Dagur - 16.04.1982, Síða 2

Dagur - 16.04.1982, Síða 2
Lesendahomið Húsnæði fyrir unglingana vantar tilfinnanlega ■ 1 í Helgar-Degi birtist pistill, sem eignaður er „Rósu“, um málefni unglinga í tilefni af þætti í sjónvarpinu um það efni. Þar sem í þessum pistli er gefið í skyn að nokkuð vel sé séð fyrir frjálsu félagsstarfi og afþreyingu unglinga hér á Akureyri og ná- grenni, er nauðsynlegt að upp- lýsa að svo er alls ekki. Hér verður ekki gerð nein heildar- grein fyrir þessum málum, held- ur reynt með örfáum orðum að leiðrétta þann misskilning, sem hér er á ferðinni. Raunar er í byrjun rétt að benda á hið ótrúlega neikvæða viðhorf pistilhöfundar í garð unglinga og svo í framhaldi af því hina algeru blindu hans á raunverulega stöðu mála, sem kemur glöggt fram í eftirfarandi tilviljun: „Látum þá bara væla þessa krakkaorma, en þökkum fyrir á meðan við búum ekki við svona vandamál á Akureyri eða á öðr- um stöðum hér í nágrenninu." Þeim sem þannig líta á málin skal ráðlagt að fé sér gönguferð um miðbæ Akureyrar á föstu- dags- eða laugardagskvöldi. Opnist ekki augu viðkomandi fyrir staðreyndum við slíka kynnisferð skal honum t.d. bent á að ræða málin við starfsmenn rannsóknarlögreglunnar í bænum. Staðreyndin er nefnilega sú, að sé illa búið að unglingum í höfuðborginni, þá er ástandið ekki skárra hér. Hér eru tveir salir, sem ætlaðir eru unglingum til afnota, þ.e. í Dynheimum O] kjallaranum í Lundarskóla. ( bænum munu nú vera um 1200 unglingar, þ.e. 13-17 ára). Þess- ir salir eru auðvitað góðir svo langt sem þeir ná, en fyrst og fremst er tvennt sem við þá er að athuga. í fyrsta lagi mun nýting þeirra vera slæm, t.d. eru Dyn- heimar aðeins opnir eitt kvöld um hverja helgi. í öðru lagi er nánast engin aðstaða fyrir litla og meðalstóra hópa til félags- starfa á þessum stöðum. Ef litið er á áfengisvandamál meðal unglinga út af fyrir sig, þá má fullyrða að akureyrskir ung- lingar eru nú engir teljandi eftir- bátar jafnaldra sinna í höfuð- borginni að þessu leyti. Endur- tekin innbrot og önnur skemmd- arverk hér í bæ, sem talin eru framin af 10-14 ára börnum, vekja þann grun að e.t.v. sé ástandið verra hér en fyrir sunnan. Gæti ekki verið að hluti ástæðunnar fyrir því sé að hér vantar mjög tilfinnanlega hús- næði og aðra aðstöðu fyrir ung- lingana til heilbrigðs félags- starfs. í tilvitnuðum pistli segir enn- fremur: „...við skulum ekki ýta undir það að byggður verði skemmtistaður fyrir 12-15 ára unglinga, þar sem þeir geti drukkið sitt brennivín.“ Þarna kemur fram enn ein makalaus meinloka höfundar. Er nú ekki líklegra að unglingar og aðrir leiðist frekar út í óheilbrigt líf- erni ef þörf þeirra fyrir félagslegt samneýti er ekki fullnægt nema úti á götu, e.t.v. í kulda og stormi. Aftur komum við þá að því að það sem einmitt vantar hér á Akureyri er góð og fjöl- breytt aðstaða fyrir unglinga, þar sem þeir geta notið þess fé- lagsskapar, sem þeir óska í heil- brigðu og þroskandi starfi. Að lokum eru allir foreldrar hvattir til að líta í eigin barm og leggjast á sveif með öllum hinum til að gera hið jafnt erfiða og spennandi breytingaskeið ung- linga ánægjulegt, því „ungdóm- urinn lærir það sem fyrir þeim er haft.“ Jafnframt og ekki síður eru yfirvöld þau, sem með þessi mál fara, minnt á að ábyrgð þeirra er líka mikil. Guðmundur Sigvaldsson formaður Foreldrasamtaka á Akureyri Þetta er vonandi úr sögunni. Þakkír tíl þelrra í Krossanesl Helga Halldórsdóttir hringdi: Mig langar að koma á fram- færi innilegu þakklæti til for- ráðamanna Krossanesverk- smiðjunnar fyrir það að hafa los- að okkur við ólyktina miklu sem hefur angrað okkur fram til þessa. Það hefur oft verið rifist út af þessari ólykt, og því er sjálfsagt að þakka fyrir það mikla fram- tak forráðamanna að losa okkur við hana. Ég vil sérstaklega koma á framfæri þökkum til Pét- urs Antonssonar sem ég veit að hefur unnið