Dagur - 16.04.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 16.04.1982, Blaðsíða 3
NOREGSPOSTUR Atli Rúnar Halldórsson PYLSA MEÐ OLLU Að fá sér eina með öllu í næstu sjoppu tilheyrir skreppitúr niður í bæ. Enda datt mér ekki annað í hug en fjárfesta í pylsu í bænum áðan og borgaði krónur sex og fimmtíu fyrir. Mér sýnist ansi frjálsleg verðlagning á þessari nauðsynjavöru, því um daginn át ég pylsu á öðrum stað. í>á kostaði hún átta og fimmtíu en var samt einum fimmtán milli- metrum styttri en pylsan í dag. Ég skal fúslega játa strax, að pylsur eru með því betra sem ég fæ. Toppurinn á tilverunni á sól- ríkum degi er að sitja á bekk, gadda í sig rjúkandi heita pylsu í brauði og skola svo öllu saman niður með innihaldi í gospela. Auðvitað eru pylsur umdeild fyrirbæri eins og mörg önnur mannanna verk. Ég á til dæmis von á að Jónas Dagblaðsritstjóri og yfirbragðlaukur þjóðarinnar myndi kalla pylsur og aðra kjöt- vöru hundamat. hann má mín vegna kroppa í sínar blóðsteikur og bakaða snigla. Ég ætla að halda tryggð við pylsurnar og deila lífskjörum með hundum. Pylsur - þessar gulu og góðu - voru afar sjaldséð fæða á Jarðbrú á stuttbuxnaárunum mínum. Það var þá helst um göngurnar að pylsur sáust, þegar amma dútlaði við að nesta Björn Gunnlaugsson á afréttina. Hún gaukaði þá að gangnamanninum ósköpunum öllum af hangikjöti, sviðum, pylsum og guð má vita hvað. Engu líkara en manninum væri ætlað að ganga til Bolung- arvíkur og til baka en ekki að ganga á fjöll í Skíðadal einn dag. Afi sá hins vegar um blauta nest- ið handa Birni. Stundum tókst okkur bræðrunum að stela einni pylsu eða svo áður en hnakk töskunni var lokað. Þá sannaðist sú fullyrðing, að stolinn matur bragðast best. Eitt haustið hélt pylsumenn- ingin innreið sína á Tungurétt. Þá var þar afar hátíðlegt um að litast og tómatsósa og sinneps- slettur úti á kinn á hverju ung- menni sveitarinnar. Þetta haust er mér sérstaklega minnisstætt vegna þess að einmitt þá gerðist ég afgreiðslumaður í verslun í fyrsta og eina skiptið á ævinni. Móðir mín beitti áhrifum sínum sem miðstjórnarmaður í kven- félaginu Tilraun og leyfði mér að afgreiða pylsurnar um stund. Fljótlega kiknaði ég þó undan ábyrgðinni; mér gekk svo bölv- anlega að leggja saman hvað menn þyrftu að borga, sérstak- lega þegar sömu viðskiptavin- irnir keyptu margar pylsur, gospela og alls kyns slikkerí í einu og sömu ferð. Kvenfélagið sá fljótlega að pylsusalar þyrftu að kunna grundvallaratriði í samlagningu og frádrætti og ég var leystur frá embætti. Svo vildi til að stúdentspróf- sumarið var ég ráðinn í vinnu á sláturhúsið á Dalvík til að úr- beina kýr og kindur. Til að fá ráðningu í úrbeiningarembættið þurfti ég að læra að beita hnífum hjá útlærðum skurðarmönnum á Kjötiðnaðarstöðinni á Akur- eyri. Strax að morgni átjánda júní mætti ég þangað, búinn að vera stúdent í tæplega sólar- hring, og tók til við að skera nautgripi í spað. Eftir fáeina daga var ég útskrifaður með pungapróf í kjötskurði, plástr- aður á tveimur puttum og hand- arbaki, og síðast en ekki síst meiri pylsu- og bjúgnavinur en nokkurn tíma áður. Auðvitað eru rannsóknarefni sem tæplega er nægur gaumur gefinn. Eitt at- hugunarefni er til dæmis munur- inn á því hvernig pylsusalar framreiða vöru sína. Pylsusalar á Akureyri hafa þann háttinn á að sprauta tóm- atsósunni, remúlaðinu og sinn- epinu ofan í skurðinn í brauðinu og setja pylsuna þar ofan á. Reykvíkingur sem biður um pylsu með öllu á Akureyri sér fyrst ekki annað en hann fái pylsu með engu. Hann kemst svo að raun um að allt gumsið er falið undir sjálfri pylsunni. Þessi akureysku vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Annað aðalein- kenni pylsumenningar á Akur- Pungaprófí úrbeiningu Tímar liðu og ég hélt alltaf