Dagur - 06.04.1982, Side 16
RÁFGEYMAR
í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Annar auka-
vinningurinn
fór í Aðaldal
I gær var dregið um önnur
aukaverðlaunin í ferðagetraun
Dags og Samvinnuferða -
Landsýnar. Að þessu sinni fóru
verðlaunin í Aðaldal. Það var
Kristjana Helgadóttir Hraun-
gerði, sem fékk 400 krónur til
ráðstöfunar í Vöruhúsi KEA.
I blaðinu í dag er fjórði hluti
feröagctraunarinnar. Þaö er ckki
of seint aö vera meö - en þcss ber
þö aö geta aö þeir sem byrja t.d.
frá og með blaöinu í dag, hafa aö
sjálfsögöu minni möguleika á aö
fá stóra vinninginn. Þessi gctraun
er eingöngu fyrir áskrifendur.
Þeir sem vilja gertist áskrifendur
geta hringt í Jóhannes Mikaels-
son, útbrciöslustjóra Dags í síma
24222.
Alls munu birtast sex spurning-
ar. Þegar hálfur mánuöur er liö-
inn frá því aö sú síöasta birtist í
Degi veröur dregiö um aöalvinn-
inginn, sem er ein ferö með Sam-
vinnuferöum - Ltindsýn aö verö-
mæti allt aö kr. 10 þúsund.
Tískusýning
í Allanum
LJm síúustu helgi var tískusýning í Al-
|>ýöuhii.sinu, scm opnaöi meö pomp
og pragt sl. fiistudagskvöld. liúid er
aö cnduriiæta húsakynnin mikiö og
aö sögn húsráöcnda verður dansaö
þama næstu vikur og mánuöi - eöa
|iar til Sjáll'stæöishúsiö opnar á nýjan
leik. I»aö var akureyriskt tískusýning-
arfölk, sem sýndi fatnaöinn í Alþýöu-
húsinu, og kom fatnaöurinn úr versl-
uninni Cesar. Mynd: áþ.
Töldu hreindýr og
sauðnaut á Grænlandi
Pegar farið var að halla í mið-
nætti sl. föstudagskvöld,
renndi Highlander flugvél
Flugfélagsins Ernir á Isafiröi
upp að flugstöðvarbyggingunni
á Akureyri. Ekki voru Ernirað
fljúga til Akureyrar í áætlunar-
llugi á þessum tíma sólarhrings-
ins, vélin var að koma frá
Grænlandi, þar sem hún hafði
veriö sl. 16 daga.
Flugfélag Noröurlands tók vél-
ina á leigu, og þann 17. mars flaug
Finnbjörn Finnbjörnsson flug-
maöur vélinni til Syöri-Sttaum-
fjaröar. Síöan var tekið til viö
verkefniö sem vélin var leiö til, en
þaö var aö fljúga með Dani og
Grænlendina sem voru við taln-
ingu hreindýra og sauönauta.
„Pað voru þrír Danir sem önn-
uöust þetta verk og auk þeirra
flugu ávallt meö einn eða tveir
Grænlendingar sem voru kunnug-
ir staðháttum þar sem verið var aö
fljúga hverju sinni." sagöi Finn-
björn er viö ræddum viö hann.
„Jú, það verður að segja aö
þetta hafi veriö erfitt flug, og ég
flaug t.d. í eina 50 tíma undir 300
feta hæð, en flugið allt tók um 75
klukkustundir. Það bjargaði þó
miklu að ég var .mjög heppinn
með veöur, og það var t.d. aðeins
í tvo daga sem ekki var hægt að
fljúga vegna þess að veðrið var
ekki nógu gott."
Finnbjörn sagði að aðalbæki-
stöðin hafi vcrið í Syðri-Straum-
firði, cn einnig var flogið út frá
Nuuk og Meistaravík, og Kulusuk
var notuð sem eldsneytisstöð.
„Fetta þótti nokkur viðburður
og t.d. var mér boðið í mikla
veislu hjá borgarstjóranum í
Nuuk og það var talsverð viðhöfn
f kring um þetta. Annars var tím-
inn vel notaður, alltaf verið að
fljúga þegar hægt var. Verkinu
lauk reyndar mun fyrr en áætlað
hafði verið. Það voru talin á milli
3500 og 4000 hreindýr á vestur-
ströndinni og um 3000 sauðnaut,"
sagði Finnbjörn að lokum.
Finnbjörn við komuna til Akureyrar á föstudagskvöldiö.
Iðnaðardeild Sambandsins:
Aukning á sölu
ullartil
Sovétríkjanna
Iðnaðardeild Sambandsins hef-
ur nýlega undirritað sölusamn-
inga við Sojuzkoopneshtorg,
sem er samvinnufyrirtæki í
Sovétríkjunum, um sölu á
ullarvöru og lakki fyrir samtals
3,5 milljónir bandaríkjadala
eða um 35,8 milljónir króna.
Þetta fyrirtæki kaupir nú veru-
lega meira af ullarvörum en
áður, eða fyrir 29,6 milljónir
króna og nemur aukningin um
11 milljónum króna, eða því
sem næst einni milljón dollara.
