Dagur - 16.04.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 16.04.1982, Blaðsíða 12
DAWR Akureyrl, föstudagur 16. aþríl 1982 Sjáum um heitan og kaldan veislumat og getum þá sent i í þ j starfsmann til að sjá um matinn. \ yflfrr/ Munið kaffihlaðborðið alla daga frá kl. 14.30-16.30 í neðri sal Munið að panta borð tímanlega. Nú er uppseltá föstudagskvölden nokkurborð Iqygngjgyl eru laus laugardags- og sunnudagskvöld. P Lítið í nýju setustofuna okkar, J&lm fyrir eða eftir matinn, en hún er eingöngu fyrir matargesti. Ur gömhim áríð 1941 Nú grípum við niður í gömlum Degi frá því herrans ári 1941, en þá var blaðið á 24. aldursári sínu og kom út tvisvar í viku hverri, fjórar síður hverju sinni. Á forsíðu 2. tbl. þetta ár er frétt undir fyrirsögninni: „Kommúnistar reyna að koma af stað uppreisn í breska setu- liðinu“. - Segir í fréttinni að kommúnistar í Reykjavík hafi stundað það að dreifa áróðurs- bréfum til bresku hermann- anna í höfuðborginni þar sem þeir voru hvattir til þess að óhlýðnast yfirboðurum sínum og gera uppreisn gegn þeim. - „Hafa 6 þeirra verið fangelsað- ir út af þessari þokkaiðju og bíða dóms“ segir blaðið. í lok greinarinnar segir síðan: „Hefði annað eins og þetta komið fyrir í ríki Hitlers eða Stalins eða í löndum þeim, er verða að lúta yfirráðum þeirra, myndu þeir hafa séð svo um að sökudólgarnir kæmu ekki framar við sögu. Bretar taka mildari höndum á glæpsam- legu athæfi.“ „Þær fara færri næst“ Bretarnir voru einnig á Akur- eyri á þessum tíma, og sagði Dagur frá því að eitt sinn er þeir héldu dansleik hafi ungir piltar staðið við dyr samkomu- hússins og skrifað hjá sér nöfn þeirra kvenna sem dansleikinn sóttu. Er þeir voru spurðir hverju þetta athæfí sætti svör- uðu þeir: „Þær fara færri næst“. Munu piltarnir hafa stundað þessa iðju af um- hyggju fyrir stúlkunum í bænum, en þeir máttu ekki til þess hugsa að þær lentu í klóm bresku hermannanna. Eru boðorðin til þess að brjóta þau? „Borgari“ skrifaði lesendabréf Dag þegar komið var fram á vor, og sagði m.a.: „Undanfar- ið hefir bæjarstjómin birt til- kynningar í blöðum bæjarins um bann við því að búfé sé látið ganga laust í bænum og er eig- endum hótað sektum ef þeir koma ekki fénaði sínum í bú- fjárhagana hið bráðasta“ . . . - Síðan segir „Borgari“: „Sauðfé spásserar á víð og dreif um bæinn, í matjurtar- görðum og skrúðgörðum, veldur spjöllum og vand- ræðum, stendur þversum á götum og gatnamótum rétt eins og hér væri engin bæjar- stjórn, engin lögregla og engin boðorð“. - Og í lok greinar sinnar spyr „Borgari“: „Em borðorðin til þess eins að brjóta þau, er ekkert gert með ákvæði bæjarsamþykktanna? Hvað segir lögreglan?“ - Er nema von að maðurinn spyrði? Saklaus játar peningastuld Þann 23. október segir Dagur frá all sérkennilegu máli og sem betur fer sjaldgæfu, undir fyrirsögninni: „Ljót saga - Saklaus maður játar á sig pen- ingastuld“ . . . - í fréttinni er sagt frá því að maður nokkur sem starfaði við vegagerð á Moldhaugahálsi taldi sig hafa orðið fyrir þjófnaði. Uppástóð maðurinn að stolið hafi verið úr tjaldi sínu 300 kr. Grunur féll á ungan mann er einnig starfaði við vegagerðina og var hann yfirheyrður af fulltrúa sýslumanns. Neitaði hann ein- dregið að vera valdur að pen- ingahvarfinu. Næst gerðist það að einn af