tryggð við pylsur í brauði. Allt þangað til ég kom í Menntaskól- ann á Akureyri. Þá voru þar ein- hverjir gemlingar sem fundu hjá sér þörf til að ata auri pylsugerð- armenn og pylsusala. Þeir full- yrtu að í pylsur og bjúgu væri notað þriðja og fjórða flokks kjöt og saman við hakkaðar sinar og eitlar. Jafnvel var látið að því liggja að kaupfélagsmenn keyrðu um nærsveitir og söfn- uðu flækingshundum og villi- köttum til að setja í hakkavél- arnar og drýgja hráefnið. Menn missa matarlyst af minna tilefni en þessu og ég keypti ekki pylsur í dágóðan tíma nema viti mínu fjær af hungri. Pylsugerðarmenn fengu þó fljótlega fulla uppreisn ærunnar. notaði ég tækifærið til að njósna um pylsugerðarmennina að störfum og komst strax að því að í pylsur er notað hreint úrvals hráefni! Fjærri því að í hakka- vélarnar færi úrgangur og því síður hundar og kettir. Síðar sama sumar sprakk þessi ágæta Kjötiðnaðarstöð í loft upp, þó hvergi kæmi ég nærri, og var óstarfhæf vikum saman. En úti á Dalvík stóðum við Jón á Bakka sumarlangt við borð og skárum Skjöldur og Skrautur og ótal kálfa. Mér var oft hugsað til þess þvílíkur heiður það væri fyrir aflóga svarfdælska belju að enda ævina sem gimileg og góð pylsa frá Kjötiðnaðarstöðinni. Pylsumenning á Akureyri tU fyrirmyndar Pylsumenning og pylsuvenjur eyri er að þar býðst kokteilsósa og rauðkál með pylsunni (svo- leiðis var það að minnsta kosti þegar ég bjó þar). Slíkt meðlæti er óhugsandi í Reykjavík. Reykvískir pylsusalar setja pylsuna beint ofan í skurðinn í brauðinu, sulla ofan á þykku lagi af tómatsósu, sinnepi og ausa lauk yfir allt saman. Þessi vinnu- brögð eru óvirðing við pylsurn- ar. Maturinn er ólystugur og ljótur. Auk þess hefur komið fyrir mig að ata sósum út um allt andlit, í hárið og niður á bring- una, þegar ég reyni af fremsta megni að láta í mig reykvíska pylsu. Fleiri sóða sig út á pylsu- áti í höfuðstaðnum en á Akur- eyri. Hið fyrsta sem íslenskur pylsu vinur tekur eftir í Osló, er að hér er bæði hægt að kaupa pylsur í venjulegu brauði og í óvenju- legu norsku brauði sem heitir lompe. Lompe líkist lummu í út- liti, er búin til úr hveiti og kart- öflum og bragðast ágætlega. Annað aðaleinkenni pylsu- menningarinnar í Osló er að hér má fá pylsurnar með kartöflu- salati, kartöflustöppu eða rækju salati. Eftir rannsóknir í nokkra mánuði í helstu pylsusjoppum bæjarins mæli ég með pylsu og kartöflusalati. Slíkan munað leyfir námsmaður sér þó ekki nema einu sinni í mánuði, því góðgætið kostar sitt. Pylsur breyttu Reykjavík til batnaðar Pylsa með öllu gerir ekki bara neytandann mettann og ánægðan. Pylsur geta breytt heilum borgarsamfélögum til batnaðar. Þegar íhaldið stjórn- aði Reykjavík var ómögulegt að fá leyfi til að reka pylsuvagna innan borgarmarkanna, enda var Reykjavík leiðinleg borg í samræmi við það. Ásgeir Hann- es núverandi pylsustjóri í Aust- urstræti var og er sannfærðasta íhald á íslandi. Flokksskírteinið hans dugði samt ekki til að fá rekstrarleyfi fyrir pylsuvagn hjá Birgi ísleifi. Svo tapaði BÍsleifur borginni og Allaballar, Fram- sókn og Sjafnaryndið tóku við. Þá voru viðhorfin til einkafram- taks Ásgeirs Hannesar allt í einu önnur. Hann mátti fá pylsuvagn- inn sinn og annar pylsuvinur fór að selja pylsur úr vagni við Sundlaugarnar í Laugardalnum. Reykjavík varð betri borg og pylsuvinir þar eru síðan ákaf- lega hamingjusamir menn. Ef þríflokkagenginu tekst að lafa í valdastólum Reykjavíkur í kosningunum í maí, þá er ég viss um að þeir geta þakkað pylsu- vinum stuðninginn. Átökin um Reykjavík eru með öðrum orð- um ekki ómerkilegri en svo að tekist er á um afstöðuna til pylsu með öllu. 31/3*82 Snjólaug Bragadóttir: „Sú eilífa þörf karl- • dýrsins að öðlast yfirráð?“ Kona ein kvartaði nýlega í blað- inu yfir mfgildisáráttu katta og þar sem sá tími fer nú í hönd, þegar kettir eru hvað líflegastir, langar mig að ræða málið. Á 25 árum hef ég átt marga ketti og kynnst atferli þeirra mjög vel, auk þess sem ósköpin öll hafa verið skrifuð um þá. Langt er frá að allir kettir mígi hvar sem er, bara högnarnir eru með þessum ósköpum gerðir, það er aðferð þeirra til að helga sér yfirráðasvæði og þar sem læður eru í grennd, kveður rammast að, í orðsins fyllstu merkingu. Séu þeir hins vegar geltir, hætta þeir þessu og þá hverfur líka af þeim stækjan. Geldingin er ekki aðeins til bóta fyrir eiganda kattarins og náung- ann, heldur sér í lagi köttinn sjálfan. Hann verður skapljúft gæludýr, hættir að flækjast úti á næturnar og getur leikið sér tím- unum saman að litlu leikfangi, laus við þennan óróa í blóðinu, sem var honum sjálfum óskilj- anlegur, en rak hann sífellt áfram. Læðurnar er fyrirhafnarlaust að setja á pilluna. Þó ekki eigi víst svo að vera, er það mín reynsla, að þær verði náttúru- lausar af henni og kæri sig koll- óttar um alla högna og um leið minnkar ágangur katta í ná- grenninu. Ég hef veitt því athygli og lesið, að högnar sækist sérstak- lega eftir að spræna á hluti, sem rekja má til annarra dýra, til dæmis rúskinns- og leðurflíkur, gæruskinn og dúnsængur. Þar sem þeir eru „menn“ og geta mígið standandi, er ráðlegt að hafa slíka hluti ekki á glámbekk neðan við 70 cm frá gólfi eða jörðu, ef verið er að viðra. Um glugga á jarðhæð er það að segja, að betra er að opna marga glugga lítið, en einn upp á gátt, því þó ekki sé á ferð landráða- sjúkur högni, eru kettir forvitn- ir, einkum þeir yngri og smeygja sér gjarnan inn um glugga, til að skoða sig um og þefa af nýju um- hverfi. Þeir geta síðan lokast inni og komast fyrr eða síðar í spreng. Allir kattaeigendur ættu að hafa ketti sfna inni á næturnar, til dæmis í þvottahúsinu. Sé það regla, sættist kötturinn fljótt á hana, því kettir eru regludýr að eðlisfari, vanafastir með af- brigðum. En þá verða þeir alltaf að hafa nóg hjá sér að drekka og umfram allt kassa eða plastfat með kattasandi. Sandur þessi er eitt það besta, sem fundið hefur verið upp á seinni árum og þó hann sé nokkuð dýr, margborg- ar sig að nota hann. í honum eru efni, sem höfða til kattanna, þannig að þeir vilja helst ekki annað og auk þess er hann lykt- eyðandi og þurrkar strax upp allt sem í hann fer. Allir kettir eru þrifriir að eðlisfari og þetta migustáhd á högnum á ekkert skylt við sóða- skap, þar er kynhvötin að verki og sú eilífa þörf karldýrsins, að öðlast yfirráð af einhverju tagi. Ráð við kattarhlandi, til dæmis í gólfteppi, er m.a. að leggja strax. sneið af nýskornum lauk yfir blettinn og láta hann liggja. Oft spræna högnar á útihurðir og karma. Best er að þvo það upp úr terpentínu. Ef á að venja af sér kött, sem orðinn er einum of heimakominn, er þjóðráð að góma hann, nudda framan í hann nýjum appelsínuberki og þá verður hann fegnastur að komast sem lengst burtu, því köttum er ekki eins illa við neitt og appelsínubörk, þó það hljómi furðulega. En passið klærnar, meðan ráðinu er beitt. Kattaeigendur. Ef þið viljið eiga kött fyrir gæludýr, þá hugs- ið almennilega um hann frá upp- hafi. Hafið hann merktan heimi- lisfangi og símanúmeri. Látið gelda högnana, helst 6-7 mán- aða og gefið læðunum pill- una. Hafið köttinn alltaf inni á næturnar og venjið hann við kattasandinn. Ánægður köttur er heimilis- gleði, en vanræktur köttur, sem býr við skilningsleysi og þar af leiðandi öryggisleysi, getur orð- ið plága og er betur kominn hjá feðrum sínum. Ég gæti skrifað nær endalaust um ketti og skemmtilegt eðli þeirra, en þetta nægir núna. Meira seinna um ketti og fólk, einkum börn. 16; apríl 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.