hafa verið Árni Ingi- mundarson, sonur Ingimundar Árnasonar, sem stjórnaði í nokkur ár, tékkinn Jan Kisa, Philip Jenkins, Áskell Jónsson, Sigurður Demens Franson og nú er Ragnar Björnsson stjórn- andi.“ Tóku upp plötu í Hlíðarbæ - Nú starfar Ragnar Björns- son íReykjavík, skaparþað ekki vandamál varðandi æfíngar? „Það má segja að við höfum átt í smá erfiðleikum með stjórnanda. Ragnar hefur mætt á nokkrar æfingar hjá okkur í vetur og það má auðvitað segja að það sé skammtímalausn að hafa stjórnanda sem ekki er bú- settur hér. En vonandi fæst betri lausn á þessu máli áður en langt um líður. Og það eru menn innan kórsins sem hafa raddsett, svo þetta hefur allt saman geng- ið upp þrátt fyrir þessa erfið- leika. Við erum búnir að halda okk- ar árlega samsöng nú í vor, en við héldum tvenna samsöngva í Akureyrarkirkju í byrjun mars. Þá er ákveðið í tilefni þessara merku tímamóta í sögu kórsins að gefa út hljómplötu, og hefur upptaka þegar farið fram. í Hlíðarbæ. Við erum einnig með það í huga að gefa út plötualbúm með söng kórsins frá fyrri árum. Það eru til eldri upptökur með kórnum, bæði sem Ríkisútvarp- ið á og fleiri, en allmörg ár eru síðan Geysir hefur sungið inn á plötu. - Hvað olliþvíað platan ykk- ar sem kemur út núna var tekin upp í Hlíðarbæ? „Sennilega er Akureyrar- kirkja best fallin til upptöku af húsum hér í bæ, en þar sem við þurftum að nota helgi til upp- töku, féll það ekki saman af skiljanlegum ástæðum, við þann tíma sem kirkjan er lánuð svo að það var ekki í önnur hús að venda. Upptakan í Hlíðarbæ gekk ágætlega þótt vindur gnauðaði á glugga smástund, en það kom ekki að sök.“ - Hvað eru margir í kórnum í dag? 8- DAGUR-6. apríi 1982 „Vissi ekki hvað transistor var á þessum árum“ Þann 1. april árið 1957 stofnaði Stefán Hallgrímsson, útvarps- virki, fyrirtæki er hann nefndi einfaldlega Radioviðgerðar- stofu Stefáns Hallgrímssonar. Þetta var í þá gömlu góðu daga er transistorar voru óþekktir á Akureyri og menn undu glaðir við lampatæki. Sjómenn not- uðu neistamæla til að mæla sjávardýpi og veltu því stund- um fyrir sér hvort það gæti ver- ið að fiskur sæist líka í tækinu. Þetta var líka í þá daga er Við- tækjaverslun ríkisins hafði ein- okun á sölu útvarpstækja á Ak- ureyri og það tók Stefán dágóð- an tíma að fá þeirri einokun aflétt. Skömmu síðar komu fyrstu transistorarnir, smárarn- ir, til landsins. Færir í flestan sjó Síðan 1957 hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækið er ekki lengur til húsa í Geislagötu 5, það flutti út í Glerárgötu fyrir 16 árum og um leið var nafni fyrir- tækisins breytt í Hljómver. Starfs- mönnum hefur líka fjölgað í 12. Þeir virðast vera færir í flestan sjó, enda er fyrirtækið eitt af fáum - ef ekki það eina í landinu - sem getur og má auglýsa: „Alhliða raf- eindaviðgerðir.“ „Ég lærði á sínum tíma í Reykjavík, en ég er fæddur og alinn upp á Akureyri. Eftir námið vann ég í Reykjavík, en kom aftur til Akureyrar aðallega vegna þess að ég var hvattur til þess af for- ráðamönnum Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Eftir heimkomuna stofnaði ég mitt fyrirtæki. Nei, ég vissi ekki einu sinni hvað transis- tor var á þessum árum. Fyrsta transistortækið, sem kom í versl- unina hét TESLA, var tékkneskt. Menn stóðu orðlausir þegar þeir sáu þessi ósköp. Ég get sagt þér, að það sem ég lærði í upphafi sé eg ekki í dag, það er varla í umferð lengur. Það var á