lögregluþjónum Akur- eyrar yfirheyrði piltinn, og fór sú yfirheyrsia fram undir fjög- ur eyru. Þá brá svo við að pilt- urinn játaði stuldinn, og endurtók hann játningu sína við réttarhöld síðar. Hafði pilt- ur skömm fyrir auk 300 kr. sektar. Næst gerðist það að pening- ar fundust í óreiðu í matvöru- deild KEA og við nánari at- hugun kom í Ijós að sá er sakn- aði peninganna úr tjaldi sínu hafði farið með peninga sína til Akureyrar og gleymt þeim í ógáti í versluninni. Hafði þvi engum peningum verið stolið, en nú var farið að athuga hverju játning piltsins unga sætti. . Kvað hann lögregluþjón þann sem yfirheyrði sig, hafa haft í hótunum við sig ef hann játaði ekki stuldinn, og kvaðst hann fremur hafa kosið að játa þjófnaðinn en eiga tugthúsvist yfir höfði sér. Það var sérstak- lega tekið fram í frétt Dags af þessum atburði að piltinum hafi verið greiddar aftur 300 krónurnar, er hann greiddi i sekt fyrir þjófnaðinn. Live ool er liðið hans Flestir eiga sér eitthvert áhuga- mál sem þeir sinna í tómstund- um sínum. Þeir eru margir sem hafa það sem sitt aðaláhugamál að fylgjast með ensku knatt- spyrnunni, og eiga þá sitt uppá- haldslið. Einn þeirra er Óskar Örn Guðmundsson, ungur Ak- ureyringur. Hans lið er Liver- pool og hefur Óskar haldið með því liði alveg síðan liðið tapaði fyrir Arsenal í Bikar- keppninni 1971, eins og hann segir sjálfur. „Ég er búinn að fara til Eng- lands s.l. fjögur ár til þess að sjá Liverpool keppa, og sá liðið sigra Real Madrid í úrslitum Evrópu- bikarkeppninnar í París s.l. vor. Ég er nýkominn frá Englandi núna, sá Liverpool vinna Sunder- land á Anfield Road í Liverpool 1:0. Þá stóð til að fara aftur í vor og sjá Bikarúrslitaleikinn á Wem- bley en ætli það verði nokkuð úr því fyrst það á að sjónvarpa hon- um beint hingað. En það' er mjög gaman að fara á leiki í Englandi, það er alveg einstök stemning og hvergi betri en á heimavelli Li- verpool“. „Við stofnuðum einu sinni að- dáendaklúbb hérna heima nokkr- ir áhangendur Liverpool, en hann varð ekki langlífur. Þá hefur stað- ið til að komast í slíkan klúbb í Liverpool og ætli maður láti ekki Óskar Öm Guðmundsson. verða af því þegar maður fer næst út“. - Það lá beint við að spyrja Óskar að því hvaða lið myndi sigra í ensku Deildarkeppninni sem nú er langt komin. „Það verður að líta á þessi mál í þotu Flugleiða á leið á knattspymuna í Englandi. af raunsæi og skynsemi, en ég sé ekki nema tvö lið sem geta sigrað, Liverpool og Ipswich. Þó gætu Tottenham og Manchester Unit- ed blandað sér í þá baráttu, en ætli endirinn verði ekki sá að Liverpool stendur uppi sem sig- urvegari, ég tel það“. - Óskar er sjómaður á togar- anum Kaldbak frá Akureyri, og því ekki í sem allra bestri aðstöðu til þess að sinna þessu áhugamáli sínu. En það aftrar honum ekkert, og ekki er annað að heyra en hann ætli að sinna þessu áhuga- máli sínu áfram. „Jú, ég var í fótboltanum sjálfur, lék með Þór í öllum flokk- um upp í meistaraflokk. Þá spil- aði ég einnig körfubolta og hand- bolta með Þór og svo var ég í ís- hokký“, sagði Óskar er við spurð- um hann um íþróttaiðkun hans sjálfs í lokin. Með vorblíðunni kom þægilegur og fallegur dömufatnaður svo sem vesti, jakkar, blússur og pils. Skoðið í gluggana um helgina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.