Hins vegar kaupir fyrirtækið nú
minna af lakki, eða 400 tonn en
það keypti 1000 tonn í fyrra. Þá
kaupir ríkisfyrirtækið Razno-
export einnig málningarvörur
og ullarvörur af iðnaðardeild-
inni.
Hjörtur Eiríksson fram-
kvæmdastjóri iðnaðardeildar,
sagði í viðtali við Dag, að þetta
væru viðunandi samningar, mið-
að við að gengisþróun yrði ekki
allt of óhagstæð. í fyrra var þró-
unin mjög óhagstæð, en þá hækk-
aði dollarinn um 31% ásama tíma
og kostnaðarhækanir við fram-
leiðsluna námu 41%. Hjörtur
sagði að menn vissu ekki hver
þróunin yrði, en menn ætluðu að
hún yrði ekki eins óhagstæð í ár.
Samningarnir við sovéska sam-
vinnusambandið byggjast á vöru-
skiptum, þannig að af kaupunum
verður ekki nema íslendingar
kaupi vörur í staðinn fyrir sömu
upphæð. Það sem Sovétmenn
selja okkur einkum er matvara
ýmiskonar, s.s. sultur, hunang,
rúsínur, grænar baunir, kartöflu-
mjöl og lítilsháttar af niðursoðn-
úm ávöxtum. Þessi vöruskipti eru
raunar ekki ný af nálinni í við-
skiptum við austantjaldsríkin.
Hjörtur sagði að vegna þessa væri
fólk á vissan hátt að styðja við ís-
Ienskan iðnað með því að kaupa
þessar vörur, sem hann sagði
raunar vera einstaka gæðavöru á
mjög hagstæðu verði. Nú stendur
fyrir dyrum kynning á þesum
matvælum.
Hjörtur sagði að lok.um, að
staðan í rekstri iðnaðardeildar
hefði batnað frá því á síðasta ári.
Hins vegar væri erfitt að vinna
upp það mikla tap, sem þá varð á
rekstrinum.
# Hluturkvenna
Á undanförnum árum hefur
mikið verið rætt um hiut
kvenna í stjórn bæjarfélaga,
og niðurstaðan hefur ætíð
verið sú, að hann þyrfti að
auka til muna. S&S tók sig til á
dögunum og taldi nákvæm-
lega hve margar konur sætu í
nefndum á vegum Akureyrar-
bæjar og kom í Ijós að þær eru
35 að tölu, en ekki 26 eins og
nýjasta framboðið heldur
fram. Það er öruggt mál að
hlutur kvenna batnar stórlega
eftir næstu bæjarstjórnar-
kosningar, enda eru konur
mun fleiri á listum stjórnmála-
flokkanna en áður. En hvað
varðar umrædda talningu þá
er best að talan sé rétt -
hvorki hærri né lægri.
# Hundurbeit
barn
Fyrir nokkru bar það til tíð-
inda á brekkunni að hundur
beit barn svo sá á því. Sam-
kvæmt heimildum S&S var
skjótt brugðið við og hundur-
inn sendur inn í eilífðina. Sem
betur fer eru atburðir af þessu
tagi sjaldgæfir, en hundaeig-
endur verða að gæta þess að
fara að öllu eftir ríkjandi regl-
um varðandi hundahald.
Einnig ber að brýna það fyrir
börnum að láta hunda í friði,
því að sjálfsögðu bregðast
þeir illa við sé þeim strítt.
# Ævarhættur
að aka
Ævar Klemensson, sem lengi
hefur ekið á milli Akureyrar,
Dalvíkur og Ólafsfjarðar, hef-
ur nú hætt þeim akstri, að öðru
leyti en því að hann flytur ein-
hvern póst á milli. Dalvíking-
ur, sem S&S ræddi við í gær,
sagði að „málið væri ekki í
neinni stöðu,“ eins og hann
komst að orði. Á þessari
stundu er ekki Ijóst hvort
Ævar eða einhver annar mun
aka á þessari leið, en a.m.k.
Ólafsfirðingar hafa tekið þá
ákvörðun að hætta fjár-
hagsiegum stuðningi við
Ævar.
# Sótti ekki um
Sérleyfið sem Ævar hafði,
rann út þann 1. mars sl. og
hvorki hann né aðrir sýndu
áhuga á því. E.t.v. sannar það
best að sérleyfið Akureyri -
Ólafsfjörður er ekki sérstak-
lega feitur biti - nema að með
fylgi umtalsverðir styrkir
þeirra sveitarfélaga sem njóta
akstursins. Það er ekki von á
fé frá Ólafsfirðingum og sam-
kvæmt upplýsingum S&S,
vildi Ævar að nú yrði samið til
lengri tíma en eins árs, en full-
trúar sumra sveitarfélaganna
a.m.k. voru á öðru máli.
Að sögn heimamanna mun
það koma illa við marga ef
ekki verða teknar upp fastar
ferðir á nýjan leik og var
skólafólk nefnt í því sam-
bandi.