námsárum mínum fyrir sunnan að ég fékk að vera viðstaddur þegar einn fyrsti rad- arinn var settur í skip, það mun hafa verið björgunarskútan Sæbjörg, sem var í eigu Slysavarnarfélags íslands. Það er óhætt að segja að tækn- inni hafi fleygt fram í tækjabúnaði íslenskra skipa frá því að þetta Stefán og Jón Guðmundsson sem starfað hefur í Hljómveri í 18 ár. Stefán (lengst t.v.) og starfsfólk hans gerðist. í morgun yar ég t.d. að leggja á ráðin með staðsetningu á tæki um borð í Örvari, sem nú er verið að smíða í Slippstöðinni. Með þessu tæki geta skipsmenn gert staðarákvörðun eftir gervi- tungli. Mikil samkeppni „Við önnumst ekki eingöngu viðgerðir og niðursetningu á tækj- um í skip og báta. Hér seljum við útvörp, hljómtæki, hljómplötur og sjónvörp svo eitthvað sé nefnt. Ég tel að það sé viss trygging fyrir viðskiptavininn að bak við verslunina sé viðgerðarþjónusta, sem annast viðgerðir á þeim merkjum er verslunin selur. Auk þess tel ég að það fyrirtæki sem er þannig upp byggt, tryggi við- skiptavininum betri vöru - í okkar tilfelli t.d. er það þannig að við höfum ekki áhuga á að fá vöruna aftur til viðgerðar. Eina leiðin til að fyrirbyggja að slíkt komi fyrir, er að selja góða vöru. Hins vegar er það svo að fólk hugsar ekki út í þetta er það fjár- festir. Það er ekki fyrr en það er búið að kaupa tækið og þau fara að bila, að það reynir á viðgerðar- þjónustuna. Oft fáum við t.d. tæki sem keypt hefur verið ann- arsstaðar, þau hafa bilað og við- gerðarþjónusta ekki fyrir hendi.“ - „Flytjið þið sjálfir inn til landsins? „Já, og ætli Hljómver sé ekki eina fyrirtækið á Akureyri sem annast innflutning á útvörpum, segulböndum og sjónvörpum, auk ýmissa annarra rafeinda- tækja. Aðrir sem selja slíkt á Ak- ureyri og víðar fá sínar vörur frá heildsölum í Reykjavík.“ - Er mikil samkeppni á þessu sviði? „Oft hefur það reynst okkur erfitt að halda umboðunum vegna þess að reykvísk innflutningsfyr- irtæki hafa gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að ná af okk- ur umboðunum. Þessi fyrirtæki hafa skrifað út og haldið því fram við framleiðandann að markaðs- svæði Hljómvers sé allt of lítið, en þeir hinir sömu hafa ekki látið þess getið að þær vörur sem við flytjum inn eru einnig seldar í Reykjavík og raunar út um allt land. Bjagaðar myndir „Þú spyrð um athyglisverð tæki. Við erum t.d. núna með sjónvarpstæki sem eru gerð fyrir mörg kerfi, og ef við getum í framtíðinni náð beinu gervi- tunglasambandi, þá skiptir ekki máli á hvaða kerfi verður sent út. - Get ég keypt hjá þér mót- tökutæki og svona sjónvarp og horft á myndir frá gervitunglum? „Ég hef orðið var við töluverð- an misskilning í sambandi við gervitunglasendingar. Fólk held- ur að það geti náð myndum frá þeim án mikillar fyrirhafnar. Til- fellið er að einhver verður að greiða afnotagjaldið, og sending- arnar frá þéssum hnöttum eru þannig að þú getur ekki numið þær nema með sérstökum búnaði, sem fæst hjá þeim sem sendir myndirnar. Án þessa búnaðar koma myndirnar bjagaðar á skerminn í sjónvarpinu. Það er sem sagt tómt mál að tala um að taka beint myndir frá gervitungl- um, án þess að greiða afnotagjald til viðkomandi sjónvarpsstöðvar. Hitt er svo aftur annað mál að með aukinni samkeppni má búast við beinum og óbjöguðum send- ingum. Við óskum Stefáni og hans mönnum til hamingju með afmæli fyrirtækisins. 6. apríl 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.