mikið að þessu máli og nú komið því í höfn. Ég sendi svo að lokum forráðamönnum og starfsmönnum verksmiðj- unnar sumarkveðjur. Ekki vínveitinga- staði fyrir unglinga Rósa skrifar Ekki datt mér í hug að þau fáu orð sem eftir mér voru höfð í lesendadálki Dags þann 26. mars, myndu verða til þess að koma af stað deilum, en svo hefur þó orðið raunin. Þessi fáu orð frá mér voru einungis sögð fram vegna þess að mér ofbauð framkoma unglingana í sjónvarpsættinum sem um var að rætt. Helgi Már forstöðumaður ætti sennilega að vita manna best hvort unglingar eiga erfitt upp- dráttar hér í bænum eða ekki, en sennilega er það svo og ástandið verra en ég hélt. En það breytir ekki skoðun minni sem er sú að það eigi ekki að koma á fót vín- veitingastöðum fyrir unglinga eins og ég minntist á í umræddri grein. Getur forstöðumaðurinn ekki verið mér sammála um það? Ég sagði að það þyrfti að gera sitthvað fyrir unglingana til þess að hjálpa þeim að verja tóm- stundum sínum á heilbrigðan og þroskandi hátt, en að við skyld- um ekki ýta undir það að byggð- ur verði skemmtistaður þar sem vínveitingar yrðu fyrir umgling- ana. Það hvort hinir fullorðnu hafa skemmtistað þar sem vín- veitingar eru viðhafðar finnst mér ekki koma þessu máli við. Þá liggur það fyrir að ég er því sammála að unglingum verði gert kleift að skemmta sér á heil- brigðan og þroskandi hátt. Ég fæ ómögulega skilið þá menn sem hafa eitthvað við þá skoðun að athuga, og get alls ekki skilið að nokkuð sem ég sagði og birtist í fyrri greininni sem mér var til- einkuð, hafi mátt lesa vantraust á unglinga eða annað í þeim dúr. Góð kvöldstund að Melum Á efri myndinni sjást leikarar í sýningu U.M.F. Skriðuhrepps á „Get- raunagróða“ og neðri myndin er úr leikrítinu. Ég brá mér í leikhús laugardags- kvöldið 4. apríl sl., sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, nema vegna þess, að í þetta leik- hús hef ég ekki áður lagt mína leið. Hér var á ferðinni uppsetn- ing Umf. Skriðuhrepps á farsan- um „Getraunagróði", að Melum í Hörgárdal. Húsið var fullskipað áhorf- endum, semgreinilegaskemmtu sér konunglega, og hygg ég að enginn hafi séð eftir þessari kvöldstund. Að vísu er þarna ekki á ferðinni neitt „bók- menntaverk“ í orðsins þrengstu merkingu, og stykkið mun ör- ugglega flokkast undir það sem menningarfrömuðir ýmsir og sjálfumglaðir gagnrýnendur nefna kassastykki. - Kassa- stykki, hvaðerþað? - Jú, það er leikhúsverk sem laðar að áhorf- endur og þar með meiri inn- koma í kassann. Með öðrum orðum, það sem fjöldinn vill helst sjá í leikhúsi. Ef ég heyri gagnrýnendur og aðra menning- arpostula tala af lítilsvirðingu um að eitthvað leikhúsverk sé kassastykki, þá veit ég að mér ei óhætt að fara í leikhús og eiga von á góðu kvöldi. Og svo sann- arlega á sá stóri hópur fólks, sem vill fara í leikhús til að hlæja og létta skapið, brýnt erindi á þessa sýningu. Hér er ná ferðinni ærsialeikur eins og þeir gerast bestir, með öllum sínum misskilningi og óvæntum uppákomum. Sli'k stykki standa og falla að vísu með flutningi og túlkun, en óhætt er að fullyröa að varla verður það öllu betur gert en hjá þeim hópi áhugamanna sem þarna lék af mikilli gleði og inn- lifun. Leikhópurinn vareinstak- lega samstilltur og get ég ekki skilið einn frá öðrum í umsögn - enda eru þessi skrif mín ekki ætluð sem nein persónugagn- rýni. - Miklu fremur sem hvatn- ing til þeirra sem þau sjá, að bregða undir sig betri fótunum og fara á sýningu. Hinum gamal- reynda leikhúsmanni Jóhanni Ögmundssyni, hefur þarna, með hópi áhugafólks, tekist að koma upp sýningu, sem hvaða leikhús sem er gæti verð fullsæmt af. Þá má ekki gleyma umgjmörð leiksins, hún er ekki minnsta at- riðið. Sviðið var einstaklega smekklegt og vandað og lýsing til fyrirmyndar. Hafið þökk fyrir góða stund. I.J. 4728-5178 9 - WGVfí - mmi'hm?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.