Dagur - 06.04.1982, Side 6
„Eins og að kiifra í sand-
kassa þarna efst uppi“
— segja tveir ungir Akureyringar sem klifu Hraundranga
í Öxnadal á dögunum — fyrstir manna að vetrarlagi
„Erfiðleikarnir eru til þess að
sigrast á þeim“ hefur oft verið
sagt, og ef að líkum lætur
hugsa þeir þannig þeir Broddi
Magnússon og Páll Sveinsson,
tveir ungir Akureyringar sem
starfa í hjálparsveit skáta á
Akureyri. Þeir hafa báðir
mjög mikinn áhuga á fjall-
göngum, og á dögunum unnu
þeir afrek sem ekki hefur ver-
ið leikið áður. Þeir félagar
gerðu sér lítið fyrir og klifu
Hraundranga í Oxnadal, en
það hefur ekki áður verið gert
að vetrarlagi þótt nokkrum
sinnum hafi menn komist þar
upp að sumri til.
„Það er svo spennandi að sjá
hvort það tekst sem maður er að
glíma við hverju sinni, ogánægj-
an yfir því þegar það tekst er
mikil,“ sögðu þeir félagar þegar
við spurðum þá hvað það væri
sem gerði fjallgöngur svona
spennandi í þeirra augum. „Það
að sigrast á fjallinu eða klettin-
um sem glímt er við í það og það
skiptið gefur manni alveg sér-
staka tilfinningu."
Þeir sögðu að þessi, ferð á
Hraundranga að vetrarlagi hafi
verið búin að vera ofarlega í
hugum þeirra í langan tíma, og
undir lokin biðu þeir ekki eftir
öðru en göðu veðri og góðu færi.
Við báðum þá því næst að lýsa
fyrir okkur í stórum dráttum
leiðinni upp.
„Eftir að við höfðum þegið góð-
ar veitingar að Staðarbakka í
Hörgárdal lögðum við upp. Við
fórum á göngubrú yfir Hörgá og
beina leið upp á hrygg sem er
fyrir neðan dranginn sjálfan. Þar
gerðum við stanz, enda tekur
það um klukkustund að útbúa
sig fyrir sjálft klifið upp
dranginn. Frá þessum hrygg og
upp á topp eru um 120 metrar.“
„Næstu 40 metrarnir eru ekki
svo mjög erfiðir ef maður er vel
útbúinn, en það eru síðustu 80
metrarnir hinsvegar. Þá þurfum
við að negla fleyga í klettinn og
setja þar í línu svo fallið yrði
ekki eins langt og annars ef
maður hrasaði. Við höfum
sennilega verið 3 klukkustundir
að klífa þessa 80 metra á
toppinn."
- Hvernig var svo tilfinningin
að standa þarna á toppnum,
fyrstir manna að vetrarlagi?
“Hún var rosalega ánægjuleg.
Það má segja að viss sigurtilfinn-
ing hafi gert vart við sig, enda
vitum við að fleiri hafa leitt að
því hugann að klifra þarna upp
að vetri til og það hefur einu
sinni verið reynt. Við höfum
báðir farið þarna upp að sumri
til, en þetta er miklu erfiðara
þótt færið hafi verið gott núna.
Það var mikill lausasnjór svo við
interRent
interRent á íslandi / Bílaleiga Akureyrar
Reykjavík - Skeifan 9 - Símar: 86915, 31615
Akureyri - Tryggvabr. 14 - Símar: 21715, 23515
Telex: 2 3 3 7 IR ICE IS
Hyggið þér
á ferðalag
erlendis
interRent bílaleigan býður yður fulltryggðan bíl á
næstum hvaða flugvelli erlendis sem er - nýja bíla
af þeirri stærð, sem hentar yður og fjölskyldu yðar.
Vér útvegum yður afslátt - og jafnvel er leiguupp-
hæðin lægri (ekkert kílómetragjald) en þér þurfið
að greiða fyrir flutning á yðar bíl með skipi - auk
þess hafið þér yðar bíl að brottfarardegi hér heima.
Veröi óhapp, tryggir interRent yður strax annan bíl,
í hvaða landi sem þér kunnið að vera staddur í.
interRent er stærsta bílaleiga Evrópu, vér veitum
yður fúslega allar upplýsingar.
Broddi Magnússon og Páll Sveinsson
gátum grafið okkur í gegn un
hann niður í mosann."
- Voruð þið ekkert hræddir á
leiðinni upp?
„Auðvitað er maður dálítið
hræddur, en ætli við hefðum.
nokkuð komist upp ef svo hefði
ekki verið. Sú tilfinning sem
maður veit að er í vændum, að
standa á toppnum er rosaleg og
spilar sjálfsagt þarna inn í.“
Við gátum veitt það upp úr
þeim félögum að síðustu metr-
arnir hafi verið mjög erfiðir.
„Bergið var afar laust í sér og
það var alveg eins og að klifra á
sandkassa þarna efst uppi,“
sögðu þeir.
- En hvernig var að fara
niður?
„Það er ekkert mál að fara
niður, ætli við höfum verið nema
svona 15 mínútur niður á hrygg-
inn aftur. En þrátt fyrir það að
miklu auðveldara sé að fara
niður þá er slysatíðni í fjallgöng-
um meiri á niðurleið heldur en
þegar menn eru á uppleið. Ætli
það sé ekki vegna þess að menn
eru þá kærulausir."
- Hvar hafið þið aðallega
klifið áður, þið hafið klifið
Páskaskákmótið
byrjar í Skákheimilinu miðvikudagskvöld kl. 20.00 og
lýkur á laugardag.
Umhugsunartími er hálftími á keppanda. Tefldar
verða 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Öllum heimil
þátttaka meðan húsrúm leyfir. Páskaegg í verð-
laun fyrir 5 efstu menn og einnig hjá unglingum.
Skákfélag Akureyrar.
Knattspyrnudeildir
Knattspyrnuráð Akureyrar gengst fyrir dómara-
námskeíði 16., 17. og 18. apríl nk. í Félagsmið-
stöðinni Lundarskóla og verður leiðbeinandi Grét-
ar Norðfjörð.
KRA hvetur alla þá er áhuga hafa á að öðlast dóm-
araréttindi, að grípa nú tækifærið.
Þátttaka tilkynnist Marinó Viborg Marinóssyni er
veitir nánari upplýsingar. Sími 22498 og vinnusími
21655.
KRA
Hraundrangana að sumarlagi en
á hvaða stöðum öðrum hafið þið
spreytt ykkur?
„Við höfum aðallega æft okk-
ur í klettunum í Kjarnaskógi.
Klif á svokölluð Tröll í Glerár-
dal er sennilega það merkileg-
asta sem við höfum sigrast á fyrir
utan Hraundranga."
- Og hvað er næst á dag-
skránni?
“Stóri draumurinn er auðvit-
að að komast til útlanda að
klifra, og þá helst að komast í
Alpana eða Klettafjöllin í
Bandaríkjunum."
MmtW — ----------
Guðsþjónustur í Hálsprestakalli
um hátíðirnar: Illugastaðakirkja:
Guðsþjónusta föstudaginn langa
kl.14.00.
Hálskirkja: Hátíðarguðsþjón-
usta á páskadag kl. 14.00.
Draflastaðakirkja: Hátíðar-
guðsþjónusta annan dag páska kl.
14.00. Sóknarprestur.
Messur í Möðruvallaklausturs-
prestakalli um bænadaga og
páska: Skírdagur: Messa í Glæsi-
bæjarkirkju kl. 2 e.h. Messa á
Dvalarheimilinu í Skjaldarvík kl.
4 e.h. Páskadagur: Messa í
Möðruvallarkirkju kl. 1.30 e.h.
Messa í Bægisárkirkju kl. 3.30
e.h. Annar Páskadagur: Messa í
Bakkakirkju kl. 2 e.h. Sóknar-
prestur.
Munið minningaspjöld kvenfé-
lagsins Hlífar. Ágóðinn rennur til
barnadeildar FSA. Spjöldin fást í
bókabúðinni Huld, hjá Laufeyju
Sigurðardóttur, Hlíðargötu 3 og
símaafgreiðslu sjúkrahússins.
6- DAGUR-6. apríl 1982
T - piJOAO - S8C' i r.'ia'ó .3
... ^